Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2000, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2000, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000 Fréttir DV Ekið á barn við Langarima í gærkvöld: Gatan er dauðagildra - segja íbúar sem um árabil hafa barist fyrir úrbótum Stórhættuleg gata dv-mynd hilmar þór Ásgerður Hallgrímsdóttir ásamt börnum sínum. Hún kveðst hafa barist í 9 ár fyrir úrbótum en án árangurs. Ekið var á bam við Langarima í gærkvöld. Slysið varð á mótum Langarima og Grasarima. Mikil reiði er í hverfmu þar sem íbúar segja að einungis hafi verið um tímaspursmál að ræða hvenær slys yrði við götuna. íbúamir hafa i langan tima lýst yfir miklum áhyggjum af umferðinni um göt- una sem hefur aukist til muna í seinni tíð. Litíð sem ekkert hefur verið gert til að slá á ökuhraðann á þessari leið sem er á stundum ógnvæglegur og hafa íbúarnir margsinnis haft á orði aö hér væri aðeins um tímasprengju að ræða. „Ég og maðurinn minn höfum barist í 9 ár fyrir úrbótum án ár- angurs. Ég veit ekki hvort slysið í gærkvöld verður til þess að borgar- yfirvöld taka við sér,“ segir Ás- gerður Hallgrímsdóttir, íbúi við Grasarima. Að sögn ibúa fara hundruð barna daglega yfir götuna á leið sinni í Rimaskóla og er engir gang- brautarverðir til að hjálpa bömun- um yfir hina hröðu og fjölfömu götu. Ásgerður segist aka sínum bömum til skóla þrátt fyrir að ekki sé nema 5 mínútna gangur þangað. „Þetta er einfaldlega of hættulegt til að ég láti börnin ganga. Maður bíður daglega milli vonar og ótta um að eitthvað gerist," segir hún. Hraðahindranir og gangbrautir eru enn fremur litlar sem engar. íbúar hafa oft bent borgaryfirvöld- um á þá hættu sem stafar af um- ferðinni um Langarima. Þess má geta að við verslunar- miðstöðina er bifreiðum beint um hjáleið sem liggur um bílastæði leikskóla og hefur þar oft legið við slysum enda mörg böm sem fara þar um á öllum tímum dagsins. í kjölfar slyssins í Langarima í gærkvöld voru íbúar felmtri slegnir og voru háværar raddir uppi um að við núverandi ástand yrði ekki unað lengur. Einn íbúanna sagði í gærkvöld að allir aðilar sem að málinu kæmu yrðu að grípa til allra leiða og finna lausn á þessu vandamáli nú þegar og koma lag á umferðar- menninguna við Langarima. Gat- an væri dauðagildra og við það ástand vildu ibúarnir ekki lengur búa. Til að undirstrika þessa skoðun sína komu íbúar upp skilti við götuna þar sem tilgreint er að gatan sé dauðagildra. Telpan sem ekið var á i gær- kvöld var flutt á slysadeild Land- spítalans í Fossvogi og svo lögð inn á barnadeild sjúkrahússins. Hún er ekki talin vera í lífshættu. -rt Finnski forsetinn: Börnin fögn- uöu gestunum - í sól og vindi Forseti Finnlands, Tarja Halonen, og eiginmaður hennar, Pentti Arajarvi, komu í opinbera heimsókn til íslands í gær. Ólafur Ragnar Grimsson, forseti íslands, tók á móti forsetahjónunum á Bessastöðum um hádegi í gær ásamt ríkisstjóminni og handhöfum forseta- valds. Einnig var ijöldi bama saman- kominn í sólskininu og norðanvindin- um á Bessastöðum tO að bjóða hina tignu gesti velkomna og veifuðu þau fmnskum og íslenskum fánum. Forset- amir ræddust við á Bessastöðum og síðdegis var Alþingi heimsótt, en þar tók forsætisnefnd Alþingis á móti Finn- landsforseta. Um kvöldið var síðan snæddur hátíðarkvöldverður á Bessa- stöðum í boði forseta íslands. í dag munu forsetahjónin meðal ann- ars fara í móttöku á vegum borgar- stjóra Reykjavíkur í Höfða og heim- sækja Listasafh íslands í Hafnarhús- inu. Heimsókninni lýkur á morgun en þá er fórinni heitið tO Akureyrar, þar sem forsetahjónin munu heimsækja Háskólann og Útgerðarfélag Akureyr- inga. -MA Ófaglærðir og ríkið: Fundur í kjaradeilunni Þórir Einarsson ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar i kjaradeilu ófaglærðs starfsfólk við sjúkrahúsið á Selfossi og ríkið á miðvikudag eft- ir viku. Eins og DV greindi frá kolfelldi starfsfólkið samning sem verkalýðs- félagið á Selfossi undirritaði, með fyrirvara, við ríkið fyrir síðustu helgi. Verkfall ófaglærðra hefur ver- ið boðað 29. þessa mánaðar. Rúm- lega 50 manns munu þá leggja niður vinnu ef af verður. Samninganefnd ríkisins telur að verkfaOsboðunin uppfylli ekki öll formsskUyrði. Hef- ur samninganefndin rætt um að vísa deilunni í félagsdóm. -JSS Rnnskum forseta fagnaö dv^iynd e.öl. Finnsku forsetahjónin komu í opinbera heimsókn til íslands í gær. Forseti ísiands fagnaði þeim á hlaði Bessastaða ásamt fmnskum og íslenskum börnum. Framkvæmdir hafnar við húsnæði einstæðrar móður á Skeiðum: Bjartur dagur í Borgarkoti - reikna meö að flytja inn um miðjan næsta mánuð DV. SUÐURLANDI:____________________ „Það var byrjað í morgun að grafa fyrir undirstöðum bráða- birgðahússins hér hjá mér, sem er mun fyrr en ég reiknaði með. Húsið verður komið upp mun fyrr upp en ég bjóst við,“ sagði Ann Winter í Borgarkoti á Skeiðum í gærkvöld. Eins og DV greindi frá á mánudag býr Ann í húsi sínu sem er skemmt eftir sólstöðu- skjálftann í sumar og er ekki talið óhætt að sofa í því. Hún reiknar með að vera flutt í húsið um miðj- an október. Þá verður hægt að fara að vinna I skemmda íbúðar- húsinu hennar. Hún hefur sofið með börnum sínum i gámi á hlað- inu í Borgarkoti frá því í lok júní. Nú þegar haustar aö er vistin í gámnum farin að vera óþægileg, í kulda slagar hann að innan og þegar kvöldin eru orðin dimm er óþægilegt að þurfa aö fara milli húsa til að sofa. Húsið sem reist veröur i Borgarkoti verður um 80 fermetrar, 3 herbergi með stofu og eldhúsi. DV MYNDIR NJORÐUR HELGASON Grafiö fyrir nýju húsi Við skurðinn þar sem verið var að grafa fyrir nýju húsi í gærkvöld. Á innfelldu myndinni er Ann við flatsæng fjölskyldunnar sem er á vörubrettum í gámi. Ann hefur fengið viðbrögð víða að frá því Sunnlenska og DV greindu frá húsnæðisvandræðum hennar. „Finnski sendiherránn hringdi i mig á mánudag eftir að hann las um mig i DV. Mér þótti mjög vænt um það að vita hug hans til min og að hann skyldi hafa sam- band við mig,“ sagði Ann Winter. -NH Vilja meira en 30% Sigurður T. Sigurðsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnar- firði, telur að í komandi samninga- viðræðum við riki og bæ verði kraf- ist að lægstu laun hækki verulega meira en sem nemur þeim 30% sem samið var um í samningi Flóa- bandalagsins við Samtök atvinnu- rekenda sl. vetur. Dagur sagði frá. Frjálslyndir vilja í borgar- stjórn Sverrir Her- mannsson, formað- ur Frjálslynda flokksins, segir framboð í öllum helstu kaupstöðum landsins nauðsyn- legt fyrir flokkinn. Framboð hans í Reykjavík geti verið lausn fyrir óá- nægða sjálfstæðismenn. Dagur sagði frá. Enginn vinargreiði Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, segir klíkuskap ekki ráða við kynningarmál bæjar- ins en Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi minnihlutans, telur að útgáfa fréttabréfs Akureyrarbæjar fyrir alls 314 þúsund krónur á mán- uði sé vinargreiði við gæðing Sjálf- stæðisflokksins. Dagur sagði frá. Ekki dóp hjá gæslunni Ekkert hefur komið fram við rannsókn lögreglunnar i Reykjavík sem styðja ábendingar um neyslu á flkniefnum um borð í varðskipum og áformum um smygl á fikniefnum með varðskipum. 70 kindur drápust Fjárflutningabill fór út af vegin- um milli Fáskrúðsfjaröar og Stöðv- arfjarðar og valt snemma í morgun. Ökumaðurinn slapp lítið meiddur en tæplega 70 kindur drápust eða þurfti að aflífa. Guðni Helgason látinn Guðni Helgason rafverktaki lést á sjúkrahúsi í Seattle í Bandaríkjunum sl. sunnudag átt- ræður að aldri. Guðni var skatta- kóngur í Reykjavík á þessu ári. Hætta flugi frá Akureyri Flugfélag íslands hefur ákveðiö að hætta tengiflugi frá Akureyri til Egilsstaða, Isafjarðar, Þórshafnar og Vopnafjarðar frá og með 1. októ- ber. Áætlað tap á þessum leiðum sé 10-15 milljónir á síðustu þremur mánuðum ársins. Mbl. sagði frá. Lögreglan biðst velvirðing- ar Lögreglan í Reykjavík hefur beðist velvirðingar á því að hafa hindr- að myndatöku Stöðvar tvö í tengsl- um við heimsókn Li Pengs til íslands. Stöð 2 sagði frá. Tilkynning en ekki umhverf- ismat í fréttum DV 16. og 18. september um flskeldi í Beruflrði kom fram að umhverfisráðuneytið hefði úrskurð- að að væntanleg fiskeldisstöð Salar Islandica í Beruflrði sé umhverfis- matsskyld. Það er rangt. Hið rétta er að i úrskurði ráðuneytisins felst að tilkynna beri framkvæmdina til Skipulagsstofnunar skv. nýjum lög- um um mat á umhverfisáhrifum. Það er síðan Skipulagsstofnunar að leggja mat á það hvort framkvæmd- in sé þess eðlis að hún fari í mat á umhverfisáhrifum. -GAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.