Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2000, Blaðsíða 12
12 MIÐVTKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000 21 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páli Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og plötugerö: isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Andstaða við skynsemi Góðar hugmyndir og skynsamlegar tillögur mæta oft andstöðu þeirra sem meta kyrrstöðu betur en framfarir. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra hefur ekki vakið mikla lukku meðal þeirra sem hafa ímugust á öllu því sem gæti styrkt íslenskt atvinnulíf og þar með skotið styrkari stoðum undir framtíð allra landsmanna. í ræðu sem sjávarútvegsráðherra hélt fyrir skömmu á ráðstefnu Euro-Ice, samtaka fyrirtækja með starfsemi í Evrópu, varpaði hann fram þeirri hugmynd að efla mætti samkeppnisstöðu íslands með því að nýta tækifærið til að lækka skatta á fyrirtæki. Ámi Mathiesen telur að aðgang- ur að sameiginlegum innri markaði Evrópu í gegnum EES-samninginn og möguleikinn á að framfylgja sjálf- stæðri skattastefnu skapi íslandi einstakt tækifæri: „Og hvort sem samræmd skattastefna verður ofan á hjá Evr- ópusambandinu eða ekki þá gefa lægri skattar okkur ákveðið sóknarfæri. Nú þegar eru skattar á fyrirtæki á Norðurlöndunum næsthæstir á íslandi en það er einungis í Danmörku sem skattar á fyrirtæki eru hærri en hér á landi. Staða ríkissjóðs er mikilvæg í þessu sambandi en hún hefur sennilega aldrei verið sterkari. Við höfum ver- ið að greiða niður skuldir á undanförnum árum og óhætt er að segja að skuldastaða ríkissjóðs sé að komast á við- unandi stig. Okkur er því hugsanlega að gefast einstakt tækifæri til að nota afganginn á ríkissjóði, haldist hann næstu árin, til þess að lækka skatta.“ Öflugt atvinnulíf með arðvænleg fyrirtæki er besta trygging landsmanna fyrir því að hægt sé að byggja upp lífvænlegt þjóðfélag þar sem lífskjör allra eru tryggð. Lífs- kjör ráðast ekki af flóknu kerfi millifærslna í skattkerfinu heldur af gengi og þrótti atvinnulífsins. Eftirtektarvert er að þeir sem mest hafa á móti þvi að skjóta enn frekari stoðum undir atvinnulífið með lægri sköttum hafa í orði verið talsmenn launafólks. Með því að leggjast gegn lægri sköttum fyrirtækja er staðið i vegi fyrir því að fyrirtæki eflist og öðlist meiri þrótt til að standa undir þeim launa- kröfum sem eðlilegt er að landsmenn geri. Árni Mathiesen hefur opnað á mikilvæga umræðu um hvaða stefnu eigi að taka í skattamálum og ríkisfjármál- um almennt. Þá er horft til framtiðar en ekki aðeins til morgundagsins sem sjóndeildarhringur margra stjórn- málamanna takmarkast við. Það er rétt að góð staða rik- issjóðs, sem því miður hefur ekki verið notuð til róttækra kerfisbreytinga, skapar tækifæri á að gjörbreyta skatt- heimtu ríkissjóðs. Ekki aðeins skattheimtu á fyrirtækjum, heldur einnig á einstaklingum sem margir hverjir berjast í bökkum vegna flókinna og ranglátrar skattheimtu, sem byggir fyrst og fremst á því að refsa þeim sem reyna að standa á eigin fótum. Geir H. Haarde fjármálaráðherra bíður mikið verkefni á komandi mánuðum en enginn ráðherra fjármála hefur haft annað eins tækifæri og hann til að stokka upp spilin. Eftir nokkrar vikur mun ráðherrann leggja fram frum- varp til fjárlaga fyrir komandi ár. Margir munu beina augunum að frumvarpinu sjálfu með það í huga hvort að- hald i ríkisfjármálum sé nægjanlegt eða ekki. Vissulega skiptir það máli, en mestu skiptir þegar til lengri tíma er litið að fj ármálaráðherra taki af skarið um það hvernig hann ætlar að nýta tekjuafgang af ríkissjóði á komandi árum. Ámi Mathiesen hefur komið með skynsamlegar til- lögur í þeim efnum. Óli Björn Kárason ÐV Skoðun Pumpustrákaskattur „Það sem er að gerast er óskaplega einfalt og það er þess vegna sem ráðamenn vilja ekki lækka skatta á olíu. Það er að framleiðsluákvarðanir OPEC geri Vest- urlönd að skattlöndum OPEC-ríkjanna. “ Það er upphaf skatt- heimtu að fjallaskörð voru ein leiða með salt og annan vaming. Ræningjar sátu um skörðin og tóku hlut af þeim varningi sem um skarðið fór. Síðan þá eru þúsundir ára og við höfum þróað stórkostlegt tækni- samfélag. Nema hvað? Ein aðalleið er fyrir orku þessa samfélags. Hún fer um pumpur og krana. Og þeir sem sitja á pumpum og krönum hafa sömu aðstöðu til skattheimtu og ræningj- ar i fjallasköröum forðum. Allt lagt undir Og þá gerist það að neytendum þykir dýrt. Og hvað er þá til ráða? Nú, samfélögin eiga þá að fá minna og lækka skatta, svo pumpustrákar geti fengið skattinn. Og allt lagt und- ir. Sendlar á stóru sendlahjólunum steyttu hnefa og tóku sér stöðu á göt- unni. Bensínið þvarr af bílum svo það var ekki einu sinni hægt að drifa kynngimögnuð hljómtækin, hvað þá annað. Allt í einu var ljóst að hið stolta ríka samfélag var nestað til sex daga. Eftir sex daga og lokaða krana, þá var allt stóra stopp. Mikilfenglegir spítalar, mikilfenglegar borgir, mik- ilfenglegur iðnaður, stolt vísindasamfélag og stoltir forystumenn ríkja og fjár- velda eiga tilveru sína und- ir opnum krönum. Hvað er þá til ráða? Auðvitað verð- ur að gefa pumpustrákun- um eftir, annars er dauðinn vís. Næsta mál á dagskrá er þá að fara með bænarskrá til pumpu- stráka. Og pumpustrákar láta af ör- læti sínu fé í kosningasjóði. Nú þarf að brosa og segja allt gott. Þjóðirnar þurfa að láta nokkur prósent af verki sínu og framleiðni til uppihalds pumustráka. Og þá kemst allt í lag á ný. Skipa síðan nefndir til að svona- lagað komi ekki fyrir aftur. - Var ekki sápa eða fótbolti einhvers stað- ar í sjónvarpinu? Einhver með leiðindi? Allt er orðið gott. Þetta var bara svona svolítið vesen. Er einhver með leiðindi? Vill nokkur leysa aflvéla- vandann? Móðgar það ekki pumpu- strákana bara? Kæmi það ekki illa út á næstu nóbelshátíð að vera að sýna fram á einhver leiðindi? Myndi það ekki bara skaða álitið á mikilfeng- leik mannsandans að vera að spyrða einhvem grundvöll undir menning- una saman við góða hátíð? Kæmi það ekki bara illa út í skoðanakönnunum að mikilfengleiki leiðtoganna er spuming um opnun á krana? Voru þessir leiðtogar ekki búnir að ákveða sjálfir í Kyoto að loka fyr- ir kranana til að spiúa ekki vistkerfi jarðar? Er þetta ekki bara allt í lagi svona? Og eru ekki einhverjir að gera eitthvað með vetni? Skattlönd OPEC-ríkjanna Nei, þetta er ekki svona. Það sem er að gerast er óskaplega einfalt og það er þess vegna sem ráðamenn vilja ekki lækka skatta á olíu. Það er að framleiðsluákvarðanir OPEC geri Vesturlönd að skattlöndum OPEC- ríkjanna - og fátæk ríki að hung- ursneyðarríkjum. Það er óþolandi ástand. Almenningur vill ódýra orku. Þá finnum við aðrar leiðir og göngum í það strax. Það er ósamrýmanlegt ákvörðun þjóðarleiðtoga á þúsaldar- fundi Sameinuðu þjóðanna að útrýma hungri og fátækt og búa við pumpu- strákaskattheimtu. - Það er þá ekkert forræði þessara leiðtoga. Þorsteinn Hákonarson Ertu hafður að féþúfu - af tryggingafélögunum? Eru tryggingafélögin „alræmdustu fjárglæfrasamtök" okkar tíma? Er um að ræða „mafiu“ íslands eða heiðarlega viðskiptahætti? - Stað- reynd er, að í dag kostar okkur landsmenn fátt meira en vaxtagjöld lánastofnana, skattar ríkisins, spek- úlantar olíumarkaðarins og trygg- ingar. Ætla mætti að tryggingar væru, samkvæmt lagagreinum, leið til að vinna að vemd eigna okkar, til þess að hjálpa okkur að tapa ekki öllu því sem okkar er, en jafnframt að geta staðið myndarlega að þvi að vernda aðrar eigur okkar sem lögin ná ekki yfir. Mér skilst að vísu að þetta hafi einhverntíma verið hug- sjón tryggingafélaga. En mér er til efs að það sé svo í dag. Slysatrygging ökumanns I huga okkar íslendinga er eflaust ofarlega náttúruvemd og virðing fyrir því umhverfi sem við lifum í. Því er varla hægt að telja það óeðlilegt að skoða aðr- ar leiðir til þess að komast leiðar sinnar hér í borg en bílinn. Mér datt í hug að kaupa mér létt bifhjól, enda hafði ég áður prófað eitt slíkt og þótti ekki flóknara að stýra því en reiðhjóli. Það býður líka upp á lengri ferðir en reið- hjólið, eyðir litlu bensíni og þarfnast ekki mikils legupláss (sem er hér af skornum skammti). Eftir nokkra leit fann ég eitt slíkt, á næsta viðunandi verði. Þá kom að tryggingunum. - Ég hringdi í tvö tryggingafélög og spurðist fyrir um tryggingar léttra bifhjóla. Hjá VÍS var mér tjáð að tryggingin myndi kosta mig um 86.000 á ári og tjáði stúlkan sem ég ræddi við mér að ekki væri tekið tillit til aldurs eða reynslu ökumanns, né heldur til þess hvaða bónus ég væri með á bifreiða- tryggingunni (gildir aðeins um þung bifhjól). Hjá Tryggingamiðstöð- inni gátu þeir þó boðið bet- ur, eða 83.000 á ári. Þeir sögðust einnig taka tillit til aldurs ökumanns og vildu fá 117.000 kr. á ári ef ég hefði ekki fyllt 17 ár. Nú var mér tjáð hjá báðum fé- lögum að stór þáttur í þessu háa verði væri slysa- trygging ökumanns, enda vildu bæði félög meina að mannskaði væri almennari og meiri en í bif- reiðaslysum. Um það leyfi ég mér að efast. Samanburöur: bifreið - bifhjól Með tilliti til umhverfisþáttarins og fjárútláta, langar mig að gera samanburð á bifreiðaeign annars vegar og léttu bifhjóli hins vegar. Ég miða við tvö farartæki sem ég kann- ast best við og áætla um 2000 km/ári eða hreint innanbæjarsnatt, og að farartækin séu keypt í dag, og greidd á fimm árum. Bæði farartæk- in nota 95 okt. bensín. Viðmiðunar- verð 95 kr/lít. Ég miða við að tryggja hjá VÍS, en geri ráð fyrir að munurinn sé svipaður þótt miðað sé við Tryggingamiðstöðina (en FÍB neitar að tryggja létt bifhjól). Þannig myndi ég borga i rekstur af léttu bifhjóli réttum 13 þúsundum meira á ári en af bifreiðinni og þó væri hlutur eldsneytis rúmum 12 þúsundum minni en af bifreiðinni í sama akstri! Ef verð ökutækisins er siðan reiknað inn í greiði ég á hverju ári í stofnkostnað og rekstur samanlagt af létta bifhjólinu kr. 142.550 en af bifreiðinni 145.531 á sama tima. Mengun af bifreiðinni er umtalsvert meiri, bæði í útblæstri, sliti á göt- um, sliti á dekkjum og úrgangi þeg- ar bifreiðinni er fargað. Bifreiðin veldur fleiri og alvarlegri slysum í umferðinni. Því er mér spum: Hvaða raun- hæfa réttlætingu hafa tryggingafé- lögin fyrir slíkri skattheimtu sem iðgjöld þeirra á létt bifhjól eru, ef þau þá hafa nokkra? Og: Geta þau sýnt mér fram á ástæðu þess að gjöldin þurfi að vera af þeim kalíber sem þau eru? Ég tek fram i lokin að ég tryggði bifreið hjá VÍS í vor og var þá með F+ tryggingu og greiddi skv. þáverandi gjaldskrá einar 38 þúsundir í bifreiðatryggingu. - Með miklu ergelsi í garð tryggingafélaga. Þór Sigurðsson Farartæki: Eyðsla: Tryggingar: Verð: Kr./Ári ( rekstur ) Létt bifhjól -2.5/100 86.000,- 259.000,- 90.750,- Honda X8R-X 501/ári 4.750, /ári Bifreið Hyundai Accent -9/100 60.431,- 340.000,- 77.531,- Árg 94 1801/ári 17.100,-/ári 1 ,Því er mér spurn: Hvaða raunhœfa réttlœtingu hafa tryggingafélögin fyrir slíkri skattheimtu sem iðgjöld þeirra á létt bifhjól eru, ef þau þá hafa nokkra?“ Þór Sigurösson kerfísfræöingur Með og á móti Idssyni um byggðavandann? Davíð áhugalítill „Það er náttúr- lega ekki hægt að kenna einum manni um byggða- vandann en auð- vitað hlýtur ábyrgð Davíðs Oddssonar að vera stór. Hann var ráðherra byggða- mála í tæp níu ar, fram að síðustu áramótum, á sama tíma og ástandið fór hríð- versnandi. Það versta er að hann virt- ist á þessum tíma lítinn Einar Skúlason formaöur Sam- bands ungra fram- s óknarmanna áhuga hafa á því að beita sér í málaflokknum, utan það að flytja Alþingi reglulega skýrslu. Ég vænti þess að minnsta kosti nú að hann gefi öðrum svigrúm til þess að snúa vörn í sókn, og hugsi sig tvisvar um áður en hann kemur með árásir á borð við þá gagnrýni á rekstur sveit- arfélaga sem hann hafði um daginn. Hann þarf aö taka til heima hjá sér áður.“ Ekki Davíð að kenna - ^ , „Það er ekki ■í hægt að kenna ' Davíð Oddssyni f um byggðavand- ann frekar en um rigninguna eða vindinn. Framsóknarmenn vilja endalaust beita handaflinu til að njörva fólk niður hringinn í kringum landið. Til þess eru öll úreltu með- ulin leyfileg, með öllu óhag- ræði og óréttlæti sem þeim fylgir. Björgvin Guðmundsson formaöur Heimdallar Hver man ekki eftir þess- um sértæku aðgerðum? Fisk- eldi, loðdýrarækt og ullariðn- aður. Trílógía framsóknar- manna. Ástæðan fyrir þvi að fólk flytur er að það sækist eftir fleiri tækifærum, meiri og betri þjónustu og fjöl- breyttara mannlifi. Handafl framsóknarmanna hefur ekki áhrif á þessar væntingar okkar sem betur fer.“ -SMK Samband ungra framsóknarmanna hefur gagnrýnt forsætisráöherra harðlega varðandi frammistöðu hans i hjá ráðherranum varðandi þessi mál. Báðir flokkarnir hafa setið í ríkisstjórn síðustu fimm árin. byggðamálum og sagt að aðgerðaleysi hafi ríkt Ummæli Verötrygging inn- og útlána „Fæst lönd nota verð- tryggingu að ráði og alls ekki á innlánum. En hér á landi er stór hluti af innistæðum í bönkunum verðtryggð- ar eða aðrar bundnar innistæðm og á þeim er ávöxtun miklu hærri en á almenn- um sparisjóðsbókum. Væri miðað við þau innlán í útreikningum á mismun inn- og útlánsvaxta yrði mismunurinn líka miklu minni en í töflu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Myndin er því ekki eins slæm og hún sýnist." Yngvi Örn Kristinsson, forstöðum. pen- ingamálasviðs Seðlabankans, í Degi 19. sept. Sjálfstætt tryggingakerfi „Umræða um einka- væðingu er að mínu mati einfaldlega ekki tímbær. Áðm en að því kemur er mjög nauð- synlegt fyrir okkm að taka bæði trygginga- þáttinnn og rekstrm- þáttinn til gagngerrm endmskoðun- m.... Það sem þarf að gera er að breyta núverandi kerfi úr því að vera greiðslm úr ríkissjóði með föstum framlögum í eiginlegt sjálfstætt trygg- ingakerfi á vegum þess opinbera, þannig að jafmétti sé tryggt" Ólafur Örn Arnarson læknir í Mbl. 19. sept. Nýjar lausnir? „Maddaman hefm nokkrm áhyggj- ur af þeim góða dreng, Kristni H. Gunnarssyni. Kristinn hefur sýnt mikinn myndugleika sem stjórnarfor- maður Byggðastofnunnm og komið með nýjm áherslur i byggðamálum. Það veldur hins vegm Maddömunni vonbrigðum ef satt er að stjórnarfor- maðm Byggðastofnunar ætli að taka um það pólitíska ákvörðun hverjir skuli fara með innheimtu fyrir Byggðastofnun..Auðvitað vekur slíkt umtal og athygli." Úr vefriti Maddömunnar 18. sept. Skattalækkun í bið „Við vitum að tekju- auki ríkissjóðs undan- fmin ár stafm af að- stæðum sem verða ekki hér til frambúð- ar.... Ég held að við ættum að bíða í eitt eða tvö ár og sjá hvernig okkm tekst lendingin eftir alla þessa ofþenslu í þjóðfélaginu. Allt tal um skattalækkun í þessu efnahags- ástandi er bara ekki raunhæft." Rannveig Siguröardóttir, hagfræöingur ASÍ, í Degi 19. sept. Orrustan um bensínverðið Verð á bensíni og dísilol- íu er mesta hitamál í Evr- ópu þessa daga. í hverju landinu af öðru er þess krafist að verðið lækki, enda taki stjórnvöld ailtof mikið til sín með álögum á eldsneyti: bílstjórm loka fyrir dreifingu, umferð stöðvast, ráðherrar skjáifa á báðum beinum. Dýr er sá akstur Bílstjórar og eigendur vörubíla eru þeir sem bera uppi þessar mótmælaaðgerðir. Það er fróðlegt, ekki sist i ljósi þess að þessir aðilar hafa í rauninni miklu síður siðferðilegan rétt til að mót- mæla verðlagi á eldsneyti en t.d. venjulegir eigendur einkabíla. Eða ekki verður betur séð af úttekt sem vikublaðið Spiegel gerði fyrir nokkru á kostnaði við gífurlega og stóraukna umferð stórra vörubíla um Þýskaland. Þar segir að ótrúlega mikill mun- ur sé á því hvað vörubílaakstur kost- ar í vegasliti, samgönguframkvæmd- um, tímatapi, slysum og mengun umfram akstur einkabíla, sem eru þó 20 sinnum fleiri. Einn fjörutíu tonna vörudreki slítur asfalti á veg- um á við tugi þúsunda einkabíla - auk þess sem titringur frá þessum þungu vegaskepnum hristir sundur leiðslur og gömul hús i nærliggjandi byggðum. Vörubilaumferðin vex margfalt hraðar en önnur umferð og kallar á æ stærri og dýrari fram- kvæmdir. Umferðarteppur vegna álags eða árekstra eru að einum þriðja raktar til vörubíla. Vörubílar eitra loftið með 2,5 sinnum meiri koltvísýringsútblæstri og fimmfalt meira sóti en allir aðrir bílar saman- lagt. Stór hluti banaslysa í umferðinni (fimm mannslíf á dag) skrifast á reikning vörubíla: loftpúðar stoða lítt í árekstrum við þessi ferlíki. Slysatíðnin er tengd því, að hörð samkeppni í flutningum leiðir til þess að svindlað er á ákvæðum um hvíldartíma, t.d. með því að mæl- ingatæki eru trufluð með miklu hug- viti, bílstjórar sitja alltof lengi við stýri og eru einatt úrvinda af þreytu og því fer sem fer. Niðurgreidd umferð! Að öllu samanlögðu fer því fjarri að vörubílaeigendur borgi þann kostnað sem til fellur við notkun þeirra. Eigendur einkabíla borga tvöfaldan þann kostnað sem til fellur í samgöngukerfinu vegna þeirra - en eigendur vöru- bíla aðeins 66%. Hvert tonn af vörum sem ekið er einn kílómetra hefur í fór með sér umhverfistjón sem met- ið er á 28 pfenniga - það borgar hinn almenni skatt- greiðandi. Stjómmálamenn þora ekki að bregðast við þessari stöðu. Þeir eru und- ir miklum þrýstingi: flutningar eiga að vera ódýrir til að greiða fyrir við- skiptum, allt annaö verður að víkja fyrir þeirri kröfu. Gífurlegur vöxtur vörubílaumferðar er tengdur þeirri verkaskiptingu að vara skuli búin til þar sem hægt er að gera vissa hluti aðeins ódýrar en annars staðar. Úr þessu verður gífurlegur akstur: töluglaður maður reiknaði það út, að til þess að búa til jarðarberjajógúrt þvælist vörubílar fram og aftur um vegina 3500 km - og þó á eftir að keyra jógúrtina út til verslana. Önn- ur hagræðingarkrafan sem marg- faldar umferð er sú að fyrirtæki liggi ekki uppi með lager, þau geti fengið fyrirvaralítið akkúrat það sem þau vilja til framleiðslu eða sölu á hverj- um tíma. Því eru vöruflutningar með vörubílum greiddir niður - og eigendum finnst það ekki nóg, eins og mótmælafréttir sýna. Skynsamlegt væri að gera akstur vörubíla á lengri leiðum dýrari með vegagjöldum og ýta undir notkun járnbrautakerfis, en áformum í þá veru er lítt fylgt eftir. Þar fyrir utan veit enginn hvað er „rétt“ verð á for- gengilegri auðlind eins og olíu - olíu- framleiðsluríki gætu að sínu leyti hækkað verðið mikið enn og meira að segja haldið því fram að þau væri að sýna framsýni og hvetja til orku- sparnaðar í heiminum. Þau gætu líka sagt að markaðslögmálin leyfi stórmiklar hækkanir - ekki skortir eftispurn eftir þessum dýra vökva. Enn er margra bensínfrétta von og verða fáar þægilegar. Árni Bergmann „Að öllu samanlögðu fer því fjarri að vörubílaeigendur borgi þann kostnað sem til fellur við notkun þeirra. Eigendur einkabíla borga tvöfaldan þann kostnað sem til fellur í samgöngukerfinu vegna þeirra - en eigendur vörubíla aðeins 66%.“ Arní Bergmann rithöfundur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.