Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2000, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000
11
I>V
Öll lönd
hafa verið numin
„Auðvitaö lenda allar kynslóðir í basli
meö leit sína að tilgangi en þaö er
sérstaklega erfitt aö tilheyra minni
kynslóö,“ segir Erlend Loe, einn vin-
sælasti höfundur Norömanna og
gestur á bókmenntahátíö sem nú er
nýlokiö.
DV-MYND TEITUR
Erlend Loe segir að hans fyrri afrek séu ekki
hálft eins merkileg og annarra gesta bók-
menntahátíðar. Eiginlega segist hann ekkert
eiga með að vera hér á hátíðinni því að hann
hafi ekki skrifað neinar bókmenntir sem
breyta heiminum, en er samt innilega þakklát-
ur okkur fyrir að bjóða sér.
Loe er 31 árs Norðmaður og hefur vakið
feikna athygli í heimalandi sínu fyrir skáldsög-
ur og bamabækur. Hann segir að hann hafi
byrjað að skrifa á unglingsárum án þess að
ætla það; haldinn þeirri áráttu að vera alltaf að
krota ýmsar hugmyndir sínar í minnisbækur.
Fyrir átta árum, þegar honum fannst skyndi-
lega tími kominn til að skrifa skáldsögu, leitaði
hann í minnisbækurnar og komst að því að
hann hafði þegar mótað sér stíl og lagt línur að
nokkrum verkum. Hann segir að því hafi verið
auðvelt að skrifa fyrstu bókina, Tatt av
kvinnen, sem fjallar um samskipti kynjanna á
dögum femínískrar umræðu: „Sú bók er bæði
írónísk og endar illa,“ segir Loe. „Eftir hana
langaði mig að skrifa öðruvísi bók um ungt fólk
þar sem alltaf var verið að segja við mig að mín
kynslóð rithöfunda væri svo írónísk og svart-
sýn. Þá fór ég að skrifa Naiv. Super.“
Bókin kom út árið 1996 og hlaut feikigóðar
viðtökur. Nýlega þýddi Þórarinn Eldjám hana
fyrir Vöku-Helgafell, en á íslensku ber hún
heitið Ofurnæfur.
„I Naiv. Super. set ég fram einfaldar hnitmið-
aðar hugmyndir og nota til þess mjög einfalt
orðfæri," segir Loe og bætir því við að hann
hafi verið handviss um að gagnrýnendur sæju
aðeins tóma flatneskju í þessum tiiraunum
hans. „Bókin fjallar um ungan mann sem upp-
lifir algert hrun allra gilda, en snýr til baka og
byggir heimsmynd sína frá grunni á bamsleg-
an hátt. Hann vill ekki verða barn aftur, en
hann trúir á barnið í sér“:
Barnatímarnir gerðu mér bjarnargreiöa.
í dag kann ég tölustafi og bókstafi. Ég les hraðar en
ég veit ekki hvað.
Það sem mig langar að vita er til hvers þetta er.
Það er dálítió seint að vera að tala um þetta núna.
Kannski hálfasnalegt.
Skaðinn er skeður.
Ég get ekki látið sem ég viti ekki það sem ég veit.
En þetta er skítt. Verulega.
Fáió mér bolta.
Fáið mér hjól.
Þaó rœð ég við.
(bls. 49)
Engin svör til
„1 bókinni L, sem út kom í fyrra, tekst Loe á
við ferðabók-
menntahefð-
ina og reynir
þar að setja
sig í spor
þeirra vösku
karlmanna
sem uppgötv-
uðu heiminn.
„Ég fór
ásamt vinum
minum í könn-
unarferð á
slóðir Thors
Heyerdahls þó
að við vissum
ekkert í okkar
haus en Thor
og hans félag-
ar hefðu vitað
allt og verið
fullkomlega
meðvitaðir um
hlutverk sitt.
Afraksturinn
er L. Þar velti
ég fyrir mér
þeirri nötur-
legu staðreynd
sem mín kyn-
slóð þarf að
sætta sig við,
að allt hefur
verið uppgötv-
að og öll lönd
hafa verið
numin. Spurn-
ingarnar sem
við glímum
við í dag em:
Hvað er eftir
fyrir okkur?
Erum við ein-
hvers virði?"
„Auðvitað
lenda allar
kynslóðir í
basli með leit
sína að til-
gangi en það
er sérstaklega
erfitt að tilheyra minni kynslóð," segir Loe þeg-
ar hann er spurður um hugmyndimar sem
liggja til grundvallar bókunum tveimur. „Það
er allt mögulegt og allt leyfilegt. Við megum
blanda saman mörgum trúarbrögðum og búa til
ný, eða hafna öllum og trúa ekki á neitt, en að
sama skapi berum við mikla ábyrgð. Það er
áfall fyrir ungt fólk að fhma skyndilega að það
er ábyrgt fyrir eigin lífl og það er vont að geta
ekki spurt einhvem: Hvemig á að gera þetta?
Hvernig á að lifa? Geta ekki fengið nein svör
vegna þess að það eru engin svör til.“
-þhs
Bókmenntir
Gengið um götur
Þó Gunnar Harðar-
son sé ekki í- hópi
þeirra skálda sem mest
er hampað mun þó
mörgum ljóðvini ljóst
að þar er athyglisvert
skáld á ferð. Orsakir
þess að sú vitneskja
hefur ekki borist víðar
mun að ljóð hans hafa
einkum birst í tímarit-
um og látlausum kver-
um í smáum upplög-
um. Það telst þó til tíð-
inda þegar nýtt kver
birtist og þvf ástæða til
að fagna einu slíku:
Húsgangar með undir-
titlinum Götumyndir.
Yfirlætislítil bók þrett-
án ljóða eða götu-
mynda úr Reykjavík.
Yrkisefnið er ekki
nýstárlegt enda hafa
sum þessara ljóða birst
áður og Gunnar hefur
áður fengist við svipað
efhi, til að mynda í
Smárum og götusöngv-
um frá 1988. En er eitt-
hvað hægt að yrkja um
Reykjavík? Orti Tómas
þar ekki allt sem til
þarf? Fyrri spuming-
unni verður best svar-
að með því að vitna í
hendingar úr áður-
nefndum Smárum:
„Hvers vegna þyrlast
þau upp / öll þessi 19.
aldar náttúruljóð." Varð-
andi þá seinni þá var og
verður Tómas aldrei
eina Reykjavíkurskáldið
- og minnkar reyndar
ekkert við það. Hvað er
eðlilegra en að 20. aldar
náttúruljóð (ég hætti
ekki á að nefna þá 21.)
fjalli um borgina þar
sem stærstur hluti lands-
manna býr, fjarri bunu-
læk og berjalautu?
Hvað sem þeim vanga-
veltum líður þá fjalla
ijóð Gunnars um reyk-
víska náttúru, hús og
götur en ekki síður um
sögu. Hér er minnst
horfinna skálda, safna,
skóla, skipstjóra og fisk-
sala með söknuði og þó
nokkurri angurværð, en
ekki síður gætir oft
undirfurðu-
legrar
kímni,
einna skýr-
ast í ljóðinu
Húsgangur
(gefið gaum
að nýmerking-
unni!):
Gunnar Haröarson, heimspekingur og
skáid
Minnist horfinna skálda, safna, skóla,
skipstjóra og fisksala meö söknuði og
þó nokkurri angurværö.
Eftir aó Benedikt Gröndal
fluttist úr Þingholtunum
skrifaði hann litla ferðasögu
um göngu nióur í bœ og austur yfir lœk
Hann bjó þá á Vesturgötunni -
húsið má sjá í gegnum sundiö
hjá númer 16:
blómapottar í gluggum
og svolitiö grindverk úr tré
tvö reióhjól hallast að steinveggnum
framan við grindverkið
Á lóóinni þar við hlióina
stóð bárujárnsklœtt timburhús
sem rumskaði eina sumarnótt
eftir aldarlangan svefn
og lagói af staó, í humátt á eftir skáldinu
niöur í mióbœinn, áleiðis
upp i Þingholt
Síðan mætti nefna fleiri ágæt ljóð, minningar-
ijóð um Snorra Hjartarson, Hús við Eiríksgötu,
ljóöið um Suðurgötuna sem segir m.a. frá Gallerí
Suðurgötu 7, þar sem „listamenn urðu heims-
frægir / á tveimur hæðum“ og Hrognkelsatíð
með eitursnjallri líkingu um skokkara við Ægi-
síðuna.
Yfir þessari bók Gunnars Harðarsonar ríkir
einkar geðþekkur blær, stundum háðskur en
aldrei illkvittinn. Það hlýtur að gleðja ljóðavini
alla jafnt sem átthagakæra Reykvíkinga, hvar
sem fyrirfmnast á hnattkringlunni. Þetta er bók
mótuð af íhygli og skörpu auga göngumannsins
sem lætur ekki hraða og ráðleysi byrgja sér sýn.
Geirlaugur Magnússon
Gunnar Á. Haröarson: Húsgangar. Götumyndir. Höf-
undur gefur út. Reykjavík 2000.
___________Menning
Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir
Kvennaforlagið
Salka
Þau merku tíðindi hafa orðið að stofnuð
hefur verið sérstök bókaútgáfa sem hefur
að markmiði sínu að gefa út bækur fyrir,
um og eftir konur. Útgáfan heitir Salka og
aðstandendur eru Hildur Hermóðsdóttir og
Þóra Sigríður Ingólfsdóttir (á mynd) í sam-
vinnu við bókaútgáfuna Bjart. Áhersla
verður lögð á fjölbreytileika, lofa þær stöll-
ur, og efni sem tengist áhugamálum
kvenna, ýmist frumsamið eða þýtt, skáld-
sögur og ýmiss konar handbækur.
Þóra og Hildur hafa kynnt sér kvenmið-
aða útgáfustarfsemi erlendis, einkum í
Bretlandi og Kanada þar sem hún stendur
með miklum blóma. Konur hasla sér nú æ
víðar völl sem útgefendur, enda eru þær i
meirihluta lesenda og kaupenda á bóka-
markaði.
Aðdáendur Ragnheiðar Jónsdóttur rit-
höfundar munu fagna því að meðal fyrstu
útgáfubóka Sölku í haust verða fyrstu tvö
bindin í kvartett Ragnheiðar um Þóru frá
Hvammi, Ég á gull að gjalda og Aðgát skal
höfð. Þær komu út á sjötta áratugnum og
eru löngu lesnar upp til agna en komust í
sviðsljósið fyrir ijórum árum þegar Dagný
Kristjánsdóttir gerði þær að miðpunkti
doktorsritgerðar sinnar, Kona verður til.
Meðal annarra útgáfubóka má nefna við-
talsbók við Vilborgu Dagbjartsdóttur sem
Kristín Marja Baldursdóttir sér um og mat-
reiðslubók þar sem íslenskar kjarnakonur
gefa uppskriftir að einföldum sælkerarétt-
um og ljóstra upp fleiri leyndarmálum úr
eldhúsi sínu. Einnig nefna Hildur og Þóra
að hjá Sölku sé í vinnslu glæsilegt dagatal
með myndum af þekktum íslenskum úr-
valskarlmönnum sem mun gleðja augu ís-
lenskra kvenna á næsta ári...
Nordisk litteratur
Út er komið nýtt hefti af
Nordisk litteratur, tíma-
riti um norrænar bók-
menntir sem Norræna
ráðherranefndin gefur út.
í ritstjórn eru fulltrúar
allra Norðurlanda, aðalrit-
stjóri þessa heftis er fær-
eyski bókmenntafræðing-
urinn Jógvan Isaksen en fulltrúi íslands er
Jón Yngvi Jóhannsson.
í heftinu er viðtal við Henrik
Nordbrandt sem hlaut Bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs í ár. Nokkrar greinar
ræða um sameiginlegan bókmenntavett-
vang landanna sem var veruleiki fyrir
hundrað árum og spurt er hvort slíkur vett-
vangur sé hugsanlegur á okkar tímum.
Þetta verður einnig meöal umræðuefna á
ráðstefnunni Ord i Nord 28.-30. sept. Anna
Heiða Pálsdóttir skrifar grein um Bláa
hnöttinn eftir Andra Snæ Magnason og
Kristján B. Jónasson skrifar greinina
„Jammer i lyse tider" um íslenskar skáld-
sögur eftir unga höfunda, Mikael Torfason,
Sindra Freysson, Diddu og fleiri.
Tölvupóstfang útgefanda er me@nmr.dk
og má panta ritið þaðan.
fsbrjóturinn ísland
Meðal greina í Nordisk litteratur er
„Med Island som isbrytare" eftir Petter
Lindberg. Þar segir hann frá bókaforlaginu
Like í Finnlandi sem nú er tólf ára og varð
á sínum tíma stórt nafn á útgáfu sinni á ís-
lenskum bókmenntum. Útgáfustjórinn
Timo Emamo uppgötvaði fyrstur finnskra
útgefenda nýju bylgjuna í íslenskum bók-
menntum og gaf út bækur Einars Kárason-
ar, Vigdísar Grímsdóttur, Kristínar Ómars-
dóttur og fleiri. Þær seldust kannski aldrei
grimmt, segir hann, en söfnuðu um sig nýj-
um hópi lesenda sem hefur veriö tryggur
gegnum árin.
Nú, segir síðan í greininni, er ísland ekki
lengur í fókus hjá forlaginu. Ástæður þess
eru bæði þær að íslenskar bækur eru ekki
lengur jafnspennandi og einnig sé sár þörf
á fleiri þýðendum úr íslensku. Norðmenn
eru komnir í fyrsta sætið hjá Like enda
vekja þeirra bókmenntir nú athygli um
víða veröld.
JSJordisk