Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2000, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2000, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000 29 I>V Tilvera v ara 65 ítaíska þokka- gyðjan Sophia Lor- en þykir bera ald- urinn vel en í dag fagnar hún 65 ára afmælinu. Hálf öld er síðan Sophia hóf að leika í kvik- myndum og nálgast þær hundrað óðfluga. Sophia hefur um árabil verið ein þekktasta leik- kona ítala á alþjóðavísu. Tvisvar hefur henni hlotnast óskar, annars vegar fyrir kvikmyndina La Cioci- ara og hins vegar hlaut hún heið- ursóskar fyrir framlag sitt til kvik- mynda. Gildir fyrír fímmtudaginn 21. september Vatnsberinn (20. ian.-lS. febr.t: . Dómgreind þin er nokkuð skert þessa dagana og þú verður að gæta þess að láta ekki tilflnningamar hláupa með þig í gönur. Þú skalt hlusta á það sem aðrir hafa að segja. Fiskarnir (19. febr.-20. mars): \ Vinátta og fjármál gætu Ivaldið þér hugarangri í dag og þú skalt fara ein- staklega varlega í við- skiptu'm. Reyndu að forðast að lenda í illdeilum við vini þina. Hrúturinn (21. mars-19. aoríl): Þú ert viðkvæmur í dag, I hvort sem það er vegna ein- hvers sem var sagt við þig eða þú heyrðir einhvem segja um [ág. Þú þarft á hvatningu að halda til að byija á einhverju nýju. Nautið (20. apríl-20. maí): I Þér gengur best að Jk. vinna í dag ef þú getur verið í félagsskap fólks sem þér líkar vel við. Samkeppni á ekki við þig þessa dagana. Tvíburarnir (21. maí-21. iúníi: Þú ættir að gefa fjöl- ’ skyldu þinni meiri tíma, hún þarfnast þin og þú hennar. Þú ert eitthvað slappur þessa dagana og ættir að reyna að taka það rólega. Krabbinn f??. iúní-22. iúið: Þú verður að gefa þér tíma I til að setjast niður og ' skipuleggja næstu daga _____ þar sem þeir eiga eftir að verámjög annasamir. Það er margt skemmtilegt og spennandi um að vera. Liónið (23. iúlí- 22. ágúsú: Ákvarðanir sem þú tekur í dag og næstu daga gætu haft áhrif á framtíð þína. Þér geng- ur vel að vinna með fólki. Mevian (23. ágúst-22. seot.l: Þó að þú sért búinn að skipuleggja hjá þér ^^^Lnæstu daga út í hörgul ^ f gætir þú þurft að breyta áætlimum þínum vegna erfiðleika hjá einhverjum í kringum þig. Vogin (23. sept-23. okt.): Samband sem venju- lega er mjög tilfinn- ingaríkt gæti orðið stormasamt á næstu dögum. Þér gengur vel í vinnunni. Tviburarmr 12 & Vogin (23. st ý Sporðdreki (24. okt.-21. nóv.l: Vertu viðbúinn þvi aö þurfa að taka svolitla jáhættu. Aðrir hta til þín sem nokkurs kon- ar leiðtoga og þú mátt ekki bregð- ast því trausti sem þér er sýnt. Bogamaður (22. nóv.-2i. des.): .Vertu bjartsýnn á rframtíðina og ekki taka gagnrýni sem þú færð of alvarlega. Þú ættir að vera heima og eiga rólegt kvöld með íjölskyldu eða viniun. Steingeitin (22. des.-19. ian.l: Ekki vera hræddur við að endurskoða hug þinn varðandi ýmis mál. Batnandi manni er fiest að lifa. Dagurinn verður óvenjulegur og spennandi. Lögreglan leitar heróínvinkonu Lögreglan í London leitar nú að ungri konu sem var með Paulu Yates nokkrum klukkustundum áð- ur en hún lést aðfaranótt sunnu- dags. Konan er sögð vera heróín- neytandi. Vinir Paulu telja að kon- an hafi látið hana fá heróín sem varð henni að bana. Nánasta vinkona Paulu, Belinda Brewin, fór til hennar snemma á laugardagskvöld til að sækja 7 ára dóttur sína, Indiönu. Telpan hafði verið verið hjá Paulu og dóttur hennar, Tiger Lily, sem er 4 ára, á laugardeginum. Belinda mun hafa greint lögreglunni frá því að hún hafi rifist við Paulu um dvöl ungu konunnar hjá henni. Það var skoð- Við heimili Paulu Yates Lögreglan rannsakar nú andlát Paulu er fannst látin á heimili sínu. un Belindu að konan hefði slæm áhrif á Paulu þar sem hún væri heróínneytandi. Paula hafði lofað því að umgangast hana ekki meir. Paula var undir áhrifum fikniefna þegar Belinda kom og var mjög æst. Hún vildi ekki reka ungu konuna á dyr. Konan fór með Paulu út í áfengisbúð um kvöldið og að sögn búðareigandans var greinilegt að þær höfðu verið að drekka allan daginn. Bob Geldof, fyrrverandi eigin- maður Paulu og faðir þriggja dætra hennar, fær um stundarsakir for- ræðið yfir Tiger Lily sem er dóttir söngvarans Michaels Hutchence er fyrirfór sér 1997. Cliff Richard er nýr spámaður Biblíurokkarinn og unglambið Cliff Richard er nýr spámaður og boðberi endurkomu Frelsarans, og það má víst lesa úr sjálfri Biblíunni, að' þvi er félagar í breskum sértrú- arsöfnuði halda fram. Cliff hefur lengi verið trúaður maður og því ætti þetta sosum ekki að koma á óvart. Guðfræðingurinn Iain McGregor sagði æsifréttablaðinu The Sun að í lok mánaðarins myndi hann greina frá því sem biði Cliffs gamla. „Cliff er fyrirboði þessa mikla atburðar sem við sjáum fyrir,“ sagði guðs- maðurinn. Jennifer í Róm Leikkonan og söngkonan Jennifer Lopez heldur áfram flakki sínu um Evr- ópu til aö kynna kvikmyndina Frumuna, sálfræöilegan trylli um feröalag sálfræöings inn í hugarheim raömoröingja. Jennifer var léttklædd í Róm, enda veðriö sjálfsagt tii þess þarna suöur í álfu. Geena í gagn- sæju hjá Emmy Geena Davis vissi vel hvað hún var að gera þegar hún klæddi sig í gagnsæjan kjól fyrir Emmy-verð- launahátíöina á dögunum. Og það sem meira er, hún var ekki í neinu undir. „Mér fannst kjóllinn minn æðis- legur! Ég var ánægð með hann,“ sagði Geena í vikunni við slúður- dálkahöfundinn Liz Smith. Með þvi vildi leikkonan eyða öllum orðrómi um að hún hefði ekki haft hugmynd um hvemig sviðsljósin á hátíðinni myndu fara með kjólinn. Darva orduð vid sjónvarpsgæja Athyglissjúklingurinn Darva Conger, ^em varð fræg fyrir að gift- ast milljónera í beinni sjónvarpsút- sendingu og skilja við hann nokkrum dögum síðar, ku hafa krækt sér í einhvern frægasta sjón- varpsmann Bandaríkjanna, drullu- mokarann Geraldo Rivera. Að sögn blaðsins Daily News í New York stendur það eitt í vegi þess að þau geti gengið í það heilaga að Geraldo hefur ekki enn gengið frá skilnaði við konuna sem hann var kvæntur í nítján ár. Geraldo er vellauðugur og Darva líka. Bio&if'nryní Sambióin - High Fidelity: ★ ★ ★ ★ Verkur á heilanum Asgrímur Sverrisson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Plötusalinn í búðinni sinni. John Cusack fer vel meö hlutverk manns sem lifir og hrærist í tóntist. Ef þú ert undir fertugu muntu nokkuð örugglega kannast við þig í þeim heimi sem brugðið er upp í High Fidelity. Þú rekst ekki endilega á sjálfan þig en hittir þess fleiri vini og kunningja fyrir. Aðalper- sónan rekur t.d. plötubúð og heima hjá honum eru veggimir þaktir vinyl; hann er spurður eftir hvaða kerfi hann raði plöt- unum, er það kannski eftir tímaröð eða stafrófsröð? „Nei“, svarar hann, „það er eftir atburðaröð". Þegar þú getur lesið sjálfsævisöguna út úr plötuskápnum heima hjá þér veistu að þráhyggjan stýrir lífi þínu. Og Rob plötubúðareigandi (Cusack) er langt leiddur. Hann trúir okkur t.d. fyrir þvi að hann og samstarfsmenn sínir í plötubúðinni (sem reyndar em enn meiri nirðir) ákváðu eitt sinn að það sem manni líkaði við væri mik- ilvægara en hvemig maður væri í háttu. Allir sem hafa haft eitthvað á heilanum - hvort sem það er tónlist, fótbolti, pólitík, heilsufæði, kvik- myndir eöa hvaðeina - kannast við þessa hugsun, þar sem sjálfsmyndin miðast við vörðurnar í alþýðumenn- ingunni. Rob er reyndar ekkert sérlega klikkaður, bara svo- lítið hætt við sjálfs- vorkunn og sjálfs- hrifningu, eins og tamt er um róman- tíska unga menn. Þegar kærastan hans, Laura (sem leikin er af hinni dönsku Iben Hjelje úr Mifune’s sidste sang), fær nóg og fer rifjar hann upp fimm verstu skilnað- ina og kemst að því sér til hlökkunar að hún er ekki á listan- um. Restina af mynd- inni er hann hins vegar að sjá að sér, því smám saman rennur upp fyrir hon- um að ástin er blekk- ing en kærleikurinn eilífur. Á leiðinni þarf hann hins vegar að strippa al- gerlega til að sjá sjálfan sig í ljósi þessara sanninda. Myndin er byggð á samnefndri bók breska rithöfundarins Nick Hornby, sem einnig skrifaði Fever Pitch, sem fjallaöi um sauðþráan Arsencd-aðdáanda og tilraunir hans til að sameina kvenpening og fót- bolta. Myndin sem gerð var eftir þeirri bók stendur þessari langt að baki og er það umhugsunarefni því bækumar eru svipaðar, hnyttnar og settar fram áreynslulaust. Kannski felst munurinn í því að Fever Pitch er gerð í Bretlandi en High Fidelity í Ameríku, reyndar cif breskum leik- stjóra, Stephen Frears. Og kannski liggur hann bara í John Cusack, þessum afbragðs leikara sem er víst ekki nægilega gjörvilegur í framan til að vera megastjarna en bætir það margfalt upp með greind og húmor í leik og verkefnavali. . Þetta er sérlega skondin mynd um ofur venjulegt nútímafólk og ofur venjulegar raunir þess, þannig gerð að manni stendur ekki á sama um fólkið í henni og vill því allt hið besta. Það er gott að finna þannig til þegar maður gengur út úr bíóinu. Leikstjóri: Stephen Frears. Handrit: D.V. De Vincentis, Steve Pink, John Cusack og Scott Rosenberg. Aöalhlutverk: John Cusack, Iben Hjelje, Todd Louiso, Jack Black, Lisa Bonet, Catherine Zeta-Jones, Tim Robbins. c T 4 4. F

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.