Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2000, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000 7 r>v Fréttir Umsjón: $HfcL____________ Höröur Kristjansson netfang: sandkom@ff.is Sandkorn Gamalt Laxness-frímerki! Frá því var greint á bak- síðu í Morg- unblaðinu sl. laugardag að „nýlega" hefði fri- : merki með mynd af Halldóri Laxness ver- ið gefið út í Úganda í tilefni þess að senn eru eitt hundrað ár liðin síðan Nóbelsverðlaunin voru fyrst afhent. Héraðsfréttablaðið BB á Isa- firði, sem gegnir fréttaþjónustu fyr- ir Moggann vestra, veit þó betur en stóri bróðir í Reykjavík. Á vefsíðu blaðsins er sagt frá frímerki sem til er á umslagi á ísafirði, póst- stimplað fyrir tæpum þremur árum, eða 24. október 1997. Það er í eigu Jóhanns Ólafssonar, fram- kvæmdastjóra á Isaflrði, sem bú- settur var í eitt ár ásamt fjölskyldu sinni í Kampala, höfuðborg Úg- anda. Umslagið er frá „Kabira Club“ í Kampala þar sem Jóhann var félagsmaður... Kostun ekki frétta Magnús Jóns- son veðurstofu- stjóri snuprar Gunnlaug Sæv- ar Gunnlaugs- son, formann út- varpsráðs, vegna ummæla hans í Mbl. á sunnu- dag. Þar segir Gunnlaugur að veðurfréttir séu ekki fréttir, heldur veðurlýsing, og notar það sem rök- stuðning fyrir þvi að „veðurfréttir" séu kostaðar af fyrirtækjum úti í bæ. Magnús bendir á að í 30 ár hafi veðurfregnir verið hluti af fréttum Sjónvarpsins og segir ljótt ef satt er að Sjónvarpið hafi flutt fréttir af efni allan þennan tíma sem ekki voru fréttir... Pólitískt golfmót Samfylkingin heldur opið golfmót á golf- vellinum í Korpu fóstu- daginn 22. sept- ember. Þykir það svo sem ekki í frásögur færandi að menn berji kúlur um grænan völl á golfmóti. Gárungar halda þvi hins vegar fram að þarna fari fram hápólitískt mót sem notað sé til að efla sam- stöðu Samfylkingarmanna. Þar mæti Össur Skarphéðinsson og aðrir forkólfar flokksins hver með sína kúlu. Á kúluna sé síðan teikn- uð andliísmynd af uppáhalds and- stæðingnum í pólitíkinni. Þannig geta menn fengið útrás við að berja duglega á viðkomandi og njóta þess að sjá þá sunka niður i svartholið. Ólíkt öðrum golfmótum er fullyrt að þama þyki flottast að fara í sem flestum höggum... Jeppi í stað vegabóta Sturla Böðv-1 arsson sam- gönguráðherra mun skoða vest- firska vegi í þessari viku. Hefst ferð hans í Reykhólasveit og mun síðan væntanlega liggja vestur á Barðaströnd og víðar. Vitað er að vegir á þessum slóðum hafa nær ekkert viðhald fengið undanfama áratugi. Meira að segja hafa vega- gerðarmenn vestur þar talið skýr- inguna á aðgerðaleysinu vera að holumar séu friðaðar og komnar á minjaskrá. Óvíst er því um niður- stöðu af þessari skoðunarferð ráð- herrans vestur, en heimamenn telja að vegna langvarandi holu- friðunar sé komin á þær hefð og litlar vonir um úrbætur. Líklegasta niðurstaðan sé því sú að Sturla fái bara nýjan jeppa... Eiðastaöur Fallegur staöur og eftirsóttur afýmsum tilboösgjöfum en tilboöin flókin og afar misjöfn. DV-MYND SIGRÚN BJÖRGVINSDÓTTIR. Hver hlýtur Eiða, skólahús, fjögur íbúðarhús og tvær jarðir? 25 milljóna boö athafnamanns - í allar eignirnar DV, EGILSSTODUM: ~ Bæjarstjóm Austur-Héraðs hefur upplýst um tilboð sem bárust í Eiða- stað. Staðurinn var auglýstur til sölu fyrr í sumar. Eignirnar eru skólahúsnæði Alþýðuskólans, fjög- ur ibúðarhús og jarðirnar Eiðar og Gröf en hún er nú í eyði. Aðeins eitt tilboð barst í allar eignimar saman. Það kom frá Eign- arhaldsfélaginu Bakka, Erni Kjæmested, og hljóðaði upp á 25 milljónir króna. Stefán Jóhannsson býður 30 millj- ónir í skólahúsnæði ásamt fjórum íbúðarhúsum. Sex tilboð bárust í Gröf og var það hæsta frá Sigur- bimi Snæþórssyni, kr. 4,6 millj., en þar er innifalið nokkurt landsvæði úr Eiðajörðinni. Þá barst tilboð í Eiðajörðina frá Önnu Magnúsdóttur að upphæð kr. 3,3 millj. Suncana Slamning gerði tilboð í eitt einbýlis- hús, Garð, og býður 3,5 milljónir króna í húsið. Önnur tilboð: Sigurbjörn Snæ- þórsson gerði tilboð í mörgum lið- um í Gröf, Eiðajörðina og land. M.a. tilboð upp á 18,5 milljónir í jarðirn- ar báðar ásamt húsum og ræktun og fjórum einbýlishúsum. Aðrir sem gera tilboð í jörðina Gröf eru: Stef- án Þórarinsson, Áskell Einarsson, Halldór Sigurðsson og Ágústína Konráðsdóttir, Jón Þórðarson og Ástvaldur A. Erlingsson. Örn Kjærnested úr Mosfellsbæ var ekki viðstaddur opnun tilboða, hann var upptekinn í brúarsmíö uppi í hálendinu þann dag. -SB DV-MYND NH A réttarveggnum. Þórunn Sigurfinnsdóttir og ömmu- drengurinn Einar Dagur Jónsson í réttunum Þórunn Sigurfinnsdóttir: Ræður í útlit fólksins til að sjá upprunann „Hér er ég til að sýna mig og sjá aðra, ég er fædd hér á næsta bæ, Bergsstöðum, en hef búið í Reykja- vík í 60 ár,“ sagði Þórunn Sigur- fmnsdóttir sem var meðal margra sem komu i Tungnaréttir á laugar- dag. Þórunn fór ung til náms í Reykjavík. Þar nam hún klæðskera- iðn, stofnaði fyrirtæki sem enn gengur og hún hefur starfað við iðn sína alla tíð. Þórunn segir að margt hafi breyst í réttunum frá því að hún man fyrst eftir sér, ungri stúlku, i þeim. „Ég fór fyrst í réttirnar átta ára gömul, ríðandi yfir Tungufljót á Fossvaði, þvi þá var ekki einu sinni komin brú á það. Nú er margt breytt í réttunum, bæði fólkið og stemningin. Ég reyni að sjá það á útlitinu á fólkinu frá hvaða bæjum það er upprunnið," sagði Þórunn. Hún segist alltaf hafa haft mikið gaman af hestum. „Það erfiðasta sem ég skildi við þegar ég fór héðan var hesturinn. Ég lærði ekki kverið en ég tamdi hestinn minn til að ég kæmist á honum til kirkjunnar þeg- ar ég var fermd.“ Nú er hún með hesta í Reykjavík og líkar það vel. „Þegar maður fór með strætó í Kópavog og labbaði upp í hesthúsa- hverfið, mokaði út og gaf - kom þreyttur og skítugur heim, þá var maður ánægður," sagði Þórunn Sig- urfinnsdóttir i Tungnarétt á laugar- dag. -NH Þrjár góðar ástæður fyrir (T)inDesiT 1. Mamma er búin að fá nóg 2. Verð og kjör gera ungu fólki kleift að kýla á ný tæki í stað þess að taka sénsinn á þreyttum notuðum og hallærislegum tækjum frá því á síðustu öld. 3. Indesit er töff hönnun, eins og annað sem kemur frá ítalanum, og fellur því vel að smekk ungs fólks. Þessari auglýsingu er ætlað að hitta á markhópinn, ungt fólk sem er að byrja að búa, ungt fólk sem verður að átta sig á því að það er ekkert elsku mamma lengur þegar kemur að því að fá þvegið af sér. Fleira töff frá inDesn á frábæru verði: Kæliskápar, frystiskápar, frystikistur, uppþvottavélar, eldavélar, helluborð, bakaraofnar. BRÆÐURNIR Lágmúla 8 • Slmi 530 2800 www.ormsson.is ÞyottaVél og þurrkari /*tvö tæki á aðeins ' £9.800 kr.sw Ýmsir greiðslumöguleikar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.