Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2000, Page 8
8
MIÐVKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000
Útlönd
I>V
Flótti frá Kúbu:
Níu fundnir lif-
andi og 1 látinn
Níu manns var bjargað lifandi úr
sjónum undan ströndum Flórida í
gær eftir að lítil kúbversk flugvél,
sem virðist hafa verið notuð við
flóttatilraun til Bandarikjanna, fór i
sjóinn milli Kúbu og Flórída. Eitt lík
hefur einnig fundist.
Fréttum um hversu margir voru
um borð i flugvélinni ber ekki sam-
an. Bandarískir embættismenn
sögðu í gær að allt að átján manns
hefðu verið í vélinni sem var af gerð-
inni Antonov An-2. Fólkið, sem var
bjargað lifandi úr sjónum, sagði aft-
ur á móti að ekki hefðu verið fleiri
en þau níu sem komust lifs af og sá
eini sem lést. Kúbversk yfirvöld
sögðu að vélinni hefði verið rænt í
vesturhluta landsins í gærmorgun.
Flugvélin er alla jafna notuð við
landbúnaðarstörf.
ELFA
R LEMMENS
HITABLÁSARAR
Fyrir verslanir - iðnað - lagera
Fyrir heitt vatn.
Afköst 10 -150 kw
Öflugustu blásararnir á
markaðnum, búnir
miðflóttaaflviftum og
ryksíum.
Betri hitadreifing - minni
uppsetningarkostnaður,
lægri rekstrarkostnaður.
Hagstætt verð
UF Einar Farestveit & Co.hf.
Borpartúni 28 0 562 2901 oe 562 2900
Viltu sjást?
Uti-ljósaskilti
með hvaða texta sem er.
Mjög gott verð.
stjörr
bæði bl
Ljósaslöngur og Ijósanet,
t.d. til útstillinga, á útlínur
húsa, upplýst húsnúmer.
Júgóslavar hvattir til að flykkjast á kjörstað:
Milosevic líkleg-
ur til að svindla
Slobodan Milosevic Júgóslavíu-
forseti er allt eins líklegur til að
stela forsetakosningunum á sunnu-
dag en Bill Clinton Bandaríkjafor-
seti segir að honum verði ekki káp-
an úr því klæðinu.
Stjórnarandstöðuleiðtoginn Voji-
slav Kostunica hefur umtalsvert for-
skot á Milosevic sem var ákærður
fyrir stríðsglæpi á síðasta ári vegna
þjóðernishreinsana Serba í Kosovo.
Bandarísk stjórnvöld telja að Milo-
sevic hafi þungar áhyggjur af því
hvort hann geti sigrað.
„Honum væri alveg trúandi til að
stela kosningunum en við verðum
öll að sjá til þess að hann glati þá
öllu því lögmæti sem hann á eftir i
heiminum," sagði Clinton í gær-
kvöld.
Bandarískur embættismaður,
sem ekki vildi láta nafns síns getið,
spáði því í gær að Milosevic myndi
hafa brögð í tafli til að sigra í kosn-
ingunum á sunnudag.
Mllosevic á barmi örvæntingar
Allt bendir til aö júgóslavneskir kjós-
endur hafni forseta sínum á sunnu-
dag en ólíklegt þykir aö hann láti sér
þaö vel líka og fari frá.
Robertson lávarður, fram-
kvæmdastjóri NATO, sagði í gær að
ólíklegt væri að Milosevic myndi
sleppa stjórnartaumunum, hver svo
sem niðurstaða kosninganna yrði.
Lávarðurinn hvatti þó Júgóslava
til að taka framtíðina í eigin hendur
og sagði að NATO myndi vaka yflr
þeim.
Andstæðingar Milosevics hvöttu
landsmenn sína í gær til að fjöl-
menna á kjörstað þar sem þá yrði
erfitt fyrir forsetann að beita brögð-
um.
„Við ættum að flykkjast á kjör-
stað og koma með atkvæðum okkar
í veg fyrir enn eitt kosningasvind-
lið, svindl aldarinnar," sagði Kost-
unica á kosningafundi í borginni
Nis í gær.
í skoðanakönnun, sem var birt í
gær, nýtur Kostunica stuðnings 41
prósents kjósenda en Milosevic að-
eins tuttugu prósenta. Fimm pró-
sent styðja Vojislav Mihailovic.
Einn laufléttur í klakahöllinni
Hvort haustiö er nú rétti árstíminn tit þess eöur ei gat þessi snyrtiiegi herramaöur í fjármálahverfinu í London ekki
stillt sig um aö fá sér einn bjór á nýrri krá. Engri venjulegri krá, því þessi er eingöngu byggö úr kiakastykkjum og er
eftir myndhöggvarann Jonathons Lioyds. Klakahöllin kostaöi um 30 milljónir króna og í smíöina fóru 350 stundir.
Tveir franskir gíslar
flýðu í skjóli myrkurs
Tveir franskir blaðamenn fund-
ust í morgun á gangi á suðvestur-
hluta eyjunnar Jolo. Þeim hafði tek-
ist að flýja frá mannræningjum sín-
um í skjóli myrkurs og földu þeir
sig í frumskóginum í nótt.
Frönsku blaðamennirnir, Jean-
Jacques Le Garrec og Roland
Madura, greindu frá flótta sínum á
fundi með fréttamönnum í morgun.
Við hlið þeirra sat Joseph Estrada,
forseti Filippseyja, sem baðaði sig í
ljósi fjölmiðlanna. Le Garrec og
Madura voru ásamt einum öðrum
frönskum blaðamanni teknir í gísl-
ingu 9. júlí af uppreisnarmönnum
Abu Sayyaf samtakanna. Þriðja
blaðamanninum hafði verið sleppt
áður.
„Við höfum verið óttaslegnir und-
anfama fjóra daga vegna aðgerð-
anna,“ sagði Madura á fréttamanna-
Frelsinu fegnir
Jean-Jacques Le Garrec og Roland
Madura er þeir voru enn í gíslingu.
fundinum. Herinn á Filippseyjum
lét til skarar skríða gegn mannræn-
ingjunum á laugardag og er aögerð-
unum enn haldið áfram.
Estrada forseti sagði að allt yrði
gert til að frelsa gíslana sem enn
væru í haldi uppreisnarmanna.
Sautján gíslar eru enn á valdi
mannræningjanna.
Forsetinn gat þess að verið gæti
að Bandaríkjamanninum Jeffrey
Schilling yrði sleppt síðar í dag.
Að minnsta kosti einn lést og
fimm særðust er sprengja sprakk
um borð í farþegaferju á leið til bæj-
arins Samboanga þar sem aðalbæki-
stöðvar hersins í suðurhluta lands-
ins eru.
Uppreisnarmenn höfðu hótað að
gera sprengjuárás á Samboanga.
Lögreglan telur að sprengjan hafi
sprungið of snemma.
Eðlileg Kínaviðskipti
Öldungadeild
Bandaríkjaþings
samþykkti í gær
umdeild lög um
eðlileg viðskipti við
Kína. Litið er á
ákvörðunina sem
sigur fyrir Bill
Clinton Bandaríkja-
forseta og bandarísk stórfyrirtæki.
Norðmenn skattsvikarar
Norðmenn svíkja um 1 þúsund
milljarða íslenskra króna undan
skatti á ári samkvæmt útreikning-
um norska ríkisútvarpsins.
Júgóslavar gripnir
Sex menn úr júgóslavneska hern-
um voru gripnir aðfaranótt þriðju-
dags í serbneska bænum Gracanica
í Kosovo. Vopn og sprengiefni voru
samtímis gerð upptæk. Júgóslav-
amir eru grunaðir um að hafa und-
irbúið árásir á friðargæsluliða.
Forsetinn upp í Ijósastaur
Stjórn Albertos Fujimoris Perú-
forseta hét því í gær að refsa yfir-
manni leyniþjónustunnar, Vladi-
miro Montesinos, yrði hann fund-
inn sekur um njósnir. Forsetinn
klifraði upp í ljósastaur fyrir utan
höll sína í gærkvöld og veifaði til
þúsunda aðdáenda sinna.
Friðarviðræður á ný
Ehud Barak, forsætisráðherra
Israels, sagði í gær að friðarfundur-
inn, sem hann aflýsti í gær, yrði
haldinn í dag. Sagt var að fundinum
hefði verið aflýst vegna lítils samn-
ingsvilja Palestínumanna.
Með hækkun á heílanum
Lionel Jospin,
forsætisráðherra
Frakklands, sagðist
í gær ekki ætla að
breyta stefnu sinni
í efnahags- og fé-
lagsmálum vegna
þrýstings frá al-
menningi. Sagði
Jospin almenning vera með verð-
hækkun á eldsneyti á heilanum.
Bjargað í október
Vladimir Pútin Rússlandsforseti
samþykkti í gær áætlun um að
sækja lík áhafnarinnar Kúrsk þrátt
fyrir að ekki væri búið að semja um
greiðslu við Norðmenn. Björgunin
hefst í októberlok.
Viðvörun frá Persson
Göran Persson,
forsætisráðherra
Svíþjóðar, útilokar
ekki að danskri
stjórn með þátttöku
Danska þjóðar-
flokksins, yrði út-
hýst af öðrum Evr-
ópusambandslönd-
mn. Stjórn Perssons varði ákaft ein-
angrunaraðgerðir Evrópusam-
bandsins gegn Austurríki vegna
stjórnarþátttöku Frelsisflokks Jörgs
Haiders. Svíar taka við formennsku
í sambandinu um áramótin.
Hundaslagur
George Bush, forsetaframbjóð-
andi repúblikana í Bandaríkjunum,
sakaði í gær A1 Gore, frambjóðanda
demókrata, um ósannindi er hann
sagði tengdamóður sína greiöa
hærra verð fyrir lyfið Lodine en það
kostaði fyrir labradorhund hans.