Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2000, Qupperneq 24
NÝ NISSAN ALMERA
www.ih.is
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000
Steingrímur
Njálsson barinn
Tveir ungir
drengir lentu í
átökum við Stein-
grim Njálsson,
margdæmdan
kynferðsafbrota-
mann, í miðbæ
Reykjavíkur í
fyrradag. Eftir
ryskingar gengu
drengirnir í
skrokk á Stein-
grími með þeim afleiðingum að
hann lá óvígur eftir í gangstéttinni
þegar lögreglumenn komu á vett-
vang. Hafði Steingrímur hlotið höf-
uðáverka og blæddi úr andliti hans.
Drengirnir sem hlut áttu að máli
flýðu af vettvangi en að sögn sjón-
arvotta voru þeir á að giska 16 ára
og var annar þeirra á hlaupahjóli.
Steingrímur Njálsson var fluttur
á slysadeild þar sem gert var að
sárum hans sem reyndust ekki jafn
> alvarleg og í fyrstu var talið. „Ég
get staðfest að til þessara átaka
kom,“ sagði Hörður Jóhannesson
yfirlögregluþjónn í morgun. EIR
Steingrímur
Njálsson
Um 60 kindur drápust:
Fjárflutninga-
bíll valt
Um 60 kindur drápust er fjár-
flutningabíll valt út af veginum og
Jagðist á hliðina á miili Fáskrúðs-
* íjarðar og Stöðvarfjarðar um klukk-
an hálfþrjú í nótt. Kalla þurfti á
tækjabíl slökkviliðsins á Stöðvar-
firði til þess að klippa ökumanninn
úr húsi fjárflutningabílsins. Hann
var fluttur með sjúkrabíl á sjúkra-
hús á Neskaupsstað. Að sögn lög-
reglunnar á Fáskrúðsfirði þykir
hann hafa sloppið ótrúlega vel.
Tæplega 300 kindur voru í bíln-
um, sem var á leiðinni frá Jökuldal
á Héraði til Hornafjaröar, þar sem
féð átti að fara í sláturhús. Á milli
50 og 70 kindur drápust eða meidd-
ust svo að dýralæknir þurfti að af-
lífa þær. -SMK
» Engir styrkir
■ Flug til Kulusuk á
vetraráætlun Flugfé-
fellt niður en af því
laust verður milli land-
anna í sex mánuði á
ári. Sturla Böðvarsson samgöngu-
ráðherra hefur að undanförnu talað
fyrir bættum samgöngum milli
landanna en aðspurður sagöi hann:
„Við tökum ekki á þessu máli með
því að veita styrki, heldur er sam-
komulag milli íslendinga, Græn-
lendinga og Færeyinga um að efla
samstarfið með því að tryggja sem
bestar samgöngur. -MT
A
swcitch
A sigurbraut
Örn Arnarson, SH, sýndi svo um munaöi í morgun aö hann er einn fremsti íþróttamaöur íslandsögunnar.
Sundkappinn Örn Arnarson á sigurbraut á Ólympíuleikunum:
Orn slær
tvö met
Örn Amarson, Sundfélagi Hafn-
arfjarðar, bætti í morgun sitt eigið
íslands-og Norðurlandamet i 200 m
baksundi þegar hann synti á 1:58,99
mín., um 8/10 úr sekúndu betri
tíma, i undanúrslitum á Ólympíu-
leikunum i Sydney, en fyrra metið,
1:59,80 mín., setti hann í undanrás-
um í nótt. Örn varð fjórði maður
inn í úrslit en þau verða synt í
fyrramálið. Lenny Krayzelburg frá
Bandaríkjunum bætti Ólympíumet-
ið í nótt, synti á 1:58,40, en bætti um
betur í morgun þegar hann synti á
1:57,27 mín.
Árangur Arnar á leikunum til
þessa er glæsilegur og er skemmst
að minnast Islandsmets hans í 200 m
skriðsundi og sæti í undanúrslitum
nú um liðna helgi. Öm sýnir enn að
þar er á ferð einn okkar allra besti
íþróttamaður og hefur hann verið
stigvaxandi síðustu árin allt frá því
að hann varrn fyrst til verðlauna á al-
þjóðlegu móti á Ólympíudögum æsk-
unnar 1997 í 100 m og 200 m baksund-
um. Sama ár varð hann 16. sæti á
Evrópumeistaramótinu í 200 m
baksundi og Norðurlandameistari í
sömu grein ásamt titlum í 100 m
baksundi og 100 m skriðsundi.
Ári síðar varð hann í 20. sæti í
200 m baksundi á Heimsmeistara-
mótinu og Evrópumeistari í sömu
grein í 25 m laug. Hann setti síðan
glæsilegt íslandsmeti í 200 m
baksundi, 2:01,13, í Moskvu í fyrra,
metið sem hann sló í nótt.
Nú síðast í sumar varð hann síð-
an fyrsti íslendingurinn í 13 ár til
að komast í úrslit á Evrópumóti í 50
m laug, þá í 200 m skriðsundi, en
síðastur til að afreka það var Eð-
varð Þór Eðvarðsson á Evrópu-
meistaramótinu í Strassbourg 1987.
Með árangri sínum gerir Öm alvar-
legt tilkall til titilsins íþróttamaður
ársins, þriðja árið í röð.
Átta manns handteknir í nótt:
Róstusamt skólaball
Lögreglan í Reykjavík þurfti að
hafa afskipti af skóladansleik
Menntaskólans í Hamrahlíð í Þjóð-
leikhúskjallaranum í nótt og voru
sex menn handteknir í tengslum við
dansleikinn.
Klukkan 0.22 í nótt hafði vínhúsa-
eftirlitsmaður samband við lögregl-
una og tilkynnti að búið væri að
hleypa of mörgum inn í Þjóðleik-
húskjallarann og því væri búið að
loka húsinu. Að sögn lögreglu var
fjöldi ungmenna fyrir utan húsið og
mikil múgæsing á svæðinu. Þegar
lögreglan kom á staðinn handtók
hún þrjá pilta fyrir að trufla störf
lögreglunnar.
í framhaldi af þessum atburðum
hafði lögreglan afskipti af rúðubrot-
um og öðrum óeirðum í tengslum
við dansleikinn. Meðal annars kom
til illinda á milli VEdsstúlkna og KR-
stúlkna og voru þrjár stúlkur flutt-
ar á slysadeild eftir áflogin framan
við Þjóðleikhúskjallarann.
Lögreglan handtók svo þrjá pilta i
viðbót fyrir að hindra störf lög-
reglu. Við hándtökuna réðust
drengimir á lögreglumenn og kvart-
aði einn lögreglumaður undan
eymslum í hendi og lögregluhúfa
annars var rifin.
Auk þessa var tilkynnt um lík-
amsárás á stúlku á Skólavörðustíg í
nótt. Lögreglan handtók tvo aðila í í
tengslum við það mál. Stúlkan var
ómeidd. Þeir átta sem handteknir
vora síðastliðna nótt voru fluttir á
lögreglustöðina til yfirheyrslu en
var svo sleppt að því loknu. -SMK
Keflavíkurflugvöllur:
14.270
e-töflur
fundust
Lögreglan á Keflavíkurflugvelli
handtók karlmann í Flugstöð Leifs
Eiríkssonar seinnipartinn á þriðju-
daginn með 14.270 e-töflur innan-
klæða. Maðurinn, sem er hollensk-
ur, var á leið frá Amsterdam til
New York, og segir í fréttatilkynn-
ingu frá sýslumanninum á Keflavík-
urflugvelli að ekkert bendi til þess
að maðurinn hafi ætlað að flytja eit-
urlyfin til íslands. Maðurinn var á
transit-svæði flugvallarins þegar
tollgæsluyfirvöld sáu ástæðu til
þess að kanna ferðaskilriki hans og
tilgang ferðar hans.
Þetta er mesta magn e-taflna sem
fundist hefur hér á landi og segir í
fréttatilkynningunni að söluverð-
mæti taílnanna hérlendis sé um 50
milljónir króna.
Lögreglan á Keflavíkurflugvelli
rannsakar nú málið og hefur verið
farið fram á gæsluvarðhald yfir
manninum. Ríkissaksóknari mun
taka ákvörðun um það hvort höfðað
verður mál gegn honum hér á landi.
-SMK
Vatnsendaland:
Um 6000
mótmæla
Um 6000 undirskriftir hafa nú
safnast til að mótmæla auglýstu
deiliskipulagi á Vatnsendalandi.
Það er áhugamannahópurinn „sveit
i borg“ sem hefur staðið fyrir söfn-
un undirskriftanna, m.a. i Kringl-
unni og á sérstakri netsíðu. Fyrir-
hugað er að hópurinn efni til göngu
í kringum Elliðavatn n.k. sunnu-
dag, að sögn Rutar Kristinsdóttur,
eins forvígismanna söfnunarinnar.
Þar hyggjast forsvarsmenn hópsins
hitta Ármann Kr. Ólafsson, for-
mann skipulagsnefndar Kópavogs,
og afhenda honum undirskriftirnar.
I gær voru 125 athugasemdir við
fyrirhugaða byggð á Vatnsenda-
svæði lagðar fram á fundi skipu-
lagsnefndar Kópavogs. Þessar at-
hugasemdir höfðu borist til skipu-
lagsstjóra Kópavogsbæjar og voru
þær m.a. frá Landvemd, Veiðimála-
stofnun, Stangveiðifélagi Reykjavik-
ur, Reykjavíkurborg, hestamannafé-
lögum höfuðborgarsvæðisins og
fjölda einstaklinga.
Skipulagsnefnd mun fela skipu-
lagsstjóra að svara hverjum einasta
efnisþætti í athugasemdum sem
fram hafa komið. Jafnframt mun
skipulagsnefnd fara yfir umsagnir
og taka afstöðu í kjölfarið. -JSS
SYLVANIA
Tilboósverö kr. 4.444
P-touch 1250
Lítil en STÓRmerkileq merkivél
5 leturstærðir
9 leturstillingar
prentar í 2 linur
borði 6, 9 og 12 mm
4 gerðir af römmum
Rafport
Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443
Veffang: www.if.is/rafport