Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2000, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2000 Fréttir I>V Alls 125 manns hafa veikst af salmonellusýkingu: Faraldurinn í rénun - leitað samstarfs við bresk heilbrigðisyfirvöld Salmonellufaraldurinn sem geng- ið hefur yflr hér á landi er nú ótví- rætt í rénun, að sögn Guðrúnar Sig- mundsdóttur, læknis hjá sóttvarna- lækni landlæknisembættisins. Að- eins tvö ný tilfelli greindust í gær. Samtals hafa 125 manns veikst sem þýðir i raun að gera megi ráð fyrir að á annað þúsund manns hafi sýkst af bakteríunni. Öll sýni sem Hollustuvernd hefur rannsakað hafa reynst neikvæð. Að sögn Franklíns Georgssonar hafa 45 sýni nú verið rannsökuð. Engin salmonellusýking hefur fundist í þeim. Nú er aðeins eftir að fá niður- stöður úr 2-3 sýnum sem Heilbrigð- iseftirlit Reykjavíkur hefur tekið vegna salmonellusýkingarinnar. í ljós hefur komið að tveir stofnar salmonellu hafa herjað á fólk í Bret- landi. Annar þeirra hefur reynst vera samstofna þeirri bakteriu sem valdið hefur sýkingunni hér. Salmonellufaraldurinn í Nova Scotia í Kanada reyndist hins vegar vera af öðrum stofni. Guðrún sagði að heilbrigðisyfir- völd hér myndu vera í sambandi við heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi til að kanna hvort faraldurinn í löndun- um ætti eitthvað sameiginlegt. Hún sagði að heilbrigðisyfirvöld hér stæðu enn í þeirri trú að sýkingin stafaði frá jöklasalati. Allar faralds- fræðilegar rannsóknir bentu til þess. Hins vegar væri vel þekkt í sýkingum af þessi tagi að matvælin sem lægju undir grun væru búin þegar til þeirra ætti að taka til sýna- töku. f þeim tilvikum væri aldrei hægt að staðfesta með ræktun sýna hvaðan sýkingin hefði komið. Nið- urstöðumar byggðust því á faralds- fræðilegum rannsóknum. „Spumingin er hvort hugsa eigi um fjárhag einstakra fyrirtækja eða hundrað manna sem veikjast í þjóð- félaginu. Salmonellusýkingin getur verið lífshættulegur sjúkdómur og lögin mæla fyrir um að við eigum að vinna á þennan hátt. Við erum að reyna að afmarka sýkinguna við eina ákveðna salattegund til að þurfa ekki að eymamerkja allt jöklasalat á markaðnum." -JSS Byggðastofnun: Engar tilkynningar um vanhæfi Nokkur styr hefur staðið um þá ákvörðun Byggðastofnunar að semja við Sparisjóð Bolungarvíkur um að sparisjóðurinn annist alla innheimtu fyrir stofnunina, og hefur stjóm Byggðastofnunar verið gagnrýnd fyrir að bjóða ekki út verkefnið í ljósi tengsla stjómarmeðlima við byggðar- lagið. f reglugerð fyrir Byggðastofnun er kveðið á um að stjómarmönnum beri við upphaf setu að leggja fram yf- irlit yfir þau fyrirtæki sem þeir telja sér það nátengd að þeir geti ekki tekið þátt í afgreiðslu á málefnum þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá Guð- mundi Malmquist, forstjóra Byggða- stofnunar, hefur enginn stjómarmann- anna sjö tilkynnt um fyrirtæki sem hann er vanhæfur að íjalla um, þar á meðal alþingismennimir Kristinn H. Gunnarsson, stjómarformaður Byggða- stofnunar, og Einar K. Guðfmnsson, sem eru báðir frá Bolungarvík og eiga þar hagsmuna að gæta. -MT Glæpaamman laus 65 ára gömul reykvísk kona, sem sett var i 10 daga gæsluvarðhald vegna gruns um stórfelld skipuiögð fjársvik, var látin laus í gær. Konan er grunuð um að hafa haft á fjórða tug milljóna af allt að 10 einstaklingum. Taiið er að konan hafi haft samband við mun fleiri aðila en ekki tekist að hafa af þeim fé. Hún hefur verið dæmd tvisvar áður fyrir fjársvik. Efnahags- brotadeild Ríkislögreglustjóraembætt- isins tókst að ljúka þeim hluta rann- sóknarinnar sem gæsluvarðhaldið tengdist áður en konan var látin laus en deildin hefur málið enn í rannsókn og það er ekki komið tO ákæruvalds- ins enn. -SMK Nafna stökkvarans dv-mvnd njodur helgason Hér er Páll stoltur meö sína Völu sem hlaut nafn sitt eftir frábæran árangur Völu Flosadóttur á Ólympíuleikunum í gærmorgun. Hvolpurinn Nala varð Vala DV, SELFOSSI:________________________ „Þessi hvolpur kom til okkar fyr- ir þrem vikum. Þá fylgdi honum nafnið Nala en við vorum búin að vera að velta fyrir okkur nýju nafni á tíkina. Og í morgun þegar við höfðum fylgst með stangarstökk- skeppninni í Sydney lá nafnið fyrir, hún skyldi heita Vala,“ sagði Páll Bragi Hólmarsson, stoltur hunda- eigandi sem býr í Sandvíkurhreppi hinum forna rétt neðan við Selfoss. Páll segir að Vala lofi góðu enda sé hún af góðri ætt, hann eigi ömmu hennar og hún hafi alltaf verið mik- il sómaskepna. Páll á sjálfur eitt sameiginlegt með Völu Flosadóttur, bæði eru Norðurlandameistarar, Vala í sinni grein en Páll er ný- krýndur Norðurlandameistari í fimmgangi og tölti. Það er þvi vel viö hæfi að Norðurlandameistari í hestaíþróttum eigi nöfnu Norður- landameistarans í stangarstökki kvenna, afrekskonunnar Völu Flosadóttur. -NH Faðirinn sem óskaði eftir lögreglurannsókn á flugslysinu í Skerjafirði: Flugmálastjórn liggur undir grun - og tortryggilegt að flugmálastjóri neiti að afhenda „Neitun flugmálastjóra er tor- tryggileg í ljósi þess að stofnun hans hefur að mínum dómi stöðu grunaðs í þessu máli,“ segir Friðrik Þór Guðmundsson, faðir annars piltanna sem lifðu af flugslysið sem varð í Skerjafirði 7. ágúst sl. og kostaði íjögur mannslíf. Eins og DV hefur skýrt frá hefur Flugmála- stjórn neitað að afhenda lögregl- unni segulbandsupptökur af sam- tölum Flugumferðarstjómar fyrir og eftir' slysið og borið við hags- munum þeirra sem koma fyrir á upptökunum. M.a. er um að ræða upptöku á samtali flugumferðar- stjórans á vakt og flugmanns vélar- innar sem fórst. Lögreglan mun leita ásjár dómstóla til að fá hljóð- ritanimar. Ekki persónuleg samtöl „Þessi neitun vekur ekki síst spurningar fyrir þá sök að um er að ræða samtöl á rásum sem í raun allir geta hlustað á og eiga að vera fagleg en ekki persónuleg. Það Feluleikur hjá Flugmálastjórn? „Þaö mætti ætla aö Flugmálastjórn heföi eitthvaö aö fela en vonandi er þaö ástæöulaus ótti, “ segir faöir ann- ars piltanna sem liföu af flugslysiö í Skerjafiröi á dögunum. hljóðritanir mætti ætla að Flugmálastjóm hafl eitthvað að fela en vonandi er það ástæðulaus ótti. Neitunin tefur rannsóknina enda er ekki hægt að rannsaka slysið án þess að hafa þessi gögn,“ segir Friðrik. Rannsókn lögreglunnar er gerð að ósk Friðriks og fer fram óháð og samhliða rannsókn rannsóknar- nefndar flugslysa. Friðrik segir lög- reglurannsóknina fyrst og fremst eiga að beinast að rektstri Leiguflugs ísleifs Ottesen sem átti og rak flugvélina sem fórst. Rann- sóknin eigi þó ásamt öðra jafnframt að taka til þess hvort og hvers vegna ekki var nægur aðskilnaður milli vélarinnar og þeirrar sem á undan lenti og varð til þess að flug- manninum var gert að hætta við lendingu á síðustu stundu. í því sambandi sé ekki gefið að sökin liggi hjá flugmanninum og að mik- ilvægt sé að fá úr því skorið hvem- ig þessu atriði var háttað. Þar til það verði gert liggi Flugmálastjórn undir grun um að hafa brugðist hlutverki sínu. -GAR Vinnubrögð sæta ámæli Hjörleifúr Gutt- ormsson, náttúrufræð- ingur og fyrrum þing- maður, telur það merkilegt hjá Lands- virkjun ef ætlunin sé að „pikka út einhverj- ar rúsínur" sem taldar séu kræsilegar fyrir almenningsálitið vegna Kára- hnjúkavirkjunar. Dagur sagði frá. Hönnun gagnrýnd Nýbyggingin við Leifsstöð á Keflavík- urflugvelli liggur undir ámæli aðila í ferðaþjónustu. Fagaðilar sem þekkja til flugstöðvarmála hafa lýst yfir vanþókn- un sinni á hönnun og skipulagi. Dagur sagði frá. Ný deild fyrir aldraða Ný hjúkrunardeild fyrir aldraða sjúklinga tók til starfa á Landspít- ala við Hringbraut í gær. RÚV greindi frá. Heilahimnubólga á Eskifirði Fjórir hafa verið lagðir inn á spítaia með heilahimnubólgu í kjölfar pestar sem hefur verið að ganga á Eskifirði. Að sögn Hannesar Sigmarssonar, læknis á Eskifirði, eru þetta óvenjumargir þó ekki sé rétt að tala um faraldur. Réttara sé að tala um umgangspest sem yfirleitt gangi um landið á þessum tima árs. Mbl. sagði frá. Hart sótt í sjúkrasjóð Allt að 40% auking hefúr orðið á beiðnum um aðstoð úr sjúkrasjóði Efl- ingar - stéttarfélags frá í fyrra. Talið er að þetta sé afleiðing af róti sem er á vinnumarkaðnum þar sem fólk staldrar stutt við á hverjum stað og ávinnur sér því lítil sem engin réttindi. Dagur sagði frá. Jarðskjálftar í Mýrdalsjökli Talsverð skjálftavirkni hefur verið í vestanverðum Mýrdalsjökli undanfam- ar vikur. Stærsti skjáiftinn varð klukk- an 6 að morgni sunnudags en sá mæld- ist 3,1 stig á Richter. Veðurstofan segir um að ræða árstíðabundna skjálfta- virkni sem tengist því að það léttir á jöklinum vegna bráðnunar sem verður á sumrin. Dagur sagði frá. Færri fá barnabætur Foreldrum sem fá bamabætur fækk- ar um 3300 í ár miðað við árið í fyrra. Þetta gerist meðal annars vegna skerð- ingar af völdum hækkunar fasteignar- mats. Stöð tvö sagði frá. Milljarður í haust Gengið hefúr verið frá samkomulagi um hvemig staðið verður að greiðslu Lands- síma íslands hf. á um 5 milljarða króna skuld fyrirtækisins við ríkið. Mun Lands- síminn greiða einn milljarð króna 30. nóvember og gefa út skuldabréf fyrir eft- frstöðvunum til nokkurra ára. Mbl. sagði frá. 10 þúsund undirskriftir Andstæðingar gegn byggingaáform- um bæjarstjórnar Kópavogs á Vatns- endasvæðinu ætla að reyna að afhenda forystumönnum bæjarins undirskrifta- lista með um 10 þúsund nöfhum á bæj- arstjómarfundi klukkan 17 i morgun. Dagur sagði frá. Kvikmyndaver til sólu Forsendur fyrir byggingu og rekstri stórs kvikmyndavers í Grafarvogi em brostnar og eina sérsmíðaða kvik- myndaverið hér á landi er til sölu. í fréttum sjónvarps kemur fram að ís- lenskir kvikmyndagerðarmenn hafa sýnt húsinu litinn áhuga og er verið að kanna möguleika á að selja það. Borða minna af þorski Meðalneysla á fiski í Bandaríkjunum, ein- um helsta markaði ís- lendinga, er svipuð og fyrir 13 árum en neysla á þorski hefur minnkað um meira en helming. Á sama tima hefur neysla á laxi aukist. RÚV sagði frá. -GAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.