Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2000, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2000 7 Fréttir Umsjón: , Reynir Traustason netfang: sandkorn@ff.ls Sandkorn Flaggað í þorpinu Vestfírðingurmn Vala Flosadóttir er nú sannkölluð þjóðhetja og senni- lega hvergi meiri hetja en í sínum gamla heimabæ, Bíldudal. I gær- morgun, þegar Vala hóf keppni í úrslitum í stangarstökkinu, drógu Bílddælingar aila sína fána að húni. Blakti því íslenski fáninn á hverri stöng í þorpinu þegar hetjan vann til bronsverðlauna á Ólymp- íuleikunum i Sydney í Ástralíu. Sagt er að allir þeir sem gengið hafi hnípnir undanfarin ár vegna hnignandi ástands byggðarinnar vestra skundi nú um götur með bros út að báðum eyrum. Skagamönnum hjálpað Mörgum hefur þótt nóg um hinn upþivöðslusama verkalýðsforingja á Húsavík, íisk- verkafólkskóng- inn Aðalstein Baldursson. Hann hefur höggvið á báða bóga í baráttunni og hafði manna mest opinn munn í litlausum kjarasamningum síðasta vetrar. Ýmsum hefur þótt nóg um fram- göngu búfræðingsins frá Húsavík. Kraftur verkalýðsforingjans virðist hafa skilað sér áfram til næstu kynslóðar og inn í raðir Skaga- manna. Sonur hans og frumburður, Baldur Aðalsteinsson, skoraði nefnilega fyrra mark Skagamanna og lagði upp hið seinna þannig að bikarinn er kominn á Akranes við mikinn fógnuð. Húsvíkingar eru nokkuð kátir vegna þessa og telja sig eiga nokkurt tilkall til heiðurs- ins.... Kjökrandi pokaprestar Hannes Hólmsteinn Gissurar- son prófessor fer mikinn i nýjasta tölublaði Mannlifs. Hann er fenginn til að mæla með því sem gefur líf- inu gildi. Þar ber kaþólsku kirkj- una hátt en lút- ersk-evangelísku kirkjuna að sama skapi lágt. Pró- fessorinn segir núverandi biskup, herra Karl Sigurbjörnsson, hafa meiri áhyggjur af gróða í atvinnu- lífinu en sáluhjálp einstaklinga. Kaþólsku kirkjunni stjómi aftur á móti lífsreyndir menn en ekki kjökrandi pokaprestar... Staðarhaldari hættir Séra Þórir Stephensen, staðar- haldari í Viðey, er nú um það bil að fara á eftirlaun. í loftinu liggur að embættið verði lagt af þegar stað- arhaldarinn sest i helgan stein. Borgin mun ætla að spara verulegt fé með því að ráðsmaðurinn, Ragnar Sigurjónsson, taki alfarið við stjórnartaumum í eyjunni ásamt eiginkonu sinni. Nýi land- stjórinn er reyndar betur þekktur sem Raggi Sjonna úr Vestmanna- eyjum og viðkvæði hans er gjaman „við eyjamenn" sem vísar til þess að hann er harðasti stuðningsmað- ur ÍBV á fastalandinu. Nú er hann um það bO að verða helsti Viðeyj- armaðurinn ef marka má flugu- fregnir.... Miklar skuldir vegna félagslegra íbúða á Vestf jörðum: Þetta er herkostnaður- inn af búsetuþróuninni - segir Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður „Ég tel þessa umræðu á miklum villigötum og menn gleyma því sem er kjami málsins," segir Einar Kristinn Guðfmnsson, fyrsti þing- maður Vestfirðinga, varðandi um- ræður um vandræði félagslega húsæðiskerfisins á Vestfiörðum. Málið var ofarlega á baugi á fiórð- ungsþingi Vestfirðinga um helgina. „Menn fóru á sínum tíma í upp- byggingu á þessum íbúðum við allt aðrar aðstæður en nú eru. Það var verið að byggja þær á níunda ára- tugnum þegar ibúafiöldinn var miklu meiri á Vestfiörðum. Þá bjuggu þar um 1.500 fleiri íbúar en í dag. Ég man vel að um 1990 var mik- il eftirspurn eftir að búa í félagslegu húsnæði. Ástæðan var sú að það var á vissan hátt trygging fyrir því að fólk gæti selt þetta húsnæði aftur á raunvirði. Það er því mjög ósann- gjöm umræða sem Jóhanna Sigurð- ardóttir og fleiri hafa verið að halda fram að þama hafi verið um að ræða einhverja óábyrga kröfu- gerðarpólitík frá sveitarstjómar- mönnum. Öðru nær voru þeir að bregðast við mik- illi þörf og mik- illi eftirspum. Þá þurfti atvinnulíf- ið úti á landi að ráða til sín fólk var ekki til.“ Einar segir að ódýrustu lausna og m.a. keypt hús- næði af hinum almenna markaði til að nota sem félagslegar íbúðir. Enn- fremur hafi íbúðabyggingar verið boðnar út. Tilviljun hafi ráðið hvort verktakar voru úr byggðarlögunum eða ekki. „Ég vísa því algjörlega á bug að menn hafi með þessari stefnu fyrst og fremst verið að huga að hagsmunum byggingaverk- taka úti á landi. Að mínu mati er hér um að ræða enn eina birtingarmynd þess kostnaðar sem íbúaþróun á landsbyggðinni hefur fyrir samfé- lagið. Ég hef ásamt mörgum öðrum verið að benda á að þetta sé ekki einkamál byggðarlaganna, heldur kostnaður sem með einum eða öðr- um hætti muni falla á samfélagið. Því er þessi þróun mjög dýrkeypt og það er einmitt að sannast með því sem nú er að gerast. Það sjá það all- ir í hendi sér að það er ekki hægt að leggja það á herðar sveitarfélaganna og æ færri ibúa að borga upp þessar skuldir þegar ástæðan er eitthvað sem þau á engan hátt geta ráðið við. Þetta er herkostnaðurinn af búsetu- þróuninni." Einar Mathiesen, sveitarstjóri í Dalabyggð, var sveitarstjóri í Bíldu- dalshreppi frá 1990 fram að samein- ingu sveitarfélaga í Vesturbyggð árið 1994. Hann segist ekki kannast við að menn hafi verið i einhveijum grátkór eftir íbúðum úr félagslega kerfinu. „Þegar ég kom inn í þetta var eitt parhús í byggingu sem lok- ið var við og ekki byggt meira. Sömu sögu er að segja á meðan ég var sveitarstjóri í Hveragerði frá 1994 til 1999. Þá var ekki sóst eftir að byggja félagslegar íbúðir. í Dala- byggð eru menn að leita leiða varð- andi rekstur ibúða í kerfinu, m.a. með hugsanlegri stofnun hlutafé- lags.“ -HKr. Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður. en leiguhúsnæði leitað hafi verið Einar Mathiesen sveitarstjóri í Dalabyggð. Raðgreióstur Félagslega íbúðakerfiö á Vestfjörðum: íbúðirnar nýttar fyrir erlenda fræði- og listamenn - tillaga kynnt á Fjórðungsþingi Vestfirðinga „Hingað til hafa menn aðal- lega einblínt á eignarhaldið og skuldabyrði sveitarfélaganna en minna hefur verið rætt um nýtinguna á hús- næðinu og Elísabet Gunn- hvemig hugsan- arsdóttir. lega sé hægt að hafa af því tekjur," segir Elísabet Gunnarsdóttir arkitekt sem kynnti hugmynd á Fjórðungsþingi Vest- firðinga, sem haldið var i Súðavík um helgina, um nýtingu íbúða i fé- lagslega íbúðakerfinu á Vestfiörð- um. Náttúran aðdráttarafl Hugmyndir Elísabetar ganga í stuttu máli út á það að markaðs- setja íbúðimar meðal fræði- og lista- manna erlendis. „Það era margir fræðimenn sem stunda huglæga vinnu sem hafa þörf fyrir að komast úr eigin umhverfi til að vinna að verkefnum í afmarkaðan tíma, að ekki sé talað um listamenn á ýms- um sviðum sem stöðugt leita eftir innblæstri frá nýju og framandi um- hverfi," segir Elísabet sem telur landið, og þá líka náttúruna á Vest- Qörðum, hafa mikið aðdráttarafl fyrir þennan hóp. „Samskipti há- skólastofnana í ýmsum löndum era alltaf að aukast og fræðimenn ferð- ast meira, t.d. hafa háskólamir hér á landi mikil samskipti við skóla í öðrum löndum. Það væri reynandi að kynna þennan valkost fyrir fé- lagasamtökum erlendis," segir El- ísabet sem telur hér vera um raun- hæfan kost að ræða og að með réttri markaðssetningu væri hægt að leigja a.m.k. hluta þessara íbúða er- lendum gestum. Lífgar upp á bæjarlífið Að sögn Ásgeirs Þórs Jónssonar framkvæmdastjóra Fjórðungsam- bands Vestfirðinga fannst mönnum hugmynd Elisabetar skemmtileg og áhugaverð og verður hún skoðuð betur. „Þaö er gott að fá ný sjónar- hom en hér er um margar íbúðir að ræða og ég er ekki viss mn að eftir- spumin yrði það mikil að það væri hægt að fylla þær allar með erlend- um listamönnum," segir Ásgeir sem vissulega telur að það myndi lífga upp á bæjarlífið ef erlendir lista- menn færa að streyma að í ein- hveijum mæli. -snæ Georg rænt Eins metra háum sparibauk í líki Georgs var stolið úr íslandsbanka í Lækjar- götu í Reykjavík síðastliöinn mánudag. Ungur maður kom inn í bankann, tók Georg og hljóp út meö hann. Georg er sparibaukur íslandsbanka, í bangsa- líki, og er hans nú sárt saknaö af bæði starfsfólki sem og ungum viðskipta- vinum bankans. Þeir sem geta gefiö upplýsingar um afdrif Georgs eru beðnir um að táta lögregluna í Reykjavík vita. Qessica sófasett fyrir þau sem vilja vanda valið og hafa gæðin í fyrirrúmi. Alktætt mjúk nautsleðri á öllum ftötum. Pokafjaðrir í sætum, kaldsteyptur svampur í bólstrun. Fæst einnig í dökkbrúnu leðri. Settið 3+2+1 kr. 264.120,-. 3+1+1 kr. 239.980,- HUSGAGNAHOLLIN Bíldshöfoa • 110 Reykiavik • s.510 8000 • www.husgagnaholhn.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.