Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2000, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2000 Skoðun Hefur þúfylgst með velgengni Ólympíufaranna okkar? Vífill Þorfinnsson, starfsm. Rarik: Já, ég hef fylgst vel meö. Þetta er mjög gott og þau hafa staöiö sig eins og hetjur. Jón G. Magnússon skrifstofumaöur: Já, þetta er alveg frábært. Árangur- inn er glæsilegur og eflaust sá besti til þessa. Magnús Þórisson: Já, þau standa sig mjög vel. Frábær árangur. L. Ólafsdóttir öryrki: Já, þetta er mjög gott. Ég vaknaöi nú síöast snemma til aö fylgjast meö Völu. Frábært. Hlín Júlíusdóttir afgrstúlka: Nei, ég hef ekkert fylgst meö Ólymp- íuleikunum. Rúna Þorsteinsdóttir bankastarfsmaður: Ég hef lítiö fylgst meö en þetta er al- veg glæsilegur árangur. Sjónvarpið fagnar flutningi í Efstaleitið Starfsmenn klappa sér lof í lófa. Dagskrárrof Sjónvarpsins Helga Jónsdóttir skrifar: Það er ekki hægt að segja annað en að Ríkissjónvarpið sé sífellt að svíkja og svindla á áskrifendum sínum og öðrum áhorfendum. Einkum hafa fréttatímar Sjónvarpsins orðið fyrir barðinu á þessu gegnum árið. Ráða- menn Sjónvarpsins víla ekki fyrir sér að skera niður auglýsta fréttatima eða sleppa þeim alveg úr auglýstri dag- skrá. Þannig var þetta nú síðast sl. sunnudag. Þegar menn opnuðu Sjón- varpið kl. 19 var þar engar fréttir að sjá, heldur - líkt og fyrri daginn - framhald af Formúlu 1, beinni útsend- ingu á kappakstri í Bandarikjunum. Sjónvarpið hafði engar vöflur á eða tilkynnti um að fréttir kæmu ekki á réttum tíma. Ekki var það tilkynnt í dagskrárkynningu dagblaðanna sem ég styðst oftast við. Og fréttir skiluðu sér á skjáinn bæði seint og illa kl. 20. Ósvífni forráðamanna Rikissjónvarps- ins stingur verulega i stúf við stund- „Sú frekja sem Sjónvarps- menn sýndu almenningi sem borgar nauðungará- skrift til ríkisins til þess að geta horft á annað sjónvarp yfirleitt hlýtur að vera lokahöggið sem fólk þarf að þola af Sjónvarpinu. “ vísi hljóðvarpsins þar sem aldrei skeikar um mínútu að fréttir séu sagðar eins og tilskilið er. Sú frekja sem Sjónvarpsmenn sýndu almenningi, sem borgar nauð- ungaráskrift til ríkisins til þess að geta horft á annað sjónvarp yfirleitt, hlýtur að vera lokahöggið sem fólk þarf að þola af Sjónvarpinu. Héðan af hlýtur álit almennings að snúast gegn Sjónvarpinu sem aldrei fyrr. Og nú verður menntamálaráðherra að taka á honum stóra sínum er hann kemur heim frá Ólympíuleikunum og láta loka fyrir sjónvarpsrekstur á vegum ríkisins. I leiðurum tveggja stærstu dagblað- anna, DV og Mbl., hefur stuðningur við ríkisrekstur sjónvarps nánast far- ið niður í alkul og þau rök færð fram að sjónvarpsrekstur til afþreyingar á vegum ríkisins sé ekki bjóðandi leng- ur.Tal útvarpsstjóra um að „ríkisrek- in afþreying í sjónvarpi allra lands- manna standi fyrir sinu“ og að hún eigi „stuðning f]öldans“ hljómar líkt og úr munni manns sem stendur utan og ofan við veruleika. - Sá stóri skerf- ur afnotatjalda Ríkisútvarpsins, eða 2/3 hlutar þeirra, eru betur komnir í uppbyggingu gatnakerfisins eða heil- brigðismála en til þess að reka m.a. mötuneyti fyrir makráða starfsmenn Sjónvarpsins og kosta önnur fríðindi þess stóra hóps sem á einn eða annan hátt „telst vera“ á vegum þeirrar óþörfu og svikulu stofnunar. Rimahverfið og slysahættan Ingvar Ragnarsson skrifar: Borgaryfirvöld hafa haft lítinn áhuga á að hlusta á íbúa í Rimahverfi í Grafarvogi. Hafa samt mætt á hverf- isfundi og fengið að heyra hvað fólk hefur verið að segja. í meginmáli er gatan illa hönnuð og er slysagildra. í fyrsta lagi var settur sölutum á fáran- legan stað alveg við götuna, en hefði átt að vera í verslunarmiðstöðinni sjálfri. í öðru lagi er gatan lokuð á beina kaflanum og eingöngu strætis- vögnum er leyft að keyra þar í gegn. Umferðinni er beint til beggja hliða við götuna þannig að allir sem fara í gegn keyra annaðhvort beint upp við verslunarmiðstöðina eða hinum meg- „í Ijósi þess að þarna er einn fjölmennasti bama- skóli á landinu, er fáranlegt að ekki skulu vera gang- brautaverðir eða gönguljós fyrir böm sem eru að fara í skólann. “ in við leikskólann. Fáranlegt og miklu hættulegra en að hafa opið í gegn, því þama er mikið af börnum og gang- andi fólki. Einnig eru þrír leikskólar í götunni. Búi maður vitlausu megin í götunni þarf að fara út úr hverfmu og koma hinum megin að til að koma barninu á leikskóla. Á sínum tíma fór fram könnum meðal íbúa í hverfinu og meirihlutinn vildi hafa opið á milli, ekki eins og er í dag. í annan stað er einnig mikil slysahætta i götunni og fáar hraða- hindranir. I ljósi þess að þarna er einn fjölmennasti barnaskóli á land- inu, er fáranlegt að ekki skulu vera gangbrautaverðir eða gönguljós fyrir börn sem era að fara í skólann. Gatan býður upp á hraða sem margir greini- lega geta ekki hamið. Því þarf fleiri hindranir, opna á milli og flarlægja söluturninn. Vonandi fara þeir sem era núna hafa völdin í borginni að hlusta, og þó ekki væri nema einu sinni á íbúa í Grafarvogi. Dagfari llllSJglggjJjPl Vagninn slítur götunum Hvaö þarf marga einkabíla til sömu slita? Sá hálfi í SVR Sigurður skrifar: Ég heyrði í útvarpi, þegar verið var að reka áróður fyr- ir einkabíls- lausum degi í Reykjavík, að sá sem var að reyna að tala fyr- ir þessum frá- leita málstað sagði að á álags- tímum væri „að meðaltali einn í hverjum bíl“ í umferðinni. Þetta hlýt- ur að þýða, að í sumum bílum em menn hálfir og það er vitanlega ekki gott. Við verðum náttúrlega að gera eitthvað róttækt í þeim málum. Því miður er SVR varla svarið, þvi það hlýtur að vera nær ógerlegt fyrir þann sem er ekki nema hálfur maður að fara í strætó. - En á meðan við emm við þetta heygarðshomið: Hafa menn gert sér grein fyrir því hvað það þarf marga einkabíla (með einum manni í) til að slíta götum borgarinn- ar til jafns við einn fullan strætó? Iváliö Dole Úlla hringdi: Mér, sem húsmóður sem eldar dag hvem fyrir fimm manna fjölskyldu, blöskrar umræðan um kálið Dole. Enginn hefur sagt mér hverig ég á að búa til salat úr þessu góða grænmeti frá Ameríku. Eitt veit ég hins vegar, að matvæli frá Bandaríkjunum eru þau bestu og smitfríustu sem ég veit. Ég nota því áfram hið góða Dole-kál en þvæ það að sjátfsögðu eins og aflt ann- að grænmeti sem ég nota hrátt. En nú sýnist mér komið babb í bátirrn. Efa- semdir koma upp um hvort hið smit- aða kál (ef það er þá eitthvert smitað kál á markaðinum) komi frá Ameríku eða Evrópu. Það skyldi þó ekki vera að komin sé pólitík í spilið. Það er nefni- lega vitað að sumir vilja ekki fyrir nokkum mun vita af amerískum varn- ingi hér á landi. þ.m.t káli Ekkert bruöl Helga Sigurðard. skrifar: Víst em jólin að koma, raunar alveg frá 1. janú- ar sl. og afltaf eru þær langt á undan öllum, verslanirnar í Holtagörðum. En er þetta nú ekki aðeins of snemmt, eða þannig....? Nema verið sé að eyða MA: *»■ U.n S'.m*; S.lít • • ■ i w.ck * va,«» j UM.tt ■ gamla .jólapapp- ™j?jœgat?f&írnr írnum“ vegna nýs sem kemur fýrir næstu jól! Én eins og þeir Jólin koma. Allt til að auka ánægjuna. BÓNUS-menn segja: Ekkert bmðl. Og þar er ég meira en sammála. En ég mátti til að senda DV þessa kortakvitt- un frá Bónus með jólastemningunni á. Fúskarar í vinnu hugmynd Bráðsnjöll Ríkisskattstjóri synjaði manni af kúrdísk- um uppruna um skattaafslátt sem hann sótti um vegna hjartasjúks og tekjulítils foður sem hann hefur reynt að halda uppi i fjarlægu landi. Rikisskattstjóri synjaði beiðni manns- ins vegna þess að faðir þessa kúrdíska íslend- ings er ekki íslenskur ríkisborgari heldur býr hann í Noröur-írak. Umboðsmaður Al- þingis fann að þessari afgreiðslu Indriða H. Þorlákssonar ríksisskattstjóra og segir synj- unina ólöglega. Það er ekki laust við að þjóöemissinninn hafi blossað upp í Dagfara við þessi tíðindi. Hvað er umbi Alþingis að vilja upp á dekk og bera blak af útlendingum. Aldrei hefur Dag- fari fengið svo mikið sem eina krónu í skatta- afslátt vegna aldraðs og hjartveiks föður í norðanverðu írak. Reyndar hefur Dagfari ekki heldur fengið skattaafslátt vegna aldraðs og hjartveiks fóður annars staðar í útlöndum. Dag- fari hefur ekki einu sinni sótt um að fá afslátt vegna aldraðs föðurs i útlöndum, enda á hann engan slíkan. Dagfari er hjartanlega sammála rík- isskattstjóra í þessu máli. Það á ekkert aö vera aö púkka upp á útlendinga og útdeila til þeirra af- sláttum á afslætti ofan. Við höfum hreinlega ekki efni á því. Væri ekki nær að Saddam sjálfur styrkti gamla manninn í írak. Þess vegna hefur Dagfari gert gang- skör að því að komast í samband við aldraðan negra í svörtustu Afr- íku í því augnamiði að taka hann inn í fjölskylduna. Annars er þessi hugmynd kúrdíska íslendings- ins um að sækja um skattaafslátt vegna þess aö hann hafi einn úr fjölskyldunni á sínu fram- færi í útlöndum bara skrambi góð. Fyrst um- boðsmaður Alþingis telur manninn hafa all- an rétt í málinu, nú þá verðum við bara að kyngja því. Dagfari hefur því ákveðið að reyna að nýta þessa vitneskju til að fá afslátt við næsta skattframtal. Ekki það að Dagfara hafi áskotnast sjúkur og hjartveikur faðir í útlöndum, heldur hitt að það má jú alltaf finna leiðir til að nýta smugur í kerfinu. Það er nú einu sinni í eðli okkar að snúa á fjand- ans kerfið. Þess vegna hefur Dagfari gert gangskör að því að komast í samband við aldraðan negra í svörtustu Afríku í því augnamiði að taka harm inn í fjölskylduna. Ekki það að negrinn þurfi nokkru sinni að flytjast til íslands, heldur hitt að hann verði á pappírum opinberlega skráður á framfæri Dagfara. Þegar sú staöfesting fæst í gegn er greið leið fyrir Dagfara að fá skattaafslátt. Þá er nú líka betra að Indriði H. Þorláksson sé ekkert að fetta fingur út í það, enda á hann ekkert að vera að skipta sér af málum sem honum kemur ekki við. Það gilda nefnilega aflt önnur lögmál gagnvart skjannahvítum og innfæddum Dagfara en íslensk- um útlending af óræðum litarhætti. ‘Oð.aftovrí Ragnar skrifar: í Velvákanda Mbl. er nýlega rætt er um viðhald á húsum og þá oftar en ekki þá þrautalendingu að kalla til svokaflaða „fúskara" í „svarta hag- kerfinu", sem skila illa unnu verki og án allrar ábyrgðar að sjálfsögðu. Og hvað á þá að gera? er spurt. Fara i mál, með báða aðila (verktaka og verkkaupa) með allt á hælunum? Auð- vitað er hér illt 1 efni. Ég vil hins veg- ar bæta því við að hinir „fuflgildu fúskarar", sem ég kalla svo, í við- haldsgeiranum em engu betri. Það ber einfaldlega enginn ábyrgð á neinu og þar er engu að treysta. Nema kannski því að vera alltaf svikinn á einhverju. Já, það er sannarlega ljótt ástandið í þessum bransa hér á landi. IDV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11,105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.