Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2000, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2000 Viðskipti Umsjón: Vidskiptablaöiö SALT ræður fyrrum yfirmann hjá Discreet til starfa Hugbúnaðarfyrirtækið SALT hf. ,sem framleiðir vefhönnunarkerfi, hefur ráðið Michael Grieve í stöðu framkvæmdastjóra Evrópuskrif- stofu fyrirtækisins, SALT (Europe) Limited, sem er í London. Skrifstof- an mun leiða sölu- og markaðsað- gerðir SALT í Evrópu. Grieve mun einnig vinna á öðrum vígstöðvum SALT að styrkingu viðskiptasam- banda við fyrirtæki víðs vegar um heim sem starfa á sviði veftengdrar upplýsingatækni og vélbúnaðar- framleiðslu. Reynslumlkill stjórnandi í tilkynningu frá SALT kemur fram að Michael Grieve búi yfir mikilli reynslu í að stjóma mark- aðssetningu og sölu hátæknivara en áður en hann gekk til liðs við SALT var hann einn yfirmanna hugbún- aðarfyrirtækisins Discreet í Evr- ópu. Discreet er hluti af hugbúnað- arfyrirtækinu Autodesk sem fram- leiðir t.d. hugbúnað til hönnunar af ýmsu tagi. Discreet er leiðandi framleiðandi á hugbúnaði fyrir kvikmyndageirann. Á Englands- skrifstofu Discreet í London var Grieve ábyrgur fyrir sölu og dreif- ingu allrar vörulínu fyrirtækisins í Englandi, írlandi og á fleiri mörkuð- um í Norður-Evrópu. í vörulínunni eru um 25 vörur sem spanna verðbil frá 300.000 kr. til 80 milljóna króna. Meðal þeirra er hugbúnaðurinn 3D Studio MAX*, edit*, flame* og in- ferno*. 3D studio MAX er útbreidd- asti hugbúnaður til hönnunar þrí- víddarefnis í tölvuleikjum, auglýs- ingum og fyrir Intemetið. Infemo* er m.a. samsetningarhugbúnaður fyrir kvikmyndagerð og var hann notaður við gerð mynda á borð við The Matrix, Titanic, Gladiator og Star Wars: The Phantom Menace. Áður en Autodesk og Discreet Logic sameinuðust var Grieve einn yfirmanna Discreet Logic í Englandi. Grieve gekk til liðs við Discreet árið 1997 og var hann þá yfir þróun mark- aða í Skandinav- íu, Mið-Austur- löndum og Hollandi. Grieve fékkst þar við sölu til stærri viðskiptavina, var hann einnig ábyrgur fyrir þróun dreifileiða á svæðinu. Áður starfaði Mike hjá Quantel, AMS/Neve og Molinare. Hugbúnaðarfyrirtækið SALT hf. framleiðir vefhönnunarkerfið SALTSystem. Fyrirtækið starfrækir skrifstofur í New York, London og Reykjavík. Vefhönnunarkerfi SALT, SALT- System, er ætlað fyrirtækjum sem vilja nýta Intemetið til að ná sam- keppnisyfirburðum. Kerfið gerir fyrirtækjum kleift að hanna efni og stjóma upplýsingum til birtingar í ýmsum miðlum, þ.á m. á Intemet- inu, intraneti, extraneti, í handsím- um, lófatölvum og gagvirku sjón- varpi. Kerfið er heildarlausn á sviði hönnunar gagnvirkra vefsvæða, markaðssetningar og þekkingar- stjórnunar. Viðskiptavinir SALT eru jafn- framt samstarfsaðilar þeirra. Meðal þeirra eru innanhússdeildir fyrir- tækja, ráðgjafarfyrirtæki, hönnuðir og auglýsingastofur sem vinna fyrir leiðandi fyrirtæki í viðskiptum á Internetinu. Nýr framkvæmdastjóri Ellingsen ehf. Bjarni Th. Bjarnason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ellingsen ehf. og hefur hann störf í október. Bjami er fæddur á Dalvík en ólst upp á Húsavík og síðan á Akureyri. Bjarni útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri, sem iðnrekstrarfræðingur frá Tækni- skóla íslands 1994 og lýkur BS-námi í rekstrarfræðum frá fjarnámsdeild Viðskiptaháskólans á Bifröst í des- ember nk. Bjarni stundaði sjó- mennsku á árunum 1988-1991 og aft- ur 1995-1997, var verkefnisstjóri hjá BYKO hf. í Riga í Lettlandi á árinu 1994 en hefur síðan í maí 1997 starf- að hjá Fiskafurðum Útgerð hf., fyrst sem útgerðarstjóri og síðan sölu- og markaðsstjóri. Bjarni er kvæntur Iðunni Jóns- dóttur, markaðsstjóra hjá BYKO. Hann er þriggja barna faðir og á eina stjúpdóttur. Ellingsen er gamalgróið fyrir- tæki, stofnað 1916, en Olís keypti fé- lagið á sL ári. Fyrirtækið starfræk- ir verslun á Grandagarði en megin- hluti starfseminnar felst hins vegar í sölu og þjónustu við sjávarútvegs- fyrirtæki. Þá rekur félagið veiðar- færagerðina Ingvar og Ara. Meðal söluvara félagsins til sjávarútvegs- ins eru veiðarfæri af öllum gerðum og stærðum, verkfæri, áhöld, sjó- fatnaður, öryggisbúnaður, o.fl. Ell- ingsen hefur frá upphafi fylgt þróun íslensks sjávarútvegs og þjónusta fyrirtækisins tekið mið af þörfum útgerðarmanna og sjómanna. Aukin þjónusta Símans Nokkrir nýlegir trgoline 500 sólbekkir ti1 sölu Mjöy vel með farnir. Síminn stóreykur þjónustu við viðskiptavini sína um land allt með „Þínum síðum“, nýjum og endurbættum þjónustu- vef á siminn.is sem opnaður var í gær. Viðskiptvinir geta nú afgreitt sig sjálfir með ýmsa fjarskipta- þjónustu, borgað reikn- inga, samið um greiðslu- frest og fengið margs kon- ar upplýsingar um símnotk- un sína, án þess að þurfa að mæta í þjónustumiðstöð eða hringja í þjónustuver. Um næstu mánaðamót munu fyrirtæki í viðskiptum við Símann geta nálgast reikninga á rafrænu xml-formi og lesið þá þannig beint inn í upplýsingakerfi sín, sem eyk- ur hagræði og getur breytt yfirsýn yfir símakostnaðinn. Þá geta fyrirtæki jafnframt nálg- ast upplýsingar um hversu oft var hringt í fyrirtækið á tilteknu tíma- bili, hversu oft var svarað, hversu oft var á tali og hve margir náðu ekki sambandi. Síminn er fyrsta fjarskiptafyr- irtæki Evrópu þar sem þjónusta er aðgengileg á vefnum í slík- um mæli. Eitt af markmiðum Símans er að vera í fremstu , röð símafyrirtækja í heim- inum í að nýta upplýs- ingatækni til að auka þjónustustig fyrirtæk- isins og hagkvæmni í rekstri. Stefnt er að þvi að á Þínum siðmn geti viðskiptavinir fengið yfirlit yfir og sinnt öllum sínum við- skiptum við Símann. Uppl. í síma 8921277 Nýr framkvæmdastjóri Sæplasts í Kanada Sendlar óskast Sendlar óskast á blaðadreifingu DV eftir hádegi. Æskilegur aldur 13-15 ára. Upplýsingar í síma 550 5746. Guðmundur Þór Gunnarsson rekstr- arverkfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastj óri Sæplasts Canada Ltd. og tekur hann við starfmu í októ- ber nk. Guðmundur Þór Gunnarsson útskrif- aðist sem vélaverkfræðingur frá Há- skóla íslands árið 1991 og með meistaragráðu í rekstrarverkfræði frá North Carolina State University í Bandaríkjunum árið 1993. Frá námslokum og til 1995 starfaði hann hjá Nýherja hf. Undanfarin fimm ár hefur Guðmundur starfað hjá Eim- Móðurfyrirtækið Sæplast á Dalvík. skip, síðast sem for- stöðumaður flutn- ingastýringar. Guð- mundur er 33 ára og kvæntur Jóhönnu Kristínu Gustavs- dóttur félagsfræð- ingi og eiga þau þriggja ára gamla dóttur. Sæplast Canada Ltd. er dótturfélag Sæplasts hf. og framleiðir plastvörur fyrir sjávarút- veg og aðrar atvinnugreinar í verk- smiðju í St. John í New Brunswick á austurströnd Kanada. Velta fyrir- tækisins er áætluð nær 700 milljón- ir króna á þessu ári og hjá því starfa um 70 starfsmenn. I>V Þetta helst . 1 HEILDARVIÐSKIPTI 813 mkr. - Hlutabréf 42 mkr. - Húsbréf 501 mkr. MEST VIÐSKIPTI Össur 14 mkr. Eimskip 7 mkr. © Islandsbanki-FBA 5 mkr. MESTA HÆKKUN O Sæplast 4% O Olís 2,7% OBakkavör Group 2% MESTA LÆKKUN j O Sölum. hraöfrystihúsanna 6% O Sjóva-Almennar 2,7% O Pharmaco 2,6% Úrvalsvísitalan 1522,4 stig Breyting - O 0,012% Viðskiptahalli Bandaríkjanna ógn- ar efnahag heimsins Hans Eichel, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði á fundi Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins í Prag að mikill viðskiptahalli Bandaríkjanna og lítill sparnaður bandarískra heimila væri einhver alvarlegasta ógnunin við áframhaldandi vöxt efnahagslífs heimsins. Eichel sagði enn fremur að horfur á evrusvæð- inu væri góðar og að horfur færu batnandi í Japan. siöastllöna 30 d.ir.i . , Íslandsbanki-FBA 866.281 Össur 469.894 ' l Eimskip 301.059 ísl. hugb.sjóöurinn 278.186 " Baugur 277.077 | 30 daga j O íslenskir aðalverktakar 27 % j o Delta hf. 20 % O ísl. járnblendifélagiö 19 % ji O Vaxtarsjóöurinn 16 % j Q siöastliöna 30 daga iOSlF -20% : O Fiskiðjus. Húsavíkur -17 % ! j O Haraldur Böðvarsson -16 % j o ísl. hugb.sjóöurinn -13 % ! : © KEA -12 % ; Heimsmarkaðsverð olíu lækkar Heimsmarkaðsverð á olíu lækk- aði í gær í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjastjórnar um að setja 30 milljón tunnur af varabirgðum sin- um út á markaðinn í næsta mánuði. Lækkimin í dag er almennt á bilinu 0,75-0,9 dollarar tunnan og er verð tunnunnar því enn rétt yfir 30 Á'i U-~j| Bdow jones 10818,14 O 0,27% ,1 ♦ Inikkei 15992,90 O i,io% Biés&p 1446,95 O 0,12% HHnasdaq 3804,45 O 0,02% SSftse 6378,40 O 1,40% ^DAX 6740,25 O 0,86% |_|CAC 40 6258,58 O 0,06% 26.09.2000 kl. 9.15 KAUP SALA Wlv;S Dollar 83,060 83,480 SSpund 121,000 121,620 Kan. dollar 55,810 56,160 S! Dönsk kr. 9,7620 9,8160 y^Norek kr 9,0660 9,1160 EBsænsk kr. 8,6040 8,6510 .WHfI. mark 12,2464 12,3199 j| Fra. franki 11,1003 11,1671 B H Belg. franki 1,8050 1,8158 ")] Sviss. ffanki 47,9500 48,2200 :Qh°II. gyllini 33,0413 33,2399 Þýskt mark 37,2290 37,4527 ftt. líra 0,037610 0,037830 QEAust. sch. 5,2916 5,3234 ^ Port. escudo 0,3632 0,3654 :Ll_jSpá. peseti 0,4376 0,4402 il • llaP- yon 0,773400 0,778100 i írekt pund 92,454 93,009 SDR 107,690000 108,330000 g§ECU 72,8135 73,2510

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.