Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2000, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2000
11
!OV
Ástir
Aðeins eitt er verra en andfúll tannlæknir. Það
er klarínettunemandi sem ætlar sér að sigra
heiminn og er að æfa sig í næsta herbergi. Háir,
skerandi klarínettutónar eru eins og tannlækna-
bor sem er á leiðinni í gegnum framtennurnar á
manni og festist svo í tungunni. Hins vegar er
fátt eins fagurt og þegar vel er leikið á klarínettu.
Einar Jóhannsson klarínettuleikari, sem kom
fram með Tríói Reykjavikur á tónleikum i Hafn-
arborg á sunnudagskvöldið, er einn af músíkölsk-
ustu tónlistarmönnum landsins. Hann hefur ein-
staklega fallegan, mjúkan og ávalan tón og þegar
leikur hans blandaðist sætum og breiðum selló-
leik Gunnars Kvarans og silkikenndum píanóleik
Peters Matés gat útkoman ekki orðið önnur en
góð.
Fyrst á efnisskránni var tríó í B-dúr opus 11
eftir Beethoven. Það er kallað götuslagaratríóið
vegna þess að síðasti kaflinn byggist á popplagi
úr óperu sem heitir Ástir sjómannsins og var vin-
sæl í Vínarborg þegar Beethoven átti þar heima.
Tríóið er fremur léttúðugt og kæruleysislegt þó
uppbyggingin sé skýr og ákveðin, þar er gnægð af
hugljúfum laglínum, alls konar litbrigðum og
kröftugri hrynjandi. Peter, Einar og Gunnar léku
tríóið af tæknilegu öryggi og næmri tilfinningu
hver fyrir öðrum, samspilið var nákvæmt og
styrkleikajafnvægið gott. Píanóleikur Peters var
fágaður og smekklegur, hin hröðustu hlaup skýr
og jöfn og margir söngvarar gætu dregið lærdóm
af því hvemig þeir Einar og Gunnar mótuðu
hendingar og melódíur með hárflnum styrkleika-
brigðum.
Draugaleg stemning
Næst á dagskrá var nokkurs konar hræra eftir
Þorkel Sigurbjörnsson, runa af sex íslenskum
Fögur fyrirheit
næst. Erste Begegnung var ekki alveg í jafnvægi og
hafði maður á tiifmningunni að sungið væri nokkuð
beint af augum sem kom niður á blæbrigðum og fyr-
ir vikið virkaði flutningurinn dálítið stressaður. Aft-
ur á móti var Liebesgram verulega fallega sungið af
einlægni og yflrvegun.
Johannes Brahms átti einnig tvo dúetta á efnis-
skránni, Die Meere og Die Schwestem, og þar
skyggði ekkert á flutninginn. Mjúkt öldugjáífúr „Haf-
anna“ vaggaði manni ljúflega og líflegur flutningur
Die Schwestem var skemmtilegur bæði fyrir augu og
eyra.
Það sem bar þó af á tónleikunum var glansandi
finn flutningur þremenninganna á tuttugu sönglög-
um Atla Heimis Sveinssonar við ljóð ýmissa höfunda
sem þær skiptust á að syngja án hlés. Það sem gerir
þessi lög ekki síður áhugaverð era pianópartamir
sem sumir era svo skemmtilegir að við liggur að þeir
steli senunni. Þeir léku í höndum Jónasar svo að
heildarsvipurinn varð hinn ailra besti.
Formlegri efiiisskrá lauk svo með tveimur dúett-
um Rossinis sem þær stöllur skiluðu samtaka með
miklum sóma, geislandi af hæffleikum og sönggleði
sem gaf fógur fyrirheit um framtíðarsigra.
Amdís Björk Ásgeirsdóttir
Aðrir tónleikar vetrarins í Tíbrárröðinni Við slag-
hörpuna, þar sem Jónas Ingimundarson situr við pí-
anóið og fær til sín góða gesti, vora á sunnudags-
kvöldið. Heldur fámennt var í Salnum miðað við
fyrri tónleika en þessi röð hefúr verið ein sú alvin-
sælasta. Fámennið átti sér þó ekki flóknari skýringu
en þá, eins og einn tónleikagestur orðaði það, að „all-
ir vora í Óperunni" að heiðra Garðar Cortes á sextíu
ára afmæli hans.
Gestir Jónasar að þessu sinni vora söngkonumar
Hulda Björk Garðarsdóttir sópran og Sigríður Aðal-
steinsdóttir mezzósópran og fluttu þær efiiisskrá sem
samanstóð af dúettum og íslenskum einsöngslögum.
Þær hófú upp raust sína í hinu þekkta lagi Purcells,
Sound the Trompet, i útsetningu Brittens og tók mað-
ur fyrst eftir hversu vel raddir þeirra smullu saman.
Falleg sópranrödd Huldu hefúr yfir sér skemmtilega
dökkan blæ og rödd Sigríðar er þétt og voldug. Þó
náðist trompetinn aldrei almennilega á flug þrátt fyr-
ir öryggi flytjenda; meiri léttleiki hefði verið til bóta.
Tvö önnur lög eftfr Purcell, Lost is my Quiet og What
can we poor Females do virkuðu mun betur. Þau
vora framreidd af öryggi og fágun þó að smáhnökrar
hafi verið á annars ágætum leik Jónasar í því fyrr-
nefnda.
DV-MYND HILMAR ÞÖR
Þremenningarnir í Salnum
Hápunktur tónleikanna voru sönglög
eftir Atla Heimi.
Hulda söng svo fjögur lög eftir Sigvalda Kaldalóns
einkar vel og með skýrum textaframburði. Sérstak-
lega hjartnæmur var flutningur hennar á Ég lít í
anda liðna tíð. Sigríður söng þrjú lög eftir Kaldalóns
verulega vel og var dramatísk túlkun hennar á Betli-
kerlingunni glimrandi vel útfærð og glæsileg í alla
staði. Tveir dúettar eftir Schumann hljómuðu þar
sjómannsins
DV-MYND E.ÓL.
Einar Jóhannesson, Peter Maté og Gunnar Kvaran
Flutningur þeirra var glæsilegur, bæöi blæbrigðaríkur og þróttmikill.
þjóðlögum, útsettum fyrir klarínettu, sefló og pi-
anó. Fyrsta lagið var „Guði sé lof fyrir ljósið
glatt“, lofgjörð til ljóssins eftir harðan vetur og
þar hafði tónlistin yfir sér friðsamlegan, hug-
leiðslukenndan blæ, úrvinnsla frumstefsins var
skemmtilega ómarkviss og jafnvel austurlensk.
Miklu kraftmeira var rifrildið 1 „Eljakvæði", þar
sem píanóleikur Peters Maté var afar glæsilegur,
og „Grátandi kem ég, Guð minn til þín“ var ein-
hver besta útsetningin á þessum sálmi sem ég hef
heyrt. í heild var stemningin ýmist annarleg,
draugaleg, átakanleg,
glaðleg eða hryssingsleg
eftir því hvaða þjóðlag
átti í hlut en þrátt fyrir
það var rauði þráðurinn
sem hélt verkinu saman
sterkur og slitnaði
aldrei. Flutningur þre-
menninganna var glæsi-
legur, bæði blæbrigða-
ríkur og þróttmikill, og
var útkoman afar
ánægjuleg.
Síðasta atriðið á efnis-
skránni var klar-
ínettutrió í a-moll opus
114 eftir Bráhms. Þetta
er eitt af siðustu verkum
meistarans, ákaflega fal-
legt og seiðandi og var
flutningurinn á tónleik-
unum yflrleitt til fyrir-
myndar. Aðeins bar á
ónákvæmni í fáeinum
hröðum hendingum en
það skipti litlu máli því
túlkunin var bæði innfleg og skáldleg. Hér var
tónn píanósins mun þykkari en í verki Beet-
hovens og hefldarhljómur hljóðfæranna þriggja
var afar nautnalegur, sem er viðeigandi þegar
Brahms (sem var spikfeitur og í nautsmerkinu)
er annars vegar. Sérstaklega var hægi kaflinn
fagur og djúpur og var stemningin þá ekki af
þessum heimi. Má því segja að þetta hafi verið
einstaklega vel heppnaðir tónleikar og góð byrj-
un á starfsári Tríós Reykjavíkur.
Jónas Sen
Alþjóðleg raftónlistarhátíð
Alþjóðlega Raf- og tölvutónlistarhátíðin ART-
2000 verður haldin í Salnum í Kópavogi 18 - 28.
október. Slík hátíð hefur aldrei fyrr verið haldin
á íslandi og verða þar fjölmörg atriði sem ekki
eiga sér forsögu í tónlistarflutningi. Meðal við-
burða auk tónleika verða fyrirlestrar gesta þar
sem þeir ræða tónlist sína og framtíð tölvutónlist-
ar og „Kvöldbarinn“ á Gauki á Stöng þar sem
fram koma helstu skífuþeytarar og hljóðgjörn-
ingamenn landsins auk þess sem gestir bregða á
leik eftir atvikum.
Meðal gesta er Jöran Rudi, norskt tónskáld
sem látið hefur gera tölvuforrit sem breytir tón-
listinni i mynd. Um leið og við hlustum er ferð-
ast um hljóðheiminn í kvikmynd sem sýnd verð-
ur á tjaldi um leið og tónlistin spilast út. Einnig
kemur Wayne Siegel, danskt tónskáld og yfirmað-
ur raftónlistarstofnunarinnar í Danmörku
(DIEM). Hann kemur með dansarann Helen
Saunders með sér sem mun dansa ekki bara við
tónlistina heldur sér hún einnig um tónmótun
um leið og hún dansar. Þetta er gert með vöðva-
skynjurum sem senda boð um hreyfíngar dansar-
ans í tölvu sem stjómar myndun tónlistarinnar.
Flutt verður tónlist fyrir sjálfspilandi píanó eftir
þýsk-indversk-ensk-hollenska tónskáldið Clar-
ence Barlow og amerísk-mexíkóska tónskáldið
Conlon Nancarrow. Mörg tón-
skáld hafa heillast af því tak-
markaleysi og mekanisma sem
sjálfspilandi pianó búa yflr og
skrifað tónlist sem er varla af
þessum heimi og óspflanleg
mannlegum mætti.
Hin einstaka aðstaða sem
býðst í Salnum gerir að verkum
að hægt er að bjóða til slíkrar
veislu. Hljóðflutningur á allt að
átta rásum heyrist í fyrsta
skipti en það gerir kleift að
flytja hljóð horna á milli þannig
að þau streymi allt í kringum
hlustandann. Fjölrása hljóð-
flutning fáum við .einnig að
heyra frá breska tónskáldinu
Trevor Wishart, sem um ára-
tuga skeið hefur sérhæft sig í
tónsmíðum byggðum á manns-
röddinni.
Meðal íslenskra hljómsveita
verður Stilluppsteypa, sem nýt-
ur sívaxandi virðingar sem ein virkasta og af-
kastamesta íslenska rafsveit sem starfað hefur á
alþjóðlegum grundvelli. Meðal annarra hljóm-
sveita sem fram koma á hátíð-
inni má telja Vindva Mei, Prod-
uct 8 og Orgelkvartettinn
Apparat auk einsmannsband-
anna Biogen og Plastic. Af ís-
lenskum einstaklingum sem
koma fram á hátíðinni ber hæst
Skúla Sverrisson bassaleikara
sem mun koma fram ásamt
Hilmari Jenssyni gitarleikara.
Meðal yngstu tónlistarmann-
ana má nefha Auxpan, Curver,
Bödda Brútal og Kristínu
Björk.
Á opnunarhátíð ART2000
verður gefinn út geisladiskur
með verkum eftir Magnús Blön-
dal Jóhannsson, frumherja ís-
lenskrar raftónlistar en Magn-
ús byrjaði að fást við rafhljóð í
tónsmíðum sínum strax um
1960.
Nýjustu upplýsingar um há-
tíðina er ávallt að finna á net-
síðu hátíðarinnar sem er á musik.is/art2000/.
Umsjón með henni hefur Músik og saga, musik.is
Magnús Blöndal Jóhannsson
Frumherji íslenskrar raftónlistar
kemur út á geisladiski.
___________Menning
Umsjón: Silja Abalsteinsdóttír
Söng-kammerverk
Aðrir tónleikar í röð sem tileinkuð er
breskri kammertónlist verða haldnir í
Fríkirkjunni í Reykjavík annað kvöld
kl. 20.30. Þar verður Þórann Guðmunds-
dóttir sópransöngkona i aðalhlutverki
eins og á þeim fyrstu. Upphafsverkið
era útsetningar á gömlum enskum
söngvum fyrir söngrödd og fiðlu eftir
Rebeccu Clarke, þá era þrír sveita-
söngvar eftir Rodger Quilter fyrir söng-
rödd, fiðlu, selló og píanó. Næst kemur
Vaughan Williams (1872-1958), eitt af
höfuðtónskáldum Bretlands, sem leiðir
tónleikagesti um enska akra í verki
sínu „Along the Field" fyrir söngrödd og
fiðlu. Eftir hlé era þrír söngvar eftir
Frank Bridge fyrir söngrödd, víólu og
píanó og „The Curlew" (Spóinn) eftir
Peter Warlock fyrir söngrödd, flautu,
enskt hom, tvær fiðlur, víólu og selló.
Flytjendur á tónleikunum era auk
söngkonunnar Hildigunnur Halldórs-
dóttir fiðluleikari, Sigurlaug Eðvalds-
dóttir fiðluleikari, Guðmundur Krist-
mundsson víóluleikari, Sigurður Hall-
dórsson sellóleikari, Kristinn Öm Krist-
insson píanóleikari, Hallfriður Ólafs-
dóttir flautuleikari og Eydís Franzdóttir
sem leikur á enskt hom.
Hvar er Helvítí?
Á rannsóknar-
kvöldi Félags ís-
lenskra fræða í Skóla-
bæ við Suðurgötu ann-
að kvöld kl. 20.30 held-
ur Svanhildur Óskars-
dóttir erindið „Fyrir-
gefðu, en geturðu sagt
mér hvar helvíti er? Um
íslenskum miðaldaritum".
Landafræði handanheima var órjúf-
anlegur hluti heimsmyndar miðalda. í
fyrirlestrinum verður Qallað mn dvalar-
staði framliðinna eins og miðaldamenn
hugsuðu sér þá og kannað hvers konar
upplýsingar um þá er að finna í íslensk-
um miðaldaritum. Þar koma við sögu
paradís, himnaríki, helvfti, hreinsunar-
eldur og limbó en ætla má að á miðöld-
um hafi þessir staðir haft meiri og nær-
tækari þýðingu fyrir íslendinga en varð
í lúterskum sið.
Allir era hjartanlega velkomnir.
í leiftri daganna
Mál og menning
hefur geflð út bókina I
leiftri daganna eftir
Agnar Þórðarson. Þar
tekur Agnar upp þráð-
inn frá bók sinni, I
vagni tímans, sem
kom út 1996 og heldur
áfram að rekja minningar sínar, eink-
um frá sjöunda áratugnum. Hann hefur
komið víða við, skrifað leikrit og skáld-
sögur og unnið á Landsbókasafiiinu,
auk þess sem hann er eflaust eini ís-
lendingurinn sem hefur starfað bæði
fyrir sendiráð Bandaríkjanna og Sovét-
ríkjanna.
Meðal þeirra sem Agnar bregður upp
mynd af era þjóðsagnapersónur á borð
við Vilmund landlækni og dr. Bjöm
Karel, Gunnlaug Scheving og Kjarval.
Halldór Laxness er sínálægur á síðum
bókarinnar og einnig era raktir heims-
sögulegir viðbmðir þessara ára, svo
sem París 1968 og vorið í Prag.
Sú kvalda ást á þýsku
Skáldsaga Guðbergs
Bergssonar, Sú kvalda
ást sem hugarfylgsnin
geyma, kom út fyrir
skemmstu hjá Steidel
forlaginu í Þýskalandi
í þýðingu Hans
Brúckners. í tilefni af
því hefúr verið skipulögð upplestrarferð
um Þýskaland og mun Guðbergur fara
um og kynna söguna á næstu vikum.
Steidel forlagið leggur mikla áherslu
á útgáfú íslenskra bókmennta um þess-
ar mundir, meðal annars er þar unnið
að útgáfú á verkum Halldórs Laxness.
Sú kvalda ást sem hugarfylgsnin geyma
kom út hjá Forlaginu árið 1993 og er
væntanleg í kilju á íslensku.