Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2000, Blaðsíða 13
12 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2000 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2000 2£ Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveínn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Augiýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, slmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerö: isafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarbiað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Ofstœki í byggðastefhu Mikill mannauður glataðist, þegar Landmælingar ís- lands voru fluttar með handafli ráðherra upp á Akranes. Beztu starfsmennirnir vildu ekki láta flytja sig, þótt fjar- lægðin frá höfuðborgarsvæðinu sé með minnsta móti. Sumir þeirra tóku upp samkeppni við stofnunina. Afleiðingin varð sú, að Mál og menning fór að framleiða aðgengilegri og vinsælli kort en Landmælingarnar. Þar á ofan naut Mál og menning þess að vera nær erlendum ferðamönnum og meginhluta íslenzka markaðarins. Tekj- ur Landmælinganna snarminnkuðu við flutninginn. Þegar opinberar stofnanir eru fluttar út á land, er ekki tekið tillit til þessara tveggja atriða, annars vegar mannauðsins, sem fórnað er við flutninginn, og hins veg- ar aukinnar fjarlægðar frá meginhluta markaðarins. Brýnir hagsmunir eru látnir víkja fyrir byggðastefnu. Á svipaðan hátt var dregið úr áhrifamætti Ferðamála- ráðs með því að flytja höfuðstöðvar þess til Akureyrar. Er- lendir ferðamenn eru fyrst og fremst á höfuðborgarsvæð- inu og í nágrenni þess. Þar eykst straumur þeirra einnig mest og einungis þar er skortur á gistirými. Nú er verið að flytja Byggðastofnun til Sauðárkróks. Fórnað er öllum mannauði stofnunarinnar nema einum manni og spillt er aðgengi mikils meirihluta viðskipta- manna stofnunarinnar. Eini kosturinn er sá, að stofnunin er verr í stakk búin til að reka byggðastefnu. Áður hafði Húsnæðismálastofnun verið breytt í íbúða- lánasjóð, sem settur var niður á Sauðárkróki, langt frá þungamiðju tölvuþjónustunnar i landinu. Tölvukerfið hrundi og sækja varð alla tækniþjónustu suður. Mánuð- um saman urðu miklar tafir við afgreiðslu mála. Nú hafa helztu ofstækismenn byggðastefnunnar, þing- menn Bolungarvíkur, ákveðið að flytja hluta af banka- þjónustu Byggðastofnunar án útboðs til Bolungarvíkur. Það er minna skemmdarverk en þau, sem hér hafa verið rakin að ofan, en sýnir vel hagsmunapotið. Kjósendur á höfuðborgarsvæðinu þurfa að fara að átta sig á aðstæðum. Verið er að spilla atvinnu margra sam- borgara og engin veit hvar öxin lendir næst. Um leið er verið að gera hverja stofnunina á fætur annarri verr hæfa til að gegna þjónustu sinni við landsmenn í heild. Framsóknarflokknum verður að vísu ekki hnikað, þótt kjósendur höfuðborgarsvæðisins flýi hann. En hitt er ljóst, að hafi menn á því svæði ekki atvinnu eða sporzlur af stuðningi við Framsóknarflokkinn, ætti stuðningurinn að flokkast undir eins konar sjálfseyðingarþörf. Ein flenging i kosningum ætti hins vegar að nægja Sjálfstæðisflokknum til svo sem tíu ára. Nú er ástandið í flokknum þannig, að helztu ofstækismenn byggðastefn- unnar ráða lögum og lofum á Alþingi, en meintir þing- menn höfuðborgarsvæðisins hafast ekki að til varnar. Við þetta blandast nýfengið og ákaflega óhagkvæmt hat- ur margra ráðamanna Sjálfstæðisflokksins á höfuðborg- inni vegna tímabundinna valdahlutfalla í borgarstjórn. Tímabært er orðið að refsa flokknum fyrir þetta og láta hann velja að nýju, hvaðan hann vill hafa fylgi. Geðlitlir þingmenn höfuðborgarsvæðisins þola, að dug- legir ofstækismenn úr Bolungarvik og víðar gangi ber- serksgang gegn hagsmunum höfuðborgarsvæðisins og komi meðal annars í veg fyrir, að með bættum umferðar- mannvirkjum sé unnt að draga úr slysum. Við næstu kosningar kemur helmingur allra þing- manna af höfuðborgarsvæðinu. Þá er brýnt, að kjósendur svæðisins taki umboðið af öllum aumingjunum. Jónas Kristjánsson DV Skoðun Veisla í skákinni „Fyrir skákmenn erfátt ánœgjulegra en að sitja saman nokkrir á slíku skákmóti og rœða stöðurnar sem upp koma á skákborðinu.“ Frá Svœðamóti Norðurlanda í skák í mánuðinum. Eftir nokkurt hlé er nú aftur mikið að gerast í skáklífi íslendinga. Nýlega er lokið íslandsmótinu sem var mjög skenuntilegt. Við fengum nýja íslandsmeist- ara bæði í kvenna- og karla- flokki, ungt fólk sem ekki hefur hlotið þann titil áður, Hörpu Ingólfsdóttur og Jón Viktor Gunnarsson. Miklar vonir eru bundnar við þau bæði. Gömlum skákáhuga- mönnum finnst íslandsmót- ið alltaf stórviðburður. Burðarás í skáklífi á Noröurlöndum Á Svæðamóti Norðurlanda eru þátt- takendur 24, og þrír efstu fá rétt til þátttöku í keppninni um heimsmeist- aratitilinn. Mikinn heiður af þeim viðburði á hinn mikli velgerðarmaður skáklistarinnar á íslandi, Einar S. Einarsson, fyrrverandi forstjóri VISA á íslandi. Skákhreyfingunni er mikil eftirsjá að Einari úr þeim forstjórastól en vonar að honum gefist nú enn meiri tími til að sinna félagsmálum skákhreyfmgarinnar. Einar er forseti Norðurlandasvæðisins og sem slíkur hefur hann verið burðarás í skáklífi á Norðurlöndum. Hann hefur reyndar verið nefndur af frammámönnum skákhreyfingarinnar í heim- inum sem hugsanlegur for- seti Alþjóðaskáksambands- ins. Það væri ekki lítill heið- ur fyrir okkar litla land að eignast aftur þann forsetatit- il: eftir að Friðrik Ólafsson gegndi því embætti. Af 24 þátttakendum í Svæðamóti Norðurlanda eiga íslendingar sex og þeg- ar þetta er skrifað eru þrír þeirra enn í keppninni, sem er útsláttar- keppni. Þeirra á meðal er hinn nýji íslandsmeistari okkar aðeins 20 ára að aldri. Ánægjulegar kvöldstundir Fyrir skákmenn er fátt ánægju- legra en að sitja saman nokkrir á slíku skákmóti og ræða stöðurnar sem upp koma á skákborðinu. Skák- irnar eru sýndar á veggtjöldum jafn- óðum og leikið er, með aðstoð tölvu- tækni. Spennan er í algleymingi, kaffibolli við höndina, umræður fara fram um fræðilega hlið málsins og staðan metin. Hvað skyldi Hannes Hlífar gera nú eða árangur Jóns Viktors er ótrúlega góður. Skákskýr- ingar eru í næsta herbergi og vinur minn einn sagði við mig, þetta er há- tíð, þetta er gríðarlega skemmtilegt. Gu6m. G. Þórarinsson verkfræöingur Annaöhvort aftur á bak ellegar... Eins og fram kom við heimsókn Li Pengs á dögunum eru margir íslend- ingar í vandræðum með dóma sína um stjórnarfarið í fjölmennasta ríki heims. Eiga þeir að fordæma mann- réttindabrot í Kína eða lofa mark- aðsvæðinguna? Eiga þeir að hundsa kínverskan ráðamann eða grípa við- skiptatækifæri? Þetta hefur staðið nokkra hríð: áður en Jón Baldvin gerðist töskuberi í Washington fór hann til Kína og tókst hátt á loft af aðdáun á framkvæmdagleði í Kína - um sama leyti höfðu flokkssystkini hans af yngri árgerð uppi stóryrði um að það væri hneyksli að þáver- andi forseti íslands talaði við það glæpahyski sem Kína stjómaði. Margir fara í miklum sveiflum í sínum dómum. Markaðsvæðing í Kína er góð en flokksræði kommún- ista vont - og þó grunar menn að flokksræðið sé kannski skásti póli- tíski kosturinn því annars gæti skap- ast rússneskt ástand í Kína með hruni efnahagslífsins og hættu á að Kína leysist upp í áhrifasvæði ein- hverra „stríðsherra" eins og áður gerðist í sögunni. Fátækt og neyð Eitt er merkilegast í framvindu mála í Kina en það er árangur sem þar hefur náðst í að berjast við sára fátækt. Alþjóðabankinn hefur búið sér til mælikvarða á fátækt og alls- leysi: 2800 milljónir manna lifa á tekjum sem eru innan við 165 krón- ur á dag, þar af 1200 milljón- ir við hungurmörk eða á um 83 krónum á dag. Glæp- urinn á bak við þessa tölur er sá að meðan ríkir verða ríkari, meðan 200 auðug- ustu menn heims bæta við sig svosem 100 milljörðum dollara á einu ári, þá fjölgar þeim sem búa við neyð - víðast hvar. Á síðasta áratug hafa meðaltekjur á mann (sem segja reyndar lítið um af- komu fátækra, því að mun- ur á rikum og fátækum fer vaxandi innan hvers samfélags) dregist sam- an í 50 ríkjum. Á fundum æðstu manna öflugustu iðnríkja, á vett- vangi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og víðar, er því heitið tvisvar eða þrisvar á ári að nú skuli í fullri al- vöru lagt til atlögu við fátækt í heim- inum - enda sé það mikil nauðsyn bæði þeim fátæku og svo þeim efn- uðu. En menn bæta því svo við að markaðurinn og hagvöxturinn muni leysa úr þessu og svo er ekkert gert sem um munar. Óþægilegar undantekningar Skýrslurnar um ástand heimsins væru enn verri ef ekki væru tvö ríki þar sem tekist hefur að fækka svo miklu munar þeim sem búa við sára neyð: þessi ríki eru Kína og Ví- etnam. Frá 1978 hefur sárafátækum á hungurmörkum fækkað úr um 500 miljónum í Kina og í 100 miljónir - á sl. áratug um 150 miljónir. í greinar- gerð um þetta í þýska blaðinu Die Welt segir að kinversk stjórnvöld hafi náð þessum árangri með því að treysta ekki á sjátfvirkni markaðar- ins heldur með því beita pólitiskum aðgerðum eins og að veita vatni til hungurhéraða eða með öðrum þeim fram- kvæmdum sem engum kap- ítalistum dytti í hug að fjár- festa í. Kínverjar hafi gert tvennt í senn: markaðsvætt búskapinn og haldið um leið í viss félagsleg ráð og ríkisafskipti til að taka í al- vöru á vanda eins og sárri fátækt - og því hafi hag- vöxtur þar í raun bætt hag mun fleiri en t.d. sá hag- vöxtur sem hefur orðið í Indlandi eða í Rómönsku Ameríku. Tíðindi af þessu tagi fara ekki hátt vegna þess að það er ekki í samræmi við pólitískan rétttrúnað Vestur- landa að kommúnistastjómir í Kína og Víetnam séu svotO einar um það í heiminum að láta hagvöxt í þróun- arlöndum bæta hag þeirra fátæk- ustu. Og það með aðgerðum sem ekki passa alltof vel við markaðsfor- múlur. Meðan marglofaðir einka- væðingarmenn í Rússlandi t.d. hafa magnað upp mikla fátækt í því stóra landi og lagt stóran hluta hagkerfis- ins í rúst. Þar fyrir utan koma þessi tíðindi af minnkandi fátækt í Kína inn á mannréttindaumræðuna með sínum hætti. Þegar þeim körlum, konum og börnum, sem lifa á hungurmörkum, fækkar stórlega í einhverju landi, þá hefur rétturinn tO lifsins styrkst og eflst - og hann er vonandi forsenda þess að bæta megi ástand mannrétt- inda almennt. Meðan grimmd al- gjörrar neyðar tekur yfirlýst og lög- fest lýðréttindi úr sambandi, sviptir þau raunverulegu inntaki. Árni Bergmann „Þegar þeim körlum, konum og bömum, sem lifa á hungur- mörkum, fækkar stórlega í einhverju landi, þá hefur réttur- inn til lífsins styrkst og eflst - og hann er vonandi forsenda þess að bœta megi ástand mannréttinda almennt. “ Með ogámóti 60% á móti 6% Alþingi var stofnað árið 930 og er því gömul stofn- un. En Alþingi er einnig gömul stofnun hvað varðar þingmennina. Um 60% af íslensku þjóðinni eru undir fertugu en aðeins 6% af þing- mönnunum. Yngsti alþingis- maðurinn er 35 ára. Á þingi sitja fuOtrúar allrar þjóðarinn- ar og hlýtur það að teljast eðli- legt að þeir sem eiga þátt í mótun lög- gjafarinnar séu nokkurs konar þver- skurður af þjóðfélaginu. Þessi óæski- lega aldurskipting þingmanna endur- speglast oft í sinnuleysi þing- manna á málum sem snerta ungt fólk beint, s.s. í mennta- málum sem eru að drabbast niður. Aðgengi og áhuga ungs fólks á pólitfk þarf því að auka. Það er flokkanna að vekja áhuga ungs fóBís á sfjórnmál- um með því að bjóða fram fólk sem yngra fólk getur tengt sig við. Þingmenn annars staðar á Norðurlöndunum eru t.d. mun yngri en hinir íslensku koOegar þeirra. Samfylkingin er sá flokkur sem er með lægstan meðalaldur þingmanna en bet- ur má ef duga skal. Agúst Ágústsson, ritstjóri politik.is Yngra fólk á Alþingi Hæft fólk á Alþingi, óháð aldri rÞað þyrfti ein- kenrdlegan tölfræðing tO að mæla á móti því að aldursskipting þingmanna sé í ósamræmi við skiptingu kjósenda. Það er hins vegar ekkert undarlegt við það að lítið sé um ungt fóOí á þingi og fyr- ir því eru þrjár mjög góðar ástæð- ur. í fyrsta lagi er það svo að til ábyrgðarstarfa í þjóðfélaginu velst aö jafnaði fólk sem hefur þekkingu og reynslu t0 að gegna slíkum störfum. Ég er aOs ekki aö segja að ungt fólk hafi ekki þá þekkingu sem tO þarf, heldur er ég ein- faldlega að benda á að það unga fólk sem áhuga sýnir á pólitík er aOa jafnan upp- tekið í námi eða starfl og hefur því ekki nægjanlegan tíma tO að helga sig þingstörfum svo vel sé. í öðru lagi sé ég ekki að það sé sérstakt rétt- lætismál að aldursdreifing þing- manna sé jöfn (t.d. einn 18 ára, einn 19 ára o.s.frv.). Það á ekki að velja í ábyrgðarstörf með hliðsjón af jafnri hlutfallsskiptingu mOli aldurs eða kynja. Það sem öOu máli skiptir er aö þeir sem valdir eru séu hæfir tO starfans. í þriðja lagi má benda á að i síðustu kosn- ingum voru valkostirnir ekki aðrir en þeir að kjósa þá sem núna sitja á Alþingi; það var einfaldlega ekkert ungt fólk í fram- boði! Það þarf einkennOeg réttlætisrök tO þess að heimta fleira ungt fólk á þing þeg- ar ekkert slíkt er í framboði. Heiðar As- berg Atlason lögfræöingur Af 63 þingmönnum eru einungis 4 undir fertugu, eöa 6%. Yngsti alþingismaöurinn er 35 ára. Er þaö undarlegt aö aldurshópurinn 18-34 ára skuli ekki eiga neinn fulltrúa á Alþingi? _j _ Skákfélagið HeOir er skipuleggj- andi mótsins og verðskuldar þakkir fyrir. Gaman væri ef sjónvarpsstöðv- amar sýndu þessu móti meiri áhuga. Reyndar hlýnaði okkur skákáhuga- mönnum um hjartaræturnar þegar glaðbeittir umsjónarmenn Kastljóss tóku íslandsmótið tO umræðu og létu meira að segja tefla hraðskák í beinni útsendingu. Þeim eru hér með færðar þakkir frá skákhreyfmgunni. Hér áður voru stundum eftir fréttir sýndar skákir frá keppni sem þessari með skýringum, skákáhugamönnum tO ómældrar gleði. Þáttaskil Nokkur þáttaskil hafa orðið í skák á íslandi. Sumir fremstu meistarar okkar hafa horfið frá atvinnu- mennsku og sinna nú áhrifastöðum í þjóðfélaginu. Það þýðir auðvitað að yngri og óréyndari menn verða að halda uppi merkinu. Og teikn eru á lofti um að þeir séu þess verðugir. ís- lendingar hafa löngum vakið athygli á alþjóðavettvangi fyrir skákkunn- áttu sína. Það er verðugt viðfangs- efni að viðhalda þeirri stöðu meðal þjóðanna. Guðm. G. Þórarinsson Ummæli Minni hætta á spaðaásnum „Fólki sem spyr hvort ég sé afltaf óttalaus svara ég með einu af orðtökum bandarískra flugmanna: „Það eru tO tvær tegundir af flug- mönnum, hræddir flug- menn og dauðir flugmenn.“...Ég hef sjáif- ur fundið fyrir þessari hræðslutilflnn- ingu og hún á rætur í því að manni finnst að maður sé farinn að leggja held- ur mikið á vemdarengla sína og kannski svo margt, að þeir fari hreinlega af vakt- inni. Einnig má orða þetta þannig að maður er búinn að draga svo mörg hjörtu og háspfl, að maður er farinn að hugsa með sjálfum sér að rétt sé að draga ekki of mörg spO í viðbót, þeim mun færri spil sem maður dragi því minni hætta sé á að fá spaðaásinn." Ómar Ragnarsson, fréttamaður og flug- maður, í Degi 23. sept. Ríkisrekin afþreying „ROúsrekin afþreying í sjónvarpi allra lands- manna stendur íyrir sínu. Hún á stuðning fjöldans og vonandi tekst æ betur að auka ánægju fólks með meiri flölhæflii í íslenskri dagskrá tO frekari aðgreining- ar frá þeirri froðu, sem flæðir út úr öfl- um gáttum hinnar heimsvæddu flölmiðl- unar. En hin íslenska viðleitni kostar sitt. Það ætti öflum að vera ljóst.“ Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri í Mbl. 23. sept. Útvarpsstjóra vart alvara „Sjónvarpsrekstur rikisins er meira álitamál... Það getur hins vegar ekki ver- ið hlutverk íslenska ríkisins að reka af- þreyingarsjónvarp í samkeppni við tvær einkareknar stöðvar. Að því leyti hefur Markús Öm Antonsson útvarpsstjóri rangt fyrir sér í grein hér í Morgunblað- inu í gær, þegar hann segir: „Ríkisrekin afþreying í sjónvarpi allra landsmanna stendur fyrh' sínu.“ Það getur ekki verið að útvarpsstjóra, með þann pólitíska fer- 0 að baki, sem hann á, sé alvara með þessum orðum." Úr forystugrein Mbl. 24. sept. Skilnaðir á útsölu „Afltof margt fólk gef- ur sér ekki tíma til að kynnast þeirri persónu, sem næst því stendur, heldur er rokið tO í fússi og fylu, þegar hið minnsta bregður út af og skOnaðir eru orðnir eins og útsölumar. Það er gripið til þeirra jafnskjótt og farið er að slá í lagerinn. Tiskan er tragedía vors lífs. Það er ekki spurt um gæði eða innfliald, ef útlitið lætur á sjá...“ Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, í Mbl. 24. sept. Fífldirfska ferðamanna Þær hafa löngum vakið hlátur sög- umar af erlendu ferðamönnunum sem töldu sig hafa farið í stórhættu- legt safariferðalag um ísland, en höfðu í raun bara keyrt eftir okkar ágætu gömlu malarvegum milli fjarða og yfir heiðar. Mörgum út- lendingnum fannst víst nóg um þessa glæfrastíga og sögðu af þessu spennandi sögur þegar heim kom. ísland var ósnortið land þar sem menn upplifðu nálægðina við nátt- úruöflin I hverri brekku og við hverja sprænu. Óbrúaðar ár urðu í sögunum stórfljót og fjaflvegir ófær- ur sem aðeins afkomendur víkinga gætu glímt við. En það kom fleira tO. Náttúruperlur landsins voru margar aðgengilegar og svo ótrúlega ósnortnar. Miðevrópskir vel lesnir ferðahópar áttu auk þess ekki í nein- um erfiðleikum með að sjá fyrir sér hetjur með skOdi og spjót ríðandi milli hólanna eða bera í himinn á hæstu leitum. Lífsþorstinn Svo voru þeir sem vOdu enn meiri nálægð, meiri glímu. Glímu við og með náttúrunni sem þeir gátu engan veginn lengur upplifað á vel skipu- lögðum og merktum hraðbrautum göngugarpa Evrópu eða á afgirtum reiðleiðum sama svæðis. Hingað fór að koma fólk sem hafði það markmið eitt að nálgast lífskraftinn i æðum sér með því að leggja í átök, reyna á krafta og þor. Því var vart sælli menn að sjá hér á tímabOi en útlend- inga í skærlitum regnfötum á fjafla- hjólum á KOi eða hnébuxum og gönguskóm við helstu náttúruperlur landsins. Fyrst reyndi landinn að bjóða þessu fólki hjálp, bjóða þeim far yfir sandana eða sæti í bæinn. En við lærðum fljótt að þetta fólk var ekki hér tO þess. Við lærðum af þessu fólki. Glöggt er gests augað og við fórum að sjá margt í umhverfí okkar í öðru ljósi. Nú reyna flestir íslendingar að eiga sæmflega held regnfot og gönguskó af einhverju tagi má víðast finna í geymslum. Það eru jafnvel tO íslendingar sem hafa farið á hjóli yfir Sprengisand. Sjái maður vel klæddan einstakling tO útivistar, veðurbarinn og sælan, þá getur maður afla vega ekki lengur dregið þá ályktun að viðkomandi hljóti að vera útlendingur. Hætturnar En svo eru á þessu máli skugga- hliðar eins og öllum öðrum. Hinir of- vemduðu gestir okkar áttuðu sig margir ekki á því hve náttúran er í senn fógur en lika stundum hættu- leg. Menn suðu á sér tærnar á hvera- svæðum, lentu í sjóðheitri rigningu goshveranna, villtust og týndust á göngum um landið og duttu af hestbaki okkar fótvissa hests í heflum kippum. Flest- ir sluppu með skrekkinn en sumir voru ekki svo heppnir. Hið hræðflega slys við Dettifoss hefur nú sent hroll niður bakið á okkur öllum. En hvað er til ráða? Eigum við að fara að girða af aUa staði þar sem óupplýst og óvarkárt fólk getur farið sér að voða? Þeir yrðu býsna margir. Eigum við að banna þeim sem hingað koma í vikuferðir á hestum að taka þátt ef þeir hafa ekki lágmarksreiðkunn- áttu? Þess eru nefnilega ótöluleg dæmin að fólk komi hingað í blindu trausti á þá sem að slíkum ferðum standa. Sumir hafa jafnvel aðeins fengið að stíga þrisvar á bak hesti inni í gerði í heimalandi sínu áður en lagt er af stað. Náttúran tekur toll Eigum við að banna fólki að leggja upp með bakpoka einsamalt í leit að sjálfu sér á öræfum íslands nema að það hafi hjálpar- sveitarpróf? Og eigum við að banna öðrum en erlend- um atvinnubílstjórum að keyra hér um hálendið á eigin farartækjum? Þetta er óvinnandi vegur og aðr- ''*■ ar leiðir hljóta að vera vænlegri. Hvað með skOti, eins og nú sjást t.d. á Kefla- víkurveginum, þar sem varað er við hættum og sagt hversu mörg slys hafa orðið á undanförnum árum? Eða skflti sem segði hversu lengi staðurinn hefur verið slysalaus og beiðni um að fólk taki þátt í að halda þvi þannig. Náttúran tekur toll og hefur alltaf gert. Nýting auðlindanna hefur skap- að hættur og margur hefur fallið í valinn. Það er ekkert undarlegt við það þótt það fylgi því líka hættur að njóta náttúrunnar. Návigið er í senn undrafagurt og ógnvekjandi. Það bæði gefur og tekur. Sigfríður Björnsdóttir Sigfrídur Björnsdóttir tónlistarkennari „Nýting auðlindanna hefur skapað hœttur og margur hefur fallið í valinn. Það er ekkert undarlegt við það % þótt því fylgi líka hœttur að njóta náttúrunnar. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.