Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2000, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2000 9 I>V Utlönd www.isol.is Ásakanir um spillingu Chiracs vinda^pp á sig: Lagerfeld og raðherra bendlaðir við hneykslið Fyrrverandi fjármálaráðherra í stjórn Lionels Jospins, forsætisráð- herra Frakklands, hafði undir hönd- um frumrit myndbandsins þar sem Jacques Chirac Frakklandsforseti er sakaður um spillingu vegna framlaga til flokks hans. Meira að segja tískukóngurinn Karl Lager- feld er bendlaður við málið. Málið tók nýja stefnu i gær og leiddi til þess að forsætisráðherrann hafði bein afskipti af því. Það var eftir að Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi fjármála- ráðherra, staðfesti á sunnudags- kvöld upplýsingar í netútgáfu blaðs- ins L’Express um að hann hefði haft Helmingi færri bílar fara yfir Eyrarsundsbrúna Enn fækkar þeim ferðalöngum sem kjósa að aka bílum sínum um hina þriggja mánaða gömlu Eyrar- sundsbrú milli Danmerkur og Sví- þjóðar. Og botninum er ekki náð, að því er danska blaðið Politiken hefur eftir talsmönnum fyrirtækisins sem rekur brúna. í síðustu viku var versti dagurinn frá því brúin var opnuð þegar að- eins 6.085 bílar fóru milli landanna. Það er aðeins rétt rúmur helmingur þeirra 11.800 bíla sem gert var ráð fyrir að þyrftu að fara yfir brúna á degi hverjum ef takast ætti að end- urgreiða lánin vegna byggingar hennar á þrjátíu árum. Búist er við að bílum fækki enn frekar. Castro ekki dauður úr öllum æðum Fidel Castro Kúbuleiötogi fór fyrir tugum þúsunda landa sinna sem efndu til mótmælafundar gegn innflytjendastefnu bandarískra stjórnvalda. Kúbverjar segja aö stefna Bandaríkjamanna sé til þess eins failin aö hvetja fólk til aö taka sig upp og leggja á flótta aö heiman. Njósnaforinginn frá Perú leitaði hælis í Panama Stjórnvöld í Panama sögðust í gær vera að íhuga hvað gera eigi við perúska njósnaforingjann Vla- dimiro Montesinos eftir að hann leitaði þar hælis. Þau vöruðu þó við að ekki væri að vænta neinnar ákvörðunar fyrr en eftir nokkra mánuði. Montesinos, sem var hægri hönd Albertos Fujimoris Perúforseta, kom til Panama á sunnudagsmorg- un. Spillingarmál sem Montesinos er flæktur í varð til þess að Fu- jimori boðaði til nýrra forsetakosn- inga á næsta ári og tilkynnti um leið að hann ætlaði sjálfur ekki að bjóða sig fram. Hneykslismálið olli miklum titringi i Perú fyrir tæpum hálfum mánuði og um tíma var ótt- ast að her landsins myndi ræna völdum. Fujimori og tveir ráðherr- ar úr stjóm hans féllust i gær á af- sögn Montesinos úr embætti yfir- manns leyniþjónustunnar og þökk- uðu honum vel unnin störf. undir höndum fmmritið af mynd- bandsupptökunni þar sem Chirac er sakaður um að hafa verið viðstadd- ur er flokki hans voru færðar 5 milljónir franka. Þekktur lögfræðingur og náinn samstarfsmaður Strauss-Kahn á meðan hann var fjármálaráðherra afhenti honum myndbandsupptök- una. Lögfræðingurinn, Alain Belot, á samtímis að hafa beðið fjármála- ráðherrann um að skattar skjól- stæðings hans, tískukóngsins Karls Lagerfelds, yrðu lækkaðir. Lager- feld átti að greiða um 300 milljónir franka í skatta en þeir voru lækkað- ir í 50 milljónir. Lögfræðingurinn Karl Lagerfeld Tískukóngurinn fékk skattalækkun vegna þáttar lögfræöings í hneykslinu. Nyrup varar við að hafna evrunni: ísjaki fram undan kttMM V K\jh k'bVQL!* Mótmæli við sendiráð Ung stúlka tekur þátt í mótmælaaö- geröum viö sendiráö Panama í Lima í Perú. Á skiltinu segir aö Panama sé ekkert griöiand fyrir moröingja. Fyrrum yfirmaöur leyniþjónustu Per- ús er flúinn til Panama. „Sem forsætisráðherra finnst mér ég stundum vera eins og skipstjóri í brúnni. Ef ég sé að við stefnum beint á borgarísjaka segi ég stýri- manninum að breyta um kúrs,“ sagði Poul Nyrup á kosningafundi í gærkvöld. Forsætisráðherrann sagði að ef Danir samþykktu ekki að ganga í myntbandalag ESB yrði Danmörk eins og skip sem stefndi beinustu leið á ísjaka í gervi spákaupmanna á fjármálamörkuðum sem kynnu aö líta á dönsku krónuna eins og auö- velda bráð. „Ef við höldum óbreyttri stefnu munum við rekast á borgarísjaka. Og þegar við sveigjum detta kannski tveir kafFibollar og brotna og einhverjir farþegar kunna að verða hræddir en eftir á verða þeir fegnir yfir því að við skiptum um kúrs,“ sagði Nyrup. Kannanir um afstöðu kjósenda til evrunnar voru misvísandi í gær- kvöld. Samkvæmt könnun sjón- varpsstöðvarinnar TV2 hafa fylgis- menn saxað á forskot andstæðinga evrunnar og eru nú 42 prósent gegn 47 prósentum andstæðinga. í könnun í Politiken eru fylgismenn evrunnar ívið fleiri en andstæðingamir, eða 46 prósent gegn 43 prósentum. síml: 533 1334 fax-. 5EB 0499 Poul Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, greip til sjó- mannamáls þegar hann mælti evr- unni bót um borð í gömlu skemmti- ferðaskipi við kaja í Kaupmanna- höfn í gær. Danir greiða þjóðarat- kvæði um upptöku evrunnar á fimmtudag. Nyrup grípur tll sjómannamáls Dönum er hollast aö skipta um kúrs og taka upp evruna, sameiginlegan gjaldmiöil Evrópusambandsins. Verktakar Teiknistofur Verkfræðingar Hönnuðir viðurkenndi þátt sinn í málinu eftir að honum hafði verið hótað gæslu- varðhaldi. Jacques Chirac Frakklandsforseti hringdi strax í gærmorgun í Jospin og bað hann að rannsaka þátt Strauss-Kahns í málinu. Eftir fund með nokkrum ráðherra sinna sendi Jospin út yfirlýsingu um að rann- sóknarmönnum yrði afhent allt efni sem skipti máli. Þróun málsins er ekki eingöngu óþægileg fyrir Strauss-Kahn, sem flæktur er í fleiri fjármálahneyksli, heldur einnig Jospin. Athyglin hef- ur nú beinst frá Chirac að andstæð- ingum hans í stjórnmálum. Monica Lewinsky Lærlingurinn fyrrverandi verður meö sjónvarpsþætti á Channel 5. Lewinsky verður sjónvarpskona Monica Lewinsky, fyrrverandi lærlingur í Hvíta húsinu, sem þekkt er fyrir samband sitt við Bill Clint- on Bandaríkjaforseta, verður með sex sjónvarpsþætti á bresku sjón- varpsstöðinni Channel 5. Verður Monica einhvers konar fréttakona á ferðalagi í sjónvarpsþáttunum sem sendir verða út í nóvember. f þáttunum, sem heita Póstkort Monicu og verða 10 mínútna langir, mun lærlingurinn fyrrverandi með- al annars taka viðtal við Helen Fielding, höfund bókarinnar Dag- bók Bridget Jones. Auk þess mun Monica heimsækja heilsuhæli í Bandaríkjunum og stúdíó þar sem sápuóperan Days of Our Lives er tekin upp. Dóttir sænskrar stjórnmálakonu kynlífsþræll Dóttir stjórnmálakonu í Svíþjóð var misnotuð kynferðislega af fóður sínum og vinum hans í 14 ár frá því að hún var 4 ára þar til hún brotnaði niður 18 ára gömul. Faðir stúlkunnar bauð félögum sínum heim einu sinni í mánuði, 3 til 4 i senn, til að horfa á klámmyndir og misnota barnið sem var meðal annars bundiö og barið. Faðirinn skipaði telpunni að fara í sparifotin vegna heimsóknanna. Samkvæmt heimildum sænska blaðsins Aftonbladet var stúlkan misnotuð af alls 20 körlum. Faðirinn hefur nú verið ákærður fyrir grófa nauðgun. TEIKNINGA-HERÐATRÉ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.