Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2000, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2000, Blaðsíða 20
36 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2000 Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 85 ára__________________________ Guöfinna Guðjónsdóttir, Skaftahlíð 25, Reykjavík. 80 ára__________________________ Ástríður Guöbjörnsdóttir, Brekkulæk 1, Reykjavík. Elín Sigurtryggvadóttir, Rúðabakka 3, Blönduósi. 75 ára__________________________ Björg S. Jónasdóttir, Útgarði 6, Egilsstöðum. Halldór Sverrisson, Víkurbraut 30, Höfn. Rósa Pálmadóttir, Hrauni, Rjótum. Sigurdór Jóhannsson, Furugrund 3, Akranesi. 70 ára__________________________ Elías Eyberg Ólason, Stóragerði 8, Hvolsvelli. Guðbjörg Sigrún Bjarnadóttir, Hjallalundi 18, Akureyri. Sigrún Ólöf Sveinsdóttir, Hlíðarhjalla 51, Kópavogi. Soffía Sveinbjörnsdóttir, Kríuhólum 4, Reykjavík. 60 ára__________________________ Axel Stefán Axelsson, Hjallabraut 74, Hafnarfirði. Herdís Tegeder, Hrauntúni 13, Vestmannaeyjum. Monsa Edvinsson, Hátúni 4, Reykjavík. Steinþór Grönfeldt, Egilsgötu 6, Borgarnesi. 50 ára__________________________ Áslaug Guðrún Aðalsteinsdóttir, Hlíðarvegi 20, Kópavogi. Sigrún Guömundsdóttir, Kvistalandi 5, Reykjavík. 40 ára__________________________ Elísabet Benediktsdóttir, Heiðarvegi 23b, Reyðarfirði. Guðmunda Valdimarsdóttir, Melhæð 1, Garöabæ. Guðrún Katrín Eiríksdóttir, Laugarnesvegi 48, Reykjavík. Gunnar Brynjólfur Gunnarsson, Hvassaleiti 153, Reykjavík. Haukur Harðarson, Baröastöðum 23, Reykjavík. Hálfdán Sveinsson, Lindargötu 16, Siglufirði. Helga Kristinsdóttir, Arnarhrauni 16, Hafnarfirði. Kristín Alda Guðmundsdóttir, Tryggvagötu 18, Reykjavík. Stella M. Thorarensen, Bragavöllum 12, Keflavík. Þórey Bjarnadóttir, Skaftahlíð 36, Reykjavík. "OD =s 03 '03 E c/> Andlát Jón Aöalsteinn Kjartansson, Sólvangi, Borgarfiröi eystra, lést á krabbameins- deild Landspítalans við Hringbraut fimmtud. 21.9. Hörður Þórhallsson, fyrrv. yfirhafnsögu- maður, Fjölnisvegi 18, Reykjavík, andað- ist á heimili sínu aðfaranótt föstud. 22.9. Bogi Þórðarson, fyrrv. framkvæmda- stjóri, er látinn. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Vilhjálmur Hólmar Böðvarsson, Lækjar- ási 3, Garöabæ, lést á vökudeild Barna- spítala Hringsins föstud. 8.9. Jaröarför- in hefur farið fram. Sveinn Garðar Gunnarsson, Grundar- götu 64, Grundarfiröi, andaöist á Sjúkrahúsi Akraness fimmtud. 21.9. Sigrún Arnardóttir, Æsufelli 2, Reykja- vík, lést á Landspítalanum 21.9. sl. © 550 5000 550 5727 Þverholt 11, 105 Reykjavík DV Kristín S. Guðjónsdóttir húsmóðir í Reykjavík Kristín Sigríður Guðjónsdóttir húsmóðir, Laugarnesvegi 110, Reykjavik, varð sjötug í gær. Starfsferill Kristín fæddist í Fremstuhúsum í Mýrahreppi í Dýrafirði og ólst upp í Dýrafirði. Hún lauk bamaskóla- prófi frá Lambahiaði í Mýrahreppi. Kristín hefur verið búsett í Reykjavík frá 1950. Eftir að hún stofnaði heimili sinnti hún barna- uppeldi og heimilisstörfum á bam- mörgu heimili. Hún vann síðan auk þess utan heimilis, s.s. við bama- gæslu á gæsluvöllum í Reykjavík á árunum 1966-84, og við Sundlaug- amar í Laugardal á árunum 1984-97. Kristín sat í fulltrúaráði Starfs- mannafélags Reykjavikurborgar 1 nokkur ár, var einn af stofnendum Félags einstæðra foreldra og syngur með kór Félags eldri borgara. Fjölskylda Kristín hóf sambúð 1950 með fyrri manni sínum, Samúel Þóri Haralds- syni, f. 12.4. 1932, d. 6.4. 1969, verka- manni. Hann var sonur Haralds Guðjónssonar, stýrimanns i Reykja- vík, og Guðríðar Ólaflu Samúels- dóttur húsmóður. Seinni maður Kristínar var Kjart- an Magnússon, f. 30.9. 1926. Þau skildu. Börn Kristínar eru Haraldur Guð- jón Samúelsson, f. 24.12.1950, renni- smiður í Reykjavík, kvæntur Ástu Benediktsdóttur skrifstofumanni, f. 23.2. 1946, og eiga þau flmm böm; drengur, f. 22.12. 1951, d. s.d.; Guð- rún Ólafia Samúelsdóttir, f. 26.8. 1953, leikskólastjóri í Reykjavík, gift Guðmundi Ámasyni, f. 4.8. 1953, húsasmið, og eiga þau tvo syni; Borgný Samúelsdóttir, f. 20.12. 1954, húsmóðir í Reykjanesbæ, gift Hall- dóri Björgvin Gunnlaugssyni, f. 3.11. 1951, húsasmið, og eiga þau fjögur börn; Arnlaugur Kristján Samúelsson, f. 12.12. 1957, lager- stjóri í Reykjavík, kvæntur Þuríði Jönu Ágústsdóttur, f. 15.3. 1958, skrifstofumanni, og eiga þau þrjú börn; Drengur Helgi Samúelsson, f. 21.2. 1960, verkamaður í Reykjavík, kvæntur Sóleyju Ósk Stefánsdóttur, f. 25.12.1959, húsmóður, og eiga þau þrjá syni; Samúel Kristinn Samúels- son, f. 28.7. 1961, d. 9.3. 1963; Gísli Sigurjón Samúelsson, f. 22.10. 1962, verkamaður á ísafirði, en bams- móðir hans er Hulda Björk Georgs- dóttir, f. 29.8.1966, læknaritari á ísa- flrði, og eiga þau þrjú börn; Jónína Ingibjörg Samúelsdóttir, f. 14.4.1964, skrifstofumaður í Reykjavík, en fyrrv. maður hennar er Þorsteinn Óli Þorbergsson, f. 20.2.1963, og eiga þau einn son; Kristján Gaukur Kristjánsson, f. 20.11. 1965, kerfis- fræðingur, ættleiddur af Guðrúnu Guðjónsdóttur og Kristjáni Jó- hannssyni, en kona Kristjáns Gauks er Malivan Phumípraman húsmóðir og eiga þau þrjú börn; Jón Finnur Kjartansson, f. 10.6. 1973, d. 11.7. 1991. Kristín á tuttugu og fjögur barna- böm og fjögur langömmuböm. Systkini Kristínar: Vilborg Guð- jónsdóttir, f. 4.12.1917, bókavörður i Hafnarfirði; Laufey Guðjónsdóttir, f. 18.6.1919, d. 9.10.1986, húsmóðir á Hvolsvelli og í Reykjavík; Guðrún Guðjónsdóttir, f. 29.10. 1920, leik- skólastjóri í Reykjavík; Erla Guð- jónsdóttir, f. 17.5.1922, d. 25.11. 1997, húsmóðir á Patreksfirði; Drengur Guðjónsson, f. 23.9. 1923, d. 19.11. 1990, bóndi að Fremstuhúsum; Rannveig Guðjónsdóttir, f. 7.12. 1927, húsmóðir á Þingeyri; Her- mann Birgir Guðjónsson, f. 19.6. 1936, verkamaður í Reykjavík. Foreldrar Kristínar voru Guðjón Finnur Davíðsson, f. 28.6. 1891, d. 23.12. 1979, bóndi og organisti í Fremstuhúsum í Dýrafirði, og Borgný Jóna Hermannsdóttir, f. 28.2. 1897, d. 29.1. 1986, húsfreyja. Ætt Guðjón var frá Álfadal á Ingjalds- sandi, sonur Davíðs Daviðssonar, b. í Áifadal, og Jóhönnu Jónsdóttur húsfreyju. Borgný er dóttir Hermanns Jóns- sonar, b. í Fremstuhúsum í Dýra- firði, og Guðbjargar Torfadóttur húsfreyju. Kristín er stödd í Kanada um þessar mundir. Ólafur Hjálmarsson yfirvélstjóri á ferjunni Ólafur Hjálmarsson, vélfræðing- ur og yfirvélstjóri á Breiðafjarðar- ferjunni Baldri, Lindasmára 34, Kópavogi, er fimmtugur í dag. Starfsferill Ólafur fæddist að Hlaðhömrum í Strandasýslu en ólst upp í Hrúta- firðinum hjá móðurafa og ömmu. Ólafur var í Barnaskólanum á Borðeyri, stundaði nám við Skóga- skóla, við Iðnskólann i Reykjavík, við Vélskólann 1972-76, lauk 4. stigs vélstjóraprófi, stundaði vélvirkja- nám hjá Vélsmiðju Sigurðar Sveins- bjömssonar, lauk sveinsprófi 1978 og öðlaðist meistararéttindi 1987. Ólafur vann almenn sveitastörf á uppvaxtarárunum í Hrútafirði, fór til Grundarfjarðar 1970 og var á sjó næstu árin með Vélskólanum. Hann vann hjá Eimskip 1978 og 1979 sem 1. og 2. vélstjóri, var yfirvélstjóri á skuttogaranum Sigurfara 11 SH 105 frá Grundarfirði 1981-85, vélstjóri á Má frá Ólafsvík i tvö ár, útgerða- stjóri hjá Hraðfrystihúsi Grandar- fjarðar 1988-90, en fór þá á Breiða- fjarðarferjuna Baldur sem yfirvél- stjóri. Ólafur hefur m.a. setið í sóknar- nefnd, starfað í slysavamafélagi, björgunarsveit, Kiwanisklúbbi, unnið að sveitarstjómarmálum og Baldri setið í sveitarstjórn ásamt öðrum trúnaðar- störfum fyrir Framsóknar- flokkinn og er nú í stjóm Fram- sóknarfélags Kópavogs. Fjölskylda Ólafur kvæntist 16.7. 1977 Emilíu Karlsdóttur, 20.7. 1954, bankastarfs- manni. Hún er dóttir Karls Eiríks- sonar bónda og Önnu Ólafsdóttur húsfreyju sem bæði eru látin. Dætur Ólafs og Emilíu: Katrín Dögg, og Sigríður Amanda, f. 12.7. 1982. Hálfsystkyni Ólafs, sammæðra, em Jón Helgi Óskarsson, og Feldís Lilja Óskarsdóttir. Hálfsystkini Ólafs, samfeðra: Gunnar Hjálmarsson, Margrét Hjálmarsdóttir, Ólafia D. Hjálmars- dóttir Foreldrar Ólafs: Hjálmar Gunn- arsson, útgerðarmaður i Grundar- firði, og Kristín Ólafsdóttir, hús- móðir og fyrrverandi bóndi. Ólafur og fjölskylda taka á móti gestum í sal Hestamannafélagsins Gusts við Álalind í Kópavogi, laug- ard. 30.9. kl. 20.00-24.00. Þorbjörn Valgeir Gestsson vélstjóri í Reykjavík Þorbjöm Valgeir Gests- son vélstjóri, Eskihlíð 31, Reykjavik, er fertugur í dag. Starfsferill Þorbjöm fæddist á Pat- reksfirði og ólst þar upp til níu ára aldurs en síðan í Hlíðunum í Reykjavík. Þorbjöm var í Hlíða- skóla, stundaði síðar nám við Vél- skóla íslands og lauk þaðan vél- stjóraprófi 1982. Þorbjöm var vélstjóri á tog- og nótaskipinu Húnaröst frá því að hann úskrifaðist sem vélstjóri og til 1990. Hann var síðan yfirvélstjóri á nýjum togara frá Þorlákshöfn, Jó- hanni Gíslasyni ÁR, hóf störf hjá Véltaki ehf. í Hafnarfirði snemma árs 1995 og stundaði þar ýmis störf tengd sjávarútvegi en hefur svo starfað við véladeild Héðins hf. í Garðabæ frá 1999. Fjölskylda Þorbjöm kvæntist 9.7. 1993 Auði Aðalheiði Hafsteinsdóttur, f. 10.7. 1962, skrifstofumanni hjá Trygg- ingastofnun. Hún er dóttir Hafsteins Þórs Stefánssonar, f. 26.1. 1936, d. 21.5. 2000, skólameistara Fjölbrauta- skólans í Ármúla, og Hallberu Ólafsdóttur, f. 29.5. 1936, húsmóður. Börn Þorbjörns og Auðar Aðalheiðar eru Hildur Hafdís Þorbjöms- dóttir, f. 19.11.1997; Davíð Þorbjörnsson, f. 10.2. 2000. Dóttir Þorbjöms frá fyrra hjónabandi erUna Dóra Þorbjömsdóttir, f. 20.10.1983, búsett á Akur- eyri. Systkini Þorbjörns: Iðunn Gests- dóttir, f. 28.8. 1958, bankastarfsmað- ur í Reykjavík; Davíð Örn Gestsson, f. 5.3. 1962, d. 25.10. 1990, húsasmið- ur; Olgeir Gestsson, f. 7.10. 1965, múrari í Reykjavík. Hálfsystir Þorbjöms, samfeðra, er Kolbrún Steinunn Gestsdóttir, f. 11.2. 1954, þroskaþjálfi í Reykjavík. Foreldrar Þorbjörns eru Gestur Guðjónsson, f. 20.7. 1933, húsvörður í Reykjavík, og Una Traustadóttir, f. 28.11. 1935, bréfberi. Ætt Foreldrar Gests: Guðjón Magnús- son og Þorbjörg Davíðsdóttir, búsett á Hvammstanga. Foreldrar Unu: Trausti Ámason og Sigríður Olgeirsdóttir, búsett á Patreksfirði. Merkir íslendingar HaHdór Pjetursson, teiknari og myndlist- armaður, fæddist í Reykjavík 26. sept- ember 1916. Hann var sonur Péturs Hall- dórssonar, forstjóra Bókabúðar Sigfúsar Eymundssonar, alþingismanns og borg- arstjóra í Reykjavík, og k.h., Ólafar Bjömsdóttur húsmóður. Bróðir Péturs borgarstjóra var hinn vinsæli söng- stjóri Fóstbræðra, Jón Halldórsson. Móðir Péturs borgarstjóra var Christi- ane Apolline Guðjohnsen, af Guðjohnsenættinni og Knudsenætt. Sonur Halldórs er Pétur Halldórsson myndlistarmaður. Halldór lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1935, stundaði nám við Kunsthándværkerskolen í Kaupmannahöfn og lauk prófum þaðan 1938, stundaði nám við Minneapolis School of Art 1942 og við Stu- dents League í New York 1942-45. Hann var síðan listmálari og teiknari í Reykja- vík frá 1945 og til dauðadags, 16. mars 1977. Halldór varð snemma þekktur fyrir teikningar sinar í íslenskar bækur, og þá fyrst og fremst fyrir myndskreyt- ingar sínar í íslenskar barnabækur. Eflaust hefur enginn verið jafn afkasta- mikill á því sviði sem hann. Þó er vert að geta einnar bamabókar þar sem dæminu var snúið við: Bamabókin Helgi skoðar heiminn varð þannig til að Halldór teiknaði fyrst myndimar en Njörður P. Njarðvík felldi siðan texta að myndunum. Halldór Pjetursson Gunnar Sveinsson, mag.art. Bogahlíð 22, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju þriðjud. 26.9. kl. 15.00. Fanney Hervarsdóttir, Skarðsbraut 1, Akranesi, verður jarðsungin frá Akranes- kirkju þriðjud. 26.9. kl.14.00. Hólmfríöur Jónsdóttir, Ölduslóð 3, Hafn- arfirði, verður jarðsungin frá Þjóökirkj- unni í Hafnarfirði þriðjud. 26.9. kl. 15.00. Jenný Guömundsdóttir, áður til heimilis að Brekkugötu 25, Hafnarfiröi, veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjud. 26.9. kl. 13.30. Anna Jónsdóttir, Miklubraut 30, Reykja- vík, verðurjarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjud. 26.9. kl. 13.30. Útför Jóhans Ólafssonar, Melabraut 2, Seltjarnarnesi, ferfram frá Fossvog- skapellu miðvikud. 27.9. kl. 15.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.