Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2000, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2000, Síða 24
*____________________ NÝ NISSAN ALMERA www.ih.is FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2000 Kópavogur: Bjarg féll á barn Níu ára drengur var hætt kominn um sexleytið á sunnudaginn er bjarg féll ofan á hann þar sem hann var að hjóla í nýbyggingahverfi i Kópavogi. Hann hjólaði fram hjá steininum og lenti á honum með þeim afleiðingum að steinninn fór að renna niður brekku. Barnið og hjólið runnu niður þriggja metra brún og steinninn á eft- ir þeim. Steinninn lenti svo ofan á drengnum svo hann var fastur undir honum. Drengurinn, sem var að koma úr sundi með jafnöldrum sínum, kallaði á hjálp en hann hafði verið síðastur í hópi félaga sinna og heyrði enginn í honum í um 10 mínútur. Þegar hjálp barst þurfti þrjá full- jfcorðna menn til þess að lyfta bjarginu af baminu. Betur fór en á horfðist i fyrstu því drengurinn og hjólið höfðu sokkið ofan í drullu. Marðist drengur- inn þvi aðeins en slapp við önnur meiðsl. Hann var fluttur á slysadeild en fékk að fara heim að skoðun lok- inni. Hjólið var fast í drullunni en faöir drengsins náði því upp síðar. -SMK Kona ók á mann sinn Lögregla og sjúkrabill voru kölluð að húsi í vesturbæ Reykjavíkur um kvöldmatarleytið í gær þar sem »<*■ kona hafði ekið á mann sinn í fram- haldi af heimiliserjum með þeim af- leiðingum að maðurinn datt. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík slas- aðist maðurinn ekkert. Sjö uppþvotta- vélum stolið Þjófar brutust inn i gám um helg- ina og höfðu á brott með sér sjö upp- þvottavélar og varahluti. Lögregl- unni í Reykjavík var tilkynnt um innbrot í gám hjá Smith og Norland hf. í Nóatúni í gærmorgun en líklegt þykir að þjófnaðurinn hafl verið framinn um helgina. Að sögn lög- ' reglunnar nemur verðmæti þýfisins um hálfri miiljón króna. Lögreglan hefur nú málið í rannsókn. -SMK ■ ■ ■ ■ DV-MYNDIR MAGNÚS ÓUFSSON Enginn skortur á smölum Stóð var réttað í Skraþatungurétt á sunnudag. Fjölmenni var við réttina og tóku margir þátt í réttarstörfunum af lífi og sál. Nokkur hundruð hrossa eru rekin til rétta í Skraþatungurétt. Á undanförnum árum hefur vaxandi fjöldi aðkomufólks fariö meö bændum að smala hrossunum en það var gert á laugardag. Aldrei hafa aökomumenn verið fleiri en alls mun hátt á annaö hundrað manns hafa tekiö þátt í göngunum. Svíar vilja eigna sér Völu Flosadóttur: Vala er ekki sænsk - segir amma hennar á Egilsstöðum Vala Rosadóttir Fjögurra ára heima hjá ömmu og afa á Egilsstöðum. „Svíar eru búnir að bjóða henni gull og græna skóga en Vala vill ekki vera sænsk. Vala er íslensk; Vala er frá Egilsstöðum," sagði Margrét Pétursdóttir, amma Völu, skömmu eftir að barnabarn henn- ar hafði tekið á móti bronsverð- launum í stangarstökki á Ólympíu- leikunum í Sydney f gær. Amma Völu fygldist með verðlaunaaf- hendingunni í höfuðstöðvum Landssímans á Egilsstöðum þar sem hún starfar. Þar rigndi ham- ingjuóskunum yflr Margréti enda telur hún sig eiga hlut í verðlauna- hafanum sem lengi var í sveit hjá henni á stórbýlinu Egilsstöðum. „Vala var mikið hjá okkur á sumrin þegar hún var lftO og stökk þá út um allar grundir eins og böm gera en ekkert í líkingu við það sem hún sýndi nú á Ólympíu- leikunum," sagði Margrét sem er móðir Ragnhildar sem aftur er móðir Völu. Jafnaidrar Völu á Egilsstöðum staðhæfa að Vala hafi ung stokkið yfir fjárhúsin á Egilsstaðabúinu en það munu vera ýkjur: „En hún er dugleg," sagði afi hennar og eign- maður Margrétar, Jónas Gunn- laugsson, skömmu eft- ir sigurstökkið. Ástæðan fyrir áhuga Svia á Völu er einfald- ur: Vala er búsett í Lundi í Svíþjóð þar sem móðir hennar starfaði sem hjúkmn- arfræðingur um ára- bil. Ragnhildur móðir hennar brá þó sínu kvæði í kross fyrir nokkrum árum, lærði til prests og gegnir nú prestsþjónustu í Mal- mö. Faðir Völu, séra Flosi Magnússon, á ættir sínar að rekja til Bíldudals en þar blöktu fánar við hún víða um bæinn í gær: „Við skulum leyfa Bílddæl- ingum að eiga sinn hlut i Völu en hún er og verður aldrei sænsk; Vala er frá Egilsstöðum," sagði Margrét amma hennar. -EIR Táningurinn Vala Flosadóttir meö verðlaunagriþi löngu fyrir ólympíubronsið. ^ Júlíus Vífill um fjárhagsstöðu borgarinnar: Oheillavænleg þróun „Þetta er óheillavænleg þróun," segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfúlltrúi Sjálfstæðisflokks, um stöðu borgarsjóðs. Júllus Vifill kallaði eftir útreikning- um á samstæðuefnahagsreikningi Reykjavíkurborgar hjá borgarendur- skoðanda í febrúar sl. Þeir útreikningar liggja nú fyrir. „Meirihluti borgarstjómar hefúr, frá því að hann tók við völdum 1994, unnið að því að bæta stöðu borgarsjóðs á kostnað stofiiana borgarinnar og ann- arra þátta og viljað láta líta svo út að skuldasöfnun hafi verið stöðvuð. Við Júlíus Vffill. Helgi Hjörvar. höfum bent á að það er ekki rétt. Rekst- ur borgarinnar er ekki í jafhvægi, held- ur hallar verulega á ógæfúhliðina. Nettóskuldastaða hefur nú versnað um nær milljarð miUi ára. Framreiknaðar tölur frá 1993 sýna að nettóskuldastaða borgarinnar hefur versnað úr 3,5 millj- örðum i 19,5 milljarð árið 2000.“ „Skuldir borgarsjóðs fara lækkandi, það eru þær skuldbindingar sem við skattgreiðendur horfum á því þær borg- um við með útsvarinu okkar," sagði Helgi Hjörvar, forseti borgarstjómar. „Fyrirtækin hafa verið að auka rnnsvif sín og ráðast í arðbærar fjárfestingar til frmntíðar. Eignir borgarinnar em að aukast langt umfram skuldbindingar, þannig að afkoma samstæðunnar er góð.“ -JSS SYLVANIA Tilboösverö kr. 4.444 P-touch 1250 Rmerkileg merkivél brother Lítil en STÓRmt 5 leturstærðir 9 leturstillingar prentar í 2 linur boröi 6, 9 og 12 mm 4 geröir af römmum Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.