Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2000, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 I>V Fréttir íslensk skip í slipp í Færeyjum: íslendingar standa við samninga - segir Gunnar Mohr, forstjóri Tórshavnar skipasmiöja bvTÞSRSHÖFN: „Það koma fimm til sex skip á ári hingað frá íslandi. Þau koma mest í hefðbundna viðhaldsvinnu. Við fáum mest af skipum frá Islandi og Grænlandi, auk færeysku skip- anna,“ segir Gunnar Mohr, forstjóri Tórshavnar skipasiniðja í Færeyj- um. Skipasmiðjan hefur verið starf- rækt allt frá árinu 1936 og hefur staðið af sér allar sveiflur til þessa. 175 manns starfa hjá fyrirtækinu, auk 90 manna sem starfa við slipp- stöð fyrirtækisins á Skáia. Þegar DV bar að garði var frystitogarinn Brettingur NS frá Vopnafirði í slipp hjá fyrirtækinu. Hægt er að taka allt að 2700 lesta skip upp í slippinn og er vinnsluskipið Vigri RE stærsta skip sem tekið hefur verið þar upp. Þegar komið er inn í skipa- smíðastöðina er ljóst að íslensk skip skipa þar sess því myndir af þeim eru á veggjum. Alls hafa þessar tvær stöðvar smíðað 96 skip frá upp- Gunnar Mohr, forstjóri Tórshavnar skipasmiöja, og Gunnar Björn Tryggvason, skipstjóri á Brettingi, í slippnum í Þórshöfn. DV-MYNDIR GS Slippurlnn Séð yfir slippinn í Þórshöfn. Togarinn Brettingur frá Vopnafirói kominn á iand. hafi og eru þær þvi snar þáttur í at- vinnulífi eyjaskeggja. „Það hefur verið gott að vinna fyrir Islendingana og allt hefur stað- ist sem um hefur verið samið. Aldrei neitt mál. Verkefnin ráðast núorðið af útboðum en við erum bjartsýnir. Ráðgjafarfyrirtækin á ís- landi senda okkur útboðsgögn og við erum vel samkeppnisfærir," seg- ir Gunnar forstjóri. Gunnar Björn Tryggvason, skip- stjóri á Brettingi, var að störfum i skipi sínu og sagöi hann að þetta væri í fyrsta skipti sem hann kæmi í slipp í eyjunum. Hann segir ástæðu þess að þeir væru þama nú þá að Færeyingarnir hefðu átt lang- hagstæðasta tilboðið í verkið. Áætl- að er að skipið verði tvær vikur í slippnum. „Vinnan hérna í slippnum hefur gengið vonum framar. Það er mjög gott að koma hérna og góð vinnu- brögð á öllu. Það er ekki yfir neinu að kvarta. Það er sama hvað beðið er um, það er komið í gang strax. Þeir standa sig virkilega vel,“ segir Gunnar Björn, skipstjóri frá Vopna- firði. -GS Krotað á Sólon Það var heldur óskemmtileg sjón sem blasti við eigendum kafíihúss- ins Sólon íslandus þegar þeir komu þangað til að pakka niður en staðn- um hefur nú verið lokað vegna deilna við húseigendur um húsa- leigu. Búið var að krota út veggi og hurðir á salernum og á efri hæð staðarins. „Þetta byrjaði fyrir þrem- ur til fjórum vikum og hefur síðan farið stigvaxandi en náði hámarki á fimmtudaginn,“ segir Elín Edda Árnadóttir, einn af eigendunum Sól- on Islandus. Hún segir að málið hafi veriö kært til lögreglunnar en hún getur ekkert aðhafst í málinu. „Það þarf að góma manninn eða mennina á staðnum við að fremja brotið til að lögreglan geri eitthvað," segir Elín Edda. Að sögn Elínar Eddu virðist sem um karlmann eða -menn sé að ræða því eingöngu hefur verið krotað á karlasalernum og hann eða þeir komið á staðinn þegar mikill fjöldi er, eins og um helgar. Krotið er gert meö breiðum tússpennum og segist Elín Edda hafa séð slíkt veggjakrot viðar um bæinn, til að mynda á strætóskýlum. „Þetta virðist vera ákveðinn stíll en er ekki fallegt," segir Elín Edda. Hún segir að það sé dapurlegt að horfa upp á skemmdar- fikn eins og þessa. -MA DVIMYND TEITUR Dapurleg sjón Ummerkin eftir veggjakrotarana á Sóloni íslandus eru merki um dapurlega skemmdarfíkn Salmonellan á dvalarheimilinu í Keflavík: Á annan tug Á annan tug fólks hefur nú sýkst af samonellu á dvalarheimili aldr- aöra að Hlévangi í Reykjanesbæ, að sögn Haralds Briem, sóttvarnar- læknis landlæknisembættisins. Tveir heimilismanna liggja á sjúkrahúsi í Keflavík en einn í Reykjavík. Salmonellutilfelli hafa verið aö stinga sér niður annars staðar á höfuðborgarsvæðinu en ekki í meiri mæli en heilbrigðisyfir- völd höfðu gert ráð fyrir í kjölfar faraldursins. Samtals hafa 150-160 manns veikst af salmonellu á haust- mánuðum. „Allmargir vistmenn og nokkrir starfsmenn á dvalarheimilinu hafa smitast," sagði Haraldur. „Nú er verið að leita hjá fólki, bæði þeim sem eru veikir og hinum sem ekki hefur hafa veikst. Það er greinilega eng- inn faraldur í gangi heldur sýking- ar í kjölfar stóra faraldursins. Það er verið að vinna i málinu en tilgát- an er sú aö sýktur matur hafi kom- ið þarna inn fyrri hutann í septem- ber þegar faraldurinn var í gangi því slík matvara er víða í dreifingu á þessum tima. Einhverjir vist- manna smitast, starfsfólk sinnir sýkst þeim og þannig gengur þetta áfram. Vandamálið þama er hluti af þessu stóra dæmi sem var í gangi áður.“ Haraldur kvaðst ekki hafa fengið svör enn frá Bretlandi varðandi fyr- irspumir íslenskra heObrigðisyfir- valda um salmonellusýkingar sem hafa verið að stinga sér niður þar og í öðrum Evrópulöndum. -JSS Sandkorn Höröur Kristjánsson netfang: sandkom@ff.ls ESB, SÍS og Sovét Guðni Ágústs- son er ekki beint talinn styrkja stöðu Halldórs Ásgríms- sonar varðandi Evrópumálin í við- tali við Dag á laug- ardag. Þar segist hann ekki hrifinn af ESB, það sé klúbbur hinna ríku. Það sé líka eitt- hvað sem geti sprungið. Þá hefur hann miklar efasemdir um þetta nýja þúsund ára ríki og klykkir út með að segja að ekkert vari að eilífu, það eigi jafnt við um ESB, SÍS og Sovét. Gánmgar spyrja því hvort þetta eigi líka við um Framsókn...? Pappalöggur Mikið hefur verit lýst eftir umferðar- átaki Sólveigar Pétursdóttur dómsmálaráðherra. Hefur almenningur lítt orðið var við að lögreglan væri sýnilegri í umferð- inni eftir frægan fund Sólveigar í flugskýii á Reykja- víkurílugvelli. Nú mun hins vegar orðin bót á og byrjað að efna loforð- in. Þannig geta vegfarendur sem leið eiga um Reykjanesbraut átt von á því að mæta lögregluþjónum í veg- kantinum með reglulegu millibili. Til að vera samkvæm sjálfri sér í sparn- aði og aðhaldi hjá löggunni hefur Sólveig fundið upp snjallræði til að komast hjá að ráða aukamannskap til að standa vaktina á Reykjanes- braut. Löggurnar góðu eru nefnilega allar úr pappa og standa vaktina kauplaust... Atli er öðlingur íslendingar áttu greinilega ekki sælustund í Tékk- landi þegar lands- liðiö okkar mætti því tékkneska og tapaði 4-0. Fyrir fram voru menn bjartsýnir á gott gengi en heima- menn voru greinilega ekki inn- stæðulausir gúmmí-Tékkar þegar á völlinn var komið. Nokkur reynsla er fyrir því að þjálfurum sé spark- að af minna tilefni og minna menn á að landsliðsþjálfari Englendinga, Kevin Keegan, hætti eftir tap Eng- lendinga gegn Þjóöverjum. Töldu sumir að hitna færi undir Atla Eð- valdssyni af þessum sökum. Gár- ungar fullyrða þó að Atli sé svo vel metinn og þvílíkur öðlingur að meiri likur væru á að Bjami Fel fengist til að hætta að horfa á fót- bolta en að Atla verði sparkað... Hnattræn meðvitund í máli sínu í umræðum um stefnuræðu forsæt- isráðherra talaði Kolbrún HaU- dórsdóttir ijálg- lega um það að greinilegt væri að Davíð Oddsson hefði ekki veriö að hugsa um sjálfbæra þróun þegar hann samdi stefnuræðu sína; ekk- ert um umhverfismál væri í ræð- unni og ríkisstjómin hefði enga hnattræna meðvitund. Undir þessu tali setti Ásta R. Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, saman eftirfarandi vísu: Við sjálfbærrar þróunar rugl og raus ræða Davíðs var alveg laus. Undir máli KoUu hengdi haus, hnattrænt meðvitundarlaus. Jóni Krisfjánssyni fannst greini- lega líka ástæða tU að setja saman vísu af sama tUefni og hún er svona: Kolbrún lét ljós sitt skína og lét bara í sér hvína máUð hún rakti og með þessu vakti hnattræna meðvitund mína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.