Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2000, Blaðsíða 12
12 ________________________________________________________________ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 Skoðun ~rty Hvað ferðu oft í klippingu? Júlíanna Hannesdóttir, er í fiskvinnslu: Nánast aldrei. Hrafnhildur Hjaltadóttir verslunarstjóri: Svona einu sinni í mánuði. Grétar Sigurólason öryrki: Ég hef ekki farið I klippingu síðan 2. júní. Heiða Sigurðardóttir, heimavinnandi (Emilía Heiöa): Einu sinni í mánuði klippir dóttir mín mig. Aron Valur Þorsteinsson, 12 ára: Svona einu sinni í mánuði. Eva Þorsteinsdóttir, 9 ára: Á svona 6 vikná fresti. Sigrún Steingrímsdóttir, starfsmaöur á skrifstofu FEF, skrifar: Hvernig er það með þá ráðamenn sem stjóma landinu, eru þeir algjör- lega blindir? Það er algjör neyð hér á Reykjavíkursvæðinu og þeir gera ekkert. Það vantar íbúðir og það strax . Eins og ráðamönnum er eflaust kunnugt ríkir algjör neyð í húsnæð- ismálum hér á höfuðborgarsvæðinu. Hvernig væri að eyða aðeins minna i annað og koma á laggirnar einhverri nefnd eða kerfi til að sjá um íbúðarkaup eða fara að byggja íbúðarblokkir? Talað hefur verið um mikinn tekjuafgang ríkissjóðs sem mætti alveg nota í þær fram- kvæmdir. Félagsþjónustan segir að það vanti 2000 íbúðir en raunin er önnur. Það vantar miklu fleiri en það. Félag ein- stæðra foreldra rekur tvö neyðarhús- næði með 18 íbúðum hér í Reykja- vik. Það eru 35 einstæðir foreldrar, „Hvernig vœri að eyða að- eins minna í annað og koma á laggirnar einhverri nefnd eða kerfi til að sjá um íbúðarkaup eða fara að byggja íbúðarblokkir?“ aðallega mæður, á biðlista hér hjá okkur en þeir eru í raun miklu fleiri. Það er fullt í báðum húsunum okkar sem eru kannski ekki íbúðir, frekar „herbergi ,„ frá 14 upp í 40 fm og öll hreinlætisaðstaða sameiginleg. Bæði húsin sem félagið rekur eru fullset- in. Og komast færri að en vilja. Félagsþjónustan í Reykjavík hef- ur í síauknum mæli leitað til okkar með skjólstæðinga sina og það hlýt- ur að vera öfugþróun, eða hvað? Hvað finnst ráðamönnum, er þetta allt í lagi ? Er það þetta sem þeir vilja hafa? Þeir ríku verða bara ríkari og þeir fátæku verða bara fá- tækari! En við og allur almenningur erum ekki sammála því hvemig stjórnað er i okkar landi. Jú, vist voru þið ráðamenn kosnir vegna þess að fólkið í landinu kaus ykkur. Og hvernig væri að fara að vinna með okkur, ekki á móti? Það gerist alltof oft að þeir sem eiga hvergi heima eru annað hvort eina nótt hjá vini/vinum og vita kannski ekki hvar þeir eiga að vera næstu nótt. Spumingin sem oftast kveður við á skrifstofu félagsins er: Hvar verð ég? Sumir hafa þurft að grípa til þess ráðs að sofa í bílum eða tjöldum. Er það þetta sem við viljum að börn okkar íslendinga alist upp við? Við eigum að hlúa að bömum okkar og sjá til þess að þeir komist til manns, það er skylda okkar. Að sjá til þess að öllum líði vel og hafi húsnæði og mat. Þetta á ekki að vera lúxus heldur forgangs- atriði. Skipsbjallan af Graf Spee Vilhjálmur Alfreðsson skrifar: I Morgunblaðinu þann 1. okt. sl. birtist afar fróðleg grein eftir Leif Sveinsson. Greinin hét Hraðferð um Vestfirði. í greininni kom margt fróðlegt fram, en það sem vakti sér- staka athygli mína var kafli um skipsbjölluna af Graf Spee. í grein- inni var Graf Spee lýst sem vasaorr- ustuskipi og væntanlega eru margir íslendingar forvitnir um þessa lýs- ingu. í Versalasamningnum eftir fyrri heimsstyrjöldina voru Þjóðverjum settir þröngir kostir varðandi eigin herafla. Til dæmis máttu þeir ekki eiga herskip þyngri en 10,000 tonn, og svo einnig strandgæsluskip. En upp úr árinu 1933 ákvað Adolf „Fjögur herskip voru þá þegar smíðuð og fengu heit- ið „ vasaorrustuskip “. Skip þessi voru undraverk á þeim tíma og voru eins öfl- ug og stærri skip og þó hraðskreiðari á rúmsjó. “ Hitler að ekki kæmi til greina að Þýskaland skyldi vera alveg varnar- laust, en þó skyldi fyrst um sinn smíða skip innan ramma Versala- samningsins. Þýskri siglingaverkfræðingar fóru að íhuga málin og eftir gaum- gæfilega athugun komust þeir að þeirri niðurstöðu að hægt væri að smíða herskip sem væru u.þ.b. 9.900 tonn að stærð. Fjögur herskip voru þá þegar smíðuð og fengu heitið „vasaorrustuskip". Skip þessi voru undraverk á þeim tíma og voru eins öflug og stærri skip og þó hrað- skreiðari á rúmsjó. Og falleg voru þessi skip. Þau hétu Graf Spee, Ad- miral Hipper, Prinz Eugen og Deutschland. Nokkru síðar fóru Þjóðverjar að smíða stærri herskip og ekki í sam- ræmi við Versalasamninginn. Þegar ég var lítill strákur í sumarfríi í austurhluta Skotlands 1938 sá ég eitt þessara skipa á æfingum í Norð- ursjó. í þá daga var Norðursjór oft kallaður Þýskahafið. Allt þetta er fróðlegt að rifja upp. Dagfari Uppvask og hreingerningar eru ekki vinna Dagfari fær ekki lengur orða bundist - oft hefur verið þörf en nú er lífs-nauðsyn. Héraðsdómur í Reykjavík dæmdi fyrir skömmu vátryggingarfélag til að greiða konu skaðabætur eftir að hún hafði slasast í árekstri. Félagið var dæmt til að greiða rúmar 3,6 milljónir króna í bætur! Það merkilega er að dómarinn tók til greina rök- semd lögfræðings konunnar um að hún ætti sem húsmóðir að njóta sömu réttinda og sjúkraliði og fá greiddar bætur samkvæmt því. Öðruvísi mér áður brá hefði örugglega einhver sagt af minna tilefni. Nær það virkilega einhverri átt að heimavinnandi húsmæður séu taldar tO venjulegs fólks á vinnu- markaði - hvað er að verða um þetta þjóðfélag? - Maður bara spyr. Dagfari veit ekki betur en fyrir augum ríkisvalds- ins hafi húsmæður allt fram á síðustu og verstu tíma verið taldar í besta falli þriðja flokks verur. Nefna má að þegar fæðingarorlof kom fyrst til um- ræðu þá datt engum heilvita manni í hug að heima- vinnandi húsmæður gætu átt sama rétt og konur á vinnumarkaði. Húsmóðurstörf hafa aldrei verið tal- in vinna og þetta hafa tryggingafélögin alltaf vitað. Það sem gert hefur verið á íslenskum heimilum frá örófi alda er ekki vinna. Það var bara sjálfsögð skylda til að gera erfitt líf hinna vinnandi karl- manna örlítið bærilegra. Matreiðsla, þvottur, uppvask og hreingemingar Allt þetta, og þar með talin okkar hefðbundna karlmannlega heims- mynd, er með úrskurði héraðsdóms hreinlega hrunin til grunna. Þar stendur ekki lengur steinn yfir steini em auðvitað ekki vinna og merkilegt að fólk skuli almennt fá borgað fyrir slík viðvik á vinnumarkaði. Menn eins og Siggi Hall og Rúnar Marvins, sem endilega vilja dúlla sér við kvenmannsverk, ættu þannig auðvitað að borga með sér fyrir að njóta þeirrar ánægju að elda ofan i fólk á veitingastöðum. Þetta er staðreynd sem íslensk tryggingafélög hafa hingað til getað treyst á að þjóðfélagið virti. Allt þetta, og þar með taiin okkar hefðbundna karlmannlega heimsmynd, er með úrskurði héraðs- dóms hreinlega hranin til grunna. Þar stendur ekki lengur steinn yfir steini. Dagfari er reyndar sannfærður um að upphafið að þessari hnignun íslensks samfélags hafi verið þegar karlgungur hér fyrr á öldinni létu í minni pokann fyrir frekju fáeinna kvenskassa sem heimt- uðu kosningarétt. í dag sitjum við svo uppi með þetta rauðsokkalið, meira að segja inni í sölum Al- þingis og jafnvel sem ráðherra. Bara heitið ráðherra ætti samt að duga til að koma konum í skilning um að það hefur aldrei verið ætlað kvenfólki. Ef einhvern tíma hefur verið tími til kominn að staldra við á ógæfubrautinni þá er það núna. Það er alveg ljóst aö íslenskir karlmenn verða aö snúa bök- um saman með tryggingafélögunum og reyna að endurheimta sinn rétt. Ef dómstóllinn dregur úr- skurðinn ekki til baka þá dugar sennilega ekkert minna en að stofna karlréttindahreyflngu! Sprayarar krotarar Gunni skrifar: Alveg er þetta frá- bært! Sprayarar og krotarar vaða um borg- ina, eyðileggjandi og uppdópaðir. Og enginn gerir neitt í því að stöðva þetta. Meira að segja Háskólinn styrkir 'aífáraTéiö ' þetta athæfi, sem sam- Borgarar, kvæmt landslögum opniö augun flokkast undir skemmd- 0gkærið. arverk, með því að vista ..—- hjá sér síðu, þar sem menn fá að láta ljóstíru sína skína (www.2ef/hi.is.). - Borgarar, opnið augun og kærið allt til lögreglu, sem telja má skemmdar- verk. Þetta era nú bara hugrenningar mínar við veggjakrot sem mér finnst viðbjóður. Rangfærsla Inga Gunnlaugs skrifar: í Kastljósi RÚV 4. október sl. var því haldið fram að allir sem fá greitt úr lífeyrissjóðum fái framreiknaða greiðslu eins og þeir hafi borgað í líf- eyrissjóð til 67 ára aldurs. Mín reynsla og annarra af þessum málum er í reynd að ef maður var ekki úti á vinnumarkaði 3 árum áður en hann var úrskurðaður öryrki, þá á hann ekki rétt á öðru en svonefndum „geymdum réttindum", sem þýðir að- eins þau stig sem hann hefur áunnið sér fram að þeim tíma og ekkert þar fram yfir. Þama var þvi farið rangt með staðreyndir. Hvað þá með þá sem velkjast um í (ó)heilbrigðiskerfinu í þrjú ár eða þaðan af lengur? Hvað verður um þeirra framreikning? Er það bara til þess að lífeyrissjóðirnir fitni? - Maður bara spyr. Til stóð að byggja mosku í Kópavogi Hvað varð um hugmyndina? Enga mosku á fslandi Kristinn Sigurðsson skrifar: Allt tal um að mosku þurfi að byggja hér á landi er út í hött. Þótt einhverjir sem tilheyra þeim trúflokki sem sækir moskur séu bú- settir hér á landi er fráleitt að leyfa moskur hér. Yrði hins vegar leyft að koma upp slikum byggingum hér er næsta víst að talsverð ásókn yrði í innflutningi þessara hópa sem mosk- umar sækja. Það er ekki æskilegt því þar sem þessir trúarhópar ná fótfestu hefjast nánast alls staðar ofsóknir gegn kristnu fólki. Ótal dæmi eru um þetta, þótt margir íslendingar vilji ekki vita af því og tali í sífellu um , jöfn mannréttindi“ til handa öllum. Kvótaeigendur á þingi? Trausti Pétursson hringdh Ég las allharða grein en fróðlega og vel skrifaða í DV sl. fóstudag eftir Karl Th. Birgisson blaðamann. Má ekki tala um kvótann? hét greinin. Þarna var rædd kvótaeign nokkurra þingmanna, en eins og allir vita hafa flestir þingmenn - eða segja það a.m.k. - barist gegn kvótaeign einstak- linga. Þarna voru m.a. nefndir til sög- unnar utanríkisráðherra, þingmaður VG af Norðausturlandi og svo sjálfur aðalbaráttumaður gegn kvóta ljóta, fyrrverandi bankastjóri og nú formað- ur Frjálslynda flokksins. - Maður bíð- ur spenntur eftir svörum þessara manna, því eflaust vilja þeir gera hreint fyrir sínum dyrum úr því spurt er. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.