Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2000, Blaðsíða 22
S4 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 r>v Ættfræði Umsjón: KJartan Gunnar Kjartansson ÉBB 80 ára_____________________________ Haukur Guömundsson, Austurbrún 4, Reykjavík. 75 ára_____________________________ Sónbjörg Sigfinnsdóttir, Laugateigi 14, Reykjavík. Helga Aaberg, Álftamýri 54, Reykjavík. Suðmundur Jasonarson, Safamýri 47, Reykjavík. Vigdís Ámundadóttir, Skriðustekk 15, Reykjavík. Ólafur Jónsson, Hamraborg 22, Kópavogi. öorsteinn Elísson, Laxárdal 2, Brú. fJaldvina Guðlaugsdóttir, Hjarðarslóð 2c, Dalvík. 70 ára______________________________ Þórunn Andrésdóttir, Eyjabakka 11, Reykjavík. Hjördís S. Arndal, Öldugötu 16, Hafnarfirði. Sogi J. Melsted, Syðri-Brúnavöllum, Selfossi. 50 ára Þórdís Sölvadóttir, Ölduslóð 18, Hafnarfirði. Hún og börn hennar taka á móti gestum á A. Hansen í Hafnarfirði, laugard. 14.10. kl. >. jU 21.00. Á'k Sigurður Kristjánsson, I Sæbólsbraut 2, Kópavogi. Sólveig Erna Sigurvinsdóttir, Gunnarsbraut 7, Búðardal. Lotta Wallý Jakobsdóttir, Rauðafelli, Fosshóli. 40 ára___________________________ Arnheiður G. Guömundsdóttir, Vaðlaseli 7, Reykjavík. Unnur Ásta Jóhannsdóttir, Mururima 4, Reykjavík. Valgerður Guðmundsdóttir, Vesturfold 44, Reykjavík. Margrét Alice Birgisdóttir, Breiðvangi 11, Hafnarfirði. Guðjón Kjartansson, Sólvöllum 2, Akranesi. Sigríður Oddný Jónsdóttir, Ásvegi 31, Akureyri. Elfa Ósk Jónsdóttir, Baughóli 31b, Húsavík. Anna Heiðlaug Bragadóttir, Flúðum, Egilsstöðum. Anna Kristín Hjálmarsdóttir, Heiðarvegi 49, Vestmannaeyjum. Smáauglýsingar OV Þjónustu- auglýsingar ►I550 5000 Sveinn Ólafur Sveinsson, Sævangi 41, Hafnarfiröi, lést miðvikud. 4.10. Bjarni Guöbjörnsson, fýrrv. yfirvélstjóri á rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni, Byggðarholti 31, Mosfellsbæ, lést á heimili sínu miðvikud. 4.10. Margrethe Carisson andaöist á Droplaugarstöðum, þann 28.9. sl. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey. Dr.philos, Bjarni Einarsson handritafræöingur lést 6.10. á Liknardeild Landspítalans. Alma Ellertsson, Kópavogsbraut la, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Túngötu, föstud. 6.10. Aðalsteinn Eiríksson deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu Aðalsteinn Eiríksson, deildar- stjóri framhaldsskóla- og fullorðins- fræðsludeildar menntamálaráðu- neytisins, Stóragerði 32, Reykjavík, er sextugur í dag. Starfsferill Aðalsteinn fæddist á Núpi í Dýra- firði, lauk stúdentsprófi frá MR 1959, lauk fyrrihlutaprófi í guðfræði við HÍ 1963, lauk BA-prófi i landa- fræði, sögu, grísku og uppeldis- og kennslufræði við HÍ 1971 og lauk fyrsta stigi í íslensku í HÍ 1977. Aðalsteinn var kennari við Hér- aðsskólann á Núpi 1960-61, við VÍ 1961-63, við Iðnskólann og Austur- bæjarskólann 1961-63, við Kvenna- skólann 1964-77, kennari við KHÍ 1978, yfirkennari í Kvennaskólan- um 1977-82 og skólameistari þar 1982-2000. Aðalsteinn var í stúdentaráði HÍ 1963-64, formaður Stúdentafélags HÍ 1966-67, formaður Félags guðfræði- nema og formaður Bræðralags, for- maður borðtennisklúbbsins Arnar- ins 1974^-78, formaður mótanefndar BTÍ 1975-85, sat i stjóm og launa- málaráði FHK 1974-78, í samein- inganefnd FHK og Félags ménnta- skólakennara 1978-79, var ritstjóri Stúdentablaðsins 1966, í ritnefnd af- mælisritsins Kvennaskólinn í Reykjavík 1874-1974 og var í starfs- hópi um samfélagsfræði á vegum Skólarannsókna 1977-84. Fjölskylda Aðalsteinn kvæntist 22.7. 1967 Guðrúnu Þorgerði Larsen, f. 1.11. 1945, jarðfræðingi og sérfræðingi við Raunvísindastofnun HÍ. Foreldr- ar Guðrúnar: Kristján Larsen, verk- stjóri á Akureyri, og k.h., Brynhild f. Nilsen frá Lopra í Færeyjum. Börn Aðalsteins og Guðrúnar eru Eiríkur Kristján, f. 22.12. 1966, tæknifræðingur en kona hans er Anna Sigríður Jökulsdóttir og eiga þau tvo syni; Brynhildur Kristín, f. 29.9. 1980, nemi við MH, i foreldrahúsum. Systkini Aðalsteins: Guðmundur, f. 6.5. 1943, d. 10.7. 1946; Jón, f. 23.9. 1944, dr. í jarðfræði, sérfræðingur á Rannsóknarstofnun HÍ; Hildur, f. 21.3. 1947, skrifstofumaður við Landspítalann í Fossvogi; Ágústa, f. 18.6. 1948, hjúkrunarfræðingur á Sauðárkróki; Jónína, f. 14.2. 1952, kennari á Kleppjárnsreykjum; Magnús, f. 10.12.1953, véltæknifræð- ingur í Reykjavík; Guðmundur, f. 14.5. 1955, byggingatæknifræðingur í Borgarnesi; Ásmundur, f. 6.10. 1959, tölvunarfræðingur á Selfossi; Ásdís, f. 2.10.1960, kennari, búsett á Sturlu-Reykjum; Ingveldur, f. 9.4. 1965, kennari að Ljósafossi. Foreldrar Aðalsteins: Eiríkur J. Eiríksson, f. 22.7. 1911, d. 11.1. 1987, skólastjóri, prestur og Þjóðgarðs- vörður, og k.h., Sigríður Kristín Jónsdóttir, f. 5.10. 1917. Ætt Eiríkur var sonur Eiríks, tré- smiðs í Vestmannaeyjum og Kali- forníu, Magnússonar, trésmiðs í Reykjavík, Magnússonar, b. á Hrauni í Ölfusi, Magnússonar, b. og hreppstjóra í Þorlákshöfn, Bein- teinssonar, lrm. á Breiðabólsstað, Ingimundarsonar, b. á Hólum, Bergssonar, ættföður Bergsættar, Sturlaugssonar. Móðir Eiríks tré- smiðs var Aldís Helgadóttir, b. á Læk, Runólfssonar, og Ólafar Sig- urðardóttur, b. á Hrauni, Þorgríms- sonar, b. á Leiðólfsstöðum, Bergs- sonar, bróður Ingimundar. Móðir Eiríks þjóðgarðsvarðar var Hildur Guðmundsdóttir, b. á Iðu, Guðmundssonar, og Jónínu Jóns- dóttur. Kristín er dóttir Jóns, b. á Gemlu- falli í Dýrafirði, Ólafssonar, b. i Hól- um, Guðmundssonar, b. í Hólum, Guðbrandssonar. Móðir Guðbrands var Guðrún Guðbrandsdóttir, b. í Hólum, Sigurðssonar, b. í Hólum, Guðbrandssonar, b. á Gerðhömrum, Sigurðssonar, prófasts í Holti, Jóns- sonar. Móðir Ólafs í Hólum var Guðrún Bjarnadóttir. Móðir Guð- rúnar var Elísabet Markúsdóttir, pr. á Söndum, Eyjólfssonar, og El- ísabetar Þórðardóttur, ættföður Vigurættar, Ólafssonar, ættföður Eyrarættar, Jónssonar. Móðir Kristínar var Ágústa Guð- mundsdóttir, skipstjóra á Brekku, Jenssonar, b. á Brekku, Guðmunds- sonar. Móðir Jens var Guðrún Magnúsdóttir, skrifara á Núpi í Dýrafirði, Magnússonar, og Jósabet- ar Jónsdóttur, pr. á Hrafnseyri, Bjamasonar. Móðir Jósabetar var Þorkatla Sigurðardóttir, pr. i Holti í Önundarfirði, Sigurðssonar, bróður Guðbrands á Gerðhömrum. Móðir Ágústu var Jónína Jónsdóttir, syst- ir Egils, langafa Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. Attræður ms.i ■ l&mZ:-: Lárus Halldórsson fyrrv. sóknarprestur í Breiðholtsprestakalli Lárus Halldórsson, fyrrv. sóknar- prestur í Breiðholtsprestakalli, Þórsgötu 12, Reykjavík, er áttræður í dag. Starfsferill Lárus fæddist á Selvöllum í Helgafellssveit. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 1941, stundaði nám við guðfræðideild HÍ og lauk embættis- prófi í guðfræði 1945, kynnti sér sjó- mannatrúboð á Norðurlöndum 1949, sótti kristlegt stúdentamót í Hels- ingfors sama ár, dvaldi við nám í fimm mánuði í Ósló 1955 og kynnti sér sálgæslustörf í sjúkrahúsum og starfsemi sjúkrahúspresta í Noregi og Danmörku. Lárus var sóknarprestur í Flatey á Breiðafirði 1945-56, var forstöðu- maður sjómannastofu í Reykjavík 1956, sóknarprestur í Breiðabólstað- arprestakalli á Skógarströnd 1956, var ráðinn farprestur Þjóðkirkjunn- ar 1957 og gegndi sem slíkur prests- þjónustu, m.a. i Húsavíkurpresta- kalli, á ísafirði, í Hallgrímspresta- kalli í Reykjavik, í Selfosspresta- kalli, í Mosfellsprestakalli í Gríms- nesi, í Möðruvallaprestakalli og auk þess til aðstoðar séra Pétri Sigur- geirssyni á Akureyri og í Hvera- gerðisprestakalli. Láms lét af embætti farprests 1965 og var kennari i Reykjavík um skeið. Hann var ráðinn sjúkrahús- prestur í Reykjavík 1971 og veitt Breiðholtsprestakall 1972 sem hann þjónaði þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Eftir að Lárus lét af prestsþjón- ustu í Breiðholtinu gegndi hann prestsþjónustu i afleysingum, m.a. á Seyðisfirði, á Akureyri og i Bolung- arvík. Lárus starfaði við æskulýðsstarf og sumarstarf Þjóðkirkjunnar að Löngumýri í Skagafirði í mörg sum- ur og var þar forstöðumaður í nokk- ur sumur. Fjölskylda Lárus kvæntist 15.9. 1945 Þórdísi Nönnu Nikulásdóttur, f. 14.5. 1922, húsmóður. Hún er dóttir Nikulásar Jónssonar, bónda í Króktúni í Hvol- hreppi, og k.h., Maríu Þórðar- dóttur húsfreyju en þau eru bæði látin. Börn Lárusar og Þórdísar Nönnu eru Anna María Lárusdótt- ir, f. 19.3. 1946, starfar á ljós- myndastofu, bú- sett í Reykjavík; María Kristín Lárusdóttir, f. 14.3. -1948, forstöðukona á leikskóla, gift Birgi Símonarsyni; Sigríður Lárus- dóttir, f. 22.1. 1950, lögfræðingur í Danmörku, gift Stig Henriksen; Halldór Nikulás Lámsson, f. 7.8. 1954, guðfræðingur og fram- kvæmdastjóri, búsettur í Reykjavík, kvæntur Ámýju Jóhannsdóttur. Barnabörn Lárusar og Þórdísar Nönnu eru nú átta talsins. Hálfsystkini Lárusar, sammæðra, voru Kári Gíslason, sjómaður í Reykjavík; Hafliði Gíslason, bif- reiðarstjóri í Reykjavík; Guðrún Gísladóttir, dó ung kona, var hús- móðir, búsett í Reykjavík; Sæmund- ur Gíslasori, dó á img- lingsárum;Árni Gíslason, lengst af starfsmaður Ríkis- skipa, búsettur í Reykjavík; Björn Gíslason, starfaði lengst af hjá Steypu- stöðinni, búsettur í Reykjavík; Kristín Gísladóttir, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Lárusar vora Halldór Þórarinn Sveinsson, f. 16.2. 1880, d. 1.4.1946, bóndi á Selvöllum, og k.h., Kristín Sigurlín Hafliðadóttir, f. 31.7. 1883, húsfreyja. Ætt Halldór Þórarinn var sonur Sveins, b. á Hraunhálsi í Helgafells- sveit, Jónssonar. Kristín Sigurlín var dóttir Haf- liða, b. á Kljá í Helgafellssveit, Jóns- sonar. Lárus verður að heiman á afmæl- isdaginn. Merkír Islendíngar Helgi Ingvarsson, yfirlæknir á Vífilsstöð- um, fæddist í Gaulverjabæ í Flóa 10. október 1896. Hann var sonur Ingvars Nikulássonar, prests þar, og Júlíu Guð- mundsdóttur húsfreyju. Kona Helga var Guðrún Lárasdóttir en meðal bama þeirra má nefha Guð- rúnu, fyrrv. skólastjóra Kvennaskól- ans, móður Ólafs Oddssonar mennta- skólakennara og læknanna Helga og Jóns Jónssona; Ingvar, stórkaupmann og forstjóra, föður Júlíusar Vífils, for- stjóra, borgarfulltrúa og óperusöngvara; Lárus Jakob, geðlækni og yfirlækni, og Sigurð, sýslumann og bæjarfógeta. Helgi lauk stúdentsprófi frá MR 1916, emb- ættisprófi í læknisfræði við HÍ 1922 og stundaði framhaldsnám í berklalækningum í Þýska- landi og á Norðurlöndunum. Helgi var aðstoðarlæknir á Vífilstaða- spitala 1922-38 og yfirlæknir þar 1939-67. Hann var auk þess læknir við Kópa- vogshælið í rúman áratug. Helgi er sá læknir sem flestum kem- ur í hug þegar baráttan við Hvíta dauða ber á góma. Hann er vel að því kominn enda var ævistarf hans helgað þeirri baráttu. Hann festi sjálfur kaup á röntgentæki og fylgdist mjög gaum- gæfilega með öllum nýjungum í berkla- vörnum og berklalækningum. Þá þótti hann sérstaklega nærgætinn og skilnings- ríkur gagnvart sjúklingum sínum sem oft var alvarlega veikt ungt fólk. Helgi lést 1980. Helgi Ingvarsson læknir Ágúst Þór Þórsson, Sogavegi 109, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bú- staðakirkju þriðjud. 10.10. kl. 15.00. Brynhildur Slgtryggsdóttir, Hávegi 15, Kópavogi, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju þriðjud. 10.10. kl. 10.30. Árni Sigurjónsson, fyrrv. fulltrúi lögreglu- stjóra, verður jarðsunginn frá Hallgríms- kirkju þriðjud. 10.10. kl. 15.00. Óskar Jóhannsson málarameistari, áður til heimilis í Meöalholti 7, verður jarð- sunginn frá Fossvogskaþellu þriðjud. 10.10. kl. 13.30. Guðjón Böðvar Jónsson tónmennta- kennari, Hátúni 4, áöur til heimilis í Safamýri 35, verður jarðsunginn frá Bú- staöakirkju fimmtud. 12.10. kl. 13.30. Útför Auðar Guðrúnar Arnfinnsdóttur, hjúkrunarh. Eir, áður I Lönguhlíð 19, fer fram frá Háteigskirkju 12.10. kl. 13.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.