Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2000, Blaðsíða 11
11 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 Útlönd Kostunica hittir utanríkisráðherra Frakka í dag: Segir sjálfstæði Kosovo óhugsandi William Hague og félagar hans i breska íhaldsflokknum eru í vanda vegna hassreykinga háttsettra. Enn einn íhalds- maður segist hafa reykt hass Enn einn háttsettur félagi í breska íhaldsflokknum hefur viður- kennt að hafa reykt hass á sínum yngri árum og þótt það gott. Tim Yeo, talsmaður íhaldsins í landbúnaðarmálum, játaði á sig syndina í blaðaviðtali sem birtist í morgun. „Mér var einstaka sinnum boðið þetta og þótti það gott,“ sagði Yeo í viðtali við dagblaðið The Times. Sjö félagar Yeos höfðu áður játað á sig hassreykingar. Játning Yeos birtist á sama tíma og forysta íhaldsflokksins tók að draga í land með þá yfirlýstu stefnu sína að taka hart á allri fikniefna- neyslu, hvort sem efnin eru hörð eða veik, sem var lögð fram á flokksþinginu í síðustu viku. Vojislav Kostunica, nýr for- seti Júgóslavíu, sagði í gær að ekki kæmi til greina að veita Svartfjallalandi og Kosovo sjálfstæði enda væri eining innan sambandsrikisins Júgóslavíu aldrei mikilvægari en nú. Kostunica, sem kom fram í frönsku sjónvarpi í gær, kvaðst þó ekki styðja hug- myndina um Stór-Serbíu sem forveri hans, Slobodan Milos- evic, hreifst svo mjög af. „Ég er lýðræðissinni en á sama tíma þjóðernissinni, rétt eins og sumir Frakkar eða Bandaríkjamenn," sagði Kost- unica meðal annars í viðtal- inu. Ráðamenn í Svartfj’allalandi hafa varað nýja forsetann við því að þeir muni fara fram á sjálfstæði ef honum takist ekki að koma á lýðræði í land- inu. Kostunica mun eiga fund með Bernard Kouchner, æðsta manni stjómar Sameinuðu þjóðanna í Kosovo, á næstunni til þess að ræða málefni héraðsins. Kostunica hefur hins vegar ekki legið á þeirri skoðun sinni að hug- Vojislav Kostunica Á fund mefr Hubert Vedrine í dag. myndin um sjálfstætt Kosovo sé óhugsandi. I dag heldur utanríkisráðherra Frakka, Hubert Vedrine, til Belgrad þar sem fyrirhugaður er fundur hans og Kostunica forseta. Tilgangur fundarins er að efla tengsl Júgóslaviu og ríkjanna fimmtán sem eru í Evrópusambandinu. Mikill fögnuður greip um sig í Júgóslavíu í gær þegar Evr- ópusambandið aflétti efna- hagsþvingunum gegn landinu og hét fjárhagsaðstoð þegar Kostunica hefði fest sig í sessi. Kofi Annan, framkvæmda- stjóri SÞ, hvatti Kostunica í gær til þess að endurheimta aðild landsins að Sameinuðu þjóðunum. Annan sagði að besta leiðin fyrir Júgóslavíu til þess að stíga skrefið fram á við væri með aðild að SÞ. I bréfi sem Annan ritaði Kostunica um helgina sagði hann Sam- einuðu þjóðirnar allar af vilja gerðar til að aðstoða við að leysa vandamál landsins þar sem friður, réttlæti og mann- réttindi verða í hávegum höfð. Formenn þingflokka á serbneska þinginu samþykktu í gær að flýta þingkosningum í landinu. Bless, Dounreay Kjarnorkuvinnslustööin í Dounreay í Skotlandi verður rifin. Hreinsað til í Dounreay-kjarn- orkustöðinni Yfirmenn kjarnorkumála á Brej- landi hafa kveðið upp endanlegan dauðadóm yfir Dounreay-kjam- orkustöðinni í Skotlandi þar sem óhöpp hafa verið tíð á umliðnum ár- um. Þegar hafa verið gerðar áætlan- ir um að hreinsa svæðið i kringum stöðina og á hreinsun að vera lokið eftir sextíu ár. Umhverfisvemdarsamtökin Vinir jarðarinnar lýstu í gær yfir ánægju sinni með að endanlega væri hætt að endurvinna kjamorkuúrgang i Dounreay. I Dounreay eru þrír kjarnorku- ofnar sem hafa verið teknir úr notk- un og tilheyrandi úrgangsvinnlu- stöðvar. Hinni síðustu þeirra var lokað fyrir tveimur árum. Doun- reay kjarnorkustöðin var reist á sjötta áratugnum og þótti þá í fremstu röð slíkra stöðva. Þjóðhátíð á Taívan Taívanar halda þjóöhátíö í dag og af því tilefni lék heiöursvöröur landsins kúnstir sínar i höfuðborginni Taipei. Saksóknari myrtur í Granada: ETA kennt um Háttsettur saksóknari var skot- inn til bana í borginni Granada á sunnanverðum Spáni í gær og er ETA, aðskilnaðarsamtökum Baska, kennt um ódæðið. Síðar um daginn sprakk sprengja í bíl í sömu götu en ekki urðu nein meiðsl á fólki. Saksóknarinn, hinn 59 ára gamli Luis Portero, var skotinn nærri heimili sínu. Nokkrum klukku- stundum síðar ákvað fjölskylda hans að taka hann úr öndunarvél sem hélt í honum lífi og var hann þá úrskurðaður látinn. Aðskilnaðarsinnar Baska hafa gengist við tólf morðum fyrr á þessu ári og þeim hefur verið kennt um það þrettánda í baráttu sinni fyrir sjálfstæðu ríki Baska á norðanverð- um Spáni og sunnanverðu Frakk- landi. Frá árinu 1968 hefur ETA ver- ið viðriðið morð á um það bil átta hundruð manns. Sprengjan sem sprakk aðeins tveimur klukkustundum eftir morð- ið á Portero olli aðeins minni háttar skemmdum. ETA fylgir árásum sín- um oft eftir með sprengingum til að dreifa athygli lögreglunnar og til að eyðileggja ökutæki sem tilræðis- menn hafa notað. AEG Nýttu hana í sláturtíð, framtíð, berjatíð, nútíð, vertíð og gúrkutíð því verðið er í þátíð Sú blákalda staðreynd, að AEG frystikisturnar okkar hafa verið á sama verði í ríflega eitt ár, ætti að ylja mönnum um hjartarætur. Verðfrysting Vörunr. Heiti Brútto Lítrar Netto Litrar Hæð sm. Breidd sm. Dýpt sm. Körfur sem fylflja Læsing Einangrun þykkt I mm. Rafnotkun m/v18°C umhv.hita kWh/24 klst Verð áður Tilboðsverð 12HS HF120 132 126 86 55 61 1 Nei 55 0,60 43.092 29.900 23HL HFL230 221 210 86 79 65 1 Já 55 0,84 47.843 33.900 29HL HFL290 294 282 86 100 65 1 Já 55 1,02 51.039 35.900 38HL HFL 390 401 382 86 130 65 2 Já 55 1,31 54.599 39.900 53HL EL 53 527 504 86 150 73 3 Já 60 1,39 65.116 46.900 61HL EL 61 607 581 86 170 73 3 Já 60 1,62 73.287 53.900 BRÆÐURNIR Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is QöÐioumm Geislagötu 14 • Sími 462 1300

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.