Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2000, Blaðsíða 14
14 Meniúng Réttnefndur lífskúnstner Róska - Boðun Maríu, 1967 „Llfskúnstner" er of- notað hugtak; vísar oft- ast nær til fólks sem yf- irleitt misheppnast hvort tveggja, að lifa og skapa. Róska, Ragnhild- ur Óskarsdóttir (1940- 96), var réttnefndur lífskúnstner sem gerði ekki greinarmun á lífs- munstri sínu, listsköp- un i allrahanda miðlum og pólitískri sannfær- ingu. Myndverk hennar gátu verið ailt í senn, einkalegar útleggingar á ástarbríma, öfgafullar fantasíur, angistarfull- ar hjálparbeiðnir ráð- villtrar og sjúkrar konu, þjóðfélagsádeilur og herhvatningar til vinstrisinna. Sjálf var hún uppfull með engu minni þver- stæður, íðilfalleg og flogaveik, „bam og tælidrós“ (Bima Þórð- ardóttir), viðkvæm og ófyrirleitin, byltingar- sinni sem ljáði „auðvaldinu" líkama sinn sem ljósmyndafyrirsæta, feministi sem var alla tíð háð karlmönnum o.s.frv. Það er því afar vel til fundið hjá Hjálmari Sveinssyni og aðstandendum Nýlistasafnsins að koma ævistarfi Rósku fyrir sem margbrotnum vef, án upphafs og endis, þar sem ægir saman teikningum, málverkum, ljós- myndum, plakötum, kvikmyndaefni, blaðaúr- klippum, bréfsnifsum og öðru efni sem tengist listakonunni. Snyrtileg „listsöguleg" uppsetning hefði verið á skjön við allt sem Róska var fulltrúi fyrir. Og kannski sniðugast af öllu að breyta einu herbergi í samkomusal/öldurhús með róttækum bókum í hillum og plakötum á veggjum, eins og til að minna á að listakonan lifði lífl sínu fyrir opnum tjöldum, meðal samlyndra félaga í mörg- um löndum. Fyndin og frökk Ef ég má vera leiðinlega „listsögulegur“ þá er eitt af því áhugaverðasta við sýninguna hve skýrt hún áréttar súrrealíska þráðinn í nánast öllu sem Róska tók sér fyrir hendur. Sem gefur tilefni til að endurmeta þátt þessarar frjóu stefnu í okkar litt burðugu framúrstefnulist á sjöunda áratugn- um (Erró, Flóki, Róska, Dagur Sig, Vilhjálmur Bergsson o.fl.). Eitt af því síðasta sem Róska tók sér fyrir hendur opinberlega var einmitt að flytja hugleiðingu um súrrealisma þar sem hún hendir á lofti helstu stikkorð og frasa þeirrar stefnu og klykkir út með þeim tveimur kjörorðum sem upphafsmenn súrrealismans vísuðu oftast til: „Breytum lifl okkar“ (Rimbaud) og „Umbreytum heiminum" (K.Marx). Eins og Halldór Bjöm Runólfsson bendir rétti- lega á í stórfallegri og fróðlegri sýningarskrá þá var Róska eins konar síðbúin útgáfa á evrópskum situationista - „Drakabygget", súrrealiskt-ættað lífslistasetur Jörgens Nash á Skáni, hefði verið henni að skapi. Ef við reynum að ein- angra listræna þáttinn í sjónrænni tjáningu Rósku þá er nokkuð ljóst að hún kemur með nýja tegund hlutlægs ex- pressjónisma inn í ís- lenska myndlist um miðjan sjöunda áratug- inn. Um er að ræða graf- ískan stíl sem byggist að miklu leyti á ærslafullu ferðalagi línunnar; sennilega berst hann Rósku á Ítalíu alla leið frá Dubuffet, Masson, Artaud, Wols og öðrum listamönnum sem kunnu að láta allt flakka í verk- um sínum. Hér var Róska í essinu sínu og óhætt að segja að vand- fundnar séu tjáningar- meiri teikningar eftir ís- lenskan listamann á sjö- unda áratugnum. Mál- verkin eru misjafnari að gæðum, enda útheimta þau oftast meiri og sam- felldari vinnu en teikningamar. Þó eru meðal þeirra frábær verk, fyndin, frökk og hugmynda- rik: Tíminn og ég (1967), Fallþungi dilka (1967), Hrafninn (1967), Boðun Maríu (1967) og Síðasta hálmstráið (1969). Um leið em þau gegnsýrð ör- væntingu sem helst má líkja við dauðabeyg. Róska kunni nefnilega ekki að þykjast. Eftir 1970 verða aðrir sjónmiðlar listakonunni hugstæðari: plaköt, ljósmyndir, kvikmyndir - allt saman vopn i baráttunni fyrir betri heimi. Róska eftirlætur okkur eldmóð sinn. Dauflynd kynslóð yngri myndlistarmanna, sem nú leitar helst í smiðju ímyndar- og markaðsfræðinga, getur margt af henni lært. Aðalsteinn Ingólfsson Sýningin Róska - líf og starf stendur f Nýlistasafninu til 19. nóvember. Opiö kl. 14-18 nema mánudaga. Leiklist í hringleikahúsi lífsins Sviðið: Café Sigga / Hringleikhús. Gólfið skot- skifa í fánalitunum. Uppakynslóðin gleymir sjálfri sér í trylltri leit að frama og velgengni. Lokatakmarkið ekki lengur að eignast íbúð og bíl heldur að verða brjálæðislega ríkur, fá æðstu völd eða verða heimsfrægur (a.m.k. á íslandi) og það STRAX. Engu skiptir hverju er til kostað. Það er enginn í lífshættu, allt reddast í velferðar- þjóðfélaginu. Eða hvað? Ólafur Haukur Símonarson leiðir i Vitleysing- unum fram á sjónarsviðið vinahóp þar sem hver og einn dansar í kringum eigið sjálf og dansinn verður æ hraðari. En þó að hópurinn sé á til- teknu æviskeiði (á fertugsaldri) hitta skotin miklu fleiri fyrir. Þetta er gamla sagan um að eignast heiminn en glata sálu sinni og þessi of- vöxnu börn birta okkur almenn lífsviðhorf í hnotskurn. Allar kynslóðir gera sín mistök í takt við tíðarandann hverju sinni. Ólafi Hauki lætur einkar vel að flétta saman skop og alvöru um leið og hann skapar skýrar persónur úr efniviði stereótýpunnar. Undir gals- anum liggur dauðans alvara og athyglisverðar persónusögur eru dregnar fram í dagsljósið um leið og óbeint er slegið á ýmsar þjóðrembuhug- myndir landans. Höfundur kórónar loks þessa nettu ádeilu með kaldhæðnislegum „happy end“ slaufum á þessar sögur sem efalaust falla áhorf- endum misjafnlega í geð ef þeir sjá ekki í gegnum klisjumar. Efnið er sett fram í þéttu formi og hraðinn skiptir máli. Áhorfandinn er stundum með andköf af allri fartinni, rétt eins og leikper- sónumar. Athyglisveröar persónur Þó að kannski megi kalla Vitleysingana hóp- verk (sviðsetningin minnir stundum á dansleik- hús) fremur en einstaklingsdrama er óvægilega gægst undir skelina og sérkenni dregin fram. Þarna kemur mjög til kasta leikaranna og leik- stjórans, Hilmars Jónssonar, sem má teljast ann- ar höfundur frumflutningsins. Búningar og sviðs- mynd stuöla beint að því að gera hópinn einsleit- an þannig að persónusköpunin verður aö koma innan frá, án stuðnings ytri meðala. Áhöfnin í Hafnarfjarðarleikhúsinu er þessum vanda vaxin og leikaramir vinna athyglisverðar persónur úr efniviðnum. María Ellingsen er vaskleg í hlutverki stjóm- málakonunnar sem þrátt fyrir fógur orð er tilbú- in til að fóma hugsjónum fyrir persónulegan frama. Erling Jóhannesson er brothættur læknir sem reynir að taka ekki harm sjúklinga sinna inn á sig en mistekst. Dofri Hermannsson er tragísk- ur í hlutverki átvaglsins sem reynir að éta frá sér komplexana og Halla Margrét Jóhannesdóttir er óvægin kona. Jóhanna Jónas vinnur virkilega vel úr hlutverki Siggu, eiganda kaffihússins þar sem hópurinn hittist. Það er farið fram og aftur í tíma, og þá kemur vel í ljós hvaða hlutverki hvert og eitt þeirra gegnir innan hópsins. Þó að Sigga hafi kannski fengið flóknari spil á hendina en flest hinna, þá hefur henni tekist nokkuð vel að spila úr þeim og hún er sú sem heldur þessu öflu saman. Jóhanna er burðarás í sýningunni. Björk Jakobsdóttir er í erfiðu hlutverki konu á barmi taugaáfalls og við liggur að eins fari fyrir áhorfendum því útgeislun Gunnars Helgasonar i hlutverki eiginmanns hennar er eins og raf- magnssjokk fyrir salinn. Persónan er lítt geðfelld en Gunnari tekst samt að búa til úr þessu mann. Sýningin i heild er kraftmikil. Grá jakka- fot/buxnadress með mygluhvítum flekkjum færa atburðarásina á eitthvert ótilgreint tilverustig sem rímar vel við andann í verkinu. Lýsingin er vel hönnuð og tónlistin fín. Það leiðist engum á þessari sýningu sem bæði bítur og skemmtir. Auður Eydal Hafnarfjarðarleikhúsiö sýnir Vitleysingana. Höfundur: Ólafur Haukur Símonarson. Leikmynd: Finnur Arnar Arn- arsson. Búningar: Þórunn María Jónsdóttir. Lýsing: Kjartan Þórisson. Tónlist: Jóhann Jóhannsson. Hljóft: Arndís Steinþórsdóttir. Gervi og grímur: Ásta Hafþórs- dóttir. Leikstjóri: Hilmar Jónsson. MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2000 ____________________PV Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir Um Meyerhold Leikhúskvöld í Borgarleikhús- inu fóru vel af stað í síðustu viku. Annað kvöld kl. 20 verður hið þriðja, þá held- ur Magnús Þór Þorbergsson leikhúsfræðing- ur erindi um hinn merka leikhúsmann Vsevolod Meyerhold (1874-1949). Að loknu leiklistamámi lék hann í nokkur ár í Listaleikhúsi Stanislavskis og vakti m.a. mikla at- hygli sem Tréplev í Mávinum eftir Tsjékhov. 1902 yflrgaf hann Listaleik- húsið og raunsæisleik Stanislavskis og þróaði kennsluaðferð í leiklist sem hann kaflaði „Biomekanik" og byggði á ýktum líkamlegum athöfnum fr emur en rannsóknarleiðöngrum um sálarlíf- ið. Art2000 í dag kl. 15 hefst í stofu 024 í Lista- háskóla Island við Laugamesveg al- menn kynning á dagskrá fyrstu alþjóð- legu raf- og tölvutónlistarhátíðarinnar á íslandi, ART2000, sem stendur frá 18. -28. október. Á miðvikudaginn kl. 12.45 flytur Hild- ur Bjamadóttir myndlistarmaður og kennari fyrirlestur í LHÍ í Skipholti 1, stofú 113. Að undanfómu hefur Hildur unnið jöfhum höndum sem myndlistar- maður og kennari i New York og á ís- landi og kennir nú við LHÍ. Hún hefur haldið sýningar í Bandaríkjunum og í Evrópu og fjallar í fyrirlestrinum um eigin verk og dvöl sína í New York. Leikmyndahönnun Eftir viku hefst námskeið við Opna listaháskólann í leikmyndahönnun und- ir leiðsögn Finns Amars Amarssonar. Tilgangur þess er að veita áhugafólki innsýn inn í heim leikhússins og vinnu leikmyndahönnuðar. Lesið verður leik- rit og möguleikar á útfærslu leikmynd- ar ræddir. Farið verður í heimsókn í leikhús og skoðað bak við tjöldin. Leik- ari, leikstjóri, ljósahönnuður og bún- ingahönnuður koma i heimsókn og gerð verður grein fyrir samspili ólíkra þátta í sköpun leiksýningar. Kennt verður í Skipholti 1, stofu 308. Norðurljós Hulda Björk Garðarsdóttir sópran (á mynd), Kristina Wahlin mezzósópran og Beth Elin Byberg píanóleikari halda tónleika á tónlist- arhátíðinni Norð- urljósum í Nor- ræna húsinu í kvöld kl. 20. A efnis- skránni em lög eftir norræn tónskáld, m.a. Grieg, Alnæs, Stenhammar, Hjálmar H. Ragnarsson, Sigvalda Kaldalóns og Jón Þórarinsson. Ánægja með M-2000 Bandalag íslenskra listamanna lýsir yfir ánægju með þá lista- og menning- arstarfsemi sem farið hefur fram á þessu ári undir merkjum Reykjavíkttr - Menningarborgar Evrópu árið 2000. Á árinu hefur komið í ljós svo að ekki verður um villst að mikill andlegur auður býr með íslensku þjóðinni. Einnig er ljóst, að til að þessi mannauður fái að dafha þurfa ákveðin ytri skilyrði að vera fyrir hendi. Þetta ár hefúr óvenjumiklum fjármunum verið varið til lista- og menningarstarf- semi. Skipulagning og notkun þessara fjármuna hefur líka verið með mark- vissari hætti en áður og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. íslenskir listamenn fagna þessu og telja mikil- vægt að framhald verði á þessu starfi. Uppbygging menningar- og listastarf- semi tekur langan tíma, kynning og dreifmg listar smáþjóðar tekur einnig langan tima og þaif að vera markviss. Skorar Bandalagið á íslensk stjómvöld að sjá til þess að samsvarandi fjármun- ir fari til menningar- og listastarfsemi næsta ár. Formaður BÍL er Tinna Gunnlaugs- dóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.