Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2000, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2000 MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2000 49 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarforma&ur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Friðarviðrœður Hvorki ísraelsmenn né Palestínumenn munu græða á að ófriðurinn fyrir botni Miðjarðarhafs haldi áfram eða magnist út í allsherjarstríð milli ísraels og ná- granna þess. Hagsmunir allra íbúa á þessu stríðshrjáða svæði eru samofnir og friður í krafti skUnings og gagn- kvæmrar virðingar er eina leiðin sem þessum þjóðum er fær. Miklar vonir hafa verið bundnar við að varanlegur friður komist á miUi ísraels og nágranna þess í gegn- um árin en þær vonir hafa jafnóðum orðið að engu, annaðhvort vegna hrottalegrar framkomu gyðinga í garð nágranna sinna eða vegna ofsafenginna og á stundum glæpsamlegra aðgerða hópa Palestínumanna gagnvart ísrael. Einstrengingsleg stefna ísraelskra stjórnvalda í mál- efnum Palestínumanna hefur gert það nær ómögulegt að komast að skynsamlegri niðurstöðu um hvernig þessar tvær þjóðir geti lifað í nágrenni hvor við aðra í sátt og samlyndi. Þegar Ehud Barak, frambjóðandi Verkamannaflokksins, náði kjöri sem forsætisráðherra á liðnu ári vöknuðu á ný vonir um að varanlegur frið- ur kæmist loks á. Sá einstrengingsháttur sem ein- kenndi stjórnartíð Binyamins Netanyahus og Likud- flokksins var að baki en skynsamur hófsemdarmaður tekinn við - eða til þess stóðu vonir allra. Síðustu daga hafa ofsafengin viðbrögð ísraels hins vegar orðið til þess að sýna að þrátt fyrir allt er lítill munur á þarlendum stjórnmálamönnum. Þeir eru allir tilbúnir til að grípa til ofbeldis telji þeir ísrael ógnað og skiptir þá engu hvort í hlut eiga harðsvíraðir hryðju- verkamenn eða óharðnaðir unglingar, vopnaðir stein- völum. Framganga ísraela á undanförnum dögum hefur valdið þeim álitshnekki víða um heim. Harðir stuðn- ingsmenn gyðinga telja sig ekki lengur geta varið harkalegar aðgerðir gegn Palestínumönnum. Jafnvel Bandaríkjaforseti getur ekki lengur verið þekktur fyr- ir einhliða stuðning við ísrael, jafnvel þótt nú séu for- setakostningar fram undan og gyðingar áhrifamiklir í bandarískum stjórnmálum. Átökin nú fyrir botni Miðjarðarhafs eru pólitískt áfall fyrir Bill Clinton Bandaríkjaforseta sem hafði lát- ið sig dreyma um önnur eftirmæli sem forseti en skilja við logandi púðurtunnu. Áhrifaleysi og getuleysi Clin- tons við að koma á friði milli ísraels og nágranna þess hefur komið berlega í ljós á undanförnum dögum. í stað þess að verða minnst sem forsetans sem tryggði friðinn á hann það á hættu að sögubækur minnist hans fyrir áhrifaleysi. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, og Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, eiga þess kost í dag að stíga raunveruleg skref í átt til friðar á leiðtogafundi í Egyptalandi. Þar gefst Bill Clinton enn og aftur tæki- færi til að rétt sinn hlut. Hvernig þessum þremur mönnum tekst til getur haft veruleg áhrif á þróun heimsmála á komandi misserum og árum. Arafat og Barak geta hins vegar sýnt það og sannað að þeir séu sannir leiðtogar sinna þjóða og í þeim krafti tekið höndum saman - tryggt frið og hagsæld lítilla þjóða sem öðrum fremur þurfa frið. Óli Björn Kárason DV Skoðun Ingibjörg Sólrún heim á ný Þær eru stundum skondnar klausumar sem lesendur DV fá birtar í dálkinum sem þeim er ætl- aður. Ein þeirra birtist fyr- ir nokkrum vikum undir fyrirsögninni hér að ofan. Þar segir höfundurinn, Hjörtur Jónsson: „Flestir geta verið sammála um að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur verið ötull borgar- stjóri og snjall stjórnmála- maður. Fáir standast henni snúning þegar hún tínir fram rök fyrir máli sínu (nema þá Davíð Oddsson sem enginn virðist hafa roð við). Ég myndi vel geta hugsað mér að Ingibjörg yrði áfram borgarstjóri þótt ég hafi ekki kosið R-listann. Helst vildi ég að Ingi- björgu mætti ráða sérstaklega sem borgarstjóra Sjálfstæðisflokksins. Hún kemur úr sjálfstæðisfjölskyldu og væri hún því þannig einfaldlega „komin heim“ á ný.“ Óánægður með flokksfélagana Hér tcdar greinilega flokkshollur sjálfstæðismaður sem sér sig knúinn til að lofsyngja Foringjann, þótt ég hafi ekki orðið var við að Davíð Oddsson sé þvílíkur afburðasnillingur að enginn hafi roð við honum. Bæði Ólafur Ragnar Grímsson og Ingibjörg Sól- rún hafa leikið sér að því að kveða hann kútinn, þá sjaldan hann hefur tekið þátt i málefnalegri umræðu, en hans pólitíski styrkur felst í því að segja aldrei neitt sem máli skiptir, taka helst aldrei hreina og klára afstöðu, en skáka í skálka- skjóli billegra brandara eða ósmekk- legra útúrsnúninga. Það segir reynd- ar heilmikið um sjálfstæðismenn yf- irleitt að slíkar eigindir skuli vera taldar honum til tekna. En Hjörtur er augljóslega ekki allskostar ánægður með frammi- stöðu flokksfélaga sinna í borgar- stjóm, sem fáir munu lá honum. í þeirra hópi er fyrirferðarmestur ungur og hvimleiður gasprari sem grípur hvert tækifæri til að gera upp- hlaup og róta upp moldviðri um titt- lingaskít sem æ ofaní æ gerir hann að almennu athlægi. En hver veit nema þessi háttur eigi eftir að tryggja honum forustuhlut- verk í Flokknum, þótt al- menningur láti gaspur hans sem vind um eyru þjóta? Pólltísk svefnganga En það er annað í klausu Hjartar sem vert er að íhuga nánar. Ingibjörg Sól- rún kemur úr sjálfstæðis- fjölskyldu og á því hvergi heima nema í Flokknum. Hér bólar á því algenga við- horfi að menn hljóti að vera fæddir með tiltekna póli- tíska erfðavísa og séu að svíkja sitt sanna eðli ef þeir skipta um skoðun eða vaxa uppúr umhverfi bernsku sinnar og æsku. Þessi skoðun byggir á þeirri sannfæringu að ein- staklingnum sé fyrirmunað að læra af lífsreynslu sinni; hann geti ekki vaxið eða þroskast frá hugmyndum eða tilfinningum æskuár- anna. Þetta viðhorf er í reynd afneitun á sjálfu líf- inu og margvíslegum mögu- leikum þess. Allt sem lifir Ingibjörg Sólrún heim á ný Hjórtur Jönsson skrifar: Flestir geta verið sammála um að Ingibjörg Sólrún Gísladótíir hefur verið ötull borgar- stjóri og snjall stjómmáiamaður. Fáir standast henni snúning þegar hún tínir fram rök fyrir „Hér talar greinilega flokkshollur sjálf- stœðismaður sem sér sig knúinn til að lofsyngja Foringjann, þótt ég hafi ekki orðið var við að Davíð Oddsson sé því- líkur afburðasnillingur að enginn hafi roð við honum! Ingibjörg Sóf- rún Gísladóttir. tekur breytingum; stöðnun jafngildir í reynd dauða. „Það er svo bágt að standa’ í stað, og mönnunum munar annað- hvurt aftur á bak ellegar nokkuð á leið,“ sagði Jónas Hallgrímsson. Maður sem alla ævi heldur fast við sömu skoöanir, er „stefnufastur" einsog það heitir í eftirmælum, hann er löngu dauður andlega, hjakk- ar í sama farinu og uppgötv- ar aldrei neitt sem máli skipt- ir. Honum má jafna við svefn- gengil, enda mála sannast að íslensk póltík sé í aðalatrið- um svefnganga með ívafi ofsatrúar. Þegar Halldór Laxness var spurður um itrekuð sinna- skipti sín, svaraði hann því til að lifandi menn héldu áfram að þroskast og breyt- ast. Því má hafa það til marks um þroska Ingibjargar Sól- rúnar að hún skyldi vaxa upþúr umhverfí mótunarár- anna og fara sínar eigin leið- ir. Sigurður A. Magnússon Nú á að byrgja brunninn Nýlega rann það upp fyr- ir heilbrigðisráðherra að eitthvaö væri bogið við kynlíf unga fólksins okkar. Hún (herrann) setti nefnd í málið sem komst að þeirri „óvæntu" niðurstöðu að ungt fólk byrjaði sífellt yngra að lifa kynlifi, það fengi of litla fræðslu og væri illa tekið í lyfjabúðum þegar það reyndi að nálgast getnaðarvamir sem væru auk þess alltof dýrar. Af- leiðingarnar væru ótíma- Kristín Halidórsdóttir fyrrverandi alþingiskona bærar þunganir hjá ungum stúlkum og stöðug fjölgun fóstureyöinga. Ansi gamlar fréttir Heilbrigðisráðherra sagði samráðherrum sínum frétt- irnar og þeir urðu sammála um að hér væri á ferðinni vandamál sem taka þyrfti á með fræðslu og forvarnar- starfi. Fjölmiðlum þótti þetta líka fréttir og Morgun- blaðið lofaði framtakið I leiðara. Reyndar á það ekki „En betra er seint en aldrei, og nú hefur heilbrigðisráðherra séð Ijósið og lýst upp hugskot félaga sinna í ríkisstjórninni. Því ber að fagna og óska verkefninu góðs gengis. “ að kosta krónu, a.m.k. er ekki gert ráð fyrir slíku enn sem komið er. En viðurkenning vandans er fyrsta skrefið og sjálfsagt að fagna því. Lái mér þó hver sem vill, að mér skyldi detta í hug málshátturinn kunni um bamið og brunninn. Hefðu stjórn- völd verið skjótari í viðbrögðum og tekið meira mark á viðvörunum áhugahópa og fagmanna að ógleymdri löngu gerðri samþykkt Al- þingis væri ástandið væntanlega öllu skárra en nú er raunin. Þetta eru nefnilega ansi gamlar fréttir. Fyrir hálfu 14. ári eða nánar tiltek- ið 19. mars 1987 samþykkti Alþingi að frumkvæði undirritaðrar tillögu þess efnis..að fela heilbrigðisráð- herra að efla verulega fræðslu um kynferðismál meðal almennings með það að meginmarkmiði að koma í veg fyrir ótímabærar þunganir og hindra útbreiðslu sjúkdóma. Sérstök áhersla skal lögð á að upplýsa fólk á aldrinum 15-19 ára um kynlíf og bameignir". Áfall fyrir unga stúlku Rökstuðningur fyrir tillögunni var hinn sami og nú er hafður uppi og raunar einnig þegar lögin um fóstur- eyðingar og ófrjósemisaðgerðir voru sett árið 1975. Ótímabær þungun er mikið áfall fyrir unga stúlku og fóst- ureyðing er alltaf neyðarúrræði. Besta ráðið gegn slíku er forvarnir og fræðsla. Það gekk svo sem ekki þrautalaust að fá háttvirta alþingismenn til að samþykkja þessa tillögu okkar þriggja sem þá sátum á Alþingi fyrir Kvennalistann sáluga. Ég hafði ít- rekað reynt að vekja athygli á vand- anum með fyrirspumum og tillögum m.a. um lækkun kostnaðar vegna getnaðarvama en uppskar einungis tómlæti flestra samþingmanna. Ofannefnda tillögu þurfti að flytja oftar en einu sinni áður en hún hlaut blessun viðkomandi þing- nefndar og reyndar óvist að hún hefði fengist samþykkt nema fyrir þá sök að um þær mundir var mikil umræða um alnæmi sem menn ótt- uðust að yrði að hreinum faraldri. Grallarar sögðu að þá fyrst hefðu sumir þingkarlar séð nauðsyn þess að efla fræðslu um afleiðingar kyn- lífs þegar þeim varð ljóst að líka karlar gátu farið illa út úr slíku háttalagi. Svo mikið er víst að lítið fór fyrir umræðum um erfiða stöðu ungra stúlkna sem verða fyrir ótíma- bærum þungunum. Af litlu að státa Því miður varð minna úr fram- kvæmd tillögunnar en efni stóðu til. Fræðslan er nú að mestu í höndum áhugafólks í röðum læknanema og á vegum Fræðslusamtaka um kynlíf og bameignir. Yfirvöld heilbrigðis- og fræðslumála hafa af litlu að státa. En betra er seint en aldrei, og nú hefur heilbrigðisráðherra séö ljósið og lýst upp hugskot félaga sinna í ríkisstjórninni. Því ber að fagna og óska verkefninu góðs gengis. Ekki veitir af því þróunin er áhyggjuefni. Meðan fóstureyðingum meðal stúlkna undir tvítugu hefur fjölgað jafnt og þétt hér á landi hefur þeim fækkað á hinum Norðurlöndunum og annars staðar á Vesturlöndum. Þar hafa forvarnir og fræðsla verið tekin fostum tökum og árangurinn eftir því. Kristín Halldórsdóttir Með og á móti Tekst Kasparov að sigra Kramnik? Fremsti skákmaður sögunnar Ég tel mun lík- legra að Kasparov vinni einvígið þrátt fyrir sigur Kramniks í ann- arri skákinni á þriðjudaginn. Bestu rökin fyrir þessari skoðun er hans glæsilegi fer- ill. Það ætti öllum að vera ljóst að Kasparov hefur borið höfuð og herðar yfir aðra skákmenn í langan tíma. Hann býr yfir feikilega mikilli og dýrmætri reynslu af sterkum mótum og erfiðum einvígjum og ég sé ekkert sem bendir til þess að hann sé í einu né neinu að lina tökinn á heimsmeistaratitlinum. Það má kannski segja að Kasparov hafi gert of mikið af því að hrósa Kramnik og spá því að hann verði arftaki sinn. En ég efast um að sú stund sé upp runnin þó ein- hvern tíma komi að því. Skáksagan á sér marga snill- inga og það er erfítt að bera saman mismunandi tímabil í skáksögunni. Engu að síður má full- yrða að öllum ólöstuðum, að Kasparov sé fremsti skákmaður sem sem fram hefur komið. Sérfræðingur í Kasparov Það yrði skák- inni til góðs að Kramnik sigraði og ég held hann hafi góða mögu- leika. Hann hefúr margsinnis unnið Kasparov á skákmótum liðinna ára og heimsmeistar- inn ber mikla virðingu fyrir honum. Á fjölmörgum sterkum mót- um siðustu ára hefur Kramnik staðið fyllilega jafnfætist Kasparov sem hefur mun meiri reynslu af erfiðum einvígjum. Á þeim vettvangi hefur enginn staðist honum snúning hingað til. Kramnik hefur gengið fremur illa í einvígjum, t.d. tapað fyr- ir Gata Kamsky og Shirov. Eins og svo margir ungir, rússneskir stórmeistarar, hef- ur Kramnik alist upp við „skóla“ Kasparovs og þróað sinn eigin stíl með hliðsjón af honum. Kramnik var aðstoð- armaður Kasparovs í einvíg- inu við Anand í New York 1995. Hann þekkir Kasparov að því marki sem það er hægt og virðist búa yfir stíl sem hentar vel gegn hinni kraftmiklu taflmennsku Kasparovs. Skákeinvígi Kasparovs og Kramniks í London þessa dagana hefur vakið gífurlega athygli. Það er af mörgum talið eiginlegt heimsmeistaraeinvígi þó svo sé ekki samkvæmt túlkun og lögum Alþjóða skáksambandsins. Ummæli Besta veiðikerfi í heimi? Því er stundum hald- ið fram að Islendingar hafi búið til besta fisk- veiðistjómunarkerfi í heimi. Það kann vel að vera. En ef kerfið á að halda áfram að vera gott þarf að huga vel að því að endurbæta það og sniða af því augljósa agnúa og læra af reynslu annarra. Reynslan af uppboði fjar- skiptarásanna í Evrópu gefur gott til- efni til slíks endurmats." Þórólfur Matthíasson hagfræðingur, í Mbl. 13. október. Hóran RÚV Ríkisútvarpið er eins og ofursnyrt hóra á gangstétt sem selur hveijum sem kærir sig um innviði sína. Það er m.a. kölluð kostun. Samt eru landsmenn látnir borga úthaldið, hvort sem þeim líkar betur eða verr. í skjóli þeirrar nauðgunar er mennta- málaráðherra æðsti maður apparatsins og pólitískir framagosar sitja í fullkom- lega áhrifalausu ráði og eiga að gæta þar ímyndaðra almannahagsmuna.. Sovétstíllinn á ríkisupplýsingunni er orðinn fullljós til að hægt sé að halda honum tO streitu á nýrri þúsöld." Oddur Ólafsson í Degi 13. október. Frjálsræöiö í fyrirrúmi „Nú I upphafi þings minnir Frelsar- inn þingmenn Sjálfstæðisflokksins á að hann muni fylgjast náið með því hvern- ig þeir munu greiða atkvæði í einstök- um málum í vetur.Menn tala gjarnan um hve íslensku samfélagi hafi fleygt hratt fram, sé litið til síðustu áratuga. Að íslenskt samfélag hafi risið úr gam- aldags bændasamfélagi, með torfkofum og tilheyrandi, í nútímalegt tæknisam- félag. Frelsarinn tekur undir það. En hvað skyldi fyrst og fremst hafa orsak- að framþróunina? Án efa er það aukið fijálsræði manna til orða og athafna, og virðing fyrir eignarrétti fólks.“ Úr Netmiðlinum frelsi.is 12. október. Pappírslöggurnar „Mér finnst þetta uppátæki vera í senn grátbroslegt og kannski lýsandi fyrir ástandið eins og það er. Það hvarflar að manni að þetta sé leið stjómvalda til þess að fjölga „lögreglumönnum" og fyrst þau geta ekki fjölgað lifandi lögreglumönn- um á færi, þá em þeir í staðinn ljósrit- aðir og negldir upp á ljósastaura. Mað- ur veit eiginlega ekki hvort maður á að hlæja að gráta.“ Ragnheiöur Davíösdóttir forvarnarfull- trúi, f Degi 13. október. Framsóknarflokknum allt Það gladdi mig að sjá dönsku þjóðina kveða stofn- ana- og atvinnurekenda- veldið í kútinn og reyndar fleiri óráðholl o.fl. Ðanir hafa það sem okkur íslend- inga sárvantar, það er að ýta pólitíkinni til hliðar þegar hún ógnar sjálfstæði og lífskjörum. Við höfum það gott, eigum við að kasta því frá okkur fyrir eitthvað sem við þekkjum ekki? sagði danskur krónuvinur. Sumir hlægja, aðrir brosa í útskýringum sínum um evruna og E.S.B. í nýlegum Kastljóss-þætti kvað Halldór Ásgrímsson íslending- um nauðsyn að miðla fátækum þjóð- um af auðlegð sinni en hann er ákaf- ur evrusinni sem skyndilega vill við- ræður um aðild aö E.S.B. og leyfa út- lendingum að fjárfesta í sjávarútvegi okkar. Aldrei hef ég heyrt Halldór Ásgrímsson fjalla í alvöru um að hjálpa fátækum löndum sínum, hvað þá að vilja fara í vafasamar breyting- ar á lífskjörum þjóðarinnar fyrir þá eins og hann vill gera fyrir fátækar þjóðir og hann fjallaði um á svo lang- dreginn hátt í þættinum. Auðmýktin sem Halldór Ásgríms- son vildi í þættinum sýna að hann ætti til fór honum ekki vel og þegar hann talar um að hjálpa fátækum hlægja sumir, en aðrir brosa. Frá því að Jón Baldvin Hannibalsson hvarf af þingi hefur Halldór verið hægri hönd Davíðs Oddssonar við að færa aldraða, fatlaða og aðra þá er erfitt eiga að fá- tækramörkum og þar und- ir. Hann hefur tekið þátt í að stórauka misréttið og gera fólki úti á landsbyggð- inni svo erfitt fyrir að það flýr í stórhópum frá óseljan- legum eignum sínu til Reykjavíkur og magnar um leið þenslu og stórhækkar kaupverð íbúða og leigu fyrir utan yfirþyrmandi húsnæðisskort. Aldrei mun þjóðin bera þess bætur sem Halldór Ásgrímsson er nú að hafa í gegn á Austurlandi. Þar er útlit fyrir að hann komi því til leiðar sem aldrei áður hefur gerst í íslandssöguni, að svo margir verði látnir fórna svo miklu fyrir svo fáa. Sjálfstæðisflokkur betri kostur í vinstri stjórn Á sínum tima í Bretlandi var þessu öfugt farið, þar þótti með ólík- indum hvað fáir gátu gert mikið fyr- ir marga. Ótrúlegt hvað svo litlum flokki sem Framsóknarflokkurinn er hefur tekist að valda miklum vand- ræðum í auðlinda-, byggða- og sjáv- arútvegsmálum og ekki má gleyma skipasmíðaiðnaðinum sem þeir fluttu að mestu í hendur útlending- um. Brimbrjótur Halldórs Ásgríms- sonar í erfiðustu málunum er Ingi- björg Pálmadóttir heilbrigðisráð- herra og er greinilegt að henni er ekki sjálfrátt í mörgum ákvarðana- tökum. Ingibjörgu virðist fjarstýrt og hún neydd til að taka ósanngjarnar og óvinsælar ákvarðanir sem hún kemst ekki undan og situr ein uppi með svo Halldór Ásgrímsson geti verið sakleysið uppmálað frammi fyrir þjóðinni. Þegar hún svo er orð- in óþægilega óvinsæl fyrir flokkinn er hægur vandi að skipta henni út eins og óvinsælum Finni forðum. Nú sér Halldór sér leik á hinu pólitíska taflborði og sá skal leikinn tímanlega og fleyta honum sjálfum í forsætisráðherrastólinn. Hann telur að vinstri flokkamir breyti engu án sinnar aðstoðar og neyðist til að sætta sig við afarkosti af hálfu litla flokksins hans sem aðstoðað hefur Sjálfstæðisflokkinn við að mismuna þegnunum og færa þjóðareignir á fárra hendur. Sjálfstæðisflokkurinn kemur til dyranna eins og hann er klæddur og vill að rikir verði ríkari og segir að fátækir hafi það ágætt og þar er átt við fólk sem háð er bótum og lífeyri , og svo láglaunafólkið. Framsóknar- flokkurinn reynir alltaf að sýnast annað en hann er og einungis hags- munir eða pólitísk trúarástríöa nokkurra manna heldur honum á floti. Meöan þjóöin sér ekki hvernig stjórnarflokkamir eru að leika hana er Sjálfstæðisflokkurinn, af tvennu illu, betri kostur í stjómarsamstarf vinstri flokkanna. Albert Jensen „Nu ser Halldór leik á hinu pólitíska taflborði og sá skal leikinn tímanlega og fleyta honum sjálfum í forsætisráðherrastólinn. Hann telur að vinstri flokkamir breyti engu án sinnar aðstoðar...“ - Formaður Framsóknarflokksins meðal ungra framsóknarmanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.