Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2000, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2000 25 DV-Sport - handboltakynning 2000-01 Hamar Pétur Ingvarsson, þjálfari Hamars: Verður erfitt „Þaö er vonandi aö veturinn verði framhald af síöasti vetri. Eflaust verð- ur þessi þó erfiðari þar sem það eru fleiri góð lið núna en í fyrra. Við stefnum að sjálfsögðu á að komast í úrslitakeppnina aftur og reyna að bæta árangurinn frá því i fyrra. Það er fmn andi í hópnum og þetta eru að mestu leyti strákar sem hafa verið hjá mér frá því ég tók við liðinu í 1. deild þannig að ég veit hvar ég hef þá og þeir vita hvað ég ætlast til af þeim. Það er mjög mikill kost- ur að halda sama mann- skap og þá geta menn einbeitt sér að því að bæta sig í stað þess að læra nýjar áherslur. Liðið í vetur er þó aðeins öðruvísi en í fyrra þar sem við missum Ómar en fáum Ægi. Síðan erum við með öðruvísi útlending en var í fyrra. Við erum nokkuð brattir og stefnum leynt og ljóst á að komast í úrlitakeppnina en erum samt ekkert að setja neina pressu á okkur heldur frekar bara að reyna bæta okkur sem lið og hafa gaman af þessu. Við eigum mjög góða áhorfendur sem gaman er að spila fyrir og þeir gera heimavöll- inn sterkan. Þeir styðja þétt við bakið á okkur og breytir engu hvort okkur gangi Ula eða vel, aUtaf getum við stólað á stuðninginn. Þeir koma tU að styðja liðið og hafa gaman af að horfa á körfubolta. Á mörgum stöðum eru áhorfendur liðanna famir að gera óhóflegar kröfur um sigra og ætlast tU að fá nokkrar troðslur. Ef þeir fá það ekki þá brýst það út í nei- kvæðni. Þetta erum við lausir við og einbeitum okkur að því að skemmta sjáUúm okkur og okkar fólki. DeUdin verður ein- staldega jöfn í vetur þar sem Oeiri Uð em sterkari en oft áður. Suðumesjalið- in eru auðvitað öU mjög sterk og þá eru KeOvíkingar mun sterkari en siðastliðinn vetur. Njarðvík er með öðruvísi lið í ár en í fyrra en samt sem áður með gríðarlega öflugan hóp. KR verð- ur komið með sterkt lið þegar útlend- ingur verður kominn. ÍR er með lið sem á eftir að fara langt í vetur.“ Komnir: Ægir Hrafn Jónsson frá ÍA, Chris Dade frá Haukum, Gunnlaugur Erlendsson frá Tindastóli. Farnir: Kristinn L. Karlsson í Selfoss, Ólafur Guðmundsson í Selfoss, Ómar Sigmarsson í Tindastól, Ægir Gunnarsson meiddur, Brandon Titus. Heimavöllur: Heimaleikir í Hveragerði Hamar-KFf.....28. sept. kl. 20.00 Hamar-KR......12. okt. kl. 20.00 Hamar-Grindavík . . 26. okt. kl. 20.00 Hamar-ÍR.......5. nóv. kl. 20.00 Hamar-Valur....3. des. kl. 20.00 Hamar-Þór.....7. des. kl. 20.00 Hamar-Haukar .... 11. jan. kl. 20.00 Hamar-Njarðvík .. 1. febr. kl. 20.00 Hamar-TindastóU . 11. febr. kl. 16.00 Hamar-Keflavík . . 18. febr. kl. 16.00 Hamar-SkaUagr. .. 8. mars kl. 20.00 Hamar 1999-2000 Besti árangur það ár * o' Versti árangur það ár Röð flrangur 18stig 8. Stig að meðattali 78,3 9. Skotnýting 43,2% 10. Þriggja stiga kötfur 7,4 7. Þriggja stiga nýting 32,1% 9. Vrtanýting 72,9% 2. Tapaðir boltar 16,8 7. Stigásig 83,8 7. Skotnýting mótherja 45,1% 5. Tapaðir boltar mótherja 18,2 2. Sóknarfráköst tekin 10,1 8. Hlutfall frákasta tekin 47,2% 11. Varinskot 2,77 3. Fiskaðar vðlur 18,9 8. Villur fengnar 22,7 12Á\\ • • Ágúst Kristinsson Bakvöröur 23 ára, 183 cm, 79 kg Leikir 10, stig 5 i Birgir Öm Ólafsson Bakvöröur 21 árs, 178 cm, 72 kg Leikir 0, stig 0 Chris Dade Bakvöröur 25 ára, 187 cm, 88 kg Leikir 10, stig 206 Gunnlaugur Erlendsson Framherji 19 ára, 195 cm, 97 kg Leikir 11, stig 6 Hjalti Jón Pálsson Miöherji 24 ára, 200 cm, 110 kg Leikir 72, stig 279 Kjartan Kárason Bakvöröur 22 ára 185 cm, 82 kg Leikir 15, stig 33 Lárus Jónsson Bakvöröur 22 ára, 178 cm, 74 kg Leikir 17, stig 26 Óli Barðdal Bakvörður 23 ára, 185 cm, 83 kg Leikir 115, stig 212 Pétur Ingvarsson þjálfari/framherji 31 árs, 191 cm, 85 kg Leikir 233, stig 2923 Siguröur E. Guðjónsson Bakvöröur 27 ára, 183 cm, 78 kg Leikir 0, stig 0 Skarphéöinn F. Ingason Framherji 23 ára, 194 cm, 92 kg Leikir 79, stig 406 —EPSON DEILDIHI Hamar varð nítjánda félagið tU að spUa í úrvalsdeUdinni í fyrra og aðeins annað félagið frá upphafi tU að fara í úrslitakeppni á sinu fyrsta tímabUi en Haukar náðu þeim árangri einnig 1983 tU 1984. Sex nýliðar í deUdinni hafa náö því að komast í úrslitakeppnina (HaiUt- ar, 1984, Keflavík, 1986, Þór Ak. og ÍR, 1995, SnæfeU, 1999 og Hamar, 2000). Uppgangur körfuboltans í Hvera- gerði hefur verið mjög hraður. KörfuknattleiksdeUdin var stofnuð fyr- ir átta árum en Hamar komst í fyrsta sinn í 1. deild 1997 og fór upp í úrvals- deddina á öðru ári sínu í deUdinni. Engir nýliðar hafa byrjað jafnvel í úr- valsdeild og Hamarsliðið í fyrra því Hamar vann fjóra fyrstu úrvalsdeUd- arleiki sína i sögunni, á Snæfelli, KFÍ, Tindastóli og ÍA, en fyrsta tapiö kom í jöfnum leik gegn Njarðvík i fimmtu umferð. KeUvíkingar náðu reyndar að vinna fyrstu fjóra úrvalsdeildarleiki sína og eiga því félögin metið saman. Eftir að hafa byrjaó veturinn mjög vel og unnið átta af fyrstu funmtán leikjum sínum töpuðu Hvergerðingar átta af síðustu níu leikjum sinum í deUd og úrslitakeppni. Hamar var grófasta liðið á síðasta tímabUi ef marka má vUlur fengnar í leik. Hamar fékk aUs 500 vUlur, eöa 22,7 að meðaltali, og fékk fleiri en tuttugu vUlur í 17 af 22 leikjum siðasta tíma- bils. Hamar vann 4 af þeim fimm leikj- um þar sem liðið fékk færri en 20 vill- ur. Hamarsmenn voru stigalausir gegn liðum fyrir sunnan Esju en unnu níu af 12 leikjum sinum gegn liðum fyrir norðan Esjuna. Hamar var eina liðið í EpsondeUdinni í fyrra sem ekki náði að leggja liðin fimm sem eru á suðvest- urhomi landsins. Varnarleikur Hamarsliðsins skipti miklu máli því liðið vann alla þá átta leiki þar sem Hamarsmenn náðu að halda andstæðingum sínum undir 80 stigunum en töpuðu 13 af 14 leikjum þar sem mótherjamir rufu 80 stiga múrinn. Ekkert lið i Epsondeildinni í fyrravet- ur lenti í fleiri jöfnum leikjum en Ham- ar sem lenti í átta leikjum þar sem munurinn mUli liöanna varð fimm stig eða minna. Auk Hamars lék KFÍ átta leiki þar sem munurinn varð svona lít- Ul.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.