Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2000, Blaðsíða 15
37 MANUDAGUR 16. OKTOBER 2000 DV-Sport - körfuboltakynmng 2000-01 i ■ i Grindavlk Pétur Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur: Miklar breytingar „Mér llst mjög vel á komandi vet- ur og er sannfærð- ur um að hann verður skemmtileg- ur því liðin eru nokkuð jöfn. Við erum með talsvert breyttan hóp frá því fyrra og reyndar hafa verið miklar breytingar hjá liðinu á síðastliðnum tveimur árum en ég tel við höfum haldið styrkleik anum ansi vel. Það er reyndar ekki búist við miklu af liðinu, sé tekið mið af spánni, en við sýnum bara annað þegar út í sjálfa barátt- una er komið og reynum eftir fremsta megni að ná í titla. Þróun- in í kvennaboltanum hefur verið sú undan- farin ár að það eru alltaf að koma yngri stelpur inn í þetta og þær eldri og reyndari hætta of fljótt og tölu- vert af liðum hafa hætt þátttöku í efstu deild. Ungu stelpurnar í dag eru mun betri en fyrirrenn- arar þeirra og það er mjög jákvætt en það verða að koma fleiri lið í deildina svo þær fái almennilega reynslu. Ég veit reyndar að þessi mál eru í vinnslu hjá KKÍ og vonandi verður upp- sveifla á næstu árum og ég hef reyndar ekki trú á öðru,“ sagði Pét- ur Guðmundsson, þjálfari Grinda- víkurstúlkna. -^EPSON DEILDIIM Komnar: Farnar: Sólveig Gunnlaugsdóttir í KFÍ, Stefanía Ásmundsdóttir i KFÍ, Stefanía S. Jónsdóttir i Hauka, Svanhildur Káradóttir hætt. Heimaleikir í Grindavík: Grlndavlk-Keflavík Grindavík-KR . . . Grindavík-ÍS .... Grindavík-Keflavík Grindavík-KFÍ . . . Grindavík-KFl . .. Grindavík-KR . . . Grindavík-ÍS .... 14. okt. kl. 14.00 . . 2. des. kl. 14.00 . . 9. des. kl. 14.00 14. jan. kl. 14.00 . 26. jan. kl. 20.00 . 27. jan. kl. 14.00 . 3. mars kl. 14.00 10. mars kl. 14.00 Tölfræði og árangui Grindavík 1999-200Í Besti árangur það ár 1 Versti árangur það ár Árangur 4stig Stig að meðaltali 43,9 Skotnýting 31,3% Þriggja stiga körfur 3,1 Þriggja stiga nýting 23,9% Vítanýting 57,9% Tapaðir boltar 24,2 Stigásig 70,0 Skotnýting mótiierja 41,3% Tapaðir boltar mótherja 14,2 Sóknarfráköst tekin 8,9 Hlutfall frákasta tekin 45,0% Varín skot 2,10 Fiskaðar villur 15,2 Villur fengnar 15,6 Röð 6Á «•€ 4. 5. 6. g 6.g 4. 5. 6. «* 6.| 6.g 3. 6.*\ V [5gg- Bára Vignisdóttir Elva Rut Sigmarsdóttir Erna R. Magnúsdóttir Bakvöröur Bakvöröur/framherji Bakvöröur 18ára, 169 cm 15ára, 173 cm 15ára, 163 cm Jovana Stefánsdóttir Bakvöröur/framherji 15 ára, 170 cm Olöf H. Pálsdóttir Bakvörður 15 ára, 172 cm Olöf Isaksdóttir Framherji/miðherji 15 ára, 163 cm Petrúnella Skúladóttir Bakvöröur/framherji 15 ára, 173 cm Sigurrós Ragnarsdóttir Framherji 26 ára, 171 cm Rut Ragnarsdóttir Bakvörður/framherji 15 ára, 175 cm Sandra D. Guðlaugsdóttir Bakvörður 23 ára, 170 cm Sigríöur Ólafsdóttir Framherji 19 ára, 177 cm Þuríður Gísladóttir Framherji/miöherji 19 ára, 174 cm Pétur Guðmundsson Þjálfari Þetta er fyrsta ár hans með liðið. 1. deild kvenna Grindavík teflir örugglega fram í ár einu yngsta liðinu í sögu 1. deildar kvenna frá upphafi því aðeins tveir leikmenn liðsins í 12 manna leik- mannahópi er yfir tvítugu. Fyrirlið- inn, Sandra Gudlaugsdóttir, er önn- ur þeirra en hún er samt aðeins 23 ára. Meðalaldur leikmannahópsins er aðeins 17,5 ár og það er vafasamt að svo ungt lið hafl spilað í 1. deild kvenna áður, eða lið sem er undir lög- aldri að meðaltali. Árgangurinn 1985 er mjög sterkur í Grindavík sem sést kannski best á því að hann á sjö stelpur í meistara- flokknum í ár. Margar þessara stelpna eru komnar í yngri landsliðin og ljóst að mikill efniviður er fyrir hendi í Grindavík. Nú er bara að sjá hvernig tekst til hjá liðinu i vetur en flestar stúlkurnar fengu fyrstu reynslu sína í deildinni í fyrravetur. Grindavik hefur einu sinni orðið íslandsmeistari, veturinn 1996 til 1997. Liðið kom þá mjög á óvart í úrslita- keppninni eftir að hafa verið fjóröa og síðasta liðið inn í hana. Grindavík sló út bæði liðin í tveimur efstu sætunum (Keflavík í undanúrslitum og KR í úr- slitunum) án þess að tapa leik og varö fyrsta liðið í sögu úrslitakeppni kvenna til þess að fara ósigrað í gegn- um hana. Þess má geta að Grindavík- urliðið hafði tapað öllum sex leikjum sínum gegn Keflavík og KR á tímabil- inu sem sýnir kannski enn frekar að liðið kom upp á hárréttum tíma. Grindavíkurliðið hefur misst stigahæsta leikmann síðustu tveggja tímabila, Sólveigu H. Gunnlaugs- dóttur, til KFÍ en Sólveig var einmitt í liði ársins á síðasta tímabili. Sólveig skoraði 14,7 stig að meðaltali í fyrra sem var annað hæsta stigaskor íslend- ings í deildinni á eftir Erlu Þorsteins- dóttur í Grindavík sem skoraði 15,3 stig í leik. Auk Sólveigar lagði Svanhildur Káradóttir skóna á hilluna á síðasta tímabili en hún hefur tekið flest frá- köst fyrir Grindavík í 1. deild kvenna, eða 625 í 82 leikjum sem gerir 7,6 að meðaltali í leik. Svanhildur sýndi þó í fyrra að hún á nóg eftir, var með 10,5 stig, 11,7 fráköst og 2 varin skot að meðaltali i þeim sex leikjum sem hún lék í og hver veit nema Grindjánarnir plati hana aftur af stað í vetur. -ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.