Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2000, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2000, Síða 13
MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2000 35 DV-Sport - körfuboltakynning 2000-01 Þór Ak. Ágúst Guðmundsson, þjálfari Þórs, Akureyri: Gera betur „Stemningin hjá okkur á Akureyri er mjög góð og við höfum sett stefnuna á að gera betur en í fyrra. Við ætlum okkur að vera ekki neðar en 1 6. sæti og eiga öruggt sæti í úrslitakeppn- inni í vor. Ég tel að við séum vel undir- búnir fyrir komandi átök, við höfum aldrei spilað eins marga æf- ingaleiki eins og nú í ár. Við tókum þátt í ágætu móti í Danmörku og ég hef verið nokkuð sáttur við spilamennskuna hjá liðinu, fyrir utan Valsmótið en þar vorum við hræðilegir. Ég tel ástæðuna fyrir því að okkur var ekki spáð ofar sé vegna þess hversu slakir við vorum í því móti. Liöið er nokkuð ungt að árum en þessir strákar búa enga að síð- ur yfir mikilli reynslu. Einn okkar aðalstyrkleiki er samæflng leikmanna því þeir hafa spilað saman í mörg ár. Leikskipulagið er reyndar aðeins breytt frá því í fyrra þar sem við höfum ekki sterkan Ameríkana undir körfunni. Við bindum þó miklar vonir við Clifton Bush og ég er sannfærður um að kraft- urinn og dugnaðurinn í honum á eftir að nýt- ast liðinu vel. Ann- ars er hópurinn breiður og góður og við þurfum ekki að ör- vænta, þó svo að við lendum í einhverjum meiðslum í vetur. Það kemur alltaf mað- ur í manns stað. Þetta snýst ailtaf um að toppa á réttum tima og við ætl- um að toppa í vor,“ segir .Ágúst. Hann telur að baráttan í vetur verði á milii þriggja liða. „KR, Njarðvík og Keflavík virka á mig sem sterkustu liðin í dag. Ef KR-ingar sleppa við meiðsli og fá Vassell aftur í vetur verða þeir griðarlega sterkir. Mér sýnist vera nokkurt bil í næstu lið á eftir og t.d. er Valur stórt spurningar- merki. KFÍ og Skallagrímur gætu átt erfiðan vetur fyrir höndum en ekkert hefur sést til þeirra og því erfltt að meta styrk þeirra. Þetta er síðan fljótt að breytast ef liðin fara að kaupa leikmenn á tímabilinu sjálfu." A EPSON —OEILD0IM Komnir: Clifton Bush frá KFÍ, Þorvaldur Öm Amarson frá ÍV. Farnir: Einar Valbergsson í Skotfélag Akureyrar, Marice Spillers, Davíð Guölaugsson í Stjöriiuna, Hrafn Jóhannesson í Val. Heimaleikir á Akureyri: Þór-Skallagr....28. sept. kl. 20.00 Þór-Haukar ......12. okt. kl. 20.00 Þór-Njarðvík ....26. okt. kl. 20.00 Þór-Keflavík ......3. des. kl. 20.00 Þór-Valur.....14. des. kl. 20.30 Þór-KFÍ .........11. jan. kl. 20.30 Þór-KR........1. febr. kl. 20.30 Þór-Grindavlk .... 11. febr. kl. 20.00 Þór-ÍR...........18. febr. kl. 16.00 Þór-Hamar..........4. mars 16.00 — Tölfræði og árangur Þór Ak. 1999-2000 # 11 Besti árangur það ár # 21 Versti árangur það ár RÖÖ flrangur 20 stig 7. Stigað meðaltali 81,8 8. Skotnýting 47,5% 4. Þriggja stiga körfur 4,8 12. Þriggja stiga nýting 30,9% 10. Vítanýting 72,4% 3. Tapaðir boltar 18,2 11. Stigásig 88,3 11. Skotnýting mótherja 47,8% 10. Tapaðir boltar mótherja 14,5 10. Sóknarfráköst tekin 10,0 9. Hlutfall frákasta tekin 51,3% 6. Varín skot 2,09 9. Fiskaðar villur 20,3 4. Villur fengnar 20,6 10. •--------• rOT Agúst Guðmundsson Þjálfari Þetta er 3. ár hans með liðið. Einar O. Aðalsteinsson Framherji 19 ára, 194 cm, 82 kg Leikir 43, stig 357 Hermann Hermannsson Framherji 19 ára, 191 cm, 86 kg Leikir 30, stig 84 Óöinn Ásgeirsson Framherji/miðherji 21 árs, 197 cm, 85 kg Leikir 45, stig 373 Ásmundur Oddsson Bakvörður 20 ára, 185 cm, 85 kg Leikir 1, stig 0 Þorvaldur Arnarsson Framherji 26 ára, 191 cm, 87 kg Leikir6, stig 16 Þórarinn Jóhannesson Framherji 20 ára, 190 cm, 80 kg Leikir 11, stig 5 Clifton Bush Framherji/miðherji 29 ára, 195 cm, 91 kg Leikir 28, stig 719 Guömundur Aðalsteinss. Framherji/miðherji 20 ára 192 cm, 98 kg Leikir 4, stig 0 Siguröur Sigurðsson Bakvöröur 21 árs, 179 cm, 81 kg Leikir 81, stig 592 Einar H. Daviðsson Bakvörður 26 ára, 180 cm, 82 kg Leikir66, stig 110 Guömundur Oddsson Bakvörður 22 ára, 182 cm, 83 kg Leikir 28, stig 31 Konráö Óskarsson Bakvöröur 35 ára, 177 cm, 74 kg Leikir 235, stig 3442 Hafsteinn Lúðvfksson Framherji 24 ára, 190 cm, 101 kg Leikir 147, stig 1231 Magnús Helgason Framherji 20 ára, 196 cm, 88 kg Leikir 56, stig 410 Endirinn á sidasta keppnistíma- bili var eftirminnilegur fyrir Akureyr- arliöið en Þórsliðið vann flmm síðustu deildarleiki sína og setti félagsmet í úrvalsdeild fyrir flesta sigurleiki í röð. Þárslióið bcetti með þessu árang- urinn sinn um 16% á einum mánuði og komst upp í sjöunda sæti deildar- innar. í úrslitakeppninni tapaði liðið eftir hörkukeppni við Hauka í átta liða úrslitunum. Besta tímabil Þórsara í úrvals- deildinni er 1994 til 1995 þegar þeir sem nýliðar í deildinni unnu 18 af 32 leikjum og tryggðu sér fimmta sætið og sæti i úrslitakeppninni. Þórsliöið skoraði þá 95,6 stig að meöal- tali í leik sem er onn félagsmet. Þórsarar voru það lið sem hitti best í seinni umferðinni (49,2%) og tók næsthæsta hlutfall (55,2%) af fráköst- um í boði á eftir Haukum. Þórsarar unnu 6 af 11 leikjum sinum í seinni umferð. í fyrri umferð tóku Þórsarar aðeins 47,2% frákasta (10. sæti) og hittu í 45,6% skota sinna (6. sæti). Þórsliðió var sterkt á spennumikl- um lokamínútum og vekur það nokkra athygli að liöið vann 6 af sjö leikjum þar sem munaði fimm stigum eða minna á liðunum. Annað lið sem byggði á ungum mönnum í fyrra, KR, tapaði aftur á móti öllum sínum fjór- um leikjum þegar ekki munaði meira en fimm stigum á liðunum. Konráð Óskarsson er bæði leikja- og stigahæstur Þórsara í úrvalsdeild- inni frá upphafi en Konráð, sem er enn að, hefur leikið 335 leiki og skor- að 3442 stig fyrir Þórsliðiö f úrvals- deild. SPARBJÍeUR NORÐLENDINGA -wð styðjum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.