Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2000, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2000, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2000 39 DV-Sport - körfuboltakymúng 2000-01 Keflavík Kristinn Einarsson, þjálfari Keflavíkur: Skýr stefna hjáokkur Stefnan hjá okkur er skýr. Við ætlum að vinna öll mót sem við tökum þátt í og þar með verja titlana frá því í fyrra. Við höfum reyndar misst sterka leik- menn eins og Önnu Maríu og Öldu Leif og fleiri, sem annað- hvort eru famar eða hættar, en í staðinn eru að koma ungar efnilegar stelpur sem við treystum á að fylli í skörðin. Hér í Keflavík er unnið gott uppbyggingarstarf og það skilar sér ailtaf að lokum og hér er horft björtum augum til framtíðar. Væntanlega verður KR sterkt eins og undanfarin ár en mér sýnist líka að ÍS-liðið geti orðið mjög sterkt þegar líða fer á veturinn. Ásamt okkur eru þetta væntanlega liðin sem koma til með að slást um titlana. Það er mikið af góðum efniviði í körfuboltanum um allt land en þetta er alltaf spurning um hvernig haldið er utan um málin í hverju liði fyrir sig. Ég held að hvert félag, sem ætlar sér á annað borð að vera með í þessum slag, verði að setja sér metnaðarfull markmið þannig að eitthvað jákvætt og skemmtilegt komi út úr þessu fyrir stelpurnar og alla þá sem áhuga hafa á þessu,“ sagði þjálfari Keflavíkurstúlkna, Kristinn Einarsson. 1. deild kvenna Komnar: Sigríður Guðjónsdóttir frá KFÍ. Farnar: Anna María Sveinsdóttir hætt, Alda Leif Jónsdóttir til Danraerkur, Birna Guömundsdóttir til USA, Eva Stefánsdóttir í Njarðvík. Heimaleikir í Keflavík: Keflavík-ÍS....21. okt. kl. 20.00 Keflavík-Grindavík 12. nóv. kl. 16.00 Keflavík-KR....25. nóv. kl. 14.00 Keflavík-KFÍ....9. des. kl. 14.00 Keflavík-ÍS....21. jan. kl. 20.00 Keflavík-Grindavík 17. febr. kl. 14.00 Keflavík-KR.....6. mars kl. 20.00 Þg árai ngur Keflavík 1999-2000 * m Besti árangur það ár * s* Versti árangurþað ár Röð flrangur 36 stig 2. Stigað meðaltali 74,5 2. Skotnýting 42,8% 2. Þriggja stiga körfur 2,7 5. Þriggja stiga nýting 25,6% 3. Vítanýting 76,2% i.{;> Tapaðir boltar 17,5 2. Stigásig 51,9 2. Skotnýting mótherja 31,0% l-íl' Tapaðir boltar mótherja 24,7 2. Sóknarfráköst tekin 12,3 3. Hlutfall frákasta tekin 52,3% 2. Varin skot 6,55 l-íl' Rskaðar villur 17,9 2. Villur fengnar 16,4 2. •------------« nr<a Ingibjörg L. Gunnarsdóttir Bakvörður 17 ára Kristín Blöndal Bakvörður 28 ára, 168 cm S. Bonnie Lúðvíksdóttir Bakvörður 18 ára, 169 cm Vilborg Pétursdóttir Marín Rós Karlsdóttir Bakvöröur 20 ára, 169 cm Sigríður Guðjónsdóttir Miðherji 22 ára Svava Stefánsdóttir Bakvörður/framherji 16 ára, 178 cm Theódóra S. Káradóttir Bakvörður 15 ára, 172 cm Kristinn Einarsson Pjálfari Þetta er 2. ár hans með liðið. 1. deild kvenna Keflavik spilar i ár í fyrsta sinn i langan tíma án Önnu Maríu Sveinsdóttur sem hefur verið lykilmaður liðsins undanfarin fimmtán ár. Anna María er sigursælasta körfuknattleikskona sögunnar, hefur unn- ið alls 19 stóra titla. Níundi íslandsmeist- aratitillinn og tíundi bikarmeistaratitill- inn komu í hús á síðasta tímabili. Anna Maria er stigahæsti leikmaður 1. deildar kvenna frá upphafi en hún gerði 4210 stig í 252 deildarleikjum sínum. Auk þessa er Anna María stigahæsti leikmaður úrslitakeppninnar frá upphafi með 533 stig og sú stigahæsta í bikarúrslitaleiknum með 181 stig í ellefu bikarúrslitaleikjum. Enginn leikmaður í íslenskum körfuknatt- leik hefur oftar verið valinn bestur (6) og engin körfuknattleikskona hefur farið oft- ar í lið árins, eða tíu sinum. Kristín Blöndal hefur tekið við fyrirliða- stöðunni af ÖnnuMaríu Sveinsdóttur en líkt og Anna María var Kristín Blöndal með í fyrsta íslandsmeistaratitli Keflavík- ur í körfubolta fyrir 12 árum. Á þessum 12 árum hafa niu íslandsmeistaratiflar komið til Keflavíkur en Kristín hefur komið að sjö þeirra. Keflavikurlióiö setti glæsilegt met í fyrra í vítanýtingu þegar stúlkurnar nýttu 76,2% þeirra víta sem þær fengu. Keflavík bætti þá met Grindavíkur frá 1995-96 um fimm prósent en þess má geta að nýliðar Tinda- stóls náðu öðrum besta árangri í 1. deild kvenna frá upphafi með því að nýta 71,8% víta sinna. Mikiö munaöi um gðða nýtingu þriggja lykilmanna Keflavíkurliðsins en liðið átti þrjár efstu konur á listanum yfir bestu vítanýtinguna. Alda Leif Jónsdóttir nýtti vitin best, eða 86,8%, Anna María Sveins- dóttir nýtti víti sín 86,4% og Erla Þor- steinsdóttir nýtti 79 af 95 vítum sínum en það er frábær 83,2% vítanýting. Saman nýttu þessar þrjár víti sín 85%. Keflavíkurliðiö náöi einnig öðrum ein- stökum árangri því liðið átti þrjár stelpur jafnar á toppnum yfir flestar gefnar stoðsendingar á tímabilinu. Þær Alda Leif Jónsdóttir, Anna María Sveinsdóttir og Kristín Blöndal gáfu allar 97 stoðsendingar í leikjunum 20, eða 4,9 að meðaltali í leik. Alda Leif er sú sem hefur gefíö flestar stoðsendingar frá upphafi (395) en Kristín er sú sem hefur gefið flestar að meðaltali í leik (3,9). Keflavíkurliðið setti með þessu að sjálfsögðu met yfir flestar stoðsendingar að meðaltali í leik (21,4) en þessar þrjár áttu 291 af 427 stoðendingum liðsins, eða 68%. Kvennaliö Keflavikur hefur orðið íslands- meistari á sléttum ártölum (1994, 96, 98 og 2000) síðustu sex ár og á því litla mögu- leika á titlinum í ár en Keflavíkurstelpum- ar eru örugglega staðráðnar í að breyta þeirri þróun og fagna á oddatöluárum einnig. Árið í fyrra var annars fimmta ár- ið í röð sem Keflvíkingar eiga Islands- meistara í annaðhvort karla eða kvenna- flokki. -ÓÓJ Berglindar 553-3818 Byggis á 30 mín. meðferö í hvert skipti. Þú finnur strax mun eftir einn tíma. Eftir upphitun vöðvanna fara rafboðin djúpt inn í þá. Við það losnar um úrgangsefni, mjólkursýrur og fleira sem safnast hefur upp í vöðvunum. ÞJálfa upp vöðva Þjálfar upp vöðva í trim- formi er hægt að þjálfa upp alla vöðva líkamans, auka vöðvaþol og vöðva- massa.Þú þarft ekki að gera teygjuæfingar því tækið sér um að teygja vöðvana fyrir þig. Gðmul meiðsl Byggist á 30 mín. meðferð í hvert skipti. Losar um bólgur og byggir upp vöðva. Einnig bjóðum við meðferð við tennis- olnboga, mígreni, brjósk- losi og klemmdri ískistaug. Frír pruFutími og ráðgjöF OpíS vkica da§3 Frá 8-22, buqanfaga Frá 9-14 TRIM/\FORM Grensásvegi 50, sími 553-3818

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.