Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2000, Blaðsíða 10
32 DV-Sport - körfuboltakynning 2000-01 Skallagrímur Alexander Ermolinskij, þjálfari Skallagrims: Vörn lykillinn „Varnarleikurinn veröur lykill- inn hjá okkur í vetur. Viö erum ekki með neinar stjömur í liðinu né leikmenn sem geta skorað að vild þannig að ef við spilum ekki góðan varnarleik þá er hætta á að við föll- um. Eins verðum við að spila mjög agaðan körfu- bolta og vera skyn- samir í öllum okkar aðgerðum. Breiddin í liðinu er ekki sérlega mikil þar sem aðeins 5 til 6 leik- mannanna hafa ein- hverja reynslu af að spila í efstu deild. Þar af leiðandi er samkeppnin ekki mikil um stöður i lið- inu. Sigmar Egilsson er i fínu formi og lofar góðu og svo er Ari Gunnars- son reyndur leikmaður sem á eftir að nýtast liðinu vel. Markmiðið hjá okkur er að halda okkur í deildinni en eins og ég kom inn á þá er það vörnin sem við verðum að stóla á. Við spáum ekkert í úrslitakeppnina eins og er en hver veit nema þetta smelli vel saman hjá okkur í vetur. Það sem háir okkur mest er undir- búningurinn fyrir tímabiliö. Flest, ef ekki öll, liðin hafa undirbúið sig mjög vel fyrir tímabilið en við vor- um í miklum vanræðum með mann- skap. Frá síðasta tímabili hafa margir leikmenn farið og það hefur verið erfitt að reyna fylla þeirra skörð. Við spiluðum aðeins 2 leiki fyrir tímabilið á meðan mörg önnur lið voru að spila hátt í 20 leiki. Ástæðan var sú að við vorum ekki orðnir nógu margir fyrr en rétt fyrir tímabilið. Þangað til náðum við ekki að spila 5 á 5 á æfingum. Hvað undirbúninginn varðar þá erum við töluvert á eftir hinum liðunum. Margir eru á þvi að við föllum en við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir það. Deildin á eftir að vera mjög áhugaverð í vetur,“ segir Alex- ander Ermolinskij. ^íEPSON DEILDIN Komnir: Alexander Ermolinskij frá Grindavík, Pálmi Þór Sævarsson frá Breiðabliki, Victor Pétur Rodriques frá Stafholtst., Krist- inn Lind Guömundsson frá Staf- holtst., Egill Örn Egilsson frá Stafholtst., Aandrey Krioni frá Rússlandi, Evgenij Tomilovski frá Rússlandi, Warren Peebles. Farnir: Birgir Mikaelsson hættur, Hlynur Bæringsson til USA, Kristinn Sveinsson til ÍS, Pálmi Þórisson til ÍS, John Torrey, Tómas Holton til Noregs, Trausti F. Jónsson til ÍA Heimaleikir í Borgarnesi: Skallagr.-KFÍ .... 13. okt. kl. 20.00 Skallagr.-KR.....26. okt. kl. 20.00 Skallagr.-ÍR......3. des. kl. 20.00 Skallagr.-Hamar ... 14. des. kl. 20.00 Skallagr.-Þór.....4. jan. kl. 20.00 Skallagr.-Valur .... 11. jan. kl. 20.00 Skallagr.-Haukar . . 1. febr. kl. 20.00 Skallagr.-Njarðvík . 11. febr. kl. 16.00 Skallagr.-Tindastóll 18. febr. kl.16.00 Skallagr.-Keflavík . 4. mars kl. 16.00 Tölfræði og árangur Skallagrímur 1999-2000 rS' * *1 Besti árangur það ár * 21 Versti árangur það ár RÖð Árangur 18 stig 9. Stíg að meðaltali 82,0 6. Skotnýtíng 45,2% 9. Þríggja stiga körfur 6,5 9. Þríggja stiga nýtíng 33,2% 8. Vítanýting 71,4% 5. Tapaðir boltar 17,8 9. Stig á sig 86,1 9. Skotnýting mótherja 47,8% 11. Tapaðir boltar mótherja 17,5 3. Sóknarfráköst tekin 10,2 7. Hlutfall frákasta tekin 47,5% 10. Varín skot 2,41 6. Fiskaðar villur 19,0 7. Villur fengnar 18,4 5. •-----------» MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2000 Alexander Ermolinskij Miöherji 41 árs, 206 cm, 103 kg Leikir 200, stig 3242 Andrey Krioni Framherji/miðherji 26 ára, 200 cm, 100 kg Leikir 0, stig 0 Ari Gunnarsson Framherji 30 ára, 187 cm, 93 kg Leikir 211, stig 1525 Davíð Örn Guðmundsson Bakvörður 16 ára, 175 cm, 65 kg Leikir 0, stig 0 Egill Örn Egilsson Bakvörður 20 ára, 177 cm, 63 kg Leikir 9, stig 4 Framherji/miðherji 35 ára, 195 cm, 94 kg Leikir 0, stig 0 Finnur Jónsson Hafþór I. Guömundsson Bakvörður Bakvöröur 21 árs, 184 cm, 81 kg 19 ára, 183 cm, 74 kg Leikir 8, stig 192 Leikir 25, stig 29 Kristinn L. Guðmundsson Framherji 20 ára, 188 cm, 92 kg Leikir 17, stig 6 Pálmi Pór Sævarsson Miðherji 19 ára, 195 cm, 100 kg Lleikir 22, stig 18 Sigmar Egilsson Warren Peebles Bakvörður Bakvörður 25 ára, 183 cm, 78 kg Leikir 42, stig 1100 leikir 150, stig 911 —>4 EPSON --deildiim Skallagrímsmenn eru að leika sitt tiunda tímabil í röð 1 úrvalsdeildinni en liðið hef- ur ails leikið 230 úrvalsdeildarleiki frá ár- inu 1991 þegar það komst fyrst upp. Ni- unda sætið hefur verið vinsælast hjá Borg- nesingum en þeir enduðu þar í þriðja sinn í fyrra. Besta árangrinum náði Skallagrímsliðið veturinn 1994 til 1995 þegar liðið vann 18 af 32 leilqum og endaði í sjötta saeti. Liðið stoppaði ekki þar heldur fór aila leið í und- anúrslit úrslitakeppninnar þar sem liðið tapaði reyndar fýrir verðandi íslands- meisturum í Njarðvík. Sigmar Páll Egilsson verð- ur leilqahæsti leikmaður Skailagríms í úrvalsdeild í vetur. Tómas Holton hafði eins leiks forustu á hann í efsta sæti með 151 leik en Tómas er farinn til Noregs og verður ekki með liðinu. Tómas Holton leiddi Skallagrimsliðið í fyrra og var sá leikmaður sem gaf flestar stoðsendingar í Epsondeildinni í fyrra en Tómas gaf 7,1 að meðaltali. Tómas átti mikinn þátt í að Skallagrímsliðið var það lið sem gaf fiestar stoðsendingar af ölium liðunum tólf í deildinni. Borgnesingar gáfú 19,2 stoðsendingar í leik í fyrra en Njarðvikingar voru þar í öðru sæti með 18,5. Warren Peebles er kominn til liðs við Borgnesinga og leikur sitt þriðja tímabil hér á landi en áður lék hann með Val og Grindavík. Peebles hefur sent 345 stoðsendingar og skorað 1100 stig í 42 úr- valsdeildarleikjum, sem gerir 25,6 stig, og 8,1 stoðsendingu í leik. Síðast þegar Peebles lék í deildinni með Grindavík var hann sá sem sendi flestar stoðsendingar í leik, eða 8,3 í. Alexander Ermolinskij er kominn aftur til Skailagríms þar sem hann byijaði veru sína hér á landi 1992. Ermolinskij er enn stigahæsti leikmaður felagsins í úrvals- deild en hann gerði 2343 stig í 113 leikjum fyrir liðið 1992 til 1996 sem gerir 20,7 stig að meðaitali. Á þremur af flórum tímabil- um þjá iiðinu náði Ermolinskij tvennu að meðaltali, það er yflr 20 stig og 10 fráköst, og mest gerði hann 22,4 stig að meðaltali 1992-13 og tók 11,1 frákast að meðaltali í leik 1993-94. Mest gerði Ermolinskij 37 stig og tók 21 frákast i einum leik. -ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.