Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2000, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 DV Fréttir HlV-málaferlin á ísafirði: Draga úr mér kraft - segir smitaði vélstjórinn sem langar aftur á sjóinn Réttarhöld hófust I gærmorgun í Héraðsdómi Vestfjarða í máli Guðjóns Kristinssonar vélstjóra gegn þrotabúi Vesturskipa hf. en Guðjóni var vikið úr skipsrúmi Geysis BA þegar hann tilkynnti yfirmönnum sínum að hann væri HlV-smitaöur. Réttarhöldin stóðu fram eftir degi í gær og bíða menn nú dóms sem er að vænta innan fjögurra vikna. Mál þetta er einstakt því nú reynir í fyrsta skipti í islenskri réttarsögu á rétt HlV-smitaðra á vinnumarkaðn- um. „Ég er feginn að þetta er komið í gang en það er ekki gaman að standa í þessu. Þetta dregur úr mér kraft en ég verð að standa á rétti mínum,“ sagði Guðjón vél- stjóri að loknum réttarhöldum en hann sat þá á Sjallanum á ísafirði ásamt Baldvini Þorlákssyni, fyrr- um skipstjóra á Geysi BA, en Baldvin var einnig kallaður fyrir réttinn. „Heilsan er stórfin um þessar mundir og mig langar aft- HlV-smifaður maður sagður hjartveikur 4 • nkÍH U OlfUtal H tnta •UWMa ■ -- C Frétt DV Tímamótaréttarhöld á ísafirði. ur á sjóinn. Ég hef bara ekki vilj- að taka áhættuna á að ráða mig í skipsrúm fyrr en niðustaða ligg- ur fyrir í þessu máli þvi ég vil vita minn rétt þó svo ég sé HIV- smitaöur,“ sagði Guðjón sem greindist með eyðniveiruna fyrir Vélstjórinn og skipstjórinn Guöjón Kristinsson og Baidvin Þorláksson í Héraösdómi Vestfjaröa í gærmorgun. sex árum og vonast til að mála- rekstur sinn gegn útgerðinni breyti viðhorfum manna gagn- vart HlV-smituðum. Baldvin Þorláksson, sem var skipstjóri á Geysi BA þegar Guð- jón var rekinn í land, var kallað- ur fyrir réttinn og inntur eftir því með hvaða hætti brottrekstur vél- stjórans hefði borið að: „Ég sagði dómaranum að ég hefði einfaldlega sagt Guðjóni að fara suöur en það þýðir á sjó- mannamáli að menn séu reknir. Þegar ég rek Rússa læt ég mér nægja að blaka höndunum, líkja eftir flugvél og benda í suður,“ sagði Baldvin skipstjóri þar sem hann sat á Sjallanum og drakk kaffi með fyrrum vélstjóra sínum. Það er Erlingur Sigtryggsson héraðsdómari sem dæmir í HIV- málinu á ísafirði en Erlingur kvað sem kunnugt er upp kvóta- dóminn víðfræga á sínum tíma sem skók íslenskt efnahagslíf um hríð. -EIR „Ormurinn" hættulegur „Þessar beygjur og sveigjur á Langa- rima sem áttu að vera til þess að draga úr umferð hafa orðið til þess að bömin eiga erfiðara með að átta sig á fjarlægð og þær blekkja þau enn meira,“ sagði Halla Björgvinsdótt- ir, móðir bams sem slasaðist alvarlega í umferðarslysi i Langarima í haust. Ibúar Grafarvogs Halla berjast nú fyrir bættu Björvinsdóttlr umferðaröryggi viö Langarima, eða „Orminn" eins og fundarmenn kölluðu götuna. Á fundi með borgárverkfræðingi og skipulagsnefnd í gærkvöldi var fjallað um með hvaða hætti má bæta umferð- aröryggið, en mörg böm fara um göt- una á hverjum degi. -SMK DVWND INGÓ Vilja breytingar íbúar í Grafarvogi fjölmenntu á fund í Foldaskóla meö borgaryfirvöldum í gærkvöldi, þar sem fjallaö var um Langarima og hvaöa úrbætur koma til greina. Upphaflega vargert ráö fyrir aö gatan yröi lokuö, en þaö hefur ekki veriö gert og er umferö um götuna þung. Ýmsar tillögur komu upp á fundinum í gær og kemur meöal annars til greina að setja 30 km hámarkshraöa viö hluta götunnar. Sérleyfishafar huga að sameiningu: Borgarfjarðarbrúin til bölvunar - og farþegum fækkar, segir Sæmundur Sigmundsson sérleyfishafi DV. BORGARNESI: Eins og kunnugt er þá eru uppi hugmyndir um sameiningu eða samvinnu sérleyfishafa á Vestur- landi og Norðurlandi. Sæmundur Sigmundsson, sérleyfishafi í Borg- arnesi, segir að á sínum tíma hafi hann sameinað fjögur sérleyfl þeg- ar hann keypti rútubifreiðir Þórð- ar Þórðarsonar á Akranesi. Með sérleyfi á Akranes, Borgames og í Reykholt runnu upp hans bestu ár enda margt fólk sem notaði rútum- ar á þeim tíma. „Síðan komu alls kyns uppákom- ur, eins og til dæmis Borgarfjarð- arbrúin, sem urðu mér til bölvun- DV-MYND DVÓ Breyttir tímar Þessi rúta Sæmundar þótti góö á sínum tíma en nýjar, stærri og mun fullkomnari hafa leyst hana af hólmi. ar því að allir komu þá hér í gegn og sveitin datt út. Ég var meö þónokkur viðskipti í mínum áætl- unarferðum í Kjósina og í Hval- fjörðinn á sumrin. Þá komu út- lendingar í bunum sem vUdu fara í Hvalfjöröinn og upp að Glym. Þetta hefur allt dottið út og er hið versta mál. Ég hafði áætlunaferðir á þriggja til fjögurra tíma fresti tU bóndans á Hálsi, nú hef ég ekki neitt og ég tapa öUum þessum far- þegum. Það eru bæði kostir og gaU- ar við það þegar að veriö er að laga vegina. Farþegafjöldinn hjá mér snarminnkaði þegar Borgarfjarð- arbrúin kom. Þegar ég lít um öxl þá var það fólk sem var að fara með mér áður og tímdi ekki að fara á sínum finu nýju bUum um malarvegina," segir Sæmundur í viðtali við DV. Sæmundur segir að hann sé bú- inn að hagræða mikið á leiðinni Akranes-Reykjavík-Akranes. Eftir að Hvalfjarðargöngin opnuðust vonaðist hann tU þess að einn bUl gæti staðið undir sér og að hann fengi eitthvað um helminginn af þeim farþegum sem Akraborgin flutti. En reynslan er ekki sú, að- eins litið brot af farþegum fer með rútunni sem fer fimm ferðir á mUli Akraness og Reykjavíkur. -DVÓ Stálu valtara Lögreglan á Höfn í Homafirði hafði á sunnudagskvöld afskipti af tveimur mönnum sem höfðu tekið valtara traustataki og óku honum um íþrótta- svæði bæjarins. - Mbl. greindi frá. Tilbúnir meö 50 milljaröa Áform Norðuráls um að stækka verksmiðjuna í aUt að 300 þúsund tonn hefur valdið nokkmm titringi í stjóm- kerfmu, m.a. vegna þess að erfitt getur reynst að útvega nógu mikla raforku vegna þessarar stækkunar. ÁæUað er að þessi stækkun Norðuráls geti kostað 45-50 miUjarða króna. - Dagur greindi frá. Málefni kvenna og barna FastafuUtrúi íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, Þorsteinn Ingólfsson sendi- herra, flutti þrjú ávörp á AUsherjar- þingi Sameinuöu þjóðanna í síðasUið- inni viku. Ávörpin fiöUuðu um málefni kvenna, mannréttindi bama og afvopn- unarmál. Eyrasparisjóður kaupir Eyrasparisjóður hefur keypt útibú Landsbankans í Vesturbyggð og í Króksfiarðamesi. Starfsfólki Lands- bankans verður boðið að starfa áfram hjá Eyrasparisjóði og verða afgreiðsl- umar á BUdudal og i Króksfiarðamesi reknar áfram með sama sniði og verið hefur. - RÚV greindi frá. Auglýst eftir presti Meðal þess sem lagt er fram á kirkju- þingi er tUlaga um að auglýsa beri embætti sóknarprests á BUdudal laust tU umsóknar. Þar hefúr verið prest- laust um hríð. BUdudalsprestur verði jafnframt Evrópuprestur og honum fengið erindisbréf þar sem komi fram skipulag þjónustunnar hér á landi og á meginlandinu. Er þetta hugsað sem tU- raunaverkefni tU 5 ára. - RÚV greindi frá. Sparisjóöirnir veröi hlutafélag Valgerður Sverris- dóttir viðskiptaráð- herra er með í undir- búningi lagafrum- varp sem gerir spari- sjóðunum kleift að sameinast í hlutafé- lag og þá jafnvel með Ueiri fiármálastofn- unum. VUji er meðal ráðamanna spari- sjóðanna tU að kanna málið og hefur nefnd verið að störfum tU að kanna með hvaða hætti hægt er að breyta sparisjóðunum í hlutafélag. Dagur greindi frá. Færri koma til dvalar Búið er að selja hús Kvennaathvarfs- ins og hafa Samtök um kvennaathvarf fest kaup á öðru húsi þangað sem öU starfsemi athvarfsins verður Uutt fijót- lega eftir næstu áramót. Fugladráp á vellinum Starfsmenn Flugmálastjómar skutu tæplega 5000 sUamáva frá lokum aprU fram í byrjun september utan flugvaU- argirðingar á Miðnesheiði. - RÚV greindi frá. Norrænt hús í New York Forseti íslands Ólafur Ragnar Grímsson mim ásamt Karli 16. Gústaf Svía- konungi, Benediktu prinsessu frá Dan- mörku og Maríu Lou- ise prinsessu frá Nor- egi taka þátt í viðhafnardagskrá vegna vígslu Norræns húss - Scandinavia House í New York í dag, þriðjudaginn 17. október. - Mbl. greindi frá -HKr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.