Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2000, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 Préttir DV Útibú og afgreiðlustaðir Landsbanka og Búnaðarbanka ® BÚNAÐARBANKIÍSLANDS HF ■ Landsbanki íslands Fækkun starfsfólks og útibúa í 1800 manna risabanka: Engin markmið fyrirliggjandi - segir formaður Landssambands bankamanna Samruni ríkisbankanna Lands- banka Islands hf. og Búnaðarbanka Islands hf. er mjög stór á íslenskan mælikvarða. Með sameiningu yrði til stærsti viðskiptabanki landsins með vel yfir helming af markaðnum. Markaðsvirði bankanna tveggja miðað við gengi hlutabréfa er talið vera nálægt 51 milljarði króna. Til samanburðar er markaðsvirði ís- landsbanka/FBA litlu minna eða rétt tæpir 50 milljarðar króna. Starfs- mannafjöldi í Landsbanka og Búnað- arbanka er 1805, en i íslands- banka/FBA starfa 1093. Rétt er þó að benda á að stöðugildin í þessum bönkum eru talsvert færri. Talið er líklegt að við sameiningu fækki úti- búum verulega frá því sem nú er hjá bönkunum tveim og þar með starfs- fólki einnig. Talað er um að mest fækkun útibúa verði í Reykjavík. Ekkert hefur þó verið gefið út um meö hvaða hætti samruni bankanna á að skila sér í hagræðingu en þang- að til það verður ljóst biður starfs- fólk á milli vonar og ótta um hvað verði um þess stöðu. Utandagskrárumræða Sameing ríkisbanka varð tilefni utandagskrárumræðu á Alþingi I gær. Var það að ósk Össurar Skarp- héðinssonar, formanns Samfylking- arinnar, sem gagnrýndi harðlega óðagot ríkisstjórnarinnar í málinu. Fleiri þingmenn stjómarandstöðu tóku til máls og höfðu uppi miklar efasemdir um aö samruni bankanna stæðist samkeppnislög og reynslan erlendis frá af sammna banka hefði ekki skilað tilætluðum árangri, m.a. í lækkun vaxtamunar eins hér er gert ráð fyrir. Valgerður Sverrisdóttir sagði þaö ekki vera sitt hlutverk eða ríkis- stjómarinnar að sameina bankana, málið væri i höndum bankaráðanna og í skoðun hjá samkeppnisráöi. Þá gagnrýndi ráðherra fréttaflutning DV af málinu og sagði það mistúlkun blaðsins að breyta ætti samkeppnis- lögum. Viðskiptaráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, var eftir blaðamanna- fund á fóstudag spurð af blaðamanni DV út í ummæli Gylfa Magnússonar, dósents í Háskóla íslands, sem sagði það borðleggjandi að sameining rík- isbankanna stæðist ekki samkeppn- islög. Orðrétt svaraði ráðherra: „Ég stjóma ekki vinnubrögðum samkeppnisráðs. Ég ætla því ekki að gefa mér neitt i því sambandi hver niðurstaðan verður. Hins vegar er þetta ekki endilega spurningin um annaðhvort eða. Það má hugsa sér að sameina þessa banka og taka eitt- hvað út úr þeim, þannig að þetta standist ákvæði samkeppnisráðs. Það verður bara að koma í ljós þeg- ar niðurstaöa fæst þaðan.“ - Kemur til greina að breyta sam- keppnislögum? „Við erum að breyta samkeppn- islögum og sú breyting gengur í gildi í desember. Ákvæði sam- keppnislaga um forúrskurð gengur úr gildi í desember. Það er þó i lög- um i dag og við teljum rétt að nýta þetta ákvæði til þess að fá aðstoð við að vinna að þessu máli þannig að það samræmist samkeppnislögum." - Svo mörg voru þau orð. Þreytt á hagræðingartali Friðbert Traustason, formaður Landssambands bankamanna, segir sitt fóik vera orðið ansi þreytt undir endalausu tali um hagræðingu í bankakerfinu. „Það er líklega búið að tala um þetta í tuttugu ár.“ Hann segir að í umræðu um sameiningu Landsbanka og Búnaðarbanka hafi þó ekki verið gefin út nein markmið, hvorki varðandi fækkun útibúa né starfsfólks. Friðbert bendir á gamla skýrslu Björgvins Vilmundarsonar, fýrrver- andi bankastjóra, þar sem hann tal- aði um tvö tO þrjú hundruð stöðu- gilda fækkun við slíkan samruna og fækkun afgreiðslustaða um 10 til 15. Þar hafi hann líka talað um hagræð- ingu af samlegðaráhrifum upp á einn til einn og hálfan milljarð króna. blaðamaður „Síðan hann sagði þessi orð hefur fækkað um hátt í 200 manns í Lands- bankanum einum en Búnaðarbank- inn hefur staðið nokkurn veginn í stað. Ef eitthvað hefur verið, þá hef- ur frekar verið skortur á starfsfólki í útibúunum að undanfórnu. Vaxtamunur lækkar ekki „Ég hef um það mjög miklar efa- semdir að þessi sameining standist samkeppnislög," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna. Hann segir reynsluna i Evrópu sýna að samruni hafi ekki skilað sér í lækkuðum gjöldum eða lægri vaxtamun. „Það kemur mér mjög undarlega fyrir sjónir að stjómvöld skuli beita sér fyrir þessu á sama tíma og það voru samþykktar breytingar á sam- keppnislögum sem taka gildi síðar á þessu ári, þar sem einmitt er verið að herða ákvæði um samruna. Mið- að við það kemur það manni mjög á óvart að stjómvöld skuli síðan beita sér fýrir sameiningu sem undir eng- um kringumstæðum stenst þá laga- breytingu sem gerð var.“ Þá spyr Jóhannes hvar sá ávinn- ingur sé sem þegar hafi hlotist af sameiningu banka á íslandi. Landsbanki síðan 1886 Landsbanki íslands hóf starfsemi sína hinn 1. júlí 1886. Fyrstu árin var bankinn aðeins með afgreiðslu í Reykjavík. Um aldamótin var síðan farið að huga að stofnun útibúa, fýrst á Akureyri 1902, þá á ísafirði 1904 og á Eskifirði og Selfossi 1918. Fyrsta útibúið í Reykjavík var Aust- urbæjarútibú sem sett var á stofn 1931. I dag eru útibú og afgreiðslur Landsbankans 64 talsins, þar af 22 á höfuðborgarsvæðinu. Bankinn var gerður að hlutafélagi árið 1998, en starfsfólk er um 1200 talsins. Núver- andi bankaráð skipa: Helgi S. Guð- mundsson formaður, Kjartan Gunn- arsson varaformaður, Birgir Þór Runólfsson, Guðbjartur Hannesson og Jónas Hallgrimsson. Bankastjóri Landsbankans er Halldór J. Krist- jánsson. Búnaðarbanki stofnaöur 1930 Búnaðarbanki Islands tók til starfa 1. júlí 1930. Bankinn hefur vaxið mjög mikið síðustu árin og hafa eignir hans meira en tvöfaldast á síðustu fjórum árum. Útibú bank- ans eru víða um landið en alls eru af- greiðslustaðimir 37 og stöðugildi rúmlega 600. Búnaðarbankanum var breytt í hlutafélag 1997 og voru hlutabréf félagsins skráð á Verð- bréfaþingi íslands 1998. I bankaráði Búnaðarbankans sitja Pálmi Jónsson, formaður, Þórólfur Gíslason, varaformaður, S. Elín Sig- fúsdóttir, Haukur Helgason og Hrólf- ur Ölvisson. Aðalbankastjóri er Stef- án Pálsson en aðrir bankastjórar eru Jón Adolf Guöjónsson og Sólon R. Sigurösson. Sandkorn _______ Umsjón: Höröur Kristjánsson notfang: sandkom@ff.ls Nýr fréttastjóri á Stöð 2 Við brotthvarf Páls Magnússon- ar opnast starf fyrir nýjan frétta- stjóra á Stöð tvö. Þó ýmsir telji að baráttan standi einvörðungu á milli Karls Gax-ð- arssonar og Sig- rnundar Emis Rúnarssonar þá heyrast raddir um aðra. Þar ber mest á umræðu um tvo þungavigt- armenn innanhúss, þá Eggert Skúlason og Kristján Má Unn- arsson, og er talið að þeir hafi báðir áhuga... Pappalöggur innkallaðar Áætlunin um pappírslöggurnar er eitt besta ný- lega dæmið um það þegar skrif- finnar stilla upp áætlun sem lítur vel út á teikni- borði en stenst enga veruleika- skoðun. Það þarf ekki höfuðsnilling til að sjá að fátt væri meira freist- andi fyrir unga menn en að hafa pappírslöggu með sér í næsta parti eða nota sem „þjófahræðu“ innan- húss. Sólveigu Pétursdóttur dómsmálaráðherra yfirsást þetta greinilega og að umferðarátakinu yrði einfaldlega stolið. Þetta hefur Hafnarfjaröarlögga hins vegar upp- götvað og hefur nú innkallað alla nýju liðsmennina þar sem þeir hafa hreinlega ekki mannskap í að leita að stolnum pappalöggum... Rjúpnaveiðimanna- timabilið Rjúpnaveiði- tímabilið, sem sumir kalla reynd- ar rjúpnaveiði- mannatimabilið, er hafið. Á sunnu- dag upphófst mik- il skothríð á heið- um landsins og sagt er að Palest- inu- og ísraelsmönnum sem búsett- ir eru hér á landi hafi orðið mjög hverft við ósköpin, þetta hafi verið verra en á Gazasvæðinu. Ekki þurfti að kalla út neinar björgunar- sveitir þenna fyrsta veiðidag til að leita að týndum rjúpnaskyttum. Hins vegar munu björgunarsveitar- menn bíða spenntir eftir að fá vit- neskju um hvaða sveit fái fyrsta út- kallið. Sagt er að þessi árvissi leit- arviðburður sé orðinn ekki minna sport en rjúpnaveiðin sjálf. Ólyginn segir að björgunarsveitarmenn hyggist nú mála myndir af rjúpna- skyttum á hliðar finu björgunar- sveitarbílanna í takt við þann fjölda sem viðkomandi sveit finnur. Mun hugmyndin sótt til síðari heimsstyrjaldar, en þá máluðu orr- ustuflugmenn gjarnan krossa á vél- ar sínar fyrir hverja óvinavél sem skotin var niður... Þjóðarbyrði Góðæri og millj- arða tekjuafgangur ríkissjóðs virðist lítt hafa áhrif á buddur aldraðra og öryrkja sem ku vera jafn galtóm- ar og áður. Elli- launaþegi sem er orðinn dauðleiður á að horfa á hinn brosmilda fjár- málaráðherra, Geir H. Haarde, á skjániun kvöld eftir kvöld setti saman þessa vísu: Brosandi rétti ég fjármálafrum- varpið en fatlaða og ellimenn lítils ég virði. Og fátæka kannast ég fúslega ekki við og finnst þeir vera einungis þjóð- arbyrði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.