Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2000, Blaðsíða 12
12 Menning Síðustu árin hefur Mike Leigh einkum fengist við kvikmyndagerð og allnokkrar mynda hans hafa verið sýndar hér og fengið góða aðsókn. Ef marka má Abigail heldur partí er enginn grund- vallarmunur á þvi sem hann vinnur fyrir svið og hvita tjaldið; honum er mest í mun að sýna áhorfendum raunverulegt fólk, með kostum þess og göllum, hvunndagshetjur sem alla jafna rata hvorki á svið né í kvikmyndir. í Abigail heldur parti eru engin stórkostleg dramatísk átök enda miðar sviðsetningin frekar að því að undirstrika gamansamari þætti verksins. Undirtextinn er samt harmrænn því hvað er í raun sorglegra en fólk sem býr saman án þess að deila gleði og sorgum. Leiklíst___________________ Þrátt fyrir titil verksins kemur Abigail aldrei í samkvæmið sem áhorfendur fá að fylgjast með á sviðinu. Það er Beverly, kona Laurence fast- eignasala, sem býður í partí til að bjóða ungu hjónin Angelu og Tony velkomin í hverfið. Frá- skilda konan Sue sem býr handan götunnar fær að fljóta með því dóttir hennar Abigail sem er 15 ára hefur fengið leyfl til að halda partí. Það verð- ur snemma ljóst að Beverly er fyrst og fremst að bjóða heim til að komast í tæri við Tony en sam- kvæmið fer ekki alveg eins og hún hefði kosið. Partíið hjá Abigail dregur að sér óþarfa athygli og áfengið fer misvel í gestina - við hverju er líka að búast þegar fólk hefur ekki einu sinni gefið sér tíma til að borða áður en drykkjan hefst? Það er virkilega gaman að fylgjast með leikur- unum sem Hilmir Snær Guðnason leikstjóri hef- ur fengið til liðs við sig í þessari sýningu. Hjalti Rögnvaldsson á örugglega eftir að koma mörgum á óvart með túlkun sinni á ófullnægða fasteigna- salanum sem hefði helst viljað vera listamaður. Margrét Helga Jóhannsdóttir sýndi sem fyrr að Ensk-íslenskt partí Olafur Darri, Margrét Helga og Sóley Elíasdóttir Leikstjórnin bar vott um næman skilning á persónusköpun. hún á auðvelt með að túlka konur sem hugsa alltaf fyrst um sig. Ólafur Darri Ólafsson spilaði skemmtilega á likamann í túlkun sinni á Tony þó ekki væri ég alls kostar sátt við vælukjóann sem birtist undir lokin, en kannski er það einmitt í samræmi við persónuna sem er ýmist lúði eða töffari. Ég hef ekki séð Sóleyju Elíasdótt- ur í jafn hreinræktuðu gamanhlutverki fyrr og því varð frábær túlkun hennar háifgerð opinber- un. Stjama sýn- ingarinnar var samt Harpa Am- ardóttir sem bók- staílega „briller- ar“ í hlutverki Sue. Hilmir Snær Guðnason leik- stýrir þessari uppfærslu og hef- ur einkar næman skilning þegar kemur að per- sónusköpun. Samstarf hans og Jórunnar Ragn- arsdóttur sem hannar leikmynd og búninga er líka með miklum ágætum. Þó hvarflaði að mér að verkið væri orðið fullgamalt og of langt til að ná almennri hylli á þessu gaman- leikjahausti. Halldóra Friðjónsdóttir Leikfélag Reykjavikur sýnir á litla sviöi Borgarleikhúss- ins: Abigail heldur partí eftir Mike Leigh. Þýöing: Kristján Þóröur Hrafnsson. Hljóö: Ólafur Örn Thoroddsen. Leik- gervi: Sigríöur Rósa Bjarnadóttir. Lýsing: Kári Gíslason. Leikmynd og búningar: Jórunn Ragnarsdóttir. Leikstjóri: Hilmir Snær Guönason. Tónlist Heilsteyptur flutningur Píanóverk dr. Páls ísólfssonar voru t brennidepli á tónleikum Nínu Margrétar Grímsdóttur á mið- vikudagskvöld en þá flutti hún þau öll, Glettur nr. 1 og 2, Þrjú píanó- stykki ópus 5, Minnisblað, Svip- myndir og Tilbrigði um sönglag eft- ir ísólf Pálsson. Fyrir ekki löngu kom út geisla- diskur þar sem Öm Magnússon leikur Svipmyndir Páls og Glettur. Þar era svipmyndirnar 14 og þar með talið lag sem ber heitið Veislan á Sólhaugum sem Nína sleppti. Hún lék hins vegar lítið lag sem ber titil- inn Minnisblað frá árinu 1921. Upp- röðun hennar á svipmyndunum var einnig önnur en Amar, hann raðar verkunum eftir tíma en Nína virtist raða þeim frekar eftir innihaldi. Ekki var heldur ljóst í uppsetningu efnisskrárinnar hvort hún telur sálmaforleikina tvo, Inventionina og Saknaðarsteflð þar inn í og hefði verið gaman að fá eilitla innsýn í hennar pælingar hvað varðar verkin þar sem hún vinnur nú að dokt- orsritgerð um þau. Verk Páls eru vel samin og áheyrileg öll með tölu og bitastæð fyrir píanóleikara að takast á við og þó þar gæti greinilegra áhrifa frá 19. aldar meisturum er persónulegur stíll hans ráðandi. Flutningur Nínu á verkunum var í heild vandaður og heilsteyptur. Si,'-- -d mmmt *L K' '6 Nína Margrét Grimsdóttir pianóieikari Hún var samkvæm sjálfri sér og fór hvergi yfir strikiö í rómantíkinni. Burlescan í g moll sem er sennilega þekktasta pí- anóstykki Páls fékk hjá henni frísklega meðferð, sömuleiðis Capriccian í A dúr og Intermezzóið i a moll ópus 5 var fallega leikið með skýrri laglínumót- un. Glettumar tvær voru fjörugar eins og vera ber en tónninn heföi mátt vera meiri og það skorti svo- lítið á hið bjarta klang hljóðfærisins. Svipmyndirnar vora vel úthugsaðar og var Nína samkvæm sjálfri sér í flutningi þeirra, hvergi farið yfir strikið í rómantíkinni og flutningurinn ákveðinn og mótunin skýr. Samt hafði ég á tilfirmingunni að hún væri að flýta sér svolítið stundum og fyrir minn smekk hefði mátt not- færa sér betur það svigrúm sem verkin bjóða upp á, sérstaklega í hinum fallega litla valsi og Mazúrk- anum. Að öðru leyti var flutningur- inn afbragðsgóður, fingraspilið lip- urt og tækni. Impromptuin tvö og ballaðan (sem á diski Arnar kallast prelúdía) voru ægifogur, sálmafor- leikirnir tveir og Inventionin voru einnig fagurlega flutt af ró og yfir- vegun. Stærsta verkið á efnisskránni var Tilbrigðin við sönglag ísólfs Páls- sonar, glæsitilbrigði af hárri erfið- leikagráðu hvað varðar tækniþraut- ir. Nína lék þetta verk geysilega vel, þar var ekkert sull í gangi og þraut- irnar hurfu í skuggann af músíkinni sem naut sín vel. Flytjandinn dró fram það fegursta í verkinu og fékk mann til að hugsa hvers vegna í ósköpunum það heyrist aldrei, það á svo sannarlega skilið að vera flutt oftar, sem og reyndar öll verkin á þessum vel heppnuðu tónleikum Nínu, þeim fyrstu eftir að hún fluttist heim. Megi þeir verða margir fleiri. Arndfs Björk Ásgeirsdóttir Hringurinn lokast Listakonurnar sem standa aö sýnlngunni Tíminn og trúin Móttökur fólks um allt land hafa veriö afar uppörvandi. Fyrir ári var opnuð listsýning sjö kvenna í Laugarneskirkju í tilefni af hálfrar aldar afmæli kirkjunnar og kristnitökuhátíð. Sýningin heitir Tíminn og trúin og þótti takast svo vel að á þessu ári hefur hún farið hring um landið, þó sleppt Suður- landi, verið sett upp í Vídalíns- kirkju, Reykholtskirkju, Akureyrar- kirkju, Norðfjaröarkirkju, Seltjarn- ameskirkju og Grensáskirkju. Nú á að loka hringnum því sýningin verð- ur opnuð 1 síðasta sinn í Landa- kirkju f Vestmannaeyjum eftir messu á sunnudaginn. Verkin era öll stór og era byggð á víðtækri könnun á táknmáli kristn- innar, sögu kristinnar kirkju og ýmsum þáttum trúarinnar. Sagði Gerður Guðmundsdóttir, ein lista- kvennanna, að móttökur fólks víðs vegar um landið hefðu verið svo upp- örvandi að í ráði væri að endurtaka leikinn á næsta ári, þó með þeim til- brigðum að þá verða sýnd lítil verk sem auðvelt er að flytja milli staða, enda er ætlunin að setja hana upp á miklu fleiri stöðum en til þessa. Þema þeirrar sýningar verður svip- að því sem nú er og hún verður líka sett upp í kirkjum landsins. Listakonurnar sem eiga verk á sýningunni Tíminn og trúin eru, auk Gerðar, Alda Ármanna Sveinsdóttir, Auður Ólafsdóttir, Guöfinna Anna Hjálmarsdóttir, Kristín Amgríms- dóttir, Sofifía Ámadóttir og Þórey (Æja) Magnúsdóttir. Geröur Guðmundsdótt- ir: Lífsbók lambsins Verkiö vísar til Opinber- unarbókar Jóhannesar. FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000 DV Umsjón: Siija Aðalsteinsdöttir Mynd Holm Mollers: Unga Eva á sýningunni Hærra til þín. Hærra til þín Listasafn Sigurjóns Olafssonar og Ás- mundarsafn hafa tekið höndum saman um sýningu í tilefni af þúsund ára af- mæli kristnitöku á íslandi. Þar verða sýnd valin verk eftir norræna myndlist- armenn tuttugustu aldar, bæði málara og myndhöggvara, og er vonin sú að með því að miðla af sameiginlegum menningararfi eflist skilningur manna á norrænni sjálfsímynd. Á sýningunni verða m.a. verk eftir íslensku mynd- höggvarana Ásmund Sveinsson og Sig- urjón Ólafsson, færeyska málarann Samuel Joensen-Mikines, norsku veflist- arkonuna Hannah Ryggen og danska myndhöggvarann Robert Jacobsen. Sýningin verður opnuð á sunnudag- inn kl. 15 í Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar og í Ásmundarsafni klukkan 16. Hún stendur til 4. janúar 2001 og fer síð- an til listasafna í Danmörku og Færeyj- um. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar er opið alla daga nema mánudaga 13-16. Ásmundarsafn er opið daglega 13-16. ísland öðrum augum litið Erlendir ferðalangar og listamenn hafa komið til Islands öldum saman til að skoða það og skilgreina, og má að mörgu leyti þakka ýmsum erlendum gestum er hingað hafa komið að við höf- um lært að meta fegurð landsins. Á sýn- ingunni ísland öðrum augum litið, sem verður opnuð á morgun, kl. 16, í Hafnar- húsinu, hefur verið stillt saman á ný- stárlegan hátt verkum nokkurra ís- lenskra og erlendra listamanna, m.a. Roni Hom, Douwe Jan Bakker, Roman Signer, Birgis Andréssonar og Harðar Ágústssonar. Sýningin stendur til 7. janúar 2001. Báðar sýningarnar eru unnar í sam- vinnu við M-2000. Kvikmyndir Rósku Um helgina verður haldin kvik- myndahátíð í Nýlistasafninu tileinkuð Rósku og verða m.a. sýndar myndir sem ekki hafa sést hér á landi áður. Árið 1969 tengdist Róska tveimur myndum sem Jean-Luc Godard tók á Ítalíu. Fljótlega kom upp ágreiningur í hópnum og svo fór að Róska og félagar hennar gerðu sína eigin mynd, L*impossibiiita di resitare Elettra Oggi, sem fjallar um ungt fólk sem ætlar að setja Elektru eftir Sófókles á svið. Á laugardagskyöldið kl. 21 verður myndin frumsýnd á íslandi og verður þá einnig sýnd Ballaðan um Ólaf liljurós frá 1977. Róska gerði um miðjan 8. áratuginn 7 þætti um ísland fyrir ítalska sjónvarpið sem hafa aldréi verið sýndir á íslandi. Þeir fjalla m.a. um jarðfræði landsins, mannlíf í Reykjavík, landbúnað, póli- tíska baráttu, stóriðju og náttúruvemd. Úrval úr þáttunum verður sýnt kl. 21 á föstudagskvöld ásamt kvikmyndinni Sóley frá 1881. Súkkulaði handa Silju Á simnudáginn, kl. 14, verður á Rás 1 flutt leikritið Súkkulaði handa Silju eftir Nínu Björk Árnadóttur. Silja er dóttir Önnu sem er einstæð móð- ir og heyr endalausa baráttu við aura- leysið og óhamingj- una. Silja þráir öðruvísi líf en tilraunir hennar til að eignast það eru fremur ófullburða, enda stúlkan enn á unglings- aldri. Leikritið var sýnt í Þjóðleikhús- inu fyrir 18 árum. Nú leika Sigrún Edda Bjömsdóttir og Edda Björg Eyjólfsdóttir mæðgumar undir stjóm Maríu Krist- jánsdóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.