Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2000, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2000, Blaðsíða 25
29 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000________________________________________________________________________________________________ DV Tilvera * Frumsýningargestir Regína Hjaltadóttir og Smári Magn- ússon voru mætt á frumsýninguna á Abigail heldur partí. ÐV-MYNDIR INGÓ Tilhlökkunin leynir sér ekki Guörún Ósk, Snæbjörn, Siguröur og Stefania voru mætt á frumsýninguna og biöu spennt eftir aö sýningin hæfist. Frumsýning í Borgarleikhúsinu: Abigail heldur partí í gærkvöld var frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins Abigail heldur partí eftir Mike Leigh. Leigh er ekki þekkt leikskáld en mjög þekktur kvikmyndaleikstjóri sem hefur sent frá sér nokkrar frábærar kvikmyndir. Má þar nefna Secret and Lies, Naked og nú síðast Casreer Girls og Top- sy Turvy. Frumsýningargestir voru mættir í sínu fínasta pússi i gærkvöld og þar var einnig ljósmyntlari DV á ferð og festi nokkra frumsýningargesti á filmu. Tvær á frumsýningu Ingibjörg Guömundsdóttir nemi og Kristjana Magnús- dóttir feröamáiakona. Rithöfundur og prófessor Hallgrímur Helgason og Gunnar Kartsson prófessor stinga nefjum saman. Hvíld frá náminu á frumsýn- ingu Sandra Hauksdóttir og Kári Gauti Guö- taugsson eru bæöi nemar. Heimsmeistaraeinvígið í London: Kasparov haldið í skefjum Garrí Kasparov var haldið algjörlega i skefjum i 15. einvígisskákinni í London i gær og lauk henni með jafn- tefli. Kasparov tapaði þar með einvíg- inu og Vladimir Kramnik getur með réttu gert tilkall til heimsmeistaratitils- ins í skák og er 14. heimsmeistarinn frá því að farið var að tefla um titilinn af einhverri alvöru. Lokastaðan 8,5 - 6,5 Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Vladimir Kramnlk Katalan byrjun, London 2.11. 2000 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 d5 4. Bg2 Be7 5. Rf3 0-0. Byrjun þessi er kölluð Katalan-byrjun eftir Katalóníuhérað- inu á Spáni. Þetta er í fyrsta og eina skiptið sem Kasparov leikur 1> d4, sín- um gamla uppáhaldsleik. 6. 0-0 dxc4 7. Dc2 a6 8. Dxc4 b5 9. Dc2 Bb7 10. Bd2 Be4 11. Dcl Bb7. Býður upp á þráleik og hafa margar kempur notfært sér það, 12. Dc2 Be4 og samið jafntefli. Kasparov gerir þó tUraun tU að vinna skákina. 12. Bf4 Bd6 13. Rbd2 Rbd7 14. Rb3 Bd5 15. Hdl De7. Nýjung sögðu spekingamir í internetskákfélag- inu. 16. Re5 Bxg2 17. Kxg2 Rd5. í þessari stöðu hefur hvítur betra tafl. Tölvumar stungu allar upp á næsta leik hvíts. Ég stakk upp á 18. Dc6 sem er þokkalegur ieikur en ekki sá besti. Spekingarnir í internetskákfélaginu fengust tU að líta á hann og hafði ég mikið gaman af. Sumir sögðu leikinn góðan en ég var bara að stríða þeim. Eftir R7b6 stendur svartur betur. 18. Rc6 Rxf4+ 19. Dxf4 De8 20. Df3 e5! Hvítur er með rýmra tafl en Kasparov bregst óskynsamlega við þessum leik. Uppskiptum hagnast að- eins Kramnik á, það var lítið af hinum gamla góða Kasparov sem sást í þessu einvígi í London. Að hugsa sér, Garrí Kasparov teflir 15 skákir í röð og vinn- ur ekki eina einustu, en tapar tveimur. 21. Hacl er eðlilegur og betri leikur. Frumkvæðið í stöðunni fjarar nú út. 21. dxe5 Rxe5 22. Rxe5 Dxe5 23. Hd2 Hae8 24. e3 He6 25. Hadl Hf6 26. Dd5 De8! Kasparov að eltast við drottningar- uppskipti í skák sem hann verður að vinna. Síðasti leikur svarts er góður sálfræðUega séð, Kramnik segir i raun: Ég er ekkert hræddur við þig. 27. Hcl g6 28. Hdc2 h5 29. Rd2 Hf5 30. De4 c5! Jafnar stöðuna algjörlega og Kasparov nær því sem hann hefur ver- ið að eltast við síðustu leiki. En tapar einvíginu! 31. Dxe8 Hxe8 32. e4 Hfe5 33. f4 H5e6 34. e5 Be7 35. b3 f6 36. Rf3 fxe5 37. Rxe5 Hd8 38. h4 Hd5. Hér bauð Kasparov jafntefli sem að sjálfsögðu var þegið. Þökk fyrir skemmtunina undanfarna áratugi, Garri Kasparov! Vonandi nær hann sér á strik aftur, auðvitað gerir hann það. Og hver verður svo næsti heims- meistari? Alexei Shirov ef hann vinnur málið gegn Kasparov fyrir dómstólunum á Spáni? Hvað sem öllu líður þá hefur Vladimir Kramnik sannað það eftirminnUega í þessu einvígi að hann er núna sterkasti skákmaður i heimi. * Ritþing Einars Mas 1 Gerðubergi á morgun: Frá Plútóblýanti í tölvu - farið yfir 20 ára rithöfundarferil DV-MYND HILMAR ÞÓR Bókmenntir úr sagnabanka heimsfns Á Ritþingi í Geröubergi á morgun veröur tekinn fyrir rithöfundarferill Einars Más Guömundssonar sem hér er ásamt Silju Aöalsteinsdóttur og Bjarna Þorsteinssyni. Á morgun kl. 13.30 verður Rit- þing Einars Más Guðmundssonar haldið í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Ritþingin í Gerðu- bergi hófu göngu sína á síðasta ári og er Einar Már fimmti höfundur- inn sem fjallað er imi. Uppruna sinn eiga Ritþing í Sjónþingum með myndlistarmönnum sem hald- in hafa verið í Gerðubergi um ára- bU. Heildarmynd af skáldi Einar Már á að baki 20 ára höf- undarferU og er meðal ástsælustu rithöfunda þjóðarinnar. TU dæmis var hann valinn fremstur núlif- andi rithöfunda íslendinga í skoð- anakönnun DV á dögunum og var það í annað sinn sem honum hlotn- aðist sá heiöur. SUja Aðalsteinsdóttir bók- menntafræðingur stýrir Ritþing- inu en spyrlar eru Guðni Elísson bókmenntafræðingur og Bjarni Þorsteinsson, ritstjóri hjá Vöku HelgafeUi. „Það er ætlast tU þess að viðfangsefnið segi nokkuð sam- feUt frá þannig að gestimir fari út með heUdarmynd af skáldinu, skUji bækurnar betur og langi meira tU að lesa þær aftur og aft- ur,“ segir SUja og Bjami bætir við: „Við höfum bæði möguleika á að tala um bækumar og höfundinn, áhrifavalda o.fl.“ Einar Már segist vera sáttur við að farið sé yfir ferUinn núna. „Um þessar mundir eru liðin 20 ár frá því að ég gaf út fyrstu bækurnar mínar. Það má gera ráð fyrir að höfundur hafi á 20 árum gengið í gegnum ýmis tímabU og að þau tímabU komi að einhverju leyti fram í verkum hans,“ segir Einar og bætir við að nútíminn virðist vera svo fljótur að setja aUa hluti í samhengi. „Það hefði kannski ver- ið eðlUegra að fá þetta Ritþing eft- ir 200 ár.“ Kynjasögur Margir muna vel eftir Einari Má í upphafi ferUsins þvi hann var duglegur bæði að kynna fyrstu ljóðabækur sínar Er nokkur í kór- ónafötum hér inni? og Sendi- sveinninn er einmana, og ekki síð- ur að selja þær. „HeU kynslóð man nákvæmlega hvar hún var stödd þegar Kennedy var skotinn en ég hef lika hitt marga sem muna ná- kvæmlega hvar þeir voru staddir þegar Einar Már seldi þeim fyrstu ljóðabækumar sínar,“ segir Bjarni. „HöfundarferUl manna er yfir- leitt saga út af fyrir sig og gott dæmi um það er upphaf míns ferUs. Um ljóðabækurnar hafa myndast miklar kynjasögur og það hvarflar ekki að mér að leiðrétta þær, ég leyfi þeim bara að vaxa og þenjast út,“ segir Einar Már. „Skilningur manna á bókmenntum er oft nokk- uð þröngur, vUl einskorðast við innbundnar bækur. En grundvöUur bókmenntanna hlýtur að vera sú sagnalist sem er fyrir hendi. Bók- menntirnar eru tU í fólki þannig að spumingin er: Hvaðan koma bók- menntimar? Koma þær úr bókun- um tU fólksins eða frá fólkinu tU bókanna," segir Einar og SUja bæt- ir við „Þetta er líklega einhvers konar víxlverkun." Hlutverk bókmennta „Mynd okkar af fyrri tímum er úr bókmenntunum miklu fremur en að við sækjum upplýsingar tU Hagstofunnar,“ segir Einar: „Jafn- vel frekar en úr sagnfræðiritum líka,“ bætir SUja við og Bjarni nefnir sem dæmi þann veruleika sem lýst er í þrUógíunni sem hefst á Riddurum hringstigans þar sem íslendingar borða samræmdan há- degismat á sunnudögum. „Lesandi sem er um tvítugt í dag þekkir « ekki þennan heim.“ Að mati SUju munu bækur Ein- ars Más leggja sjálfar upp Ritþingið. „Þær eru úrvinnsla úr tíma og býsna samfeUt höfundarverk og ef við tengjum þær við raunveruleika skáldsins og látum hann segja okk- ur frá þessari víxlverkun lífs og höf- undarverks þá held ég að við náum því sem er markmiðið með þessu öUu saman, að dýpka verkin, víkka út bækurnar og sýna hvað þær eru í raun samþjappaður veruleiki." Segja má að tuttugu ára höfund- arferill sé ekki langur en á þessum 1 síðustu tuttugu árum aldarinnar hafa orðið gífurlegar breytingar, jafnvel meiri breytingar en á þeim áttatíu árum sem liðin voru af henni þegar Einar gaf út fyrstu bækur sínar. „Maður væri býsna slappur ef maður hefði ekki frá neinu að segja,“ fullyrðir Einar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.