Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2000, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2000, Blaðsíða 26
heimasíöa vikunnar http://www.maivelcomics.com er nú öll sagan sögð þar meö því á slðari árum hafa verið gerðar vin- sælar bíómyndir um Marvel- karaktera, eins og X-mennina stökkbreyttu og Blade (arrrhhh, ekkert smá góð mynd það). En aftur á síðuna. Á henni er að finna bráðsnið- ug og þokkalega tæmandi ævi- Fylgist með, ungu stökkbreytl- ar og viðrini! Heimasíða vik- unnar að þessu sinni er varnar- þing ameríska teiknimyndarisans Marvels Comics. í gegnum tíðina hafa þeir Marvel-menn fært almúganum of- urhetjur eins og Spiderman, The Incredible Hulk og Captain America í blaðaformi, en ekki ágrip ofurhetjanna en það er skemmtileg tilviljun að flestum finnst þeim best að athafna sig í New York-borg. Við komumst að raun um það að bókum ber ekki saman um hvort Peter Parker (Spiderman) er 167 eða 177 cm á hæð, en hann er með blá augu, brúnt hár og tandurhreint saka- vottorð þannig að honum ætti að vera treystandi til að klifra upp og niður skýjakljúfana og berjast við þorparana í Nýju-Jórvík. Forsag- an að ofurmannlegum hæfileikun- um er rakin hjá hverjum og einum en oftast lá sökin (eða heiðurinn) hjá einhvers konar atómsprengj- VINNINGAR FYRIR BESTA TVÍFARANN ERU EFTIRFARANDI Hársnyrtivörur frá TIGI Frábær fatnaður frá VERO MODA Þjónusta frá TONI&GUY HAIRDRESSING 8210 IMOKIA CONNECTING PEOPLE um eða tilraunum bandaríska hersins. Auðvitað er hægt að skoða ævintýrin á siðunni, kaupa og selja ný eða gömul blöð og jafn- vel tékka á spádómsgáfunni með því að reyna að sjá fyrir þróunina í sögunum eða teikna sínar eigin skripamyndir. Litabók er enn fremur á svæðinu þannig að hægt er að ganga í enn meiri rafrænan barndóm og lita svolítið út fyrir ef maður vill, og eins og venjulega er fullt af drasli til að downloada, hvort sem það eru hljóðstykki, veggfóður eða eitthvað annað. Ekki má gleyma Marvel-útvarp- inu, leikjunum og púsluspilinu og svo er einhvers staðar innan um síða um May frænku -hvað er hún að gera þarna? haf Rímnastríð Matta M.A.T. Innihald textans fór fyrir brjóstið á Rottweilerhund- um, sem kusu að svara fyrir sig á tónleikum á Gauki á Stöng. Nú er svo komið að hip-hop hausar skipt- ast í tvær fylkingar og ganga skotin á víxl. í kvöld fer fram plötusnúða- keppnin Skífuskank á Spotlight og vonandi verður hægt að útkljá öll ágreiningsmál í bardaga með plöt- um eða með munnlegum hætti. Bófarapparar vestanhafs hafa aldrei þótt smeykir við láta byssukjaftinn taka túlanum fram og gera alvöru úr æru- meiðingum og morðhótunum í textum sínum ætluðum keppi- nautunum. Margir muna eftir því þegar jarðvistir tvíkippunn- ar Tupac Shakur og fituhjass- ans Notorious B.I.G. voru stytt- ar, með skömmu millibili. Of- beldi hefur þó ekki tíðkast í samfélagi hip-hop aðdáenda á klakanum hingað til. Á verk- fallstónleikum sem haldnir voru á Kaffi Reykjavík síðasta mánudag sló hins vegar í brýnu með fylgismönnum X- Rottweilerhunda, annars vegar og annarra rappara og plötusnúða höfuðborgar- svæðisins hins vegar. Þegar Rottweilerliðar stigu á svið heyrð- ust framíköll frá órólegum áhorf- endum og skömmu síðar flugu glös úr salnum og lentu á sviðinu og röppurunum sem þar létu gamminn geisa. í kjölfarið brutust út logandi hópslagsmál sem dyravörðum tókst að stöðva við illan leik. Forsaga málsins mun vera sú að MagzE, rappari Souls of Orpheus, sendi frá sér rímu á mixspólu félaga síns Flestir ættu að vera farnir að kannast við kvikmyndagerð- armanninn Jó- hann Sigmars- son, sem gerði Eina stóra fjöl- skyldu hér um árið. Jonni hefur legið undir feldi um nokkurt skeið, hefur m.a. komið að Stutt- myndadögum o.fl., auk þess sem hann hefur verið að leggja lokahönd á nýjustu myndina sína. Sú ber heitið Óskabörn þjóð- arinnar og skartar ekki ófrægari mönnum en Óttarri Proppé, Grími Hákonarsyni og Davíð Þór Jónssyni í nokkrum af helstu hlutverkunum. Stóra breytingin er sú að Jonni er komin með al- mennilega framleiðslu á myndina, hvorki meira né minna en Friðrik Þór Friðriksson sjálfan. Og frumsýningardagur hefur þegar verið negldur nið- ur, föstudagurinn 24. nóv- ember. Við bíðum spennt. T 26 f Ó k U S 10. nóvember 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.