Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2000, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2000, Blaðsíða 30
•% I Plötudómur Botnleðja - Douglas Dakota lyyúkleg lending Vaxin upp úr sandkassa Drullumallsins, vopnuð þeirri ágætu visku að Fólk sé fiíl og skýr í kollinum eftir Magnýl-töku lend- ir Botnleðjan mjúklega á Douglas Dakota vélinni sinni. Fjórða plata sveitarinnar lítur dagsins ljós og það fer ekki á milli mála að tölu- vert þroskastökk hefur átt sér stað. Hér er tvímælalaust um að ræða metnaðarfyllstu sköpun sveitar- innar til þessa. Botnleðja sýnir öllu meiri hreyfanleika en hún hef- ur gert fram að þessu, bæði hvað varðar tónsmíðar og útsetningar ásamt þvi sem hún gerir ýmsar vel heppnaðar tilraunir. Heiðar hefur ótvírætt uppgötvað nýjar víddir bæði í söng og gitar- leik, svo og hljómsveitin öll hvað varðar tónsmíðamar sem slíkar. Gítarbjögun er orðin töluvert margbreytilegri (stundum jafnvel sleppt algjörlega) og sem söngvari sýnir Heiðar á sér ýmsa nýja fleti. í þeim efhum lætur hann meðal annars reyna á sáran, angurværan stíl og tekst vel til. Auk þess hefur hann dregið verulega úr öskrn-- neyslunni og er það ágætt því þrátt fyrir að Heiðar sé ákaflega hríf- andi öskrari þá er það slæmt ef menn gerast of fyrirsjáanlegir hvað það varðar. Heiðar öskrar áfram en I þetta sinn með öllu næmari skilning á stilbragöinu. Fyrsta lag plötunnar, Farðu í röö, er komið i nokkuð reglulega útvarpsspilun og gera má ráð fyrir að fleiri titlar á Douglas Dakota hljóti sömu örlög. Farðu í röð er nokkuð hefðbundið orkurokk að hætti Botnleðju og í raun mætti gróflega skipta plötunni í tvennt þar sem fyrri helmingurinn hefur að geyma þessi „hefðbundnu" Botnleðjulög (þó með þeim fyrir- vara að útsetningar era orðnar ★★★★ bæði frjórri og vandaðri) og svo hinn síðari sem inniheldur dýpstu og metnaðarfyllstu tónsmiðar plöt- unnar. Niðurstreymi og Gangan eru prýðileg dæmi rnn hið síðar- nefhda og það er áhugavert hvem- ig gamall andi Smashing Pumpk- ins (Gish/Siamese Dream) virðist gera lauslega vart við sig í þessum lögum. Douglas Dakota hefur að geyma þroskaðri, persónulegri og hlýrri Botnleðju en áður og platan sem slík er heilsteypt og skemmtileg. Einnig er óhætt að fullyrða að textagerð sveitarinnar sé orðin töluvert einlægari og vandaðri. Hér er ótvirætt um að ræða bestu plötu sveitarinnar til þessa og fleiri orð þarf líkast til ekki að hafa um það. Hilmar Örn Óskarsson botnledja „Hér er tvímœlálaust um að rœða metnaðarfyllstu sköpun sveitarinnar til þessa. Botnleðja sýnir öllu meiri hreyfanleika en hún hefur gert fram að þessu, bœði hvað varðar tónsmíðar og útsetningar" Egill S vs. Muddy Fog - Tonk ofthe Lawn ★★ Plötudómur Leitandi tónlistarmaður Egill S heitir fullu nafni Egill Sæbjömsson og gaf nú nýverið út plötuna Tonk of the Lawn. Segja mætti að plata þessi sé nokkurs konar bræðingur af David Bowie, Beck, Tom Waits, Nick Cave og fleiri listamenn mætti vafalaust telja fram til samanburðar. Flest lög plötunnar eru fremur minimal- isk bæði hvað varðar hljóðfæra- leik svo og útsetningar, oftar en ekki þannig að einfaldleikinn er beinlínis keyrður fram úr hófi. Aðdáendum ofangreindra lista- manna gæti þótt Tonk of the Lawn í versta falli forvitnileg en það er hins vegar ljóst að platan er ekki fyrir hvern sem er. Þrátt fyrir að Egill S fari ekki algjörlega ótroðn- ar slóðir í sinni tónlistarsköpun er verkið engu að síður dálítið erfitt. Egill Sæbjömsson stundar sjálfs- fróun. Eitt og sér er það náttúrlega ekkert forsiðuefni en vafalaust man einhver eftir þvi þegar Agli datt sú nýlunda i hug að festa runkið á filmu og bjóða fólki síðan að skoða. Sumir létu hneykslast, öðrum fannst hugmyndin sniðug en hvað um það. Af aðferðafræði Egils hvað myndlist varðar mætti kannski gera ráð fyrir að Tonk of the Lawn byði upp á einhvers kon- ar sjokk-rokk en sú er hins vegar ekki raunin. Sem tónlistarmaður er Egill S kannski fyrst og fremst leitandi en Tonk of the Lawn er i flesta staði rólynd og varla smiðuð i hneykslunartilgangi. Helsti galli plötunnar er líkast til sá hversu ofangreindir áhrifa- valdar era sýnilegir. David Bowie ræður algjörlega ríkjum í fyrsta lagi plötunnar: You Are My Loving Insane, Tom Waits og Nick Cave í I Want To Love You As You Are og Your Fine Chord, ótvirætt eitt af sterkari lögum plötmmar, hljómar líkt og það hefði getað átt heima á Mellow Gold. Rappið er ekki sterkasta hlið Egils og Texas- kúrekabrellan í If You Don’t Know Anything skemmir annars ágætan gnmn að lagi. Eitt af snjallari lögiun plötmrn- ar, I Love You So, heyrist nú endr- um og eins í íslensku útvarpi og er ekkert út á það að setja en glöggir tónlistarneytendur átta sig þó vafalaust strax á hinum fyrr- nefndu Bowie-áhrifum sem einnig má finna í þessu lagi. Auk þess er I Love You So eitt ákjósanlegasta dæmið um sér- kennilega textagerð Egils, „I like the idea that people need to inter- pret for themselves,“ segir Egill um þetta tiltekna lag. Hilmar Öm Óskarsson „Flest lög plötunnar eru fremur minimalísk bœði hvað varðar hljóðfceraleik svo og útsetningar, oftar en ekki þannig að einfald- leikinn er beinlínis keyrður fram úr hófi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.