Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2000, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2000, Blaðsíða 29
Norman Cook er búinn að vera lengi í bransanum. Hann hefur kynnst bæði velgengni og mótbyr, en nú þegar þriðja platan hans undir nafni Fatboy Slim er komin í verslanir virðist fátt geta stoppað hann. Trausti Júlíusson gerði úttekt á kappanum. Norman Cook gengur allt í haginn: „Ef ég hefði séð líf mitt síöustu tvö ár fyrir þegar ég var 15 ára þá hefði ég fengið það í buxurnar." Það hefur gengið vel hjá Norm- an Cook undanfarin tvö ár. Önn- ur platan hans í gervi Fatboy Slim, You’ve Come a Long Way, Baby, sem kom út fyrir tveimur árum, hefur selst í 3 miljónum 10 mikilvæg skref á ferli Norman Cook Housemartins: Norman var bassaleik- ari I indie-popp hljómsveitinni Hou- semartins frá Hull. Hann sló til af greiöasemi viö kunningja. Hljómsveitin náði 1. sæti breska listans meö laginu Caravan of Love áriö 1985, en Norm- an hætti samt. Þetta var ekki hans tón- list. Beats International. Fyrsta Norman Cook pródjektið. Þau náöu toppsætinu meö laginu Dub Be Good To Me, (sem samplar bassalínuna úr Guns of Brixton meö Ciash) áriö 1990. Gáfu út tvær plötur, sem voru misjafnar og hafa elst frekar illa. Flosnaði upp. Freakpower: Enn ein hljómsveitin, enn eitt topplagiö (Turn In Tune In Drop Out áriðl995). Varð aö engu. The Real Shit: Eitt af hliöarverkefnun- um meö Freakpower var samstarf Norman Cook meö Ashley Slater, sem þeir kölluöu Fried Funk Food. Aö- alsmellurinn var lagiö The Real Shit, sem er eins konar undanfari Fatboy Slim og kom út á Blunted, undirmerki Island Records. Heavenly Social klúbburinn: Norman fékk innblástur þegar hann fór á Hea- venly Social klúbbinn í London þar sem m.a. Chemical Brothers spiluöu tónlist sem blandaði saman house, hip hop, rokki og soul. Þannig varö big-beat til. Santa Cruz: Fyrirbæriö Fatboy Slim var búiö til þegar Damien Harris var aö hrinda af staö Skint útgáfunni, Norman bjó þá til Fatboy til þess aö framleiða partýtónlist sem gæti halaö inn pening fyrir þetta unga fyrirtæki. Santa Cruz var fyrsta afuröin. Brimful of Asha: Eitt af fjölmörgum vin- sælum remixum. Lagiö, sem er meö hljómsveitinni Cornershop. náöi met- sölu meö þessu mixi. Norman dýrkaði lagiö og langaði til þess að spila þaö þegar hann var að dj-a, en fannst það of hægt og baö um aö fá að remixa það. Rockafeller Skank: „Check it out now, the funk soul brother..." geröi Rocka- feller Skank aö einu aöallagi ársins 1998. Toppurinn á big-beat bylgjunni. Praise you: Fór beint á toppinn og var algjört cross-over hit. Greindarskert dansvideóiö sem Spike Jonze geröi var iíka algjör snilld. Samstarfiö viö Macy Gray: Þegar Norman fór í stúdíó með Macy var þaö í fyrsta sinn sem Fatboy Slim notaöist viö læf söng. Það voru Chemical Brothers sem stungu þessari hugmynd aö honum, eins og fleiri góöum hug- myndum í gegnum tíöina. p1ötudómar elntaka og unnið til fjölda verð- launa, hann er einn af vinsælustu plötusnúðum heims og mikilsvirt- ur remixari. Svo kynntist hann bresku fjölmiðlastjörnunni Zoe Ball á Ibiza fyrir tveimur árum, þau urðu ástfangin, giftu sig, fluttu til Brighton og eiga von á barni. Ekki sem verst. Og svo fær nýja platan hans, Halfway Between the Gutter and the Stars, alls staðar frábæra dóma og virðist ætla að verða ein af að- alplötum ársins. Leiður á poppstjörnulíf- inu Þegar smáskífan Praise You fór beint í fyrsta sætið á breska listanum varð Norman Cook heitasta nafnið í poppheiminum, en hann hafði verið að byggja upp vinsældir sínar sem plötusnúður um nokkurt skeið, Madonna, Robbie Williams og fleiri slíkir voru ólmir í að fá hann til að rem- ixa lögin sín (hann neitaði báð- um) og tónlistin hans sjálfs varð líka vinsælli og vinsælli með lög- um eins og Rockafeller Skank og Gangster Trippin’. Næstu mán- uðina var hann sífellt í verðlauna- afhendingum, boðum og partíum með poppstjömum, leikurum og fyrirsætum. í dag er Norman hins vegar bú- inn að fá leið á öllum stjörnufans- inum og er hcddinn því sem hann kallar „poppstjörnuþreytu". Hann segist ekki vera mjög góður í því að vera stjama. „f þrjá mánuði var vinnan mín bura að vera við- staddur verðlaunaafhendingar, maður gat eiginlega ekkert búið til tónlist eða spilað," kvcU'tar hann. Þegar hann tók við verð- launum fyrir framúrskarandi inn- legg til danstónlistarinnar á verð- launahátíð tímaritsins Muzik ný- lega sagði hann m.a: „Þó að ég haldi áfram að flækjast inn í popp- landið þá kem ég alltaf aftur. Ég elska danstónlistina og klúbbana. Ég hef ekki áhuga á þvi að hanga með Britney og Robbie.“ Einvígi við Armand Van Helden Árið 1999 háði Norman plötu- snúðaeinvígi við Armand Van Helden í Brixton Academy i London og vann með nokkrum yf- irburðum, eins og Armand sjálfur viðurkenndi fúslega. Einvígið fór þannig fram að þeir spiluðu í box- hring i miðri tónleikahöllinni, skiptust á og sá sem náði upp meiri tryllingi á dansgólfinu bar sigur úr býtum. Brixton Academy var troðin tvö kvöld i röð, sem segir töluvert bæði um vinsældir kappanna og um sterka stöðu danstónlistarinnar í Lundúnum. Það er kannski hægt að kalla ein- vígið hámark big-beatsins. Á nýju plötunni er Fatboy Slim að fjarlægjast svolítið þetta big- beat sem gerði hann frægan á fyrstu tveimur plötunum. Hann segir að Right Here, Right Now hafi verið síðasta lagið sem hann gerði fyrir You’ve Come a Long Way Baby, en Rockafeller Skank það fyrsta. Tónlistin á Halfway... er að mestu leyti framhald af Right Here..., en svo eru líka hou- se-skotin lög þar sem Norman er að hverfa aftur til danstónlistar- upprunans. í fyrsta sinn með lifandi söngvara Fatboy nýtur krafta nokkurra gesta á plötunni. Fyrsta skal nefna Macy Gray, sem syngur á annarri smáskífunni, Demons. Sú fyrsta, Sunset (Bird of Prey) skartaði rödd Jim Morrison úr Doors, en því færri orð sem við höfum um þá hörmung þvi betra. Norman segir um Macy: „Hún er mjög sérvitur, en líka mjög falleg og lyktar sérstaklega vel, það var það fyrsta sem ég tók eftir hjá henni,“ Auk Demons syngur Macy í breakbeat gospel laginu Love Life. Þeir Roland Clark úr Urban Soul og Roger Sanchez koma við sögu í laginu Song For Shelter sem er óður Fatboy til danstónlist- arinnar og að lokum skal þess get- ið að gamli James Brown og Funkadelic-bassasnillingurinn Bootsy CoUins syngja lagið Wea- pon of Choice. Norman segir um Bootsy: „Bootsy er gamall kunn- ingi. Ég gerði þrjú lög með honum fyrir siðustu plötuna hans og við fílum vel að vinna saman. Við skiptumst á lögum, ég gerði lag fyrir næstu plötuna hans og hann gerði lag fyrir mína plötu.“ Hefur ekki samúð með Metallica Mörg laganna á nýju plötunni voru komin á Napster áður en hún kom út. Og líka mörg óútgef- in lög. Eða hvað? Það er reyndar fullt af Fatboy Slim-lögum í boði á Napster, en líka fullt af lögum sem eru skráð sem Fatboy Slim lög en eru eitthvað allt annað. Norman heldur alveg ró sinni yfir Napsternum, „Þetta er svipað og þegar það var talað um það að kassettuupptökur væru að drepa tónlistina," segir hann. „Ég hef það ágætt. Ég þarf ekki meiri pen- ing og þarf ekki að hafa áhyggjur. Það er ekki eins og Metallica séu að svelta, ef þeir ættu ekki fyrir skóm á börnin sín hefðu þeir kannski eitthvað til síns máls.“ h vaöf fyrir hvernf skemmtilegar staöreyndir niöurstaöa ★★★ Fiytjamdi: Johnny Cash piatan: American III: Solitary Man Útgefandi: Columbia/Skifan Lengd: 42:15 mín. Hinn eindæma svali Johnny Cash hefur verið lengi að og hann ætti í raun að vera óþarfi aö kynna. Hér er þriðja platan í seríu sem hann hefur unnið með skeggapanum Rick Rubin (stofnandi Def American og upptökustjóri til margra ára, meðal annars fyrir Slayer, Beastie Boys og Red Hot Chili Peppers). Efnið er hans lög í bland við lög flytjenda á borð við U2, Neil Diamond, Tom Petty og Will Oldham. Þó svo margt góðra gesta sæki kallinn heim og aðstoði, Sheryl Crow, Tom Petty ogWill Oldham svo einhverjir séu nefndir, þá er þetta fyrst og fremst kassagítarinn og röddin. Hana verða menn helst að fíla þegar lagt er upp svo hægt sé að njóta plötunnar, þó síðan sé alltaf fyrirbæri sem kallast áunninn smekkur... Ja, það getur víst talist skemmtileg staðreynd að þessi maður ætti með réttu að vera dauður. Kjálkinn er af- myndaður eftir fjölda skurðaðgerða en hjartað slær enn og það á réttum stað. Kallinn þakkar meistara lífsins, svo lagt sé í þýðingar, og ráðleggur okkur að leyfa tónlistinni að hljóma. gtgn lumskan og þægilegnn H|| inn setur sínn stimpíl afgerandi á allt sem liann snertir, með þessari hálftalandi, (m/TWM K (ijÉpt ■ djúpu söngrödd og stuttum og klipptum i ’^SWW ■■ H nótum. Hér er ekkert veriö að spreöa sur- efni 1 dregnar nótur eða víbrató en þar ligí’ja kannski tofrarmr. Lj.if plata se-m ffiT 1 gagnast þó seint i partíin. nema þa ^B w ■ kannski rétt í restina á flöskunni. -kmó 1 ★★ Rytjandi: Limp Bizkit Platan: ChOCOlate Starfish and the Hot Dog Flavored Water Útgefandi: Interscope/Skífan Lengd: 75:08 mín. Tattúfroskurinn sem breyttist í hljömsveit- arforsprakka og smákökumar vinir hans. Á tímabili virtist sem þeir heföu sigrað heiminn en blikur eru á lofti um að hann sé hreinlega að snúast gegn þeim. Þessi hraðsuðupakki, sem kemur rétt um ári eftir síðustu breiðskífu, spilar sína rullu í því, sem og ólæknandi mikilmennsku- brjálæðið sem Fred Durst þjáist af. Fjölmargir hummuðu með útgáfu þeirra af Mission Impossible stefinu og sú fylgir hér með í kaupunum. Restin er þó tals- vert hærðari á bringunni og spuming hvort hún nýtur álíka hylli. Svar við þeirri spurningu, og mörgum fleiri fáum við ör- ugglega meö tíð og tíma, að því gefnu aö heimurinn farist ekki í millitiðinni. Ég hef ekki hugsað mér aö eyða eftiriifinu í að velta vöngum yfir Limp Bizkit. Súkkulaði-krossfiskurinn og pylsuruglið er víst skemmtileg vísan f rassgat og tittling, þetta kallar maður að tala undir rós. Sem er ekki eitthvað sem Durst gerir í einræð- unni sem lokar plötunni og rennir enn styrkari stoðum undir þá skoðun mina að maðurinn sé hreinlega búinn að missa það. Þetta er nrog sinrtiiegu n imieitt en 1 alveg laust við fruinloika. Mei hefur all3 1 tíð fundist Durst með eindæmum tak- 1 markaður söngvari. hann er fyrst og 1 fremst rappari og þaö og söngur er ekki 1 það sama. Nokkrum kílóum þyngri undir- | leikur og ágætis effecta vinnsla breytir því 1 ekki dð buröarbitamir e:u gamiir og rotmr 1 og bera varia allt fina skrautiö sem hlað 1 Ið er a þa. kristján mar ólafsson 1 ★★★ Fiytjandi: Black Eyed Peas piatan: Bridging the Gap Útgefandi: Interscope/Skífan Lengd: 64: 01 mín Þetta er önnur plata hip hop/soul/jazz/latin/popp-hljómsveitar- innar Black Eyed Peas en sú fyrri, Behind the Front, sem kom úttyrirtveimurárum, vakb mikla athygli. De La Soul, Les Nubi- ans, Mos Def, Wyclef og Macy Gray eru á meðal þeirra sem koma fram með þeim á plötunni. Black Eyed Peas fara sínar eigin leiðir, hvort sem er í tónlistinni eöa klæðaburði. Þeir spila hip hop með töluverðum popp áhrifum og minna stundum á the Fugees. Þetta er því ekki endilega plata fyrir þá hörðustu í rappinu heldur fyrir þá sem eru til í léttan og grúví hip-pop-bræðing. Black Eyed Peas voru búnir að velkjast um á neðanjarðarsenunni í LA á áraraðir þegar þeir gerðu samning við Interscope og slógu í gegn með laginu Joints & Jams fyrir tveimur árum. Macy Gray er mikiö i tísku núna en lagið sem hún syngur á plötunni var tekið upp áður en hún sló í gegn. Þessi tonlist er aö mörgu leyti mjög I5B skemmtileg. Sum laganna (t.d. Request 1 + Line, sem Macy Gray syngur, og upphaf- B slagið BEP Empire) eiga skilið að slá í gegn í poppheimum. Það sem dregur ■ 'C?þí»EpjM hana niöur er hins vegar það hve mikið er 1 'JBpó af slökum lagasmíðum inn á milli. Synd 1 ■ þvi þetta hefði getað orðiö frábær plata! trausti júlíusson ■BMPÍ(r 1» 1 4 10. nóvember 2000 f ókus

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.