Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2000, Blaðsíða 28
Topp 20 01) Again Lenny Kravitz 02 On a night like this Kylie Minogue ‘T" 4 03 Sigurjón Digri Land & Synir og Stefán Karl ’t’ 3 (04) Hollar Spice Girls n 4 05 Með þér Skítamórall n s 06 Beautiful Day U2 4» 11| 07 Yellow Coldplay 4> 6 08 Ekki nema von Sálin hans Jóns míns t 7 09 Ég hef ekki augun af þér Sóldögg 4, 9 10) Come on over Christina Aquilera t 3 11 La Fiesta Club Fiesta t 8 12 Give me just one night 98 Degrees t 4 13 Don’t mess with my man Lucy Pearl t 2 j (74) Get along with you Kelis t 3 75 Hvenær Buttercup 5 16 Fiesta (Houseparty) Dj Mendez 4 7 77 Music Madonna 10 i (78) Ekkert mál Á móti sól 4, 6 ig Cruisin’ Gwyneth Palthrow & Huey Lewis X 1 (20) You’re a God Vertical Horizon ■k 5 Sætin 21 til 40 Q topplag vikunnar Let the music play Barry & Funkstar t 4 Lady Modjo 4» 9 / nastokkvari ff vikunnar Groovejet Spilier 4, 9 Could 1 have this. Houston/lglesias 4-12 nýtt á iistanum Spanish guitar Toni Braxton X 1 stendur 1 stað Lucky Britney Spears Á11 3 jt. hækkarsigfrá Why does my heart... Moby t 2 t siðustu viku Rock Dj Robbie Williams Á14 lækkarsigfrá Body Groove Architecs feat. Nana 4 2 slðustu viku Sky Sonique i’ 6 fallvikunnar Wonderful Everclear i 8 f Let’s get loud Jennifer Lopez 4^12 1 wonder why Tony Touch feat t 2 1 turn to you Melanie C 4-7 Body II Body Samantha Mumba X 11 I Most girls Pink Á12 Wasting Time KidRock 4. 9 1 It’s my life Bon Jovi 410 Porcelain Moby 4 7 Stop messing ar.. Craig David X 1 fókus íslenski listinn er samstarfsverkefni DV og FM 957 og birtist vikulega i Fókus. Listinn er fluttur á FM í umsjá Einars Ágústs Víðissonar. 28 10. nóvember 2000 Hljómsveitin Grandaddy er eitt af nýju nöfnunum í bransanum. Það hefur jafnt og þétt verið að klífa metorða- stigana hjá spekúlöntum um veröld víða og nýja platan, The Sophtware Slump, á ekki hvað minnstan þátt í því. Kristján Már Ólafsson hreifst af hljómsveitinni en ekki nafninu. Gamalt Grandaddy finnst mér eitthvert sorglegasta nafnið sem er í gangi í bransanum i dag en það að ekki skuli dæma bók af kápunni á víst við í þeirra tilfelli. Bandið er upp- runnið í Modesto, lítilli skitabúllu í San Joaquin-dalnum í Kaliforn- íu. Þeir sem hrifust af leik hljóm- sveitarinnar The Flaming Lips á dögunum ættu að glugga á nýju plötu Grandaddy þar sem þessar sveitir eru gjarnan paraðar saman í umræðunni. Skytturnar þrjár í upphafi voru það Jason Lytle söngvari, gitarleikari, borðaleik- ari, aðallagasmiður, upptökustjóri og örugglega eitthvað fleira, Kevin Garcia (veit ekki með skyldleikann við Jerry) bassaleik- ari og Aaron Burtch sem lögðu saman í púkk og uröu afl. Þetta var 1992 og án þess að þeir hafi verið vansælir þá þótti þeim mik- ill akkur í því er gítarleikarinn Jim Fairchild og hljómborðsleik- arinn Tim Dryden bættust í hóp- inn árið 1995. Svo vitnað sé í þá sjáifa þá gaf það þeim meira „lita- úrval, betri málningu og stærri flöt að vinna með“. Það er bara nýlega að strákarn- ir hafa verið að brjótast úr viðjum heimalandsins og hljóta viður- kenningu á heimsvísu. Það að þeim er að skola á land hér í Evr- ópu má þakka V2 útgáfunni, sem ákvað að taka hina rómuðu Under the Western Freeway upp á sína arma 1998, árið eftir að hún kom út í heimalandinu. í kjölfarið fóru strákamir að sækja yfir hafið og hafa verið að spila góð slott á há- tíðum á borð við Reading og öðr- um nafntoguðum í Evrópu. Húmoristar Á skrifstofum V2 höfðu menn beðið í ofvæni eftir að fá að heyra prufur af The Sophtware Slump og hoppuðu hæð sína þegar kassetta kom inn um lúguna. Þegar hún fór að rúlla kárnaði þó gamanið, inni- haldið reyndist rúmur klukkutími af upptökum sem hafði verið hafn- að, soðnar saman í kokkteil sem skar í eyrun. Þegar farið var að grennslast um málið reyndist skopskyn meðlima vera að hlaupa með þá í gönur og málum snarlega kippt i liðinn, gimsteinarnir komu með næstu flugvél. Strákamir sáu þó mest eftir að hafa ekki verið búnir að koma fyrir hlerunarbún- aði á skrifstofum V2 ... Annars eru þetta ljúflingar sem bara fóru í tónlist í staðinn fyrir eitthvað annað, eða allavega að- alinnspýtingin hann Jason. Hann segist ómögulega geta útskýrt hvers vegna, nema jú honum finn- ist hann vera ein af þessum týpum sem þurfi aö vera að gera eitthvað skapandi. Það hefði hins vegar ailt eins getað leitt hann út í að reisa hengibrýr eða hnoða dauðum tækjabúnaði saman i vélmenni. Náttúran í manninum, maðurinn í vélinni, vélin í... Nafniö á plötunni fór að mynd- ast í kolli Jason sem hann vafraði um flóamarkaði og virti fyrir sér stafla af úreltum tölvum. Honum er hin hraða þróun og síaukin hlutdeild alls kyns tækja í daglegu lífi líka mjög hugleikin, þó hann sé þess fullviss að maðurinn muni alltaf stjórna tölvunum, ekki öf- ugt. Hann er þó tregur til að tjá sig um hvort yrkisefni plötunnar heggur í sama knérunn, vill við- halda því sem hann segir vera einn skemmtilegasta þáttinn í tón- list; túlkun einstaklingsins. Þær hugmyndir sem aðrir gera sér út frá því að hlusta á hugvekjur lista- mannsins, þeirri duld á að við- halda og hver að kryfja eftir smekk. Annars viðhalda strákarnir bara ástar/haturssambandi sínu við Modesto, þó svo velgengnin sé að knýja dyra og tækifærin til að flytja sig um set séu til staðar. Jason segir að eins og heimurinn sé að þróast þá skipti það á endan- um ekki máli hvar þú býrð: „Fljótlega, þegar Barnes & Noble, Burger King og Star- bucks hafa tekið yfir allan heim- inn þá skiptir staðsetningin engu máli.“ Þangað til ætlar hann bara að halda tO í hlöðunni sem hann leig- ir undir upptökudraslið sitt og rækta þetta áhugamál sem tekiu- sifellt meira af tíma hans. Þegar yfirtakan hefur átt sér stað fer hann líklega í göngutúr, nær sér í borgara, kaffi og góða bók og held- ur síðan bara áfram því sem hon- um finnst skemmtilegast að gera.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.