Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2000, Blaðsíða 8
f Ó k U S 10. nóvember 2000 Sóldögg er meðal vinsælustu popphljómsveita íslands um þessar mundir og hefur verið ansi lengi að. Líftímínn hefur komið mörgum í opna skjöldu, ekkí síst meðlimunum sjálfum, því þeir hafa siglt hálfstefnulausir á milli öfga íslenskrar tónlistar, séð eftir mörgum úr upphaflegu áhöfninni og tekið sig vel út án þess að gefa sig út fyrir að vera annað en 100% öryrkjar í vexti. Núorðið eru þeir orðnir svo sáttir við að spila popptónlist að þeir nefna breið skífu sína í höfuðið á henni. Bergsveinn Arilíusson söngvari og Gunnar Þór Jónsson gítarleikari léttu á hjarta sínu í spjalli við Eirik Sördal. í kvöld árita þeir Sóldaggarliðar plötuna Popp og taka nokkur lög á Fókushátíð í Kringlunni. „‘94 var mér boðið að vera gesta- söngvari Jökulsveitarinnar og söng með henni blússtandarda. Okkur fannst girnilegur þessi ballfídus og gáfum út fímm laga plötuna Klám undir nafninu Sóldögg. Þremur bassa- leikurum og einum gítarleikara síðar erum við eins og við erum í dag,“ seg- ir Beggi. Ungæðislegt blaður Sóldögg á tvær breiðskífur að baki og nýjasta afkvæmið er rétt farið að kólna í rekkum plötubúðanna. Það nefnist Popp. Gunni hefur orðið: „Sumir hafa gagnrýnt okkur fyrir að daðra við hinar og þessar stefnur í gegnum tíðina og vera ekki sam- kvæmir sjálfum okkur. Á þessari plötu vorum við sammála um hvert skyldi stefna, þetta er bara popp, i víð- asta skilningi þess orðs,“ segir hann um nafngiftina. „Við erum á þessu gráa svæði. Það hefur enginn getað sagt nákvæmlega; já, Sóldögg er i XY- deildinni. Nema ein bakraddasöng- kona sem enginn þekkir. Hún kallaði tónlistina okkar ungæðislegt blaður, eða eitthvað þvíumlíkt, í morgunþætti Bylgjunnar,“ rifjar Beggi upp og ætlar greinilega ekki að bjóða þessari konu í afmælið sitt. Strákarnir segjast mjög sáttir við plötuna og búast við ágætri sölu. „Maður verður eiginlega hálf hræddur við það hvað við erum sáttir. Það seg- ir okkur kannski að platan sé bara ömurleg," segir Gunni og glottir að þessari sjálfsskoðun sinni. „Ég held að þessi plata komi ekki til að seljast verr en aðrar. Við eigum okkar aðdáenda- hóp sem kaupir X upplög," skeytir Beggi við. Hljómsveitin er á krossgöt- um í útgáfumálum. „Við gerðum þriggja plötu samning við Skífuna og erum að ljúka honum núna,“ segir Gunni. „Erum svona eins og fótbolta- mennirnir, með lausan samning. Bún- ir að eiga ágætt timabil og lítið verið um meiðsli." Það hefur færst i vöxt að hljómsveitir gefi út eigið efni, hefur það ekki hvarflað að Sóldaggarliðum? „Jú, jú, það er bara svo mikill póker, þú gætir þurft að fara að moka skurð það sem eftir er ævinnar,“ segir Beggi. Fá kvikindið til að rúlla Þið eruö annálaóir fyrir fœrni í aö flytja lög eftir aöra (koverlög). Meö þessari þrióju plötu skyldi maöur œtla aö þið séuö meö nóg efni til aó hœtta aö standa í slíku? „Þetta er bara ekki eins og fyrir tiu árum þegar Sálin gerði plötu og spil- aði frá A til Ö á balli. Lög sem eru vin- sæl og virka í útvarpi núna eru ekkert endilega ballvæn lög,“ svarar Gunni undir eins. „Og þegar við spilum á böllum veljum við eitthvað sem við höfum gaman af, fær fólkið til að dansa og eitthvað sem fær kvikindið til að rúlla. Það er „kick ass“,“ bætir Beggi við. En lítiö þiö á ykkur sem sveitaballa- hljómsveit? „Mér finnst þessi grensa ekki vera til. Ég hef farið á fínt ball með David Bowie og Jón Ómar bassaleikari var til dæmis á lokaballi með Smashing Pumpkins í London um síðustu helgi. Hann sagðist hafa farið út með fullt danskort, þú skilur. Þetta er afstætt. Okkur finnst bara gaman að spila,“ segir Beggi. Stutt í veruleikafirringuna Margir ala í brjósti sér drauminn um að veróa svona hljómsveitar- gœjar eins og þiö. Er gaman að vera í hljómsveit? „Þetta er erfitt, en gaman,“ segir Gunni. „Flestir halda að þetta sé „pís of keik“, að stökkva upp á svið, djamma nokkur lög og fara svo á fyllirí. Þetta er miklu meira.“ En hvað með fylliríiö? „Er þetta ekki allt eitt langt og stórt fyllirí bara?“ spyr Beggi og klórar sér spekingslega í skegginu. Veröiö þiö ríkir á þessu? „Nei, þú sérð útganginn á okkur, við erum eins og útigangshross til fara, maður," segja þeir og toga í flíkumar máli sínu til sönnunar og líta raunar ekki út fyrir að vera í fæði hjá Hjálpræðishemum. „Ef menn halda rétt á spilunum er auðvitað hægt að hafa það ágætt,“ játar Beggi. „En það er auðvelt að takast á loft og missa tengslin við veruleikann, fara að nota kókaín áður en þú ferð fram úr á morgn- ana og áður en þú ferð í bíó á kvöldin, eyða um efni fram eða spila þig einhvem annan en þú ert. Veruleikafirring er ekki langt und- an í þessum bransa. Þess vegna er gott að vinna annað og vera í tengslum við veruleikann. Að heyra hvað Vala Flosadóttir er að gera og frétta ekki af því í ára- mótaannálnum að Hekla hafi gos- ið.“ Gunni kinkar kolli til sam- þykkis þessari einræðu. „Maður hefur séð marga kollega takast á loft og verða bara að hálf- gerðum fíflum," segir Beggi. „Og það á mjög stuttum tíma,“ heyrist í Gunna. Góöœriö hefur greinilega ekki sniögengiö ykkur alveg, veröiö þiö varir viö þaö þegar þiö skemmtiö? „Já, aðallega af því að fólk er duglegra að skemmta sér og skemmtir sér á flottari efnum. Fólk er á dýrari efnum, ætli það sé ekki góðærið?“ spyxja þeir. Eitt feitt, loðið partí En hvernig er með líferni popparans, eigið þið ekki einhverjar sögur úr rút- unni? Strákamir hugsa sig lengi um áður en Beggi rýfur þögnina. „Við höfum verið svolítið á rauðu GSM-rútunni, úr auglýsingunni. Mæður og ömmur fá aðsvif þegar þær sjá rauöa kvikind- ið koma inn í sýsluna. Á árum áður voru mikil veisluhöld í rútunni. Þá var þetta eitt, feitt og loðið partí. Það voru alltaf gestir að fá far með okkur, oftar þó konur en menn. Einhvem tímann stoppaði rútubílstjórinn rút- una og skammaði okkur með þvi að hann væri búinn að fá nóg af þessum gripaflutningum landsíjórðunga á milli og þetta væri orðið gott.“ Fœst þessi kvenhylli í kaupbœti með spilamennskunni? „Við erum nú allir ráðsettir, en það er auðveldlega hægt að sinna kvenna- málunum ef menn hafa áhuga á því,“ segja þeir sposkir á svip, en undir- strika að þeir hafi ekki staðið í gripa- flutningum sem aukabúgrein við ást- arsambönd sín. „Það verður að koma skýrt fram, annars verður sendur maður eftir hnéskeljunum á þér,“ hóta þeir. Lióur ykkur ekki eins og þið séuð i opinberri heimsókn þegar þið ferðist svona á milli staða, fáið þið ekki Jor- seta-komplex"? „Það er ekki laust við að við tökum danska drottningarvinkið þegar við rúllum yfir sýslumörkin," viðurkenna þeir. „Ólafur Ragnar er reyndar títt ræddur hjá okkur, sérstaklega á ferð- um okkar um dreiibýlið. Þá emm við í svo djúpum tengslum við þjóðarsál- ina. En það eru blendnar tilfinningar hjá okkur til Dorritar. Á sama tíma og verið er að berja á þjóðinni með að ekki megi skíra böm Mac3 eða ein- hverjum erlendum nöfnum, þá stingur það okkur pínulitið að forsetafrúin heiti þessu nafni. Okkur fýsir aftur á móti meira að vita hvað Dorrit finnst um átök ísraela og Palestínumanna," segir Beggi, frekar af forvitni um kær- ustu Óla en af pólitískum áhuga. Lítið goggaðir popparar Er mikill rígur á milli hljómsveita sem stunda sveitaböllin? „Það er rosalega mikill rígur og leiðindi á milli hljómsveita, en ég held að Sóldögg sé svona Dalai Lama ís- lenskra poppsveita. Við emm vinir allra, jákvæðir og ekkert að gogga í náungann," segir Beggi. En hefur veriö goggað íykkur? „Það hefur verið goggað,“ segja þeir hlæjandi og upplýsa um að í kreðsum poppara kallist það að gogga, að skófla í nefið á sér. „Við erum hvorki Barbie-klædd unglingahljómsveit eða skápafýlu- hljómsveit með brotna bassa og í fot- um af ömmum okkar. Við erum ekki í neinum af þessum kategoríum þannig að við höfum farið nokkuð ógoggaðir í gegnum þetta," segir Beggi og hlær og Gunni tekur í sama streng. En eru þið ekki alltaf að vinna ykk- ur upp í goggunarröðinni? „Sumar af þessum hljómsveitum eru orðnar svo útúrgoggaðar að þær eru eins og svissneskur ostur. Kannski verður næsta ár sóldaggar- goggunarár," segja þeir. „Við erum bara hóflegir í þessu framapoti." „Viö höfum ekki þetta element i okkur að setja í okkur rándýra „ondúleringu", dýrustu stripumar og gat í nefið, naglalakka okkur og hlaupa á eftir ljósmyndurum," bætir Beggi við. En segjum eftir svona 5-10 ár, hald- ió þið aö þið verðið ekki komnir meó yngri hljómsveit þá til að túra meðykk- ur og bera bassana? Strákamir hlæja mikið yfir vanga- veltunum og komast loks að niður- stöðu. „Við verðum ábyggilega komn- ir með einhveija unga menn tfl að bera bossana, Svona eins og gó-gó stelpurnar hjá Stuðmönnum," segja þeir En hvað með framtíð Sóldaggar, ætlið þið að daga uppi sem gamlir popparar með bakflæði? „Við eram löngu komnir með bak- flæði, en við tökum bara einn dag í einu, tólf danssporin og það allt. Við sjáum ekki fyrir endann á Sóldögg í fyrirsjáanlegri framtíð, þetta er óskrif- að blað“ segja þeir að endingu og hafa sig á brott. Dalai Lama íslenskra poppsveita 8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.