Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2000, Qupperneq 16
gg«
Þórey Sigþórsdóttir er heilinn a bak við
uppsetningu Fljúgandi fiska a Medeu eft-
ir Evrípídes sem frumsýnd verður í
kvöld í Iðnó. I tilefni af sýningunni
kom út fyrir stuttu eins konar
sýningarskrá í formi dagblaðs
sem fengið hefur nafnið
Kórintubréfið. Þar er
fjallað um sýninguna
á nokkuð nýstár-
legan hátt og
þau átök sem
verkið ein-
kenna færð til
jKjWg- nútímans og
æsifrétta.
r< rnarauony
ifil
„í Medeu er byrjað á botninum og
farið ennþá neðar,“ segir Þórey og
hlær dátt.
Þórey útskrifaðist úr Leiklistar-
skóla íslands 1991 og fór eftir það að
v vinna í Borgarleikhúsinu og lék þar
meðal annars í Þrúgum reiðinnar. Eft-
ir það vann hún í Þjóðleikhúsinu í eitt
ár og tók þar ásamt öðru þátt í upp-
setningu leikhússins á Hafinu eftir
Ólaf Hauk Símonarson. Að því loknu
sneri hún aftur í Borgarleikhúsið í eitt
ár til viðbótar. Um það leyti frumsýndi
Þórey einleikinn Skilaboð til Dimmu
eftir Elísabetu Jökulsdóttur. Sú sýning
fékk góðar viðtökur og fór Þórey með
leikinn í netta sýningarferð um landið
en einnig út fyrir landsteinana, til
Finnlands, Álandseyja og Svíþjóðar.
, 50 Ijóðmyndir
Leikfélagið Fljúgandi fiskur, sem nú
setur upp Medeu, setti upp leikritið
Hótel Heklu, eftir Anton Helga Jóns-
son og Lindu Vilhjálmsdóttur, í KafFi-
leikhúsinu í fyrra við góðar undirtekt-
ir. Þar léku saman Hinrik Ólafsson og
Þórey í nútímalegum ljóðleik sem ger-
ist í flugvél. Það var líka flogið með þá
sýningu til Svíþjóðar og Finnlands.
Auk þess hefur Þórey unnið í sjón-
varpi, með bama- og unglingaþáttinn
Píluna og sem höfundur ljóðmynda
með 50 leiklesnum ljóðum. Þar voru
nánast eingöngu nútímaljóð og áhersl-
an á ljóð eftir konur. Þórey segist eiga
eftir að ljúka við seinni hluta þessa
verkefnis þar sem horft verður til nátt-
úruljóða.
„Medea er svolítið í beinu framhaldi
af þessu, kórarnir birtast á tjaldi og
samtöl þar á milli, auk þess sem texti
verksins er mjög ljóðrænn," segir
Þórey um nýja verkefnið.
Maraþonverkefni
Uppsetningin á Medeu hefur tekið
hvorki meira né minna en 4 ár. Mest-
ur tíminn hefur farið í að afla flár-
magns til að geta framkvæmt þær hug-
myndir sem Þórey og samstarfsfólk
hennar hafði um uppsetninguna. „Al-
- gjört maraþonverkefni fyrir mig,“ seg-
ir Þórey um vinnuna sem liggur að
baki frumsýningunni í kvöld. Hún seg-
ir talsvert fjármagn hafa verið nauð-
synlegt, meðal annars vegna kostnað-
arsamrar myndvinnslu sem hugsuð
var fyrir sýninguna.
Að loknum sýningum hér á landi
verður farið í leikferðalag með Medeu
til Englands í samstarfi við leikhópana
The Icelandic Take-away Theatre og
New Perspectives. Svo verður farið á
leiklistarhátiðina í Tampere í Finn-
landi í samstarfi við Leiklistarháskól-
ann í Finnlandi. Uppsetning verksins
hefur fengið styrk frá Culture2000 sem
er verkefnasjóður innan EB.
Það eru ekki mörg verkefni sem fá
þetta, er þaö?
„Það er rétt, það er rosalega flott að
fá það. Umsóknin skiptir miklu máli
því þeir vinsa miskunnarlaust úr. Það
skipti líka miklu að við notum óhefð-
bundið leikhúsform, þó það sé auðvit-
að í raun búið að gera fullt af svona
„multi-media“ uppsetningum, en það
þykir spennandi. Það er þó ekkert að-
alatriði fyrir okkur, við erum bara að
finna leið til að segja þessa sögu.“
Sýningin mun aðeins verða sýnd í
tvær vikur vegna þess að stærstur
hluti tónlistarinnar í verkinu er spil-
aður „live“ á hverri sýningu, en höf-
undur tónlistarinnar, Jonathan
Cooper, og flytjandi er einungis á land-
inu í tvær vikur vegna mikilla anna í
Englandi.
„Hann er algjört séní, hann semur
alla tónlistina og alla kórana. Við
ákváðum í sameiningu að hafa alla
tónlist „live“ en það þýðir líka að við
höfum bara þessar tvær vikur. Þetta
verður eins og í þöglu myndunum."
Jonathan hefur meðal annars verið að
vinna i The National Theatre í
Englandi og með hinu virta David
Glass Ensamble.
Brytjar niður bróður sinn
En hvernig sýning er þetta?
„Þetta er að mörgu leyti mjög mikil
margmiðlunarsýning. Eins og ég
minntist á áðan á tónlist stóran þátt í
henni og kórarnir birtast á tjöldum á
sviðinu. Þetta er myndrænt samspil og
því oft líkara bíómynd en leikriti að
því leytinu til að hún er sjónræn tón-
listarleg upplifun. Svo er auðvitað
þetta klassíska leikrit í miðjunni um
mjög sterk og dramtísk átök milli
mannsög konu.“
Þórey segir þennan forna harmleik
fialla um karl og konu og eilífðarupp-
gjör þeirra tengt ástinni. „Kjami leik-
ritsins er sá að þarna höfum við konu
sem er búin að fórna öllu fyrir mann-
inn sinn, en hann fórnar henni fyrir
aðra konu sem hentar honum betur.“
Medea er byggð á þjóðsögunni um
Jason og gullna reyfið. Mikið er um
grótesk atriði og lýsingar í sögunni
eins og þegar Medea drepur bróður
sinn og brytjar niður til að bjarga
Jasoni. Auk þess er Medea af guða-
kyni, afabam Heliosar.
Þóreyju finnst verkið minna um
margt á íslendingasögurnar, því stolt-
ið og hefndin eru Medeu svo mikilvæg
eftir að Jason hefur smánað hana með
því að yfirgefa hana. Hún er nú líka af
guðakyni og er með skapsmuni í sam-
ræmi við það. „Hún fremur hræðilega
verknað, drepur bömin sin, til að
koma fram hefndum á Jasoni."
Þórey segir verkið mjög nútímalegt.
„Evripídes er mjög nútímalegur,
hvernig hann skrifar um þau hjónin
og Medea viðrar mjög róttækar
skoðanir um hlutskipti kvenna, það
hefur ömgglega verið algjörlega út úr
kú í Aþenu á þessum tíma, 400-500 f.
Kr.“ Hún bætir við: „Þegar maður les
leikritið er vel hægt að sjá ástæðumar
fyrir því sem hún gerir. Það er líka
hægt að horfa á þetta symbólískt því
það sem hún gerir er að nota börnin
gegn honum. Við sjáum út um allt
hvemig skilnaðir geta orðið í sinni
verstu mynd, þegar slegist er um böm-
in fyrir dómstólum og börnin verða
fórnarlömb. Þetta sjáum við í Medeu
nema bara i ýktri og stækkaðri
mynd.“
Stolt og hefnigjörn
Medea hefur oft fengið þungan dóm
hjá áhorfendum fyrir hefnigirni sina
og stolt. Þórey bendir á að fyrir Medeu
sé Jason að svíkja nokkuð sem heilagt
er þegar hann vil slíta hjónabandi
þeirra.
„í dag gifta sig allir og sverja að
standa með hvoru öðru í blíðu og
stríðu þar til dauðinn aðskilur. En svo
þykir engum neitt tiltökumál að rifta
því. Nú er talað um að kenna þurfi sið-
fræði i skólum, en einu sinni virtist
þetta koma af sjálfu sér, hver sem
ástæðan fyrir því er.“ Þórey bætir við
að eins og með nútímafólk sem stend-
ur í hjónaskilnaði séu þau Medea og
Jason, „lent í einhverjum aðstæðum
sem þau ná ekki að vinna sig út úr“.
Sverrir Stormsker
I útlandinu er páfi sem vinnur við að kyssa flugvelli og
rétta úr höndinni úti á svöíum heima hjá sér. Þessi „umboðsmaður guðs á jörðinni“ þykir víst vera í meíra
og betra sambandi við guð en aðrir menn en hann er greinilega ekki í sambandi, alla vega ekki jarðsam-
bandi. Hérna á íslandi eigum við biskup sem er kannski eins konar rótari guðs. Hann er í sambandi. Hann
er t.d. í góðu sambandi við kaupmangara og gróðabrallara.
kirkjunnar
Á dögunum barst velflestum verslunareigendum
landsins bréf þar sem þetta stendur skrifaö: „Bisk-
upsstofa, Samtök íslenskra auglýsingastofa, Sam-
tök verslunarinnar (og fleiri guðleg kompaní) hafa í
sameiningu ákveðið að veita viðurkenningu fyrir
auglýsingu, kynningarefni eða útstillingu sem er í
bestum samhljóm við boðskap jólanna. Viðurkenn-
ingar verða afhentar rétt fyrir jól af biskupi íslands
við sérstaka athöfn sem veröur undirbúin í sam-
vinnu viö fjölmiðla. Samkeppnin verður kynnt í fjöl-
miðlum er nær dregur jólaföstu og verður óskað eft-
ir ábendingum frá almenningi um land allt um þær
auglýsingar, kynningarefni og útstillingar sem koma
til greina til viöurkenningar. Leita má til Kirkjuhúss-
ins, Laugavegi 31, um upplýsingaefni varðandi
J táknmál jólanna og tjáningu á boðskap þeirra."
Samhljómur í orðum og gjörð-
um
En sætt og kristilegt hjá biskupnum okkar. Dýrt er
drottins orðið en samt greinilega á viðráðanlegum
kjörum því nú hefur Karli tekist að selja það. Það er
ekki langt síðan hann talaði af djúpri kommúnista-
legri hneykslun um auðsdýrkunina, skrumið og
kaupæðið sem tröllriði þessu þjóðfélagi. Núna hins
vegar hefur hann spyrt kirkjuna við kaupmanna-
blokkir og hvetur allan landslýð til að hafa augun út-
glennt á útstillingum verslana og eyrun galopin fýr-
ir þindarlausu auglýsingagarnagauli hungraðra
kaupahéðna. Varla heldur hann aö þetta framtak
sitt dragi úr neysluæöinu sem hann segist vera svo
á móti? Og allt á þetta að vera I „samhljóm viö boð-
skapjólanna". Afsakið meðan égæli (bisgubba). Er
ekki hægt að gera þá smávægilegu kröfu til bisk-
ups að það sé einhver „samhljómur" í orðum hans
og gjörðum? Maður er farinn að skilja af hverju
hann brosir alltaf á vitlausum stöðum. Kristur
fleygði skransölum og hræsnandi pokaprestum úr
helgidómnum á sínum tíma og það veit ég að væri
hann uppi í dag þá fengju „sumir" hraustlegt trukk
í óæðri endann, semsé heilahristing.
Biskup og sk(r)apatólin
Ein þeirra verslana sem biskup hvatti til að taka
þátt í þessu „áhugaveröa verkefni" með útstilling-
um og öðru slíku var Erotica Shop viö Vitastíg en
hún selur einsog kunnugt er hjálpartæki ástarlífs-
ins, t.d. afar kristileg „grýlukerti" (víbratora), sér-
lega jólaleg gervisköp með englahári, handhægar
svipur (ekki ósvipaöar og sveinki notar á hreindýr-
in), endaþarmssmurolfur (með hangikjötsilmi), upp-
blásnar „skapa-nornir" og uppblásin jólalömb
o.s.fr. Eigandinn hefur hingað til ekki séð ástæöu
til að stilla þessum varningi sínum út í glugga en
hann hlýtur að gera það úr þvi að Karl Sigurbjörns-
son vill endilega finna „samhljóminn við boðskap
jólanna" og „tjáningu á boðskap þeirra". Hann gæti
þá kannski f leiðinni látið hátíðleg jólalög
(sam)hljóma úr hátölurum búðarinnar einsog t.d.
„Skyldu það vera drjólajól? / Ætli það sé jólatól?"
nú eða „Heims um ból / helg eru tól." Ætli næsta
skref biskups sé ekki að loka Hjálparstofnun kirkj-
unnar og opna Hjálpartækjastofnun kirkjunnar?
Eöa að taka að sér að veita - ekki Friðarverðlaun
Nóbels - heldur Frygðarverðlaun Nóbels?
Þar sem f bréfinu er óskað eftir ábendingum frá af
menningi um útstillingar og þess háttar þá ætla ég
að leyfa mér hér aö stinga upp á þvf viö eiganda Er-
otica Shop að hann stilli upp ginu f vinkil í kristslíki
og biskupsgínu fyrir aftan. Það væri táknrænt.
Þetta kaupmennskuplott biskups er nefnilega ekki
einungis nauðgun á jólaboðskapnum. Vér skulum
biðja til Mammons með biskupi: Leið þú oss í búð-
ir / og frelsa oss frá kristni / þvf að þinn er auglýs-
ingamátturinn / og hræsnin / að eilífu. / Amen.
16
f Ó k U S 17. nóvember 2000