Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2000, Blaðsíða 2
2 Fréttir FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000 DV Á fjórða þúsund svín á búi Stjörnugríss á Melum í Melasveit: Stuttar fréttir Salmonella í svínabúi - finnst í stíum og saur sláturgrísa Salmonella í svínum dv mvnd dvó Búiö á Melum í Melasveit þar sem fram fer uppeldi grísa til slátrunar. Þar hefur nú fundist salmonella. Salmonella er komin upp í svínabúi Stjörnugríss á Melum I Melasveit. Hluti sýna sem tekin voru I búinu í byrjun mánaðarins reyndist vera jákvæður. Síðan hafa verið í gangi sýnatökur og rannsóknir. „Þetta kom upp í einstökum stí- um í húsinu þegar sýni voru tek- in í byrjun þessa mánaðar," sagði Gunnar Gauti Gunnarsson, hér- aðsdýralæknir Borgarfjarðar- og Mýrasýslu. „Síðan hefur salmon- ella greinst í fleiri stium í saur sláturgrísa. Sýni hafa nú verið tekið fjórum sinnum í þessum mánuði og salmonella hefur greinst í hluta þeirra í öll skiptin. Upphafið að fyrstu sýnatökunni var að eftir slátrun svína frá bú- inu sást að þau voru með óvenju- stór miltu, risamiltu. Sýnishorn af þeim voru send til útlanda til rannsóknar." Gunnar Gauti sagði að salmon- elluna væri að finna í görnum svínanna. Saursýni hefðu því ver- ið tekin úr þeim grísum sem ætti að slátra á næstu vikum. Ekki hefðu önnur svín á búinu verið rannsökuð og ekki talin ástæða til þess að svo komnu máli. Þá hefðu verið tekin stroksýni úr kjöti af nýslátruðum grísum. Þau hefðu reynst hrein. Þó svo hafi verið þá sé allt þetta kjöt sér- stimplað og fari allt i suðu þar sem salmonella drepist mjög auð- veldlega. Hann sagði að verið væri að gera ráðstafanir innan búsins til að útrýma salmonell- unni. Stjörnugris rekur svinabúið á Melum. Þar eru á fjórða þúsund svín. Gunnar Gauti sagöi orsakir salmonellusýkingarinnar á Mel- um óþekktar. Liklegasta skýring- in væri oftast nær einhvers kon- ar mengun i fóðri, s.s. af völdum fugla eða nagdýra. Yfirdýralæknisembættið hefur staðið fyrir umfangsmiklum rannsóknum á salmonellu i bú- fénaði á Suðurlandi í sumar. Þá stendur til að hefja víðtæka rann- sókn á sviðum eftir að sýking kom upp í Skagafirði, en sú vinna er að fara í gang. -JSS Herjólfur hf. lagður niður og starfsfólki sagt upp: Loftpúðaskip milli lands og Eyja - langvarandi undirbúningur skilar árangri á næstu dögum Á fljúgandi ferö Loftpúöaskip í líkingu viö það sem Vestmannaeyingar hyggjast kaupa. „Málið skýrist á næstu dögum. Að öðru leyti tjái ég mig ekki um þetta,“ segir Þröstur Johnsen, yngri bróðir Árna Johnsen alþing- ismanns, sem ráðgerir að festa kaup á loftpúðaskipi til farþega- flutninga á milli lands og Eyja. Fá- mennur en sterkur hópur manna stendur að baki Þresti við skipu- lagningu verkefnsins og fjármögn- un. Gert er ráð fyrir að loftpúða- skipið verði í fórum á milli Vest- mannaeyja og Bakka i Landeyjum, en milli staðanna er aðeins 10 kíló- metra sjóleið. Þar er fyrir flugvöll- ur sem notaður hefur verið til flugs til Eyja. „Þetta erindi hefur ekkert komið til kasta bæjarins og við erum ekki með,“ segir Páll Einarsson, bæjar- ritari í Vestmannaeyjum, og í sama streng tekur Magnús Jónas- son, framkvæmdastjóri Herjólfs hf.: Bakki í Landeyjum Áfangastaöur loftpúðaskipsins. „Við hyggjum ekki á frekari starfsemi í flutningum en búum okkur þess í stað undir að leggja starfsemi Herjólfs hf. niður. Öllu starfsfólki, 28 manns, var sagt upp um síðustu mánaðamót og hættir um áramót þegar Samskip tekur við rekstri Herjólfs," segir Magnús. Ef af kaupum loftpúðaskipsins verður er næsta víst að keypt verði stórt skip sem bæði getur annað fólksflutningum og flutn- ingi á bílum, því eins og einn við- mælandi blaðsins oröar það: „Það er til lítils að komast upp á Bakka ef enginn er bíllinn. Annað hvort verða Eyjamenn að eiga aukabíl í landi eða þá að loftpúðaskipið anni bílaflutning- um líka.“ Þröstur Johnsen staðfesti í gær að málið skýrðist innan tíu daga, á hvorn veginn sem væri. -EIR Geir Gunnar Geirsson Grísasalmonellan: Útlitið ekki slæmt - segir læknir búsins „Við höfum þrifið og sótthreinsað húsin. Þau eru ný og þannig byggð að það er hægt að bregðast fljótt við þessum vandamálum,“ sagði Geir Gunnar Geirsson, eigandi Stjörnu- gríss hf., vegna salmonellusýkingar sem komið hefur upp í svinabúinu á Melum í Melasveit, sem er í eigu Stjömugríss. Konráð Konráðsson dýralæknir, sem haft hefur umsjón með búinu, sagði að útlitið væri sem betur fer ekki slæmt. Búið væri þannig hann- að að deildirnar væru vel aðgreind- ar. Það gerði það að verkum að hægt væri að sótthreinsa vel þegar grísirnir fæm út. Það ætti því að ganga fljótt og vel að drepa bakterí- una. Geir Gunnar kvaðst ekki vita hvaðan sýkingin hefði komist í búið. Salmonellan virtist hafa tekið sér bólfestu í náttúrunni og skyti öðru hverju upp kollinum í búfén- aði. Hún virtist komin til að vera í umhverfmu. Hún hefði ekki greinst í kjöti sláturgrísanna, sem sýkst hefðu, en það færi þó allt í frystingu og suðu. -JSS Ráðherra heiðrar Veðurklúbbinn á Dalvík: Spáir hvítum jólum - klúbburinn flaug til Reykjavíkur í morgun Snjór um jólin Jólin og áramótin hvít - norðanhvellur þar á milli. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra hyggst heiðra Veður- klúbbinn á Dalvík í hófi sem hald- ið verður honum til heiðurs í dag. Klúbburinn, sem starfað hefur í fimm ár, verður heiðraður fyrir að bæta ímynd aldraðra með starfsemi sinni og léttri fram- komu i fjölmiðlum. Klúbburinn flaug í morgun frá Akureyri og suður til Reykjavíkur til fundar við heilbrigðisráðherra. „I hópnum er kona sem aðeins einu sinni hefur komið til Reykja- víkur, en það var árið 1940. Hún er bundin við hjólastól, þannig að þetta er stór dagur í lífi hennar," sagði Júlíus Júlíusson, talsmaður Veðurklúbbsins á Dalvík, en í honum eru sjö félagar. Veður- klúbburinn hefur gefið út desem- berspá sína, sem byggir á þremur fyrstu vetrartunglunum og gerir ráð fyrir hvítum jólum víðast hvar á landinu: „Það verður svipað veður og verið hefur allt fram til 11. desem- ber en þá kólnar og gera má ráð fyrir töluverðum éljum. Jólin verða hvít, svo og áramótin, en í vikunni þar á milli brestur á norðanhvellur," sagði Július Júlí- usson. -EIR Borgin í einkaframkvæmd Reykjavíkurborg hefur ákveðið að fara leið einkafram- kvæmdar við bygg- ingu yfirbyggðs knattspymuhúss og alhliða íþróttamið- stöðvar við Víkurveg í Grafarvogi. Þama er um algjöra stefnubreytingu að ræða. Loksins ályktaö Náttúruverndarráð er búið að álykta um úrskurð umhverfisráðherra gagn- vart starfsemi Kísiliðjunnar við Mý- vatn. Ekkert verður gefið upp um nið- urstöðu ráðsins fyrr en málið telst op- inbert og búiö er að afgreiða það frá umhverfisráðherra. - Dagur greinir frá. 4% skattaafsláttur allt áriö Launamönnum er heimilt að draga 4% lífeyrissparnað frá tekjuskatti allt þetta ár samkvæmt áliti ríkisskatt- stjóra. Ný lög um aukinn lífeyrisspam- að voru hins vegar ekki samþykkt á Al- þingi fyrr en á sl. vori. Gengi deCODE aldrei lægra Gengi hiutabréfa deCODE lækkuðu á Nasdaq hlutabréfamarkaðnum i Bandaríkjunum í gær. Lokagengi var 12,75 dollarar sem er 18,4% lækkun frá lokaverði gærdagsins og hefur gengið aldrei verið lægra. Nasdaq vísitalan lækkaöi í gær um 1,1% og Down Jones hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,2%. Skrökvaö aö farþegum? Halldór Grönvold, skrifstofustjóri ASÍ, segir rangt að samningur Flugfé- lags íslands um hagstæð verkalýðsfar- gjöld sé ekki lengur í gildi. Halldór seg- ir að samningurinn renni ekki út fyrr en um áramót en þetta er á skjön við þær upplýsingar sem farþegar Flugfé- lags íslands hafa fengið síðustu daga. - Dagur greinir frá. Rjúpurnar rjúka upp Lítið framboð er á rjúpum fyrir þessi jólin og allar líkur á að verðið á jólasteik margra hækki talsvert um- fram almennar verðhækkanir á árinu sem þó hafa verið æmar. Vonast menn eftir að það fari að snjóa meira í fjöll svo veiðin glæðist. - Vísir greinir frá. Launastríö lagaprófessora Lagastofnun Háskóla Islands hefur ekki tekið að sér verkefni í heilt ár vegna ágreinings lagaprófessora um greiðslur fyrir vinnu á vegum stofnun- arinnar. Lagaprófessorar i hæsta launaflokki vilja fá greidda fasta yfir- vinnu en ekki breytilega eins og í lægri flokkum. Sala Landssímans Greinilegt er að sala Landssimans er komin á beinu braut- ina. Þetta kom m.a. fram í fyrirspurna- tíma á Alþingi í gær. Kristján L. Möller spurði Sturlu Böðv- arsson hvort búið væri að taka ákvörðun um sölu á Landssímanum. Sjómenn boða verkfall Samninganefndir Sjómannasam- bandsins og Vélstjórafélagsins hafa samþykkt að hefla undirbúning að boð- un verkfaDs sem hefjist 15. mars á næsta ári. -HKr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.