Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2000, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000 5 Fréttir Umsjðní?- Hörður Kristjánsson netfang: sandkorn@ff.is Sjálfstæöisframsókn Framsóknar- menn virðast vera farnir að örvænta um framtíð flokksins ef marka má opinn i fund sem SUF, Samband ungra framsóknar- manna, gekkst fyrir í gær. Þar var dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, einn helsti persónugervingur stefnu Sjálfstæðisflokksins, fenginn til að ræða spuminguna: Ætti að sam- eina Sjálfstæðisflokkinn og Fram- sóknarflokkinn? Gárungar töldu sig vita að framsóknarmenn væru uggandi vegna slaks gengis flokks- ins í skoðanakönnunum - en að Halldór Ásgrímsson hafi gefist upp á rólinu og sæktist eftir inn- göngu í Sjálfstæðisflokkinn þykja glæný tíðindi... Bruðlaö í ríkisbyggingum Endurbygging og viðgerðir eldri húsa í eigu ríkis- ins þykja vera farnar að keyra úr hófi fram hvað kostnað varðar. Þar virðast verk- takar virkilega fá að spila á kerfið eins og þá lystir. Þegar allríflegar fjárveitingar samkvæmt áætlunum eru uppurnar eru umyrðalaust skrifaðir tékkar vegna enn meiri kostnaðar, og það engir smáaurar. Davíð Oddsson forsætisráðherra situr nú undir gagnrýni þar sem ráðuneyti hans ber ábyrgð á 100 milljóna króna framúrkeyrslu vegna endurbyggingar Þjóðmenn- ingarhúss, eða gamla Landsbóka- safnsins við Hverfísgötu. Þykir þetta skjóta skökku við á sama tíma og litlir sem engir aurar eru sagðir til svo bæta megi kjör aldr- aðra, öryrkja og kennara... Fær Stjáni Óskar? Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, er sagður vera al- veg að „meika það“ í útlöndum. 1 Akureyri hefur tilnefnt sjálfa sig ; í keppni mn svo- kallaðan Græna óskar í keppni sveitarfélaga á heimsvisu um að hljóta titilinn „Nations in Bloom“. Akureyri þykir skarta mikilli viðleitni í að fegra og bæta umhverfi og ásýnd bæjarins. í kynningarmynd sem Samver hefur gert um Akureyri bregður Kristjáni fyrir í bamahópi þar sem hann bið- ur að heilsa. Gárungum þykir ljóst að „leikur" Stjána í myndinni muni skipta sköpum um hvort Akureyri fær Græna óskarinn eða ekki... Hver fær „Umferðarljósið"? Umferðarráð mun veita einstak- lingi eða fyrirtæki „Umferðarljósið" á umferðarþingi á fimmtudagsmorg- uninn. Umferðar- ljósið er viður- kenning fyrir eft- irtektarverðan árangur á sviði umferðaröryggis- mála. Umferðarráð óskaði eftir til- nefningum og heyrst hefur að Ragnheiður Davlðsdóttir hafi fengið margar tilnefningar. Nú stendur stjórn Umferðarráðs frammi fyrir miklum vanda því margir innan Umferðarráðs geta ekki hugsað sér að Ragnheiður hljóti viðurkenn'inguna, enda hefur hún löngum verið gagnrýnin á að- gerðaleysi og sýndarmennsku við framgang umferðaröryggisáætlunar stjómvalda. Talið er að Þórhallur Ólafsson, formaður Umferðarráðs, sé fremstur í flokki þeirra sem eru á móti Ragnheiði. Nú bíða menn spenntir eftir að sjá hvar „Umferð- arljósið" muni skína næstu árin. Örvæntingarfull leit stendur yfir... Nám í verkfalli Margir nemar í Verslunarskólanum hafa haldiö áfram vinnu sinni þrátt fyrir verkfall. í skólanum kenna 20 stundakennarar. Skiptar skoöanir eru á því hvort þeir megi allir prófa á jólaþrófi. Verkfallsstjórn framhaldsskólakennara: Varar viö falsvonum „Verkfallsstjómin varar eindregið við að skólameistarar gefi nemendum falsvonir um að þeir séu að taka próf sem hafi eitthvert gildi og skorar á skólameistara að fresta öllum prófum þar til þau geta farið fram með eðlileg- um hætti undir faglegri stjóm deOdar- stjóra." Svo segir m.a. í ályktun sem verk- fallsstjórn KÍ samþykkti á fundi sín- um í gær. Segir enn fremur að athygli verk- fallsstjórnar hafi verið vakin á því að í nokkrum skólum sé ætlunin að halda próf i greinum þar sem stunda- kennarar hafi verið við kennslu í yfir- standandi verkfalli. Verkfallsstjórnin telji rétt að vekja athygli skólameistara á 24. gr. laga nr. 80/1996 um framhaldsskóla og reglu- gerð með sömu lögum um starfslið framhaldsskóla nr. 371, þar sem fjall- að sé um deildarstjóra, áfangastjóra, ábyrgð þeirra og umsjón með náms- mati. SunnUinkiir bwntli *«l»r ilnlnt 15Ö hrotmim «n urA» hefm»: Sé á eftir lífsstarf- inu ofan í jörðina •énnAarforytl ú - hvnlning tmdbdniitwforyiUi hríur Mll marga í vontht SSpSSS'Í Fréttin í DV á laugardaginn vakti mikil viðbrögð. Hrossin á Krossi: Geysimikil viðbrögð „Fréttin í DV vakti geysimikil við- brögð. Síminn hefur ekki stoppað hjá mér og nú er veriö að spá í að kaupa af mér 40-60 hross, folöld og trippi," sagði Sveinbjöm Benediktsson, bóndi á Krossi í Landeyjum. Hann kvaðst i viðtali við DV á dögunum vera orðinn uppgefinn á hrossabúskapnum þar sem ekkert væri hægt að selja og slát- urhúsin tækju ekki fullorðin hross. Þá sagðist Sveinbjöm ekki geta greitt háar fjárhæðir með þessum búskap. Þess vegna ætlaði hann að sækja um leyfi til þess að lóga og urða 150 hross i heimalandi sínu. En nú hefur dæmið snúist við hjá honum. Hann hefur fengið fjölda sím- tala undanfarna daga, bæði frá fólki hér heima og erlendis, eftir að fréttin birtist í DV. Hann sagði að það skýrð- ist á næstu dögum hvort hann myndi selja 20 hross til Noregs og 2 til Dan- merkur. Þá hefðu margir hér heima falast eftir hrossum. Þar á meðal væri fólk sem ætti fullorðin hross frá Krossi og vildi yngja upp. Enn fremur hefði hann fengið fjölda símtala frá fólki sem hefði spurt hvort hann vildi ekki frekar gefa því hrossin heldur en að grafa þau. Sveinbjörn sagði að slíkt væri ekki inni i myndinni. Hitt skýrð- ist á næstu dögum hversu mörg hross hann gæti selt. -JSS í lögunum og reglugerðinni sé skýrt tekið fram að deildarstjóri skuli vera í hverri námsgrein og umsjón með námsmati sé í höndum deildarstjóra. Verkfallsstjórn telur að próf sem haldin séu án umsjónar deildarstjóra séu marklaus þar sem ekki sé farið að lögum við prófahaldið og ekki upp- fylltar þær faglegu kröfur sem gerðar séu i námskrá fyrir framhaldsskóla. Samþykktin var send skólameistur- um allra framhaldsskóla. -JSS Hvaða dekk er betra í snjó en nagladekk? Svarið er: Bridgestone Blizzak Þegar þú velur þér vetrardekk, snýst sú ákvörðun fyrst og fremst um öryggi. Dekkið sé það fjölhæft að eiginleikar þess dekki allar aðstæður, en ekki bara undantekningatilvik. Bridgestone Blizzak er sérstaklega hannað fyrir norðlægar slóðir og hin einstaka tækni, sem var notuð við hönnun þess, gefur ótvíræða kosti: Betri aksturseiginleika, meiri stöðugleika, minni eldneytiseyðslu, betri endingu, auk þess sem þau eru hljóðlátari og afburðargóð i snjó og hálku. Þar fyrir utan veldur notkun þess ekki hávaða- og loftmengun og griðarlegum kostnaði og óþægindum við lagfæringu gatnakerfisins á hverju ári. Sparaðu naglana og sparaðu aurinn - veldu dekkið sem var hannað fyrir þær aðstæður sem við búum við. • Frábær I snjó og hálku • Mciri stöóugleiki • Miklu hljóðlátari • Betrl aksturselglnlelkar • Minnl eldsneytiseyösla • Aukin þægindi og betrí ending • G6ð alltáríó ZlniDUESTuriE I grafínu tru bom*r umm tv»r gv&lr datikja tri ttkln hmta vmnlnglnn I mlklU •»«•*) biru byt, tbrund, UMBOÐSAÐILI: BRÆÐURNIR IOKMSSON I Mk 1 tamtnburil Wð BUZ2AK 0»kkln. www.ormsson.is sícuöÍpp Söluaðilar StiUR t DgKIUAÞJÓNUSTA BREIDHOLTS 1 iqpiaia iGBAFAKVOGS?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.