Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2000, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 Fréttir DV Fjárhagsleg staða starfsfólks ísfélags Vestmannaeyja slæm: Strípaðar atvinnuleys- isbætur taka við „Jólin í þeirri mynd sem fólk ætlaði að halda, þau eru horfin," sagði Arnar G. Hjaltalín, formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja, en á annað hundrað manns missti vinnu sína er Isfélag Vestmanna- eyja brann aö stórum hluta til að kvöldi laugardagsins. „Það er al- veg ljóst að fjárhagsleg staða starfsfólksins er mjög slæm. Það var búin að vera svolítil vakta- vinna í síld og öðru en það verða bara strípaðar atvinnuleysisbæt- urnar núna og þær eru kannski einn þriðji af laununum," sagöi Amar. Allt tiltækt slökkvilið, auk fjöl- margra annarra, tók þátt í slökkvi- starfinu, en eldurinn kom upp í frystihúsinu á laugardagskvöld. Á fimmta tímanum á sunnudags- morgun tókst björgunarmönnum að ná tökum á eldinum en þá var fátt eftir sem brunnið gat. Lögreglurannsókn Tveir menn frá tæknideild lög- reglunnar í Reykjavík komu á vegum Ríkislögreglustjóraemb- ættisins til Vestmannaeyja um hádegisbilið í gær. Að sögn rann- sóknarlögreglunnar í Eyjum ætl- uðu reykvísku lögreglumennirnir að aðstoða heimamenn við rann- sóknina á upptökum eldsins sem kom upp í nyrsta og jafnframt nýjasta hluta hússins. Eldurinn breiddist svo yfir í aðra hluta hússins með fyrrgreindum afleið- ingum. Aö sögn Tryggva Kr. Ólafsson- ar, rannsóknarlögreglumanns í Vestmannaeyjum, vann lögreglan einnig að því í gærmorgun að tryggja öryggi þeirra sem standa að rannsókn og vinnu í rústum byggingarinnar, en hætta stafaði af sperrum sem lá við hruni í hús- næðinu. Samhugur með fólki Húsfyllir var í Alþýðuhúsinu í Vestmannaeyjum þegar það var opnað klukkan átta í gærmorgun, en verkalýðsfélagið Drífandi rak þar félagsaðstöðu og athvarf fyrir starfsmenn ísfélagsins í gær. „Við munum hafa þetta hér í Alþýðuhúsinu út vikuna og leng- ur ef þörf krefur. Svo eru allir náttúrlega alltaf velkomnir á skrifstofuna,“ sagði Arnar. Að sögn Arnars kom prestur og ræddi við starfsfólkið í Alþýðu- húsinu í gærmorgun, auk starfs- fólks verkalýðsfélagsins og Rauða krossins. Stærsti hluthafi í ísfé- lagi Vestmannaeyja, Guöbjörg Matthíasdóttir, mætti einnig og talaði við starfsfólkið. Sumir mættu með föndur og handa- vinnu, aðrir spiluðu og sagði Arnar mikinn samhug vera bæði með starfsfólkinu og forráða- mönnum ísfélagsins. „Það var miklu léttara hljóöið í fólki eftir þessa samveru i morg- un,“ sagði Arnar. „Maöur fór að heyra hlátur í salnum i spjallinu á eftir.“ Auk aðstöðunnar sem starfs- fólki ísfélagsins var boðið upp á var fundur haldinn með ráða- mönnum ísfélags Vestmannaeyja og starfsmönnum þess í Alþýðu- húsinu seinnipartinn i gærdag. Möguleikar skoðaðir Isfélag Vestmannaeyja var stofnað árið 1901 og var vinnsla á fiski hafin þar árið 1942. Árið 1992 sameinuðust Bergur-Huginn hf. og Hraðfrystistöð Vestmann- eyja hf. ísfélaginu. Krossanes var svo sameinað ísfélaginu undir lok síðasta árs. „Engar stórar ákvarðanir hafa verið teknar síðan í gær [sunnu- dagj. Við hugsum bara frá degi til dags í augnablikinu og erum að skoða hvaða möguleika við höf- um á næstu vikum og mánuð- um,“ sagði Jóhann Pétur Ander- sen, starfandi framkvæmdastjóri ísfélags Vestmannaeyja, í samtali við DV í gær. Hann bætti því við að enn væri ekki búiö aö meta tjónið til fullnustu en ljóst að það vaeri gífurlegt. í húsnæði ísfélagsins var tals- vert af frosnum fiski sem ekki brann. Óvíst er þó hvort hann er óskemmdur og sagði Jóhann Pét- ur að það yrði skoðað seinna í dag, þriðjudag. -SMK Sóknarprestur: Viljinn til aö standa saman DV, VESTMANNAEYJUM:_________ Kristján Björnsson, sóknar- prestur Landakirkju í Vestmanna- eyjum, segir að þungt hafi verið í fólki um helgina. „En það breytist þegar fólk fer að takast á við verk- efni og fastir punktar fara aö finn- ast i stöðunni," segir Kristján. „Að koma saman hér í Alþýðu- húsinu er góður farvegur til að hittast og fá upplýsingar um stöð- una. Það er líka vel til þess fallið að eyða tortryggni og misskilningi sem kemur upp þegar svona áföll verða.“ Kristján sagði að gott hljóð heföi verið í fólki á fundinum og hann heföi tekist vel miöað við hvað lítið er hægt að segja um framtíð vinnslunnar hjá ísfélag- inu. „Upp úr stendur viljinn til að standa saman,“ sagöi Kristján að lokum. -ÓG Aivarieg staoa Séra Kristján Björnsson, Guöný Óskarsdóttir, formaöur Verkakvennafélagsins Snötar, og Arnar Hjaltalín, formaöur Verkalýösfélags Vestmannaeyja. Húsfylllr Fjöldi manns mætti í Alþýöuhúsiö í Vestmanneyjum 1 gærmorgun þegar at- hvarf var opnaö fyrir starfsfólk ísfélags Vestmannaeyja. Ágúst Einarsson og Guöbjörg Matthíasdóttir, ekkja Siguröar Einarssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra, og aöaleigandi, eru t.v á myndinni. Framkvæmdastjóri: Mikilvægt að hefja loðnuvinnslu DV, VESTMANNAEYJUM: Jóhann Pétur Andersen, fram- kvæmdastjóri ísfélagsins, sagði að ekki hefði verið hægt að veita mikl- ar upplýsingar á fundinum með starfsfólki. „Við fórum í hreinsun á tækjum sem eru lítið skemmd og ætlum aö loka húsnæðinu og gera það þannig úr garði að hægt verði að vinna loðnu þar í vor. Þegar við fórum að hreinsa rústimar fá þeir sem vilja og treysta sér til vinnu við það,“ segir Jóhann Pétur. Hann segir mikOvægt fyrir ísfé- lagið að ná að vinna loðnu og loðnu- hrogn á vertiðinni. „Við höfum getiö okkur gott orð í þessari framleiðslu og það er því mikilvægt fyrir okkur að reyna að halda mörkuðum sem við höfum afl- að okkur.“ -ÓG Hördur Kristjansson netfang: sandkom@ff.is Greindarpróf læknisins Lýður Árna- son, læknir á Flat- eyri, stóð fyrir mikOli uppákomu í Vagninum á laugardagskvöld- ið. Þar var efnt tO sannkaUaðrar menningar- sprengju, með tónlist, spurningakeppni og bók- menntalegu ívafl. Þar upplýsti Lýð- ur að hann væri búinn að mæla alla mögulega læknisfræðOega þætti í Önfirðingum sem hægt væri að mæla, - nema greindarvísi- töluna. Nú væri komið að því. Dreif hann karla og konur í sitt liðið hvort og lagði fyrir spurning- ar og dæmdi eins og honum er ein- um lagið. Eftir harða keppni stóð Lýður hróðugur upp og lýsti konur sigurvegara. Og það sem meira var, að með sigri þeirra hefði loks tekist að ná fram geindarmælingu með marktækum hætti. Sagt er að karlar á Flateyri séu nú frekar fúl- ir yfir að hafa vart náð mælanlegri greind í prófl læknisins... Vildi spila meira Eins ög sagt vai frá í Sandkorni í síðustu viku er út- varpsmaðurinn góðkúnni, Her- mann Gunnars- son, hættur á Bylgjunni. Var brottfor hans frá útvarpsstöðinni sögð sú að Jón Axel Ólafsson hefði ekki verið sáttur við tónlist- arstefnu Hemma Gunn. Nýjustu fréttir herma hins vegar að þeir Jón og Hemmi hafi verið með ná- kvæmlega sama tónlistarsmekk og Jón Axel dauðsjái eftir kappanum. Þeir hafi jafnvel sést hlusta saman á plötur á miOi þátta. Hemmi mun hins vegar hafa vOjað auka umsvif sín á Bylgjunni og fá Jón Axel tO að hlusta á meira en það hafi ekki fengið þann hljómgrunn sem Hemmi óskaöi... ASÍ Æskuljóminn beldur áfram að skína af íslenskri verkalýðshreyf- ingu. Nýjasta út- spOiö í þeim efn- um er að hinn sí- ungi fyrrverandi formaður Dags- brúnar er nú orð- meðan nýendur- kjörinn forseti sambandsins er í veikindaleyfi. Þar með hefur sól þess formanns sem var kominn út úr hreyfingunni, Halldórs Björns- sonar, risið hærra en nokkurs fyr- irrennara hans. Samkvæmt því virðist það vera að vænlegast sé fyrir menn tO að koma sér áfram innan verkalýðshreyfmgarinnar að gefa það út að menn séu hættir, famir og taki ekki lengur þátt í sjónarspOinu... Kvenfyrirlitning? Sandkorn sagði frá Spánarferð kvenna- landsliðs- ins í knatt- spyrnu í síðustu viku og helmingur þeirra hefði fengið salmoneOu af þarlendum kjúkling- um. Þótti sumum Ola gert að gera grín að veikindum stúlknanna sem þrátt fyrir aOt höfðu staðið sig frá- bærlega á knattspymuveOinum. Sandkom biður því þessar sjúku stúlkur að sjálfsögðu velvirðingar hafi þeim verið misboðið. Taldi einn aðstandandi þetta reyndar vera lýsandi dæmi um kvenfyrir- litningu. Efasemdir eru þó um að okkar ágætiGuðni Ágústsson landbúnaðarráðherra samsinni slíkri kyngreiningu eftir að hafa fengið svipaða umfjöOun eftir Kína- ferð fyrir nokkra... Æskuljómi i inn forseti ASÍ á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.