Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2000, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 13 DV Leitin að Steini Það eru til tvær meginleiðir til að rita ævi- sögu skálda. Sú fyrri er að tína til allt sem hægt er að flnna um skáldið og samtíð þess, helst að geta sagt um hvort blómið fyrir vestan var flf- ill eða blágresi og til hverrar hvert ástarljóð var kveðið. Sú seinni er að fjalla um ævi skáldsins og túlka hana gegnum skáldskapinn. Hvað skóp skáldið og hvernig skóp það bók- menntasöguna? Bókmenntir Gylfl Gröndal heldur sig við fyrri leiðina í nýrri ævisögu Steins Steinars, þeirri þriðju sem skrifuð hefur verið um hann þótt ekki skildi hann eftir sig miklar persónulegar heim- ildir aðrar en það sem eftir honum er haft 1 við- tölum, flest mælt í hálfkæringi. í Steini Stein- arr - Leit að ævi skálds er margt tekið upp úr samtímaritum og miklum persónufróðleik um samtímamenn Steins haldið til haga, stundum svo miklum að það er sem Steinn týnist. Gylfi hefði að ósekju mátt gera meira af því að feta inn á seinni leiðina í leit sinni að Steini. Til dæmis er nær engu getið til um hugarfars- þróun Steins milli tveggja fyrstu bóka hans. Hvernig var það bókmenntalega landslag sem hann kom inn í? Voru engin önnur upprenn- andi skáld? Hvaða áhrif hafði hann á þau? Vissulega getur verið kostur að varast of- dirfsku skáldskaparins en ákveðna dirfsku þarf til að fylla upp í eyðurnar. Svo dæmi sé tekið: Magnús Ásgeirsson var háskóli Steins, er haft orðrétt eftir Agnari Þórðarsyni úr útvarpserindi. Um þetta er frummálunum gegnum Magnús? Mikið er gert úr örbirgð Steins, en hvernig hafði hann efni á því á kreppuárunum að fara tvisvar utan áður en hann fór utan fyrir skáldastyrkinn 1936? Átti hann sér velgerðarmann sem studdi hann? Ýmsir velgerðarmenn Steins eru nefnd- ir en engir í þessu sambandi. Þannig vakna oft fleiri spurningar en svör í þessu heimilda- flóði og sumir kaflarnir finnast mér næsta þýðingarlitlar gamansögur, svo sem þar sem segir frá Leifi Haraldssyni eða Jóni kadett, og þar að auki vel þekktar áður. Ég verð því miður að játa að þetta myndar- lega rit hefur ekki orðið til að ég fyndi Stein Steinarr og segir mér harla fátt sem ég vissi ekki áður eða tel mig hafa þörf á að vita. Þau fáu orð sem þeir Jóhannes úr Kötlum og Steinn sjálfur létu falla um farkennsluna í Saurbænum segja mér mun meira en upptaln- ing á nemendafjölda eða sú skjalfesta stað- reynd að Aðalsteinn Kristmundsson fékk 8 í kristindómi. Og spurningunni um það hvað varð til þess að Áðalsteinn Kristmundsson, fæddur vestur í Djúpi og uppalinn í Saurbæ vestur, þeirri fögru sveit, pasturslítill og síðar fatlaður og því lítt til erflðisvinnu fallinn þeg- ar fátt annað stóð til boða, varð að skáldi og það góðu skáldi, henni er ósvarað. En ljóðin - þau lifa. Geirlaugur Magnússon Gylfi Gröndal: Steinn Steinarr. Leit aö ævi skálds. JVP forlag 2000. DV-MYND PJETUR Gylfi Gröndal með bók sína um Stein Steinarr Mikið. magn heimilda saman dregið en lítil áhersla á skáldskap Steins. ekki efast en heldur ekki spurt: Hvað nam hann? Örlítið er imprað á því úr viðtali við Magnús sjálf- an að Steinn hafi þakkað honum þýðingamar, en kynntist Steinn ekki samtimaskáldskap erlendum á Bókmenntir Mörg andlit ofbeldis BGetur faðir misnotað tvítuga dóttur sína kynferðislega? Þegar hún er ekki lengur hjálparvana barn, býr ekki á sama heimili og engu líkamlegu ofbeldi er beitt við <cmm aðfarirnar? í Kossinum, sannsögu- legri skáldsögu Kathryn Harrison j| er lýst af miskunnarlausri einlægni hve ofbeldi á sér margar birtingar- myndir, hvað það er sem skapar því aðstæður og gerir því kleift að viðgangast fyrir opnum tjöldum. Höfundur segir frá æskuárunum undir ofríki móðurömmu sinnar - en þar dvelur hún vegna þess að foreldrar hennar hafa yfírgefíð hana; faðirinn á fyrsta æviárinu og móðirin þegar hún er sex ára. Bernsku sinni lýsir hún sem stöðugri leit að viður- kenningu foreldranna og þrá eftir ást þeirra og at- hygli. Allt snýst um að ganga í augun á foðurnum þó að hann sé víðs fjarri og laga sig að ranghug- myndum áhugalausrar móðurinnar. Þetta svelti til- fmninganna leiðir m.a. til líkamlegs sveltis. Hún hættir að borða, öðrum þræði til þess að þóknast móður sinni: „Ef hún gefur mér kjól númer sex veit ég að ég á að breyta mér til þess að passa í hann þótt ég noti stærð tíu.“ (41) En líka í örvæntingarfullri tilraun til að hafa stjóm á einhverju í lífi sínu: „Hið svimandi algleymi sveltisins. Styrkurinn sem það veitir að þarfnast einskis.“(43) Þegar stúlkan er um tvítugt fær hún óvænt tæki- færi til þess að þóknast föðurnum, sem skýtur upp kollinum og verður skyndilega gagntekinn af dóttur sinni. Sem barn upplifði hún vanmátt sinn til að halda athygli hans...“En núna þegar ég er fullvaxin ... hárið sem áður var stuttklippt orðið sítt, og flöt bringan tútnuð út, hefur faðir minn ekki augun af mér; hann er tregur til að líta undan.“(60) Einn koss er vendipunktur í frásögninni og i hann er titillinn sóttur. Faðirinn kyssir dótturina á flugvelli og hún áttar sig á því að áhugi hans er ekki föðurlegur, heldur kynferðislegur. Hún megnar ekki að hafna þeirri næringu sem athyglin veitir eftir áratuga afskiptaleysi og tekur upp kynferðis- samband við föður sinn. Ásjóna ofbeldisins hefur margar hliðar og þegar andinn er bugaður þarf ekki sverð til þess að valda sári. í Kossinum liggur fyrir samþykki fórnarlambsins við ofbeldisverkunum, samþykki sprottið af tilfmningalegu svelti. Síðan hefst baráttan við að losna - og til þess þarf að kafa djúpt inn í sjálfa sig. Kossinn er óvenjulegt og truflandi verk, skrifað af sjaldgæfu hugrekki manneskju sem lætur sér ekki nægja að horfast í augu við sifjaspell, heldur stigur fram og útskýrir fyrir gáttuðum lesendum hvað skapar svo sjúkar aðstæður og hvernig er hægt að lifa þær af. Þýðing Rannveigar Jónsdóttur er unnin af vand- virkni og kemur til skila þeim sáru tilfmningum sem eru undirliggjandi sögunni, þó að stílinn hefði e.t.v. mátt fága örlítið betur. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Kathryn Harrison: Kossinn. Þýöing: Rannveig Jónsdóttir. Salka 2000. Falalalala lalalala Aðventutónleikar Söngsveitarinnar Fíl- harmóníu fóru fram í Langholtskirkju á sunnudagskvöld og var þar fullt hús líkt og endranær. Efnisskráin samanstóð af hefð- bundnum jólasöngvum og öðrum sjaldheyrð- um hátíðarsöngvum í bland. Meðal þeirra var upphafslagið, I will praise thee, o Lord eftir Knut Nystedt sem kórinn söng fagnandi þó að hann vaeri ekki almennilega kominn í gang. Kvenraddirnar voru eilítið klemmdar en úr því rættist strax í laginu sem á eftir kom og var hljómur kórsins vel balanserað- ur og fagur undir stjórn Bemharðs Wilkins- sonar. Ógjörningur er að telja upp allt sem vel var gert á tónleikunum en minnast verður á hógværan og fagran flutning á hinu huggu- lega jólalagi Carls Nielsens, Forunderligt at sige, og frammistöðu kórsins í tveimur þátt- um úr kantötu Bachs nr. 140 sem var unaðs- lega hátíðleg, svo ekki sé talað um flutning á How lovely are the messengers eftir Mendelsohn. Máríuvísur Ólivers Kentish voru frumfluttar á tónleikunum og hljómuðu ljúflega líkt og gamall vinur. Þar sækir Óli- ver sér m.a. efnivið í gamlar íslenskar hefð- ir og fer það vel úr hendi. Var verkið í alla staði vel heppnað bæði frá hendi höfundar og flytjenda. Einnig er vert að minnast á Eg vil lofa eina þá eftir Báru Grímsdóttur, sem hefur fært það gamla helgikvæði í nýjan og fersk- an búning, og Jólakvöld Tryggva M. Bald- DV-MYND ÞÓK Þóra Einarsdóttir söngkona Einsöngur hennar var með miklum glæsibrag. vinssonar hljómaði sömuleiðis fagurlega. Hljómsveit, sem skipuð var valinkunnum hljóðfæraleikurum og leidd af Rut Ingólfs- dóttur, sá um meðleikinn megnið af tón- leikunum og gerði það afbrags vel undir smekkvísri stjórn Bernharðs. Einsöngvari á tónleikunum var Þóra Einarsdóttir sópran og einleikari Einar Jónsson trompetleikari. í sameiningu heill- uðu þau áheyrendur upp úr skónum með flutningi sínum á Si suoni la tromba eftir Alessandro Scarlatti og enn betri var flutn- ingur þeirra á Let the bright Seraphim eft- ir Handel sem verður ekki öðruvísi lýst en frábærum. Þóra söng auk þess einsöng í Kvæði af stallinum Christi og Ave María eftir Kaldalóns og i franska jólasálminum Nóttin helga og gerði það af miklum glæsi- brag. Ekki má gleyma hlut áheyrenda en þeir fengu tækifæri til að syngja með kórnum og hljómsveitinni í fjöldasöng. Undirtekt- irnar voru góðar og jólaskap undirritaðrar, sem hafði ekki látið á sér kræla, bankaði snögglega upp á og var því hleypt inn skil- yrðislaust. Þetta voru því hinir ánægjuleg- ustu tónleikar, hátíðlegir með metnaðar- fullri efnisskrá, og er þeim tilmælum beint til þeirra sem enn hafa ekki fundið jóla- skapið að leita þess í Langholtskirkju á þriðjudags- eða miðvikudagskvöld þegar tónleikarnir verða endurteknir. Arndls Björk Ásgeirsdóttir ___________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Sungið, lesið og leikið Fjórir listamenn Leikfélags Reykjavík- ur hafa sent frá sér verk á jólamarkaðinn: Guðrún Ásmundsdótt- ir sem skrifað hefur barnabókina Lómu, Hera Björk Þórhalls- dóttir sem nýlega gaf út jólaplötuna Ilmur af jólum, Jón Hjartarson með unglingabókina Ég stjórna ekki leiknum og Sigrún Edda Björnsdóttir sem sent hefur frá sér mynd- band með hinni sívin- sælu Bólu. Annað kvöld kl. 20 standa þau öll fyrir uppákomu í and- dyri Borgarleikhússins, kynna verk sín, lesa upp úr þeim, syngja og leika. Aðgangur er ókeypis. Skólalíf Guðlaugur R. Guð- mundsson sagnfræð- ingur flallar um starf og siði í íslensku lat- ínuskólunum eftir siðaskipti í bókinni .Skólalíf sem Iðnú gef- ur út. Skólarnir sem hann hefur rannsakað eru Skálholts- skóli (1553-1784), Hólaskóli (1552-1802), Hólavallaskóli (1786-1804) og Bessa- staðaskóli (1805-1846). í bókinni varpar Guðlaugur ljósi á þætti í skóla- og menningarsögu lands- ins sem lítill gaumur hefur verið gef- inn fram að þessu, meðal annars á löngu gleymda siði og venjur nemenda skólanna. Hann byrjar á að lýsa hinu langa sumarfríi og íerðalögum í skól- ann sem iðulega urðu miklar svaðil- farir. Síðan er rætt um yfirstjórn skól- anna, kennara og inntöku nemenda, tilhögun námsins og námsefni, eftir- litsnemakerfi, aga og refsingar, aðbún- að, fæði, svefnaðstæður og þess háttar, og loks vígslusiði, leiki og sönghefðir við skólana. Landfræðilegir, atvinnulegir og menningarlegir þættir settu sérstakt svipmót á þessa skóla, þeir voru ein- stæðir i skólasögu Evrópu, útkjálka- skólar þar sem klassisk fræði voru kennd við aðstæður sem í engu líktust þeim sem borgaralegir skólar bjuggu við í grannlöndunum. Guðlaugur hlaut styrk úr Vísinda- sjóði til að vinna verkið. Heilagi drykkjumaöurinn ■ Sagan af heilaga drykkjumanninum er siðasta verk austur- ríska rithöfundarins Joseph Roth og kom út skömmu eftir lát hans í París 1939. Það fjallar um sídrykkjumanninn Andreas sem dregur fram lífið undir brúnum yfir Signu og er því manna ólíklegastur til að kenna við heilagleika. Þó verður raunin sú og um þær furður fjallar sagan, skrif- uð af hrífandi innsæi í ljóðrænum stíl sem þó er blandaður kaldhæðni. Joseph Roth er talinn meðal fremstu rithöfunda Evrópu á fyrri hluta 20. aldar. Hann flúði til Parísar eftir að Austurríki var innlimað í Þriðja ríkið 1938 og var mikilvirkur í hópi landflótta landa sinna gegn nas- ismanum. Hann drakk sig í hel. Þessa sögu kvikmyndaði Ermanno Olmi og hlaut myndin gullpálmann í Feneyj- um 1988. Jóhannes Helgi íslenskaði bókina og Arnargrip gefur út. Vox academica Vox academica, kammerkór Há- skóla íslands, heldur aðventukvöld í Háskólakapellunni, aðal- byggingu Háskóla ís- lands, í kvöld kl. 20 undir stjórn Hákonar Leifssonar. Kórinn flyt- ur jólasálma og trúar- leg kórverk frá 20. öld eftir íslensk og erlend tón- skáld, og allir sem vilja eiga notalega tónlistarstund í önnum aðventunnar eru velkomnir. Aðgangur er ókeypis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.