Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2000, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 Skoðun DV Hvar eyðir þú aðfangadagskvöldi? Seselía Sigurðardóttir afgreiðslustúlka: Hjá mömmu og boröa hamborgarhrygg. Geir Leó Guðmundsson sölumaður: Ég verö hjá bróöur mínum, ég held hann bjóöi upp á hamborgarhrygg. Þórhallur Halldórsson, deildarstjóri SVR: Heima hjá mér í faömi fjölskyldunn- ar og viö boröum að sjálfsögöu ham- borgarhrygg. Daníel Benjamínsson: Ég eyöi því í Risinu á Hverfisgötu. Sigríöur Pálsdóttir símadama: Ég verö hjá börnunum mínum. Björn Guistavsschiöld: Heima hjá mér og ætla að boröa sænskan jólamat. Kynþáttahatur — eða þjóðernishyggja? Aukinn straumur innflytjenda hingað til lands á eftir að skapa fleiri vanda- mál en við kærum okkur um. - Sama hvaö hver segir. islenskur rtkisborgari skrifar: t fréttum í DV 6. desember var frétt um viðureign lögreglunnar við nokkra ólátabelgi. Það sem fékk mig til að setjast niður og skrifa þessar línur var fréttin af tveimur þeldökk- um mönnum sem lögreglan hafði af- skipti af fyrir líkamsárás. Mennirn- ir brugðust hinir verstu við og létu högg og spörk dynja á lögregluþjón- unum og báru svo við að afskipti lögreglunnar ættu rætur að rekja til kynþáttafordóma. Lítill en hávær hópur manna hefur reynt að koma því inn hjá þjóðinni að þjóðernis- hyggja sé af hinu vonda og það að vilja vemda þjóð, menningu og tungu sé sprottið af kynþáttahatri. Það hefur tíðkast hér á landi að miða ísland við önnur ríki á Norð- urlöndum og draga lærdóm af því sem vel er gert þar og einnig af því sem miður fer. Ég þekki persónu- lega marga sem hafa flust búferlum til Norðurlanda með opnum huga en snúið heim aftur sem hinir verstu rasistar. Hvers vegna? Jú, því að ástandið þar í innílytjenda- málum fer hríðversnandi ár frá ári. Aukinn straumur innflytjenda hing- að til lands á eftir að skapa fleiri vandamál en við kærum okkur um. - Sama hvað hver segir. Nú berast fréttir af því að ís- lenska tungan sé farin að vera til trafala í skólum landsins því börn- um sem hafa annað tungumál að móðurmáli flölgar svo ört. Þetta skapar vandamál sem kostar aukin fjárútlát að leysa. Og hver borgar þessa nýju tegund móðurmáls- kennslu? Að auki hef ég áhyggjur af því að meirihluti þess fólks sem flytur „Að auki hef ég áhyggjur af því að meirihluti þess fólks sem flytur hingað er annað- hvort ungir karlmenn sem eru að elta það orðspor sem fer af lauslætinu í íslensku kven- þjóðinni eða fólk sem á vart til hnífs og skeiðar og sækir í íslenska velferðarkerfið. “ hingað er annaðhvort ungir karl- menn sem eru að elta það orðspor sem fer af lauslætinu í íslensku kvenþjóðinni eða fólk sem á vart til hnífs og skeiðar og sækir í íslenska velferðarkerfið. Það lendir í svo illa launuðum störfum að ekkert er af- gangs til „skattmanns", þ.e. í sam- eiginlegan sjóð velferðarkerfisins. Að lokum vil ég tala fyrir munn margra og mótmæla því að vera út- hrópaður kynþáttahatari þótt ég vilji standa vörð um íslensk gildi. Ég skora á Éélag íslenskra þjóðern- issinnna að slípa stefnumál sín og bjóða síðan fram til þings. Ég veit að þeir fengju stuðning margra sem bera skoðanir sínar í hljóði af ótta við að vera úthrópaðir. - Eða hver vill ekki standa vörð um íslenskt þjóðerni, menntun og menningu? Farþegastnö Flugleiða Björn Kristjánsson skrifar: Almenn óáran og taprekstur, fallandi hlutabréf, minnkandi vin- sældir félagsins og nú síðast líkams- árásir á farþega á þjónustuliðið í há- loftunum eru ekki til að auka hróður Flugleiða út á við. Talsmaður Flug- leiða segir félagið íhuga málsókn á hendur þeim íslenska farþega sem réðst að flugfreyju á leiðinni Keflavík - Mexíkó nýlega. Talsmaðurinn segir að félagið líti málið ekki aðeins alvarlegum augum vegna þjónustufólksins um borð í vélunum heldur einnig í ljósi þess að þegar svóna atvik eiga sér stað komi það niður á þjónustunni. Hann gleymir, blessaður, að hér snýr alvar- an þó fyrst og fremst aö öryggi flugs- ins sjálfs, þ.e. stjórn vélar og flug- „Ég er þess hins vegar full- viss að Flugleiðir munu ekki leggja í málsókn á hendur þessum eða öðrum farþegum félagsins, til þess er aðstaða félagsins of veik afýmsum orsökum.“ hæfni, ef flugstjóri þarf að blanda sér í ryskingar. Ég er þess hins vegar fullviss að Flugleiðir munu ekki leggja í mál- sókn á hendur þessum eða öðrum farþegum félagsins, til þess er að- staða félagsins of veik af ýmsum or- sökum. í þessu tilviki mun brottvis- uðum farþegum t.d. verða hugsað til farangurs síns, hafi hann ekki verið afhentur þeim við lendingu í Minnea- polis, og fyrirhyggu Flugleiða um framhald ferðar þeirra á leið sem er einokuð af hinu sama flugfélagi. Þótt full ástæða sé til að taka svona mál alvarlega, líkt og alls stað- ar er gert, munu Flugleiðir varla hugsa sér gott til glóðarinnar að grynnka á taprekstrinum með því að lögsækja farþega sína hafi þeir greitt þeim að fullu fyrir flugferðina. Og að krefjast þess að auki að þeir greiði fyrir lögi'eglufylgd heim til landsins (séu þeir vímuefna- eða alkóhólfríir við brottför) er vafasöm krafa. - Ekki er alltaf að treysta tunguliprum tals- manni i svona tilvikum, nema hann þekki líka nokkuð til skaðabótaréttar og hafi sæmilega góða dómgreind. Þá bætir upplýsinga- og blaðafulltrúatit- ill ekki heldur vætir út frá sér. Dagfari Inn í ellina á rósrauðu pilluskýi Nú er Dagfari farinn að hlakka til, og það ekk- ert smávegis. Ekki það að nú sé kominn 13. des- ember og óðum styttist til jóla heldur hitt að Dag- fara er orðin ljós sú staðreynd að tíminn líður hratt og þar með styttist óneitanlega í að ykkar ástsæli komist á eftirlaun. „Hvaða bull er þetta,“ hreytti einn kunningja Dagfara út úr sér, veit maðurinn ekki að gaml- ingjar hafa það bara helvíti skítt. Þeim er skammtaður úr hnefa framfærslueyrir sem ekki nær einu sinni fátæktarmörkum. Varla getur það nú talist eftirsóknarvert á okkar siðustu og bestu góðæristímum. Nei, góðærið hefur siglt hraðbyri fram hjá í það minnsta helmingi aldraðra borgara þessa lands. Fólki sem þó skapaði með hörðum höndúm undirstöðuna undir velmegun þjóðarinn- ar óg auðs hinna nýriku. Þó sumir hinna yngri stæri sig af því að ganga af skipsfjöl með milljarða í vösunum að gjöf frá gamla fólkinu þá dettur þessum milljarðamönnum ekki einu sinni i hug að láta fáeina aura hrökkva til þeirra sem skópu grunninn. Það sem meira er. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar reyna af öllum mætti að gera lítið úr fjárþörf og hreinni fátækt tjölmargra eldri borgara landsins. Meira að segja leyfa sumir þingmenn sér að kalla þetta óráðsíu og óregluafglöp. Ja, svei, hvað getur það þá verið Gamla fólkið þarf ekki að óttast að þurfa að láta óyndi af öllu sem á móti blœs hrjá sig. Hér á landi er ávísað á meira af róandi, þung- lyndis- og svefnlyfjum en þekkist á öðrum byggðum bólum heimsins. sem Dagfari telur eftirsóknarvert við það að verða gamall? Okkar ágæti fyrrverandi landlæknir, Ólafur Ólafsson, hefur lýst þeirrri svívirðu sem viðgengst i umgengni við eldri borgara landsins, sérstaklega þá sem eru sjúkir og þjáðir og þurfa helst á um- mönnun að halda. Ekki er lengur hægt að borga mannsæmamdi laun til þeirra sem þurfa að sinna þessu fólki svo í þá grein fást nú ekki aðrir en út- lendingar. Á gamalsaldri verða þeir sem ruddu velmegunarbrautina með berum höndum og báru grjótið í grunn nútímaþjóðfélagsins á bakinu að sætta sig við að kalla eftir þjónustu á framandi tungumálum. Helst þarf gamla fólkið að fara á námskeið í pólsku eða taílensku til að vera gjald- gengt inni á sínum eigin stofnunum og heimilum. Áð öðrum kosti skilur enginn beiðni þeirra um hjálp. Það fær því að deyja drottni sínum á eigin spýtur og algjörlega hjálparlaust. Hvað getur Dag- fara fundist eftirsóknarvert við þessi ósköp? Þá lá við að Dagfara féllust hendur við þessar óumbeðnu upplýsingar. Samt vill ykkar ástsæli ekki alveg gefa upp vonina um sæluríka ellidaga. Hvað sagði ekki Ólafm- Ólafsson í DV í gær. Gamla fólkið þarf ekki að óttast að þurfa að láta óyndi af öllu sem á móti blæs hrjá sig. Hér á landi er ávísað á meira af róandi, þunglyndis- og svefn- lyfjum eh þekkist á öðrum byggðum bólum heims- ins. Þess vegna hlakkar Dagfari enn tfl að geta sviflð inn í ellina, uppdópaður á rósrauðu pillu- SkýL Staölaðar sjón- varpsfréttir Björgvin Björgvinsson hringdi: Það blæs ekki byrlega á fréttastofum íslensku sjónvarpsstöðvanna, Sjón- varps og Stöðvar 2. Ég læt Skjá einn liggja milli hluta því maður reiknar ekki með löngum fréttatíma þar. Þó má segja að þar séu þó allt öðruvísi fréttir og mun skemmtUegri. Hinar stöðvarn- ar tvær eru hvor annarri lík, eöa rétt- ara sagt, það er eins og fréttir þeirra séu staðlaðar, þ.e. sömu fréttir, hverjar eftir aðrar, aðeins hálftíma seinna hjá Stöð 2. Ef t.d. Össur eða annar gólar á þingi þá gólar hann sömu tóna á báð- um stöðvum og eins og t.d. sl. miðviku- dag var það Öskurkórinn flnnski sem gólaði í lok fréttanna. En þetta er svona öll kvöld, alla daga vikunnar. Því má alveg spara fréttatíma annarr- ar stöðvarinnar. Óhugnanlegt atvik Vegfarandi skrifar: Ég var á leið í Strætó á Hlemmi um kl. 19.30 rétt fyrir utan hús Trygginga- stofnunar. Þar mætti ég tveimur ung- um drengjum, svona 12-13 ára, báðum vel klæddum og allsgáðum, að því er mér virtist. Annar þeirra kastar grjóti að kyrrstæðum bíl. Hugðist ég halda áfram ferð minni án íhlutunar minnar. Skyndilega stendur sá er steininum kastaði fyrir framan mig og meinaði mér að komast áfram. Ég varð reið, horfði í augu hans og sagði: Þú kastað- ir steini í bíl og nú stendur þú í vegi fyrir mér. Það varð mér til happs að vegfarandi kom aðvífandi og þá lagði hetjan á flótta. Ég prísaði mig sæla. Einu sinni var þessi drengur saklaust barn, hvað varð um það? - Er ekki of- dekur við æskufólk landsins farið að valda þjóðfélaginu vandræðum? Dýralífið í Vatnsmýrina? Gisli Sigurðsson skrifar: Barist er um Vatnsmýrarsvæð- ið sem aldrei fyrr. Borgin ætti að sjáifsögðu að hafa Allt fyrir dreifbýliö ®Iðfsta . orðið 1 __________ deilunm vegna Tjörnina og dýra- garö í Vatnsmýrina. hinna geysiverð- mætu lóða sem þarna bíða til byggingar. Gamaldags furðufuglar, sem maður hélt að væru ekki lengur í umferð, halda nú tíða fundi og heimta Vatnsmýrina fyrir sig og sína (les; frændliðið á landsbyggð- inni) sem í raun ferðast aidrei um landið nema til Reykjavíkur. Og það nýjasta hjá þessum vinum dreifbýlis- ins, sem búa allir í Reykjavík, er það að viðhalda „dýrmætu lífríki" og Tjörninni. En hvað á það skylt við Vatnsmýrina? Hvað með allsherjar- dýragarð í Vatnsmýrina þar sem „flugdýrin", húsdýrin og öll hin hafa bækistöð til eilífðar? Þakka úrfundinn E.K. skrifar: Ég vildi koma á framfæri innilegu þakklæti til hans eða hennar sem fann úr mitt sem ég hafði týnt fyrir utan KEA þann 2. desember sl. - og kom því til skila í afgreiðslu verslunarinnar. Ég þorði varla að vona, að til væri svo svona gott fólk og skilvíst eftir það sem maður les um og heyrir af ástandinu svona vítt og breitt. Úrið er mér dýr- mætt og ég varð óskaplega glöð aö fá það aftur. Hjartans þökk og gleðileg jól. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.