Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2000, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 11 DV Utlönd Fjöltengi - gott verð! Sundahofn VATNAGARÐAR (Olís Honda SÆBRAUT I. Guðmundsson ehf. Vatnagörðum 26-104 Reykjavík Sími 533 1991 Kim bað Stoltenberg um aðstoð handa N-Kóreu Kim Dae Jung, forseti Suður- Kóreu og friðarverðlaunahafi Nóbels, bað í gær forsætisráðherra Noregs, Jens Stoltenberg, um neyð- araðstoð handa N-Kóreumönnum. Stoltenberg kvaðst myndu gera allt sem mögulegt væri í baráttunni gegn hungursneyðinni í N-Kóreu. „Ég útskýrði fyrir honum að við styðjum starf hans við að koma á friði á Kóreuskaganum. Við munum einnig veita honum pólitiskan stuðning okkar í Öryggisráðinu. Kim er á margan hátt Nelson Mand- ela Asíu,“ sagði Stoltenberg að lokn- um fundi sínum með Kim Dae Jung. Forseti Suður-Kóreu hefur lifað af margar morðtilraunir. Því er ekki víst að honum hafl brugðið um helgina þegar hann festist í lyftu í Ósló. Kim Dae Jung var á leiðinni niður af þriðju hæð húss Nóbels- Forseti S-Kóreu Baö um aöstoð handa fyrrverandi óvini iands síns. stofnunarinnar eftir að hafa setið fund með fréttamönnum. Lyftan festist á milli þriðju og annarrar hæðar og var forsetinn fastur í 20 mínútur. Hann brosti hara þegar hann losnaði úr prísundinni en lif- verðir hans voru að fara á taugum. Öryggisverðir hófu strax nákvæma rannsókn á orsök bilunarinnar. Kröfðust þeir að fá öll gögn um lyft- una og sögu hennar. í ræðu sinni á Nóbelshátíðinni í Ósló á sunnudaginni sagði Kim Dae Jung að S-Kórea myndi ekki reyna að gleypa N-Kóreu. Hann tók þó fram að S-Kóreumenn myndu ekki sætta sig við að verða kommúnískt ríki við sameiningu. Forseti S-Kóreu sat í fangelsi í 6 ár og hann var í stofufangelsi, í út- legð eða undir stöðugu eftirliti í 40 ár á tímum einræðisherranna. Clinton kveikir á jólatrénu Bill Clinton Bandaríkjaforseti kveikti á þjóöarjólatré þeirra vestanmanna í höfuöborginni Washington í gær. Rétt eins og á ööru byggöu bóli, þegar svipaö stendur til, voru börnin fjöimenn. Hér má til dæmis sjá Zach litla Rodham, bróöurson forsetafrúarinnar, sem fékk aö sitja í fanginu á Bill frænda áöur en kveikt var á trénu. ^Poiiy aPockef Veiðistangir Veiðikassar Leikföng Dúkkur Bílar Litabækur Gervijólatré ísraelskir hægrimenn á fullri ferð: Netanyahu vill fá að keppa við Ehud Barak Israelskir kjósendur fengu í gær forsmekkinn að hörkunni sem þeir mega eiga von á í kosningabarátt- unni fram undan þegar Ehud Barak forsætisráðherra og dómsmálaráð- herra hans réðust á hægrimanninn Benjamin Netanyahu og kapphlaup hans við tímann til að aflétta laga- legum hindrunum við framboð hans til forsætisráðherraembættisins. Barak minnti á nokkur hneykslis- mál sem skóku ísrael í stjómartíð Netanyahus á árunum 1996 til 1999, svo sem skipan umdeilds lögmanns í embætti saksóknara rikisins. Dómsmálayfirvöld ákváðu á sín- um tíma að ákæra Netanyahu ekki fyrir það mál og hann var heldur ekki ákærður í öðru spillingarmáli fyrr á þessu ári. Netanyahu hefur sagt opinberlega að hann hafl lært af mistökunum. Yossi Beilin dómsmálaráðherra sagði engu að síður í ísraelska sjón- varpinu í gær að ýmsar gerðir Net- Benjamin Netanyahu Forsætisráöherrann fyrrverandi vill fá gamta starfiö sitt aftur, enda nýtur hann mikilla vinsætda meöal ísraelsku þjóöarinnar. Vandinn er bara sá aö hann er ekki kjörgengur. anyahus hefðu jaðrað við að vera glæpsamlegar. Barak og Beilin drógu sverðin úr slíðrinu eftir að Netanyahu sakaði forsætisráðherrann um pólitísk bellibrögð með því að segja af sér á sunnudag og boða til kosninga inn- an sextíu daga þar sem þingmenn einir eru i framboði. Netanyahu, sem lýsti yfir fram- boði sínu til embættis forsætisráð- herra aðeins nokkrum klukku- stundum eftir afsögn Baraks, sagði af sér þingmennsku og leiðtogaemb- ætti Likud-bandalagsins eftir ósig- urinn gegn Barak i kosningunum í fyrra. Netanyahu mætti bjóða sig fram til forsætisráðherraembættisins ef jafnframt væri kosið til þingsins. Hann skoraði því á þingmenn í gær að leysa upp þingið. Þá unnu hægri- menn á þingi að þvi hörðum hönd- um að safna undirskriftum til stuðnings nýjum lögum sem gerðu Netanyahu kleift að bjóða sig fram á móti Barak. Forsætisráðherrann fyrrverandi sagði í gær að styrjald- arástand ríkti í landinu vegna stefnu Baraks. Rúmlega þrjú hundr- uð manns hafa fallið í átökum Palestínumanna og ísraelskra her- manna síðustu rúma tvo mánuði. Elf-forstjóri með falsaðan passa Frönsk yfirvöld rannsaka nú hvemig einn af fyrrverandi forstjór- um olíufyrirtækisins Elfs, Alfred Sirven, hafi getað útvegað sér vega- bréf á nafni látins manns. í ljós kom í síðustu viku að Sir- ven, sem farið hefur huldu höfði síð- an 1997, kom til Filippseyja 1998 með vegabréf gefið út af lögreglunni í París í apríl 1998. Það var á nafni manns sem lést af völdum krabba fjórum mánuðum áður. Sirven er sakaður um að hafa dregið sér milljónir doUara frá Elf. Hann stýrði sjóði með svörtum peningum sem notaðir voru tU að útvega Elf stóra samninga. Rýmum fyrir nýjum vörum Bjóðum eldri gerðir á gjafverði!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.