Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2001, Side 6
6
FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001
r>v
Fréttir
Hús við Dísarland í Bolungarvík keypt upp og rifin:
Varla að maður
trúi þessu
- segir Olgeir Hávarðarson sem sér fram á sigur í áralangri baráttu
m**$L
Olgeir Hávarðarson, íbúi í Dísar-
landi 10 í Bolungarvík, var að von-
um ánægður með þá stefnubreyt-
ingu Ofanflóðasjóðs að ætla aö
kaupa upp hús við Dísarland í Bol-
ungarvík og gera þar varnargarð
samkvæmt leið fimm eins og hann
hefur barist fyrir í stað þess að fara
út í ófullnægjandi vamaraðgerðir
án uppkaupa. „Þarna er í raun ver-
ið að fara þá leið sem bæjarstjórn
felldi í sumar er hún sagöist ætla að
verja byggð en ekki rífa“, sagði 01-
geir í samtali við DV. „Það er nú
varla að maður trúi þessu fyrr en
maður sér þetta formlega.
Auðvitað getum við þó
ekki verið annað en ánægð
ef við fáum nú úrlausn okk-
ar mála.“
Eins og DV greindi frá í
desember hefði verið ódýrara
að kaupa upp hús á snjóflóða-
hættusvæði í Bolungarvík en
ráðast í þær framkvæmdir
sem þá voru fyrirhugaðar við
gerð vamargarða samkvæmt
leið fjögur. Eftir að blaðið fór að
grennslast fyrir um málið var
kynningarfundur um fyrirhugaðar
framkvæmdir blásinn af og nú
hyggst stjórn Ofanflóðasjóðs leggja
til að legu varnargarðs verði breytt
og hús við Dísarland keypt upp og
rifin. Væntanlega verður þá farin
svokölluð leið fimm sem felst í þvi
að setja upp þvergarð sem mun
liggja yfir nokkur húsanna við Dís-
arland, en er talinn veita mun
meira öryggi en garður ofar í hlíð-
inni.
Magnús Jóhannesson,
flSRseíSKs:
I mörgum fréttum
DV hefur komiö fram aö
ódýrara væri aö kaupa upp hús en
ráöast í framkvæmdir sem þá voru
fyrirhugaöar.
ráðuneytisstjóri í umhverfisráðu-
neytinu og formaður stjórnar Ofan-
flóöasjóðs, sagði að ekki væri búið
að gefa út endanlega ákvörðun
sjóðsins um uppkaup 6 húsa við Dís-
arland auk eins húss sem áður var
búið að taka ákvörðunum um að
kaupa. Magnús segir að endanlegt
mat Veðurstofu um
hvort með
leið fimm
sé hægt
að ná full-
nægjandi
öryggis-
mörkum
varðandi
hús undir
garðinum
muni liggja
fyrir á mið-
vikudag í
næstu viku.
Ef sú leið er
fær mun Ofanflóðasjóður
væntanlega gefa bæjar-
stjóm Bolungarvíkur vil-
yrði um styrk til að fara
þá leið.
í fréttum DV af málinu í desem-
ber er sagt að það liggi fyrir að leið
fjögur sé ekki talin örugg og eftir
sem áður þurfi að rýma hús við Dís-
arland veröi sú leið farin. Þessi frétt
er byggð á gögnum Orion ráðgjafar
frá því i júni 1999 sem heitir áfanga-
skýrsla 2. Þessa skýrslu hafði bæjar-
stjóm Bolungarvíkur til umfjöllun-
ar að þvi best er vitað og tók þá af-
stöðu til þess að fara leiö fjögur.
Skýrslan er unnin af ORION Ráð-
gjöf ehf., NGI í Noregi og Verkfræði-
skrifstofu Austurlands hf. í samtali
við jarðfræðing á Veðurstofu ís-
lands í desember var mönnum þar á
bæ fullkunnugt um skýrsluna.
í skýrslunni kemur berlega fram
það mat snjóflóðasérfræðinga að
leið fjögur er hagkvæmari en leið
fimm þar sem minna er um upp-
kaup húsa. Þar segir m.a. orðrétt;
„þvergarðurirm tekur við flóðum
úr Ytragili og er ætlað að stöðva
smærri snjóflóðin en draga úr
afli snjóflóða sem fara yfir garð-
inn þannig að skriðlengdir þeirra
styttist verulega. Skipuleggja
þarf rýmingar neðan við báða
garðana." Um leið fimm sem liggja
mun yfir hús í Dísarlandi segir að
þar sem þvergarðurinn er neðar i
hlíðinni verði hraði snjóflóða minni
sem lenda á honum. Af þessum sök-
um sögðu sérfræðingar sem blm.
DV ræddi við að sá kostur væri ör-
uggari.
Það er því alveg ljóst að frásögn
DV af málinu í desember sagði allt
sem segja þarf og vitneskja um
áhættu vegna garðanna lá fyrir þeg-
ar í júní sumarið 1999. Þá virðist
líka ljóst af sömu gögnum að ná
megi ásættanlegu öryggi með upp-
kaupum á nokkrum húsum til við-
bótar og sleppa þá að mestu eða öllu
leyti við gerð snjóflóðavamargarða
eins og DV hefur þegar bent á.
-HKr.
Ekki horft til hækkunar skólagjalda
- samningurinn ekki fjárhagsleg byrði á skólanum
Nýgeröur kjarasamningur kennara VÍ:
DV-MYND INGÓ
Skólagjöld óbreytt
Ekki er fyrirhugaö aö hækka skólagiöld í Verslunarskóla íslands vegna nýgerös kjarasamnings. Mæting í gær, á fyrsta
degi eftir verkfall, var mjög góö.
„Það er ekki verið að horfa til þess
að hækka skólagjöld til þess að
standa undir þessum samningi,"
sagði Þorvarður Elíasson, skólastjóri
Verslunarskóla íslands, aðspurður
um hvort grípa þyrfti tU ráðstafana
til að fjármagna nýgerðan kjara-
samning við kennara skólans.
Þorvarður sagði að samningurinn
hefði ekki bara áhrif á gjaldahlið
skólans heldur teknahliðina líka því
hann gengi inn í reiknilíkan mennta-
málaráðuneytisins sem greiðslur
allra skóla færu eftir. Hann kvaðst
ekki geta gefið upp hvað samningur-
inn kostaði skólann, því eingöngu
hefði verið reiknað út hver nettóá-
hrifin yrðu. Ekki væri hætta á að
hann yrði nein fjárhagsleg byrði á
skólanum, þar sem tekjur hækkuðu
að sama skapi og gjöld.
„Tekjumar em að vísu ekkert háð-
ar því hvernig við semjum," sagði
Þorvarður," en ég horfi tU þess
hvemig ríkið muni væntanlega semja
þegar þar að kemur. Ég reikna með
því að þeirra samningar verði á svip-
uðum nótum og okkar. Þó að tilfærsl-
ur verði minni, þá skiptir það ekki
máli. Ég held að heUdarkostnaðar-
auki verði svipaður."
Hinn nýi kjarasamningur felur í
sér að meðaltali tvöfóldun dagvinnu-
taxta kennara í VÍ á samningstíman-
um sem er tU 2004. Grunnlaun sem
vom að meðaltali um 135 þúsund
krónur fara yflr 200 þúsund krónur.
Þessi hækkun grunnlauna kemur
ungum kennurum fyrst og fremst tU
góða, svo og kennurum sem eru í B-
deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkis-
ins, þar sem B-deUdin greiðir lífeyri
af gmnnlaunum. Um það bU helming-
ur fastráðinna kennara í Verslunar-
skólanum em í B-deUd. Grunnlaun
þeirra sem hafa unnið litla yfirvinnu
hækka hlutfallslega meira heldur en
hinna sem unnið hafa mikla yfir-
vinnu.
„Þama er fyrst og fremst verið að
styrkja stöðu ungra og nýrra kenn-
ara. Þeirra hlutur var verstur í gamla
kerfinu," sagði Þorvarður. „Megin-
markmið skólastjórnar er að skapa
sér tækifæri tU þess að ráða unga
kennara tU starfa á næstu ámm.“
Margrét Auðunsdóttir kennari i
Ví, sem átti sæti í samninganefhdinni
sagði, að kjarasamningurinn sjálfur
hefði verið einfaldaður tU muna og
mörg gömul atriði tekin út úr honum.
Samninganefndin hefði vUjað leggja
áherslu á að fólk gæti komist sæmi-
lega af á dagvinnulaunum, en þyrfti
ekki að vinna mikla yfirvinnu. Því
hefði yfirvinnustuðulinn verið lækk-
aður svo sem raun bar vitni og sú
lækkun sett inn i grunnlaunin. -JSS
Sandkorn
Reynir Traustason
netfang: sandkom@ff.ls
Lág greindarvísitala
Bifreiðastjórafé-
lagið Sleipnir held-
ur úti öflugu
fréttabréfi þar
sem félögum er
kynnt það sem
i efst er á baugi
hverju sinni.
Meðal þess sem
áramótablað
Sleipnis upplýsir er að félagsmaður
nokkur sagði sig úr félaginu þrátt
fyrir að starfa hjá fyrirtæki sem er
með fuUgUdan og feitan Sleipnis-
samning. Fréttabréfið greinir frá
því að maðurinn vUji greinUega
lægri laun og rökstyður það með
eftirfarandi hætti: „Engum öðrum
en bílstjórum dettur svona lagað í
hug enda höfum við heyrt að sam-
kvæmt sænskri könnun höfum við
þá afsökun að bUstjórar mælist
með lægstu greindarvísitölu allra
vinnandi stétta." Óskar Stefáns-
son, formaður Sleipnis, er ábyrgð-
armaður fréttabréfsins ...
Edda í framboði
Svo sem greint I
var frá í DV í gær
er ákveðið að taka
upp 15 ára gamlan
þráð og gera nýja
mynd um SteUu [
þá er síðast var í I
orlofi. í myndinni
fór Edda Björg-
vinsdóttir á kost-
um i hlutverki SteUu undir leik-
stjórn ÞórhUdar Þorleifsdóttur.
Myndin hefur notið fádæma vin-
sælda aUar götur síðan. Stöllurnar
Edda og Þórhildur hafa margt
braUað síðan og meðal annars eiga
þær mestan hlut í umdeUdu ára-
mótaskaupi Sjónvarpsins. Ekki
munu þær eiga samleið í hinni
nýju mynd, SteUa í framboði, þvi
ákveðið hefur að Guðný Hall-
dórsdóttir leikstýri myndinni en
hún er einnig höfundur handrits.
Edda verður áfram í hlutverki
Stellu ...
Hætt við flóttavörn
íbúar efstu byggða í Bolungar-
vík, sem áttu yfir
höfði sér fokdýran
snjóflóðavarnar-
garð, hafa unnið
sætan sigur í bar-
| áttunni við bæjar-
yfirvöld. í Bolung-
arvík sem víðar
um landsbyggð-
ina glíma stjórn-
völd við mikinn fólksflótta sem
ýmsum brögðum er beitt við að
sporna gegn. Dýrasta fólksflótta-
vöm sem um getur var i uppsigl-
ingu í Bolungarvík þar sem reisa
átti snjóflóðagarð að andvirði 600
til 1000 miUjónir króna í stað þess
að kaupa upp efstu húsin í bænum
fyrir nokkra milljónatugi og spara
þannig í gerð varnarmannvirkja.
íbúarnir mótmæltu harðlega í DV
og nú stefnir aUt í að Ólafur
Kristjánsson bæjarstjóri og hans
fólk verði að gefa eftir flóttavörn-
ina og kaupa í staðinn nokkur hús
fyrir slikk...
Ávextir ástarinnar
Svartar tölur Hagstofunnar um
fólksflutninga
landsbyggðinni e:
að verða árlegar.
En þrátt fyrir erf-
iðleikana viða
Ileynast sólargeisl-
ar. Þannig hefur
Akrahreppur á
Norðurlandi
vestra staðið af
sér holskeflur fólksflóttans og þar
hefur orðið nokkur íjölgun. Ástæð-
una má líklegast finna í því að
sveitarstjómin ákvað fyrir
nokkrum árum að borga heima-
mönnum fyrir að eignast börn.
Verðlaunin voru 100 þúsund krónur
á hvert barn. Virkt og árangursríkt
ástarlíf í hreppnum mun hafa tekið
mikinn kipp og ávextir ástarinnar
létu ekki á sér standa. Opinberar
tölur staðfesta árangurinn...