Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2001, Blaðsíða 11
11
FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001
DV
Utlönd
Orð læknis mistúlkuð
ítalska vikuritið
Oggi segir einn af
læknum Jóhannes-
ar Páls páfa hafa
staðfest að hann sé
með Parkinsons-
veiki. En læknirinn
sagði i gær orð sín
hafa verið mistúlk-
uð. Hann gat þess
þó að viss sjúkdómseinkenni hjá
páfa gætu leitt hugann að Parkin-
sonsveiki.
Lög gegn innflytjendum
Hert lög gegn innflutningi ætt-
ingja nýbúa hafa verið samþykkt í
Danmörku. Hafi fjölskyldan ekki
nægilegt húsrými fá ættingjar ekki
að koma. Samkvæmt lögunum mega
í mesta lagi 2 vera í hverju her-
bergi.
Létust í snjóflóði í Noregi
Tveir menn, sem voru við klifur i
fossi í klakaböndum í Jötunheimum
í Noregi, létust af völdum snjóflóðs.
Þeir fundust aðfaranótt fimmtu-
dags.
Neitar yfirheyrslu
Einn lögfræðinga Augustos Pin-
ochets segir einræðisherrann fyrr-
verandi munu neita að koma til yf-
irheyrslu og gangast undir læknis-
skoðun eins og dómari i Chile hefur
fyrirskipað.
Óttast kjarnavopn Rússa
Pólland og önnur lönd, sem liggja
að Kaliningrad, hafa áhyggjur af
meintum leynilegum flutningum
Rússa á kjarnavopnum þangað.
McCain í stríð gegn Bush
Bandaríski
| repúblikaninn og
öldungadeildarþing-
maðurinn John
McCain kveðst nú
hafa þau 60 atkvæði
sem þarf til að til-
laga hans um bann
við „mjúkum" fram-
I lögum fyrirtækja,
hagsmunahópa og einstaklinga
verði rædd. George Bush, verðandi
forseti, er andvígur tillögunni.
Sharon með forskot
Hægri sinnaði
stjórnarandstæðing-
urinn Ariel Sharon
er með 28 prósentu-
stiga forskot á Ehud
Barak, forsætisráð-
herra ísraels, sam-
kvæmt niðurstöð-
um fylgiskönnunar
I sem birt var í gær.
Um helmingur aðspurðra kveðst
ætla að kjósa Sharon 6. febrúar
næstkomandi. Barak hlýtur einung-
is 22 prósent atkvæða. 28 prósent
eru óákveðin. Færi Shimon Peres,
fyrrverandi leiðtogi Verkamanna-
flokksins, fram fengi hann fleiri at-
kvæði en bæði Sharon og Barak, að
því er könnunin sýnir.
Afram haldið í skefjum
Madeleine Albright, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, sagði í gær að
stjórn Georges Bush, verðandi
Bandaríkjaforseta, ætti að halda
áfram að sauma að Saddam Hussein
íraksforseta. Varði Albright stefnu
Bandarikjanna gegn Saddam.
Pýska stjórnarandstaðan vill utanríkisráðherrann frá:
Fischer harmar
götubardagana
Joschka Fischer, utanríkisráð-
herra Þýskalands, baðst i gær afsök-
unar á því að hafa tekið þátt í götu-
óeirðum námsmanna á áttunda ára-
tugnum.
Fischer hefur aldrei farið leynt
með þátttöku sína í róttækum
hreyfmgum sem spruttu upp úr
stúdentabyltunum sem kenndar eru
við árið 1968. Játningar hans um að
hafa tekið þátt í götubardögum og
kastað grjóti ollu hins vegar miklu
uppnámi í Þýskalandi. Meira að
segja félagar Fischers i flokki græn-
ingja eru lítt hrifnir og stjórnarand-
stæðingar hafa krafist afsagnar
hans.
„Það voru slæm mistök að taka
þátt í götubardögum við lögregl-
una,“ sagði Fischer við fréttamenn í
gær, eftir að hann hafði rætt við
ísraelskan starfsbróður sinn,
Shlomo Ben-Ami.
Gúnther Beckstein frá kristilega
Joschka Fischer
Þýski utanríkisráöherrann ræöir viö
fréttamenn um fortíð sína sem rót-
tækiingur og um gamia mynd þar
sem hann er aö lemja löggu. Fischer
segist hafa gert þaö í sjálfsvörn.
flokkinum i Bæjaralandi, íhalds-
sömum systurflokki kristilegra
demókrata, sagði að ímynd Þýska-
lands á alþjóðavettvangi hefði skað-
ast mikið.
„Fischer er ekki lengur tækur
sem fulltrúi Þýskalands erlendis,"
sagði Beckstein.
Fischer hefur sjaldan greint frá
róttæklingsárum sínum í smáatrið-
um en í viðtali við tímaritið Stern
segir hann meðal annars frá hústök-
um i Frankfurt þar sem hann stund-
aði námi.
„Þegar átti að ryðja húsin bjugg-
umst við til varnar," sagði Fischer í
viðtalinu. „Við köstuðum grjóti.
Gengið var í skrokk á okkur en við
vörðumst líka hraustlega."
Líklegt þykir að Fischer hafi kost-
ið að ræða fortíð sína nú þar sem
hann hefur verið kallaður til sem
vitni í réttarhöldum yfir borg-
arskæruliða sem hann þekkti.
áfc S
s
iíUIsk '
Leita þungvopn-
aðra strokufanga
Lögregla í Texas leitar nú að sjö
þungvopnuðum glæpamönnum sem
struku úr fangelsi fyrir rúmum
þremur vikum. Strokufangamir eru
grunaðir um að hafa skotið lögreglu-
þjón ellefu skotum í ráni í Dallas á
aðfangadag jóla.
Lögreglan hefur fengið Qölda vis-
bendinga og er vongóð um að glæpa-
mennirnir veröi gómaðir. Að sögn
yfirvalda þykir óvenjulegt að stroku-
fangarnir skuli enn halda hópinn
jafhlengi eftir flóttann og raun ber
vitni.
Talið er víst að þeir njóti aðstoðar
við að afla matar og annarra lífs-
nauðsynja.
Glæpamennimir stálu miklum
Qölda vopna þegar þeir Qúðu og síð-
an bættust 25 byssur í safnið eftir
búðarrán í Dallas. Þar stálu þeir
einnig skotfærum, reiðufé og vetrar-
fotum. Áður höfðu þeir náð sér í
skanna til að fylgjast með löggunni.
Sjálfsmynd eftir Rembrandt
Þetta málverk er taliö verömætast
afþeim sem stoliö var í Stokkhólmi
22. desember síöastliöinn.
Fimm handteknir
vegna málverka-
stulds í Svíþjóð
Sænska lögreglan hefur handtek-
ið fimm manns vegna þjófnaðarins
á þremur málverkum eftir
Rembrandt og Renoir frá Ríkislista-
safninu í Stokkhólmi 22. desember
síðastliðinn. Málverkin höfðu í gær-
kvöld enn ekki fundist. Margt þykir
benda til að höfuðpaurinn sé einnig
ófundinn.
Ránið var vel undirbúið. Það var
framið rétt fyrir lokun. Á meðan
einn ræningjanna, sem var vopnað-
ur, hótaði verði í anddyri safnsins,
stálu tveir félagar hans málverkun-
um á þriðju hæð safnsins. Þjófarnir
hindruðu för lögreglu með nagla-
mottum og með þvi að kveikja i bíl-
um. Síðan hurfu þeir í bát. Lögregl-
an er vongóð um að málverkin komi
í leitirnar.
Sjónvarpsstjór-
inn á sjúkrahús
Hinn umdeildi sjónvarpsstjóri
tékkneska ríkissjónvarpsins, Jiri
Hodac, var í gær fluttur á sjúkra-
hús. Sagt var að hann væri „alvar-
lega“ veikur. Samtimis komu tvær
þingnefndir saman til að reyna að
leysa deiluna um ráðningu sjón-
varpsstjórans. Fréttamenn sjón-
varpsins hafa mótmælt ráðningu
sjónvarpsstjórans. Segja þeir hana
af pólitískum toga. Á miðvikudags-
kvöld komu um 100 þúsund manns
saman í Prag til að lýsa yfír stuðn-
ingi við verkfallsaðgerðir sjónvarps-
fréttamanna. Deilan magnaðist í
gær þegar menningarmálaráðherra
landsins, Pavel Dostal, kvaðst ætla
að kæra Hodac fyrir að hafa stöðvað
útsendingu þegar hann var í viðtali
í ríkissjónvarpinu.
Barist við skógareldana
Slökkviliösmenn beita þyrlum í baráttunni viö mikla skógarelda sem nú geisa
í sunnanveröri Kaliforníu. Hundruö fjölskyldna hafa þurft aö fara aö heiman
og ösku hefur rignt yfir borgina San Diego í 50 kílómetra fjarlægö.
Kosningarnar í Taílandi:
Skattsvikari vinsæl-
asti frambjóðandinn
„Ég get enn tekið í gikkinn og
hleypt af. Áður en ég dey ætla ég
fyrst að drepa verstu fjendur okkar,
fátækt, fíkniefni og spillingu.“ Með
þessum orðum tilkynnti farsíma-
auðkýfmgurinn Thaksin
Shinawatra að hann hygðist ekki
draga sig í hlé fyrir þingkosning-
amar í Taílandi á morgun. Margir
hafa skellt upp úr vegna yfirlýsing-
arinnar því það er einmitt vegna
ásakana um spillingu sem þess er
kraflst að Shinawatra, sem er með
forystu í öllum fylgiskönnunum,
hætti við framboð.
Á annan í jólum úrskurðaði stofn-
un, sem berst gegn spillingu í
stjómmálum, að Shinawatra hefði
ekki talið fram til skatts um 20
milljarða íslenskra króna af eignum
sínum. Stofnunin hvatti auðkýflng-
inn til að hætta kosningabaráttunni
Vinsæll auðkýflngur
Thaksin Shinawatra, sem er sakaö-
ur um skattsvik, er með forystu fyrir
kosningarnar í Taílandi.
en hann áfrýjaði til stjórnlagadóm-
stóls. Úrskurðurinn kemur ekki
fyrr en eftir kosningamar en búist
er við Shinawatra verði bönnuð
stjómmálaþátttaka næstu 5 árin.
Vinningar í Jólahappdrætti Sjálfsbjargar
Dregiö var 29. desember 2000
Fólksbifreið Volkswagen Bora 1.6 kr. 1.725.000
41320
Fólksbifreið Volkswagen Golf 1.6 kr. 1.635.000
45144
Ferðavinningur með Úrval Útsýn að verðmæti 150.000
681 10422 23215 27774 46564 57088
5591 11871 23427 29995 53473 57451
9355 12555 23564 30879 55080 62416
9471 16723 24403 38883 56514 63536
9775 19828 26346 42221 56836 64980
Vöruúttekt að eigin vali frá Kringlunni kr. 40.000
135 10973 21482 29210 34454 39740 48361 57229
1915 13814 22199 29927 34518 41021 48502 59433
2648 14067 22470 31113 35153 41177 51290 59936
2675 15049 22513 31722 35256 41480 53161 60068
4457 15819 22875 31855 36014 42016 53517 60538
5072 16786 24079 31937 36049 43952 53856 61000
5481 18138 24430 32112 36217 45870 53918 61260
6010 18203 26407 32424 37913 46835 54315 62508
6498 19724 27185 32656 38742 46881 55244 63078
8485 21194 27805 33533 38762 47085 55307 63109
8966 21479 28477 33628 39287 47883 56999 64425
Þökkum veittan stuðning,
Sjálfsbjörg,
landssamband fatlaðra,
Hátúni 12,
105 Reykjavík
S: 552-9133