Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2001, Blaðsíða 13
13 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 DV Gítar meö undirleik „Vissir þú aó gítar er karlkynsoró eingöngu á íslensku, “ segir Arnaldur Arnarson og strýkur nœmurn höndum um hljóöfœrió sitt sem var smíóaó af frönskum gítarsmió, virtum meistara í sínu fagi. „í öórum tungumálum sem gera greinarmun á kynjum er hann kvenkyns. La guitarra á spœnsku, la guitare á frönsku." Þetta er augljóst þegar maóur horfir á ávalar línur hljóöfœrisins og Arnaldur segir aö þaó hafi heldur oróið bústnara á öldinni sem leió. Gítarinn var grennri um „mjaðmirnar" framan af en honum var leyft að stœkka og fitna til aó hljómur hans yröi dýpri og sterkari. Á því þarf hann aó halda til aó styrkja stöóu sína gagnvart öörum hljóöfœr- um í samleik og til aó heyrast betur í skarkala nútímans. Gítarinn hans Amalds keppir við fjögur önnur hljóðfæri á tónleikum í Hafnarborg á sunnudaginn kl. 17. Þá leikur Arnaldur ásamt strengjakvar- tett þrjá gítarkvintetta frá ólíkum tímaskeiðum sem allir eiga sameigin- legt að verða frumfluttir á íslandi á tónleikunum. Með honum leika Sif Tulinius og Júlíana Elín Kjartansdótt- ir á fiðlu, Margrét Theodóra Hjalte- sted á lágfiðlu og Ásdís Amardóttir, systir Arnalds, á selló. Þau systkinin hafa lengi látið sig dreyma um að halda tónleika saman en Arnaldur býr í Barcelona á Spáni þar sem hann kennir fjölþjóðlegum hópi gítarnema auk þess sem hann er á faraldsfæti um veröldina að leika listir sínar og enginn tími til að láta drauma rætast fyrr en nú. Arnaldur Arnarson gítarleikari Leikur ásamt strengjakvartett þrjá gítarkvintetta í Hafnarborg á sunnudag. Matjurtir og blóm „Tónskáldin eru öll ítölsk en það var alger tUviljun,“ segir Amaldur. „Luigi Boccherini er elstur, fæddur 1743 minnir mig. Hann varð hirðtónskáld á Spáni og skrifaði fjölda kammerverka. Hann varð fyrstur manna tU að skrifa strengjakvintetta og til eru átta gítarkvin- tettar eftir hann. Við spilum þann sem mér finnst skemmtilegastur - ég hef spilað hann áður með Brodsky-kvartettinum og mig langaði tU að spila hann aftur. Annar kvintettinn sem við flytjum er eftir Mauro Giuliani sem var samtímamaður Beethovens og kynntist honum, bjó 1 Vínarborg um tíma og tók þátt í frum- flutningi á einni af sinfóníum Beet- hovens. Giuliani var gítarsnillingur og skrifaði mikið af verkum fyrir hijóð- færið, einleiksverkum, konsertum og kammerverkum." Þriðja verkið sem kvintettinn leikur er eftir Mario Castelnuovo-Tedesco. fjölskylda hans er ættuð frá Spáni, var ein af gyðingafjölskyldunum sem flúðu undan kaþólsku konungshjónun- um frægu, Ferdinand og Isabellu. Flóttanum var ekki lokið i ættinni þar með því sjálfur flúði Castelnuovo- Tedesco land í byrjun seinni heims- styrjaldar og fór með fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna, settist að í Hollywood og gerðist afkastamikið kvikmyndatónskáld og kennari. Hann var píanóleikari og samdi mikið af sönglögum, til dæmis lög við allar sonnettur Shakespeares. Kvikmynda- tónlistina kallaði hann matjurtirnar sínar en önnur tónverk kallaði hann blómin sín! Mörg þekkt tónskáld í Bandaríkjunum lærðu hjá honum, td dæmis John Cage. „Castelnuovo-Tedesco spilaði ekki sjálfur á gítar en hann kynntist Andr- ési Segovia og þeir urðu miklir vinir,“ segir Arnaldur. „Þó að hann semdi verk fyrir marga aðra einleikara er gítartónlistin hans þekktust nú á dög- um vegna þess hve frjótt samstarf hans og Segovia var.“ - Semja nútímatónskáld fyrir gítar? „Já, gítarinn náði mikilli útbreiðslu sem almennt konserthljóðfæri á lið- inni öld og tónskáld hafa sýnt honum þónokkurn áhuga," segir Arnaldur. „Við hefðum vel getað valið nýrri verk td að spda en það yngsta sem er hálfr- ar aldar gamalt. En við ákváðum að hafa þetta hátíðlegt og skemmtdegt og völdum verkin með það í huga. Enda hafa æflng- amar verið afar fjörugar hjá okkur.“ Ekki er að efa að sú gleði smitar út frá sér á sunnudaginn. DV-MYND ÞOK Tónlist Hógværir fjörkálfar DV-MYND HARI Arndís Halla Ásgeirsdóttir söngkona Geislun hennar á sviöi er einstök og Ijóst aö hún getur brugöiö sér í margra líki. Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands fóru eins og oft áður fram í iþróttahödinni í Laug- ardal. Langlundargeð tónelskandi fólks virðist mikið og margir létu sig hafa það að sækja sveit- ina heim í þetta umhverfí. Uppmögnun hljóðs bætir að einhverju marki úr kæfðum hljómnum, en slíkar aðferðir hafa lika gada sem erfitt er að venjast. Tónlistarhús sem rúmar nógu marga í sæti til þess að tónleikar geti borgað sig er löngu orðið lífsnauðsyn. Nauðsyn því lífi sem tónlistin lifir hér. Við erum orðin þvi vön að hingað komi bæði upprennandi og löngu þekktar stjömur og að upp séu settar glæsisýningar. Aldrei verður aftur horfið til þess að láta sér nægja heimsóknir er- lendra sinfóníuhljómsveita á nokkurra ára fresti og mörgum þætti sárt ef óperuflutningur legöist hér af. Við þurfum að skapa aðstöðu td þess að hægt verði að stíga uppbyggjandi skref inn í óráðna framtíðina. Á efnisskránni í Laugardalshödinni var þetta venjulega fiörlega safn dansa eftir vel valda Vin- arbúa og svo atriði úr óperettum. Stjórnandinn, Peter Guth, hefur áður sést hér í sömu erinda- gjörðum og hlýtur að vera farinn að þekkja vel þá sem hér vinna með honum. Kór íslensku óper- unnar reyndist honum eftirlátur og sungu menn fiörlega og oft af miklum krafti. Smærri hópar, skipaðir kórfélögum að mestu, sungu skemmtileg atriði þar ekki síst sýndi sig hve sviðsvanur og leikglaður þessi hópur er orðinn. Kórstjóranum, Garðari Cortes, var þökkuð þjálfunin í lokin og tók þessi vinsæli söngvari nokkrar strófur með félaga sínum Sigurði Bjömssyni og fleirum og senan var þeirra nokkur andartök. Þær vom ör- ugglega margar og góðar minningarnar sem geystust um huga tryggra gesta óperunnar gegn- um árin. Amdís Hada Ásgeirsdóttir er sviðsperla. Hún hefur fadegan tón og mjög hreinan. Söngur henn- ar öruggur, vel mótaður og smekklegur. Henni tókst td dæmis að syngja Vdja-ljóðið úr Kátu ekkjunni eftir Lehar af óvenjulegri einlægni og var túlkun hennar algerlega laus við þá væmni og um leið raddlega sóðaskap sem svo margir freistast td að bera á borð. Geislun hennar á sviði er einstök og ljóst að hún getur brugðið sér í margra líki. Erfitt er að segja af hverju hún virt- ist þó spara raddstyrkinn fudmikið, en hugsan- legt er aö gestir á þriðju og síðustu Vínartónleik- unum fái að heyra rödd hennar óhamda. Tónleikarnir fóru rólega af stað og áherslan greindega á góðan flutning verkanna á efnis- skránni. Stjórnandinn virðist hafa þessa tónlist i blóðinu og gat gefið okkur, þessum klakaskreyttu íslendingum, innsýn í mýkt og hlýju lífsglaðra Evrópubúa annarrar aldar. Undir stjóm hans var þessi tónlist alfarið laus við þann blæ úrkynjun- ar og tilgangsleysis sem ýktari túlkun dregur oft fram. En þessi hógværð litaðist þegar á leið létt- leika og fiöri flytjenda og stjórnanda. Kætin var smitandi og gleðin skein ekki síst úr andlitum ungra gesta sem hrifust með á sinn barnslega og fallega hátt. Annars var hann tæpir tveir metrar, frakkaklæddi maðurinn sem á leiöinni út úr saln- um eftir tónleikana stundi hátt, brosti breitt og sagði: þetta var æðislegt! Sigfríður Björnsdóttir ___________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdöttir Gleðigjafarnir á förum Leikfélag Akureyrar hefur verið að sýna gamanleikritið Gleðigjafana eftir Ned Simon síðan í október, eitt vinsælasta gamanleikrit þessa bandaríska leikskálds. Gísli Rúnar Jónsson þýddi Gleðigjafana og stað- færði, lagaði verkið að íslenskum aðstæðum og nútíma þannig að leik- ritið gerist á Akureyri og sögutím- inn er samtími okkar. Leikritið fiadar um gaman- leikjaparið Villa Breiðfiörð og Kada Frímanns. Þeir störfuðu saman sem skemmtikraftar í yfir 40 ár og voru í hópi vinsælustu skemmtikrafta landsins. Benni sem er bróðursonur Vida og umboðsmaður, kemur að máli við karlana - sem eru orðnir vel rosknir menn og að mestu sestir 1 helgan stein, og fær þá td að hitt- ast og æfa eitt af gömlu atriðunum sínum fyrir þátt á Stöð 2. Það geng- ur ekki þrautalaust og eiga þeir ým- islegt óuppgert frá árum áður. Saga Jónsdóttir leikstýrir verk- inu og allra síðasta sýning verður annað kvöld. Strætin syngja Borgarbókasafn- ið og Mál og menn- ing standa fyrir dagskrá um borg- arskáldið Tómas Guðmundsson kl. 14 á morgun í Borgarbókasafninu í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, í tdefni af því að þá eru hundrað ár liðin frá fæðingu hans. Á dagskránni flytur Eysteinn Þorvaldsson erindi um Tómas og Reykjavíkurljóðlist á 20. öld, ljóð- skáldin Didda, Sigurbjörg Þrastar- dóttir, Einar Ólafsson og Ósk Dags- dóttir lesa og syngja Reykjavíkur- ljóð, núverandi og fyrrverandi borg- arstjórar, þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri og Davíð Oddsson for- sætisráðherra, lesa eftirlætisljóð sin eftir Tómas og Margrét Eir Hjartar- dóttir syngur gömul og ný lög við ljóð Tómasar við undirleik djas- stríós skipuðu þeim Eðvarð Lárus- syni, gítarleikara, Jóni Ingólfssyni, bassaleikara og Jóni Björgvinssyni slagverksleikara. ÖUum er heimdl aðgangur. Einnig verður sett upp sýning í safninu þar sem handritum og bók- um Tómasar og fleiri Reykjavíkur- bókum verður stdlt upp svo og út- prentuðum borgarljóðum og hægt verður að hlusta á upplestur Tómas- ar af bandi. Sýningin stendur í þrjár vikur. Prinsessur ■ Út er komin skáldsagan Prinsessur eftir Leó Löve. Bókin fiadar um Eggert Óskarsson póst- burðarmann sem hefur gerst sekur um að misbjóða unglingsdrengj um kynferðislega. Saga Eggerts er sögð, frá misheppnuðu hjónabandi hans og þeim dögum er hann uppgötvar að hann hneigist td karla, til óhæfu- verkanna og hinnar óhjákvæmilegu refsingar. Hvemig réttlæta menn slík verk fyrir sjálfum sér og yfir- völdum? Hvernig bregðast samfang- ar við sekt kynferðisglæpamanns- ins? Og hver er hin eiginlega refs- ing? Þessu leitast lögfræðingurinn og rithöfundurinn Leó Löve við að svara í Prinsessum. Bókin er gefin út hjá bókaútgáf- unni Fósturmold, sem einmitt er stýrt af Leó sjálfum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.