Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2001, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2001, Síða 22
26 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 Tilvera I>V Jól og áramót eru nýaf- ^Staðin og landsmenn dœsa yfir umframþunga og líkamlegri vanlíðan eftir ófhóf í mat og drykk. Þungar kjötmál- tíðir þar sem salt og reykt er í öndvegi segja til sín og margir hafa áhuga einmitt nú á að ná sér úr þessu fari. l Nauðsynlegt að vera tilbúin andlega að breyta mataræði Elín Edda Ámadóttir leikmynda- hönnuður og Sverrir Guðjónsson tónlistarmaður hafa haft grænmeti sem meginuppistöðu í mataræði sínu í mörg ár og eru tilbúin að ráð- leggja þeim sem vilja prófa að breyta um lífsstíl. Við komum okkur fyrir á heimili þeirra undir notalegum tónum Fadósöngkonunar Amaliu Rodrigu- es. „Ég fór yfir í grænmetisfæði mjög ungur í tengslum við jógahug- leiðslu og síðustu flmmtán árin hef ég eingöngu neytt grænmetis," segir Sverrir. „Margir halda að það sé «rfitt og mikið vesen að lifa á græn- metsfæði en það er alrangt. Það fyrsta sem maður verður að hafa í huga er að hugur fylgi máli, maður þarf að vera andlega tilbúinn til þess að skipta yfir í grænmetið. Margir álíta það fórn að borða ekki kjöt eða fisk og sumir halda að mað- ur lifi eingöngu á kálmeti. Hér áður fyrr var litið á grænmetisætur sem sérvitringa en nú eru alltaf fleiri sem borða eingöngu grænmeti eða hafa grænmeti sem meginuppistöðu i mataræði sínu,“ segir Sverrir og ■ brosir. Mikil breyting síðustu ár „Hollusta er lífsstíll og við reyn- um að halda í gott fæði sem er mun auðveldara en fyrir 15 árum þegar Sverrir byrjaði á þessu. Nú er úrval- ið i verslunum meira, það eru sér- hæfðir veitingastaðir eins og Grænn kostur og Á.næstu grösum en báðir þessir staðir bjóða upp á frábæran mat. Ég myndi ráðleggja þeim sem hafa hugsað sér að fara yfir í grænmetisrétti að prófa að borða á þessum stöðum nokkrum sinnum til þess að sjá hvað fjöl- breytnin er mikil. Einnig bjóða öll almennileg veitingahús upp á græn- metisrétti og partur af þessu nýja eldhúsi, sem mikið er í tísku núna, er á grænmetislinunni,“ segir Elín Edda. Hún hefur ekki alveg farið yfir i grænmetið því hún leyfir sér að borða fisk einstöku sinnum. „Hins vegar er ég alveg á því að mikið grænmeti og ólífuólía sé lífs- ins elexír og um leið og maður eyk- ur hlutfall þessara tveggja fæðuteg- unda hefur maður stórbætt fæðið." Sverrir og Edda kaupa nær ein- göngu lífrænt ræktað grænmeti og segja muninn á gæðunum mikinn. „Það er yfirleitt aöeins dýrara en bragðið er miklu betra. Til dæmis eru lífrænt ræktaðar gulrætur bragðmiklar en sumar þær gulræt- ur sem hér fást í búðum bragðast eins og pappi," segir Sverrir. Þau nefna að úrvalið af korni hafi líka aukist og nú borði þau aðallega brauð sem bökuð hafa verið úr speltmjöli, khinoa eða bulgur. Hvíta hveitið innihaldi of mikið glúten sem margir hafa ofnæmi fyrir. Matur í lit Elín Edda og Sverrir eru listafólk og vasast því í mörgu. Sverrir söng inn á geislaplötuna Stokkseyri sem út kom fyrir jólin þar sem ljóð ísaks . Harðarsonar voru færð í tónlistar- búning Hróðmars Inga Sigurbjöms- sonar. Sverrir segir að ljóð ísaks séu full af trega en þó með miklum húmor. Einnig vann hann við þrjár aðrar plötur sem upptökustjóri og listrænn stjómandi. Elín Edda var á fullu að vinna leikmyndina fyrir Með vasa af j grjóti og nú í ársbyijun hellir hún sér út í vinnu við Sniglaveislu Ólafs Jóhanns sem frumsýnd verður á Hollusta er lífsstíll Elín Edda Árnadóttir og Sverrir Guöjónsson segja mun auðveldara nú en fyrir 15 érum að borða hollan oggóðan mat. Grænmeti er meginuppistaða í mataræði Elínar Eddu Árnadóttur og Sverris Guðjónssonar: Lýsandi luktir inn í nýja öld Akureyri í lok mánaðarins. Þau segja að listin að lifa og starfa og borða sé nátengd. „Ég nota til dæmis alltaf listina til þess að auka lystina," segir hún hlæjandi. „Ég raða helst matarteg- undum eftir litum til þess að matur- inn verði lystilega fram borinn." Sverrir tekur undir þetta og segir að það sé ekki sama hvernig matur- inn líti út og það eigi jafnt við um grænmeti sem annan mat. Þegar tveir fagurkerar koma saman i list- inni að lifa og borða hlýtur útkom- an að verða dásamleg! Líkaminn og fæðiö Hugleiðsla Sverris hefur á síð- ustu árum þróast út í Zen-hug- leiðslu sem tengist búddismanum. Þegar þau hjón bjuggu í London fyr- ii- nokkrum árum var Elín Edda í framhaldsnámi í leikmyndahönnun en Sverrir lærði kontratenórsöng og Alexandertækni sem gengur út á aö endurskoða og brjóta til mergjar vanamynstur líkamans með áherslu á hryggsúluna sem aðalhluta stoð- kerfisins. Sverrir hefur sérhæft sig í tengslum Alexandertækni og radd- þjálfunar með ríka áherslu á opna öndun. Hann kennir þessa aðferð við leiklistardeild Listaháskóla ts- lands auk þess að starfa með mörg- um af fremstu leikurum þjóðarinn- ar. „í nútimaþjóðfélagi er fólk alveg hætt að anda. Við öndum á morgn- ana þegar við vöknum og svo aftur þegar við leggjumst í rúmið á kvöld- in. Allan daginn öndum við ótt og stutt af því stressið er svo mikið. Bara það að anda betur losar um streitu í likamanum," segir Sverrir. Elín Edda hefur farið aðrar braut- ir. Nú í haust fór hún til Þorbjargar Hafsteinsdóttur næringarfræðings sem getið hefur sér gott orð hér á landi og erlendis. Að ráðleggingum hennar tók hún út allt ger og sykur úr fæðunni, svo og kafFi. „Mér liður miklu betur og kflóin hafa horfið án þess að ég sé í megrun. Það eru margir sem hafa snert af ofnæmi fyrir geri og hvítum sykri, fyrir utan það hvað sykurneysla hér á landi er geigvænleg." Jafnframt þessu fór hún að æfa líkamann samkvæmt Pilates-kerf- inu. „Pilates-æfingakerfið heitir eft- ir þýskum manni sem þróaði þessar likamsæfingar. í æfingunum er stoðkerfi líkamans styrkt innan frá sem er ekki ósvipað og gerist í Alex- andertækni, þó að þetta tvennt sé varla sambærilegt. Éftir tímana líð- ur mér eins og ég hafi farið í nudd innan í líkamanum og vellíðanin er stórkostleg, andleg og líkamleg. Kennarinn minn er Liisa S. Tuhkunen Johansson sem er eini löglegi Pilates-þjálfarinn á íslandi og hefur kennt þessa tækni um árabil hér á Islandi." Matarlystin örvuð með listlnni Uppskriftirnar sem Elín Edda og Sverrir leggja til eru margprófaðar og eiga sína sögu. Rétturinn frá Aix en Provence gæti allt eins heitið Amalia. „Þannig var að við fórum á Expo 98 í Lissabon með leikhópnum Frú Emelíu. Þar kynntumst við dá- samlegum söng Amaliu Rodrigues og keyptum diska með tónlist henn- ar. I kjölfarið fórum við ásamt Daða syni okkar til vinafólks í Aix í Suð- ur-Frakklandi og þegar við settumst að borðum þar í fallegum garðinum spiluðum við diska Amaliu. Þannig er hún, Frakkland og rétturinn sam- tengd,“ segir Elín Edda. Mexikóski hrísgrjónarétturinn er tengdur veru sonar þeirra, ívars Arnar, i Mexikó en þar var hann skiptinemi í eitt ár. Þriðji rétturinn, „Á bökkum Thames", hefur tilvisun í veru þeirra hjóna í London um árið. Þetta er smáréttur sem þau hjón hafa gjarnan á veisluborðum en væri allt eins hægt að nota sem meðlæti, t.d. með fuglakjöti. Avocadosalatið er gott eitt sér en má líka nota sem meðlæti með hverju sem er og rauðrófusalatið er fyrirtaksmeðlæti með grænmetis- réttum alls konar og fuglakjöti. í matargerð Sverris og Elínar Eddu koma tónlistin og myndlistin saman. Þau segja að ljúfur undir- leikur bæti meltinguna og listilega fram borinn matur örvi matarlyst- ina. Þetta geta allir prófað heima hjá sér. Setjið saman hollan, ljúf- fengan matseðfl, góða tónlist á fón- inn, leggið fallega á borð og kveikið á kerti í skammdeginu. Lokið aug- unum og njótið listarinnar og lyst- arinnar. Réttur frá Alx en Provence eða Amalia 250 g gulrætur (skomar langsum, svo í bita) 4-6 paprikur (skornar langsum) 2 rif af rifnum hvítlauk 2 rauðlaukar 2 eggaldin (sneidd) 2 kúrbítar (sneiddir og skomir í fernt) 20 tómatar 2 msk. tómatkraftur, kryddaður með fersku basilikum, timian, ferskum muldum pipar, sjávar- salti og kryddsalti (herbamare) Allt grænmetið brúnað í ólífuolíu, mýkt vel upp, tómatar settir út í ásamt tómatkrafti, látið bakast í fati í ofni við 200 gráður í 20-30 mín. Mexíkóskur hrísgrjónaréttur 250 g basmati-hrísgrjón sett á pönnu með ólífuolíu steikt i krydd- blöndu af karrí, kóríander og hvít- lauk, saxaður rauðlaukur, örlítið af chilipipar sett með. Eftir að grjónin eru orðin heit í gegn er vatni heflt út á. Látið vatn- ið fljóta yfír grjónin sem nemur 1/2 þumli, látið sjóða við vægan hita í u.þ.b. 15 mínútur. Má setja græn- metiskraft út í og fjórar rifnar gul- rætur. A bökkum Thames eða bakað- ur laukur í sírópi og teryaki 1 kg rauðlaukur eða hvaða laukur sem er skorinn í báta og mýktur í ólífuolíu og teryaki á pönnu. Settur á fat, 2-3 msk. af sírópi hellt yfir. Látið bakast í 1/2 tíma. Avocadosalat 2 avocado 2 msk. sítrónur 1 gúrka 1 Lambhagasalat 1 eikarlauf 100 g ristaðar pecanhnetur l rauðlaukur Rauðrófusalat 1/2 kg rauðrófur 1 rauð paprika ristuð sólblómafræ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.