Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2001, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 DV Fréttir Niðurstöður skoðanakannana DV - til samanburöar eru niöurstööur fyrri kannana DV og úrslit þingkosninga - 18/03'99 12/01 '01 18/03'99 12/01 '01 18/03'99 12/01 '01 9 Kosningar 8/5 '99 © Samfylkingin i---------------------*■ i 18/03'99 12/01 '01 1 SKODANJKÖNNUN DV i------------------------► i 18/03'99 12/01 '01 Skoðanakönnun DV um fylgi stjórnmálaflokka: Ríkisstjórnarmeiri- hlutinn er fallinn - Framsókn tapar helmingi þingmanna sinna Skipan þingsæta SKOÐANAKÖNNUN — samkvæmt atkvæðafjölda 30 33 31 31 25 20 15 10 5 0 26 n, 8 7 8 26 28 24 i OV12/01 '01 i DV 23/10'00 DV 29/09 '00 f | DV 21-22/03 '00 DV 28-29/12 '99 UDV 20/10 '99 Kosningar Samfylkingin 5 h! Bll 2 2 17 . , 11 16 VINSTRIHREYFINGIN flrænt framboð 16 1_Ö2 12 12 13 11 11 11 4 : 1 9 6:6 1 Rlkisstjómin hefur tapað meiri- hluta sínum samkvæmt skoðanakönn- un DV sem gerð var meðal kjósenda fóstudagskvöldið 12. janúar um fylgi stjómmálaflokka. Hljóta þetta að telj- ast merkileg tíðindi í ljósi þeirrar sterku stöðu sem ríkisstjómin hafði í upphafi ferils sins og í öllum skoðana- könnunum til þessa, þó fylgi hennar hafi vissulega verið að dala í undan- fómum könnunum. Góð svörun Úrtakið i könnun DV á fóstudags- kvöldið var 600 manna slembiúrtak sem skipt var jafnt á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis og einnig jafht á milli kynja. Svömn var mjög góð, en 70,5% tóku afstöðu á móti 62,2% í síð- ustu könnun DV. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef þingkosningar færu fram núna? Óákveðnir og þeir sem ekki vildu svara spurningunni reyndust nú vera 29,5% en voru 37,8% í síðustu DV- könnun i október. Spumingin um fylgi flokkanna var sú fýrsta sem lögð var fyrir kjósendur í þessari könnun til að forðast að önnur mál sem spurt var um hefðu hugsanlega áhrif á afstöðu fólks til flokkanna. Þá var sérstaklega horft til að spurning um aðgerðir rikisstjómar í framhaldi af dómi Hæstaréttar í máli Öryrkjabanda- lags íslands heíði ekki áhrif á afstöðu fólks. Sem kunnugt er var niðurstaðan af henni afgerandi andstaða kjósenda, eins og fram kom í DV í gær. Verulegt fylgistap stjórnar- flokkanna í könnuninni á fóstudaginn kom fram verulegt fylgistap ríkisstjórnarílokka Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sem og Frjálslynda flokksins sem myndi þurrkast út ef kosið væri nú. Ef litið er til þeirra sem afstöðu tóku, þá fengi Framsóknarflokkurinn 9,7% at- kvæða, fékk 18,4% í síðustu kosningum, Sjálfstæðisflokkur fengi 37,4%, var með 40,7% í síðustu kosningum, Frjálslyndi flokkurinn fengi 1,4% en fékk 4,2% í síð- ustu kosningum, Samfylkingin fengi 27% en hafði 26,8% í síðustu kosningum og Vinstrihreyfmgin - grænt framboð fengi 24,1% atkvæða en fékk 9,1% í kosningunum. Fylgi annarra flokka var óverulegt og ekki marktækt. Samfylkingin í öðru sæti Samkvæmt könnuninni er Samfylk- ingin orðin annar stærsti flokkurinn á íslandi með 27% atkvæða eða um 10% á eftir Sjálfstæðisflokki. Hefur hún þar skotist vel fram úr VG sem fékk 24%, en var heldur stærri en Samfylkingin í síð- ustu könnun. Framsóknarflokkurinn er samkvæmt þessu ekki svipur hjá sjón, með aðeins 9,7% á bak við sig. Þá vekur líka athygli að fylgi Frjálslynda flokks- ins er ekki lengur mælanlegt á höfuð- borgarsvæðinu og 1,4% fylgi sitt sækir hann allt út á landsbyggðina. Þegar litið er til niðurstöðu úr heild- arúrtakinu þá kemur í ljós að Fram- sóknarflokkur hefur 6,8%, Sjálfstæðis- flokkur fær 26,3%, Frjálslyndi flokkur- inn fær 1%, Húmanistar 0,2%, Kristileg- ir 0%, Samfylkingin fær 19%, Vinstri-1 hreyflngin - grænt framboð fær 17%, Anarkistar fá 0,2%, óákveðnir eru 22,7% og þeir sem ekki svara mælast vera 6,8%. Sjálfstæðisflokkur tapar mest Samkvæmt þessu hefur Sjáifstæðis- flokkurinn tapað mestu eða 6,8% af fylgi þeirra sem afstöðu tóku frá síðustu könnun DV og 3,3% frá síðustu kosning- um. Næstmestu tapar Framsóknarflokk- urinn, eða 3,2% frá síðustu könnun, en heilum 8,7% frá síðustu kosningum. Frjálslyndir tapa líka, eða 2,4% frá síð- ustu könnun og 2,8% frá kosningunum. Hástökkvarinn að þessu sinni er Samfylkingin sem bætir við sig 8,2% frá síðustu könnun og er nú komin með 0,2% meira en hún fékk í síðustu kosn- ingum. Vinstrihreyflngin - grænt fram- boð bætir við sig 4% frá síðustu könn- un, en hefur bætt við sig heilum 15% frá síðustu alþingiskosning- um. Ríkistjórnin tapar fylgi Ríkisstjórnarflokk- amir eru nú búnir að tapa meirihluta sínum og hafa aðeins 47,1% at- kvæða á bak við sig, samanborið við 59,1% í kosningunum. Samfylk- ing og VG væru því með hreinan meirihluta, eða 51% atkvæða. Þróun á fylgi flokkanna á þingi frá kosningunum má sjá á meðfylgjandi grafi. Skipting þingsæta Ef þingsætum yrði útdeilt miðað við þá sem tóku afstöðu í skoðana- könnun DV sl. fóstudag, þá fengi Sjálfstæðis- flokkurinn 24 þingmenn en mældist með 28 þing- menn í DV-könnun 24. október á síðasta ári. Samfylkingin fengi 17 þingmenn, flmm þingmönnum meira en i könnuninni í október og sama þingmannafjölda og hún fékk í kosningunum. Vinstrihreyflngin - grænt framboð fengi 16 þingmenn, þrem þingmönnum meira en í siðustu könn- un og 10 þingmönnum meira en í kosn- ingunum. Framsóknarflokkurinn fengi nú ekki nema 6 þingmenn og hefur tap- að einum frá síðustu könnun. Hefur flokkurinn því tapað helmingi þing- manna sinna, eða 6 frá síðustu kosning- um. Frjálslyndi flokkurinn þurrkast út af þingi miðað við könnunina og myndi tapa báðum þingmönnum sínum ef kos- ið væri nú. Framsókn sterkari úti á landi Það þarf ekki að koma á óvart að fylgi Framsóknarflokksins mælist eins og áður mest úti á landsbyggð- inni. Er það í raun eini flokkurinn fyrir utan Frjálslynda flokkinn sem sækir meirihluta af sínum styrk út á lands- byggðina. Sjálfstæðis- flokkurinn sækir aftur á móti nokkru meira hlut- fall af fylgi sínu á höfuð- borgarsvæðið og það gera líka Samfylkingin og Vinstrihreyfmgin - grænt framboð. -HKr. Fylgi flokka - miöað viö þá sem tóku afstööu - 50% KAt* 45 40 35 30 25 20 15 10 5 0 n P, 4( M ] 17,4 ll! DV12/01 '01 DV 23/10 'OO DV 29/09 'OO í ! DV 21-22/03 'OO DV 28-29/12 '99 § j DV 20/10'99 I ! Kosningar SKOÐANAKÖNNUN DVI [4.Í 4,7 2.0:2,» M3.íu © Samfylkingin N 17117.7 17,7 27,0 241 •'“^19,42111 14» Samningarnir í rannsókn Endurskoðunar- nefnd aðila vinnu- markaðarins hefur verið falið það verk- efni að fara ofan í saumana á kjara- samningi ríkisins við framhaldsskólakenn- ara. Tilgangurinn er að kanna hvort ríkið hafl farið út fyr- ir þann launaramma sem markaður var í samningum Flóabandalagsins og Samtaka atvinnulífsins sl. vor. Dagur greinir frá. DeCODE-bréf úr læsingu í dag verður fyrsti leyfllegi við- skiptadagur með nokkurt magn hluta- bréfa í DeCODE, bréfa sem keypt voru áður en fyrirtækið fór á Nasdaq-hluta- bréfamarkaðinn. Dýr lagfæring Lagfæringar á hafrannsóknaskipinu Áma Friðrikssyni hafa kostað rúmlega 40 milljónir króna. Ekki er búið að gera allar þær breytingar sem gera þarf á skipinu og er áætlað að áframhaldandi breytingar kosti 10 til 15 milljónir króna. í fréttum RÚV segir að kostnað- urinn sé rösklega 40 milljónum meiri en upphaflega var gert ráð fyrir. Eldislax drapst í nótt Stór hluti af eldislaxi í laxeldisstöð- inni Rifósi í Kelduhverfi við ÖxarQörð drapst i nótt. Ekki er hægt að tilgreina hve mikið af laxinum drapst en það gæti verið allt að helmingur af þeim 450 tonn- um sem eru að jafnaði í sjókvíunum. Forkastanlegt Að mati Páls Agn- ars Pálssonar, fyrr- | um yfirdýralæknis, var það forkastan- legt að heimila inn- flutning á nautakjöti frá írlandi, líkt og landbúnaðarráð- herra gerði fyrir jól eftir umsögn yfirdýralæknis. „Við hefðum aldrei gert það í gamla daga,“ segir Páll sem var yflrdýralæknir í nærri hálfa öld og lét af störfum árið 1989. Mbl. greinir frá. Nýtt starfsgreinafélag Um helgina var stofnað nýtt stéttar- félag, AFL, starfsgreinafélag Austur- lands, með sameiningu 6 stéttarfélaga frá Fáskrúðsfirði til Vopnafjarðar. Jón Ingi Kristjánsson frá Neskaupstað er nýkjörinn formaður Afls. Ráðherra óskar álitsgerðar Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra hefur óskað eftir álitsgerð Eiriks Tómassonar lagaprófessors á innflutn- ingi á nautalundum frá írlandi sem yf- irdýralæknir heimilaði Nóatúni fyrir síðustu jól. Tilboði í Valhöll tekið Jón Ragnarsson, eigandi Valhallar á Þingvöllum, hefur tekið tilboði Howards Kriigers um kaup á hótelinu en fyrirvari var settur við nokkur atriði sem Jón sagði í samtali við RÚV að erfltt væri að fá svör við hjá yfirvöldum. Haldið til haga I frétt af bruna í Hvalnesi í Lóni um síðustu helgi var sagt að meintur brennuvargur væri skyldur fyrrum ábúendum í Hvalnesi. Skyldmenni hans bjuggu þar um og fyrir 1950 og er meint- ur brennuvargur því ekki skyldur síð- ustu ábúendum i Hvalnesi. Þá var sagt að bóndinn á Reyðará, þar sem meintur brennuvargur faldi sig þegar hans var leitað, heiti Bjöm. Hann heitir Gunnai’. Þá skal þess getið að í stuttfrétt í gær, Smyril Line bjargað, átti að vera mynd af Jónasi Hallgrímssyni, stjómarmanni í Smyril Line, en ekki af Sturlu Böðv- arssyni samgönguráðherra. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.