Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2001, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 16. JANUAR 2001 7 I>V Fréttir Seinni hluti stóra fíkinefnamálsins: Vissi ekki að féð tengd- ist fíkniefnamisferli - flutti 120.000 gyllini í reiðufé til Hollands fyrir einn forsprakkann Bitbeiniö Ægir Sú ákvöröun meirihluta stjórnar Fiskifélags íslands aö seija hinn fornfræga Ægi mæltist illa fyrir meöal útgerðarmanna. Skiladagur vegna launamiða og launaframtala er 12. febrúar en ekki 22. janúar eins og áður hafði verið tilkynnt. Aðalmeðferð seinni hluta stóra fikniefnamálsins hófst í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Þrettán manns eru ákærðir í fimm ákærum en á síðasta ári voru 15 manns sak- felldir í einu stærsta fikniefna- smygli sem lögreglan hefur upplýst á íslandi, þar sem gífurlegu magni eiturlyíja var smyglað frá Evrópu og Bandaríkjunum, falið í gámum skipafélagsins Samskipa. í fyrstu ákærunni, sem tekin var fyrir í gærdag, er 29 ára gamall karl- maður sakaöur um að hafa sumarið 1999 tekið við 120.000 hollenskum gyllinum frá kunningja sinum, Rún- ari Ben Maitsland, sem sakfelldur var í fyrri hluta málsins, og flutt með sér til Hollands á flutninga- skipi sem maðurinn starfaði á. Mað- urinn viðurkenndi að hafa flutt fé til Hollands að beiðni Rúnars en kvaðst hvorki hafa vitað hversu miklir peningar voru í pokanum sem hann tók við né til hvers pen- ingarnir voru ætlaðir. Hann sagðist hafa haldið að peningarnir tengdust einhverju minni háttar gjaldeyris- broti en Rúnar átti hollenska unn- ustu á þessum tíma. „Ég gerði ekki ráð fyrir því að þetta væri ætlað til fikniefnakaupa, því ef ég hefði gert það þá hefði ég aldrei flutt þetta,“ sagði maðurinn. Saksóknari Jón H. B. Snorrason taldi ólíklegt að maðurinn hefði ekki vitað að peningarnir tengdust fikniefnamisferli þar sem honum var kunnugt um afskipti Rúnars af eiturlyfjum og hafði Rúnar oft beðið manninn um að flytja fyrir sig eit- urlyf. Maðurinn kvaðst aldrei hafa neytt eiturlyfja sjálfur og sagðist ekki hafa fengið neina þóknun fyrir að flytja peningana. Rúnar sjálfur sagðist ekkert muna eftir þessum greiða mannsins við sig og bar því við að hann hefði veriö i mikilli neyslu á þessum tima. Síðar í þessari viku og í næstu viku munu Hjördís Hákonardóttir og tveir meðdómendur hennar hlýða á vitnisburð annarra ákærðra í þessu máli, þar með talið tann- lækni sem ákærður er fyrir fikni- efnakaup, -dreifingu og peninga- þvætti, og lögmann sem ákærður er fyrir peningaþvætti. -SMK Héraðsdómur Reykjavíkur Aðalmeðferö seinni hluta stóra fikni- efnamálsins hófst í Héraösdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Þrettán manns eru ákæröir fyrir fíkniefna- misferli og peningaþvætti en þegar hafa 15 manns veriö sakfelldir í hér- aösdómnum vegna málsins. Fiskifélag íslands á öðrum endanum: Stjórnin klofin vegna tímarits - LÍÚ vildi selja Fróða reksturinn Stjórn Fiskifélags Islands klofn- aði á átakafundi nýlega þar sem deilt var um sölu tímaritsins Ægis sem um áratugaskeið hefur verið málgagn Fiskifélags Is- lands. Þrír fulltrúar Landssam- bands íslenskra útvegsmanna börðust hatrammlega gegn sölu blaðins til fjölmiðlafyrirtækisins Athygli en voru ofurliði bornir af meirihluta stjórnar þar sem m.a. sitja fulltrúar sjómanna. Á stjórn- arfundinum var ákveðið að selja reksturs blaðsins frá og með 1. janúar 2001. Hugmyndin var sú að létta útgáfunni af félaginu og nýta starfsliðið til að sinna þeim málaflokkum sem félagið hyggst beita sér í, svo sem umhverfis- málum. Rekstur Ægis hefur und- anfarin ár verið réttum megin við núllið en ekki skilað afgerandi hagnaði. Upphaf málsins var að stjórnin samþykkti að selja blaðið og skip- aði í því skyni þriggja manna nefnd sem leita skyldi til ákveð- inna aðila og ræða um mögulega sölu blaðsins. Pétur Bjarnason formaður, Helgi Laxdal og Örn Pálsson voru valdir í nefndina. Til að forðast háværa umræðu um að Fiskifélagið væri þar með að tapa síðustu skrautfjöðrinni úr rekstrinum var ákveðið að leita í kyrrþey til Athygli ehf. og Talnakönnunar ehf. Þá var einnig látið berast til fjölmiðlafyrirtæk- isins KOM að blaðið væri falt. At- hygli hefur um fjögurra ára skeið annast útgáfuna fyrir Fiskifélag- ið. Athygli og Talnakönnun gerðu tilboö í reksturinn upp á 12,5 milljónir króna hvort. Nefndar- menn mátu tilboö Athygli hag- stæðara þar sem fyrirtækið bauð greiðslur á skemmri tima og var lagður grunnur að samningi við það þar sem meðal annars var ákveðið að formaður Fiskifélags- ins ritaði leiðara i blaðið. Málið var rætt á þremur stjórnarfund- um en á tveimur fyrstu fundun- um var enginn ágreiningur. Á þriðja fundinum fór allt upp í loft og LÍÚ menn vildu skyndilega ræöa við Fróða hf. „Allt í einu var eins og himinn og jörð væru að farast. Þetta sner- ist ekki um tölur heldur áhrif. LÍÚ-menn töldu að Athygli hefði ekki fjallað um mál eins og þeim hugnaðist,“ sagði einn stjórnar- manna Fiskifélagsins sem ekki vildi láta nafns síns getið. Hann segir að ekki hafi verið um annað að ræöa en neyta aflsmunar og knýja fram samþykkt þess að At- hygli fengi blaðið þar sem samn- ingur hefði verið á borðinu. „Ég verð ekki var við annað en menn séu sáttir við niðurstöð- una. Ægir hefur vaxið og er orð- inn nútímalegt blað,“ segir Pétur Bjarnason, formaður og fram- kvæmdastjóri Fiskifélagsins. Friðrik J. Arngrimsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, vildi ekkert um málið segja. Gögn sem skila á í síðasta lagi 12. febrúar • Launamiðar (RSK 2.01) ásamt almennu launaframtali (RSK 1.05). Á launamiðum komið m.a. fram greiðslur til verktaka fyrir efni og vinnu, eftirlaun og aðrar starfstengdar greiðslur. • Greiðslumiðar vegna lífeyris, tryggingabóta og atvinnuleysisbóta. • Hlutafjármiðar (RSK 2.045) ásamt samtalningsblaði (RSK 2.04). • Stofnsjóðsmiðar (RSK 2.065) ásamt samtalningsblaði (RSK 2.06). • Bifreiðahlunnindamiðar. (RSK 2.035) • Gögn frá eignarleigufyrirtækjum, sbr. 9. gr. laga nr. 123/1993, um samninga um rekstrarleigu eða fjármögnunarleigu á fólksbifreiðum fyrir færri en 9 manns. M.a. skulu koma fram nöfn leigutaka og kennitala, skráningarnúmer bifreiðar, leigutímabil ásamt því verði er eignarleigufyrirtæki greiddi fyrir bifreiðina. • Afurða- og innstæðumiðar (RSK 2.075) ásamt samtalningsblaði (RSK 2.07). • Sjávarafurðamiðar (RSK 2.055) ásamt samtalningsblaði (RSK 2.05). Gögn sem skila á 1 síðasta lagi 14. apríl 2001 • Gögn frá lífeyrissjóðum, líftryggingafélögum og fjármálastofnunum um iðgjöld og framlög launagreiðanda til lífeyrissjóða og til viðbótarlífeyristryggingar. • Upplýsingar fjármálastofnana um kaup, sölu og umboðsviðskipti með hlutabréf (RSK 2.08). Með skattframtali 2001, sbr. auglýsta framtalsfresti: • Greiðslumiðar (RSK 2.02) yfir hvers konar greiðslur fyrir leigu eða afnot af lausafé, fasteignum og fasteignaréttindum, sbr. 1. og 2. tölulið C-liðar 7. gr. laga nr. 75/1981. • Greiðslumiðar (RSK 2.025) yfir hvers konar greiðslur til aðila sem bera takmarkaða skattskyldu hér á landi, og skattskyldar eru skv. 3. og 6. tölul. 3. gr. laga nr. 75/1981 og ekki er gerð grein fyrir á skilagreinum RSK, sem taldar eru upp hér að framan. Hér er m.a. átt við þóknanir fyrir þjónustu og greiðslur fyrir afnot eða hagnýtingu einkaleyfa og hvers konar annarra leyfa, réttinda eða sérþekkingar. ■■■■■■ RÍKISSKATTSTJÓRI -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.