Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2001, Blaðsíða 24
36 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 Tilvera I>V Eggert sýnir í Gerðbergi Um þessar mundir stendur yfir sýning á verkum Eggerts Magnússonar næfista. Eggert sem er fæddur árið 1915, er sjálfmenntaður listamaður og hefur stytt sér stundir við að mála síðan hann hætti siglingum um 1960 en hann hafði þá verið sjómaður á ýmsum skipum frá unglingsaldri og á langri starfsævi siglt um öll heimsins höf. Myndefni sitt sækir Eggert í eigin upplifun, atburði er gerast á líöandi stund og úr fortíðinni. Þannig sækir hann myndefni sitt til Afríku og atburða íslandssög- unnar og dýraríkið virðist Egg- ert sérstaklega hugstætt. Krár ■ KALK A GAUKNUM Þaö þarf enginn aö þjást af kalkskorti í dag því gleðipinnarnir í Kalki verða meö tónleika á Gauknum þegar kvölda tekur og öryrkjarnir fara á stjá. Leikhús ■ HAALOFT Geöveiki svarti gaman- einleikurinn Háaloft heldur nú áfram eftir áramótin. Sýning í kvöld kl. 21 i Kaffileikhúsinu i Hlaövarpanum. Ein- leikari og höfundur verksins er Vala Þórsdóttir leikkona. ■ LANGAFI PRAKKARI Leikritiö Langafi prakkari eftir Sigrúnu Eld- járn veröur sýnt í grunnskólanum í Þorlákshöfn kl. 17 í dag. Myndlist _____________________ ■ ANNA JOA Myndlistarmaöurinn Anna Jóhannsdóttir - Anna Jóa, sýnir málverk, auk vatnslitamynda, teikninga og myndbandsverks, í Ustasafni ASÍ við Freyjugötu. ■ MARTA VALGEIRSDÓTTIR Um helgina opnaði Marta Valgeirsdóttir sýningu á vegg í skrifstofurými gall- erí@hlemmur.is, Þverholti 5. ■ SKÁL TIL SÝNIS Um helgina opnaöi Kári Gunnarsson sýningu í Gallerí Geysl, Hinu húslnu v/lng- ólfstorg. ■ STAFNMYND Valgeröur Guö- laugsdóttir heldur um þessar mundir einkasýningu sína, Stafn- mynd, í sal gallerí@hlemmur.is að Þverholti. ■ GULLPENSILLINN Á KJARVALS- STOÐUM Gullþensillinn er hópur ungra listamanna sem sýnir í fyrsta skipti saman á Kjarvalsstööum nú um stundir. Hópinn skipa Blrgir Snæbjörn Birgisson, Daöi Guö- bjömsson, Eggert Pétursson, Ge- org Guöni Hauksson, Hallgrímur Helgason, Helgi Þorglls Friöjóns- son, Inga Þórey Jóhannsdóttlr, Jó- hann L. Torfason, Jón Bergmann Kjartansson, Krlstín Gunnlaugsdótt- ir, Sigríöur Ólafsdóttir, Siguröur Árni Sigurösson, Sigtryggur Bjarni Bald- vinsson og Þorri Hringsson. Síðustu forvöð ■ TEXTILHÓNNUN OG COLLÁGÉ- MYNPUM I dag lýkur Sigríöar Olafs- dóttur sýningu sinni á textílhönnun og collagemyndum í listhúsi Ófeigs, Skólavöröustíg 5. Sigríöur nam viö textíldeild MHI frá ‘90-’93. Frá '95- '97 var hún viö nám í vöruhönnun T Högskolan för Design och Kon- sthantverk 1 Gautaborgarháskóla og lauk prófi sem Master of Fine Artst vorið 1997. Sigríður hefur tekið þátt í nokkrum sýningum hér heima og erlendis. Sjá nánar: Lffiö eftir vlnnu á Vísi.is Salóme Huld Garðarsdóttir er á förum á morgun í kristniboð til Keníu: Fékk köllun Guðs Salóme Huld Garðarsdóttir er 23 ára nýútskrifaður kennari frá Há- skólanum á Akureyri. Hún er á fór- um á morgun til Keníu þar sem hún ætlar að stunda kristniboð á vegum Kristniboðssambandsins. „Ég kláraði kennaraprófið í vor og fór svo til Noregs i haust og var þar á kristniboðsskóla i hálft ár,“ segir Salóme Huld. Hlaut trúað uppeldi Það vekur óneitanlega athygli þegar ungt fólk heldur út i heim til að boða trú og Salóme Huld var spurð um aðdraganda þess að hún tók þessa ákvörðun. „Mér hefur alltaf þótt þetta ákaflega spennandi, alveg frá því ég var pínulítil. Svo fékk ég köllun Guðs þegar ég var nítján ára og síðan þá hef ég stöðugt orðið vissari um að þetta sé réttur starfvettvangur fyrir mig.“ Salóme er ekki úr kristniboðsfjöl- skyldu en segist eiga afar trúaða foreldra. Ákvörðun hennar er því eingöngu sprottin frá henni sjáifri. Hún segist hafa verið búin að ákveða að leggja fyrir sig kristniboð þegar hún hóf nám í kennaradeild- inni við Háskólann á Akuyreyri. „Þetta er stutt nám og hagnýtt og nýtist mér mjög vel.“ Hún segist fyrst og fremst hafa tekið kennara- námið fram yfir guðfræðinámið vegna þess að það er styttra. „Mér finnst líka mjög gaman að kenna.“ Starfið fólgið í að boða trúna Salóme mun hefja nám í ríkismál- inu svahílí í Naíróbi og gerir ráð fyrir að það nám muni taka um þaö bil fjóra mánuði. „Þetta á að vera mjög auðvelt tungumál," segir Salóme en hún vonast til að ná þokkalegum tökum á því á fjórum mánuðum." Salóme Huld heldur svo til Pókot- héraðs en þar starfar fyrir einn ís- lensku kristniboði en það er þar í samstarfi við norska kristniboðið. „Kristniboðsstarfið er fyrst og fremst fólgið í því að boða trúna. einnig er fólgið í starfinu ýmis þró- unaraðstoð og hjálp en við byggjum einnig upp skóla og heilsugæslu." Salóme Huld var spurð hvort kristniboð ætti erindi til fólks í Afr- íku enn í dag. „Kristniboð hefur átt sér stað frá því að Jesú dó á kross- inum, í bráðum 2000 ár, og er tima- laust. Megintilgangurinn með kristniboðinu er að þeir sem ekki hafa heyrt fagnaðarerindið fái að heyra það þannig að þeir geti fengið að velja hvort þeir vilja fylgja Guði eða ekki.“ Engin blöndun trúarbragða Salóme segir að innfæddir í Pókothéraði séu heiðingjar. „Þeir eru hræddir við illu andana sem eru út um allt. Fyrst eftir að kristni- boðið byrjaði á þessum stað var erfitt fyrir fólkið að sjá muninn á kristninni og sinni trú og það bland- aði þessu saman en það hefur verið leiðrétt þannig að fólk tekur ekki bæði kristna trú og færir öndunum fórnir." Að sögn Salóme búa bæði hirð- ingjar og bændur í Pókon þannig að fólk lifir annars vegar eingöngu af hjörð sinni og hins vegar af því að rækta jörðina einnig. „Það hefur ekki rignt nægilega þarna upp á síðkastið þannig að fólk er að deyja úr hungri á þessu svæði.“ Salóme ætlar að vera fjögur ár til að byrja með í Pókon og telur alls ekki ólíklega í að hún muni vera þar lengur. „Ég var svo heppin að koma til Pókon í þriggja vikna heimsókn árið 1997. Ég var í hópi ungs fólks sem kom til að kynna sér kristniboðsstarfið." Hún segist þvi hafa nokkuð góða tilfinningu fyrir þvi hvað hún er að fara að takst á við. „Það er mikil gleði fram undan að komast út og byrja að takast á við kristniboðsstarfið," segir þessi ákveðna stúlka að lokum. -ss Mikil fátækt Eyðnin er útbreidd í Kenía og hér má sjá móður með börn sín í skýti fyrir eyðnismitaða. Enn eitt fyrirmyndarhjónaband búið: Basinger losar sig við karlinn Kim Basinger gerði sennilega það eina rétta í stööunni. Hún sótti um skilnað við karlinn sinn á dögunum og bar við óásættanleg- um ágreiningi, eða hvað sem hið staðlaða orðalag er. Þau Kim og Alec Baldwin, bæði kvikmyndastjörnur á niðurleið í Hollywood, höfðu verið gift í heil sjö ár og þótti það miklum tiðind- um sæta i glysborginni. Skilnaður þeirra Kim og Alecs ætti ekki að koma á óvart. Banda- rísk slúðurblöð hafa um margra mánaða skeið gefið í skyn að eitt- hvað þvíumlíkt stæði tfi. Nýlega birtust meira að segja myndir af hjónunum þar sem Alec var aö hundskamma Kim á almanna færi. Hjónin hafa búið hvort í sínu lagi frá því í desemberbyrjun, Kim og fimm ára gömul dóttir þeirra, Irene, í Los Angeles en Alec í hús- eign þeirra í New York. Kim er 47 ára en Alec er ekki nema 42 ára. Ekki lengur fyrirmyndarhjón Kvikmyndaleikkonan Kim Basinger hefur sótt um skilnað frá eiginmanni sín- um, kvikmyndaleikaranum Alec Baldwin. Þau hafa verið gift J sjö ár. Að sögn talsmanns teikkonunnar áttu þau bara ekki lengur skap saman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.